Morgunblaðið - 24.09.2002, Page 33

Morgunblaðið - 24.09.2002, Page 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 33 EIN af staðreyndum lífsins er að sagan end- urtekur sig uppstyttu- laust. Stefnur í þjóð- málum ryðja sér til rúms og hverfa jafn- harðan, en ganga síðan jafnan aftur undir nýj- um nöfnum en sama eðlis. Nærtækt dæmi núlifandi mönnum er tilurð kommúnismans og fall hans. Hin marxízka hug- myndafræði var um margt aðlaðandi enda urðu margir til að ánetjast. Í örstuttri blaðagrein er þess eng- inn kostur að gera þeim kenningum skil, enda óþarft. Aðalatriðið er: Hver varð reynslan af hinu marxízka kerfi í framkvæmd? Hvað vilja sér- fræðingar í sovétmálum segja okkur um það? Við blasir hrun þess skipulags og algert gjaldþrot svo engu verður við jafnað. Og örlagaríkustu afglöpin voru framkvæmd efnahags- og markaðsmála eftir mótun marxism- ans. En – skyldi kommúnisminn hafa gengið aftur í einhverri mynd eða efnahagsstefnur með álíka afleiðing- um? Í Morgunblaðinu 24. ágúst sl. birt- ist þýðing á grein eftir þekktan breskan prófessor, John Grey að nafni. Greininni lýkur með þessum orðum: ,,Hinn alþjóðlegi frjálsi markaður er um það bil að taka sæti við hlið kommúnismans í safni sögunnar yfir afskrifaðar ,,útópíur“ (fyrrur). Hvernig skyldi aðalritara íslenzku ráðstjórnarinnar, lærisveini Hann- esar Gissurarsonar, lítast á? Að vísu hefir framkvæmd hins frjálsa markaðar á Íslandi, undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins, verið meiri í orði en á borði í flestu falli. Allar reglur hins frjálsa markaðar og hinnar frjálsu sam- keppni hafa verið þver- brotnar af ráðstjórn síðustu 11 ára, þegar hún hefir þurft að hygla sér og sínum. Það fer lítið fyrir frjáls- um markaði í höndum manna, sem taka aðal- auðlind þjóðarinnar og rétta hana örfáum út- völdum að gjöf. Einka- væðingunni á ríkiseign- um er handstýrt af Sólinni Miklu og sálu- félögum hennar. Nýj- asta dæmið er sala á veigamiklum þætti í rekstri Landsbankans til aft- urgenginna SÍS-ara sömu dægrin og þeir voru í viðræðum við væntanlega kaupendur um sölu alls fyrirtækis- ins. Skyldu það vera fleiri fyrirbæri í stjórnarháttum á Íslandi, sem minna ónotalega á vinnubrögð aðalritara í Kreml á sínum tíma? Hvað segja Orca-hópsmenn um það, sem unnu sér það til óhelgi hjá aðalritaranum að kaupa hlut í Ís- landsbanka að honum forspurðum? Hvað segja SPRON-menn um það, sem seldu Orca-mönnum hlut- ina í Íslandsbanka án leyfis Stóra bróður? Eða ættu Baugs-menn kannski að ugga að sér? Sú saga var sögð af Stalín heitnum sáluga að hann hefði látið skjóta menn þegar í stað sem létu sér um munn fara tvíræða glettni um aðal- ritarann. Mikið má séra Örn Bárður Jónsson, fyrrum ritari kristnihátíð- arnefndar, þakka sínum sæla að svo- leiðis aðferðir tíðkast ekki ennþá á Íslandi. Eða skyldi einhver saga vera að endurtaka sig í kotríkinu íslenzka? Eigum við kannski von á nýju gerzku ævintýri? Ráðstjórn Sverrir Hermannsson Höfundur er alþingismaður. Stjórnmál Allar reglur hins frjálsa markaðar og hinnar frjálsu samkeppni, segir Sverrir Her- mannsson, hafa verið þverbrotnar af ráð- stjórn síðustu 11 ára. UNDANFARINN áratug hefur stöðnun og kyrrstaða ríkt í mennta- stefnu stjórnvalda. Menntastefna meðalmennskunnar hefur ráðið ríkjum í stað metnaðar og kraft- mikillar framtíðarsýn- ar. Ekki hefur verið tekist á við þær áskor- anir sem nýir tímar bera með sér. Íslensk skólastefna hefur stað- ið í stað og því fer fjarri að kalli margs fram- sýns skólafólks um rót- tækar breytingar á skólakerfinu hafi verið sinnt að nokkru marki. Stytting framhaldsskólans Meðal þess sem brýnast er að taka til athugunar er stytting skólagöngunnar. Mikilvægt er að útskrifa nemendur fyrr úr framhaldsskólanum með því að stytta grunnskólann og framhalds- skólann. Það er óþolandi staða fyrir íslenska námsmenn að útskrifast seinna og eldri en evrópskir nemend- ur úr framhaldsskólum og að geta ekki hafið nám á háskólastigi fyrr en um tvítugt. Það hljóta að felast í því mörg tækifæri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið að hann geti hafið háskólanám eða störf á vinnumarkaðin- um talsvert fyrr en nú er. Hvort heldur er eft- ir starfsnám í fram- haldsskóla eða háskóla. Fjárfest í framtíðinni Ekki þarf að tíunda hve oft hefur verið sýnt fram á að markvissar fjárfestingar í menntun skila sér margfalt til baka inn í samfélagið. Í launum starfsfólks, að- búnaði, rannsóknum, þekkingu hverskonar og framsókn innan kerf- isins. Við ættum að vera að byggja upp til lengri tíma hagkerfi sem er drifið áfram af þekkingu og hugviti, til jafns við frumframleiðslu, iðnað og útgerð. En það er hinsvegar ekki verið að framkvæma slíkar fjárfest- ingar af stjórnvöldum. Slíka sýn er ekki að finna í framtíðarmúsík stjórnarflokkanna. Þeir dansa eftir öðrum nótum en þeim að Ísland verði mekka og miðstöð þekkingar, mennt- unar og mannvitsiðnaðar ýmiskonar eftir misseri og áratugi. Samsetning atvinnulífsins Spurningin snýst um samsetningu atvinnulífsins. Hvernig viljum við að karfan líti út? Ál og útgerð eingöngu eða fjölbreytt atvinnulíf þar sem fara saman vitleg auðlindanýting, iðnað- aruppbygging og þekkingariðnaður hverskonar? Það á að vera sú fram- tíðarsýn sem fjárfest er í af krafti. Það skortir tilfinnanlega þróttmikla og framúrskarandi stefnumörkun um nám Íslendinga frá vöggu til grafar. Þar sem allt er samofið inn í markmið um þá þjóðfélagsgerð sem við viljum ná í gegnum slíkar fjár- festingar. Hvernig þjóðfélag við vilj- um að næstu kynslóðir taki við. Stjórnvöld hafa þess í stað í stigið niður vaxtasprotana í þekkingariðn- aðinum með dæmalausri hagstjórn sem byggir á svimandi háum vöxtum, gengisfellingum og metnaðarleysi í menntamálum. Annað tækifæri í námi Það er ekki eingöngu um að ræða markvissa uppbyggingu skólastigs- ins frá leikskóla til háskóla. Mjög brýnt er að opna dyrnar, og halda þeim opnum, fyrir þá sem hafa horfið frá námi ungir eða vilja bæta við menntun sína. Annað tækifæri í námi er mjög mikilvægt. Það á að byggjast á aðgengilegu framhaldsnámi fyrir fólk, sem mest þarf á námi að halda, og helst í heimabyggð þess. Mennt- unarátak af þessu tagi þarf að vera samvinnuverkefni sveitarfélagsins, skólanna, fyrirtækja, samtaka, stofn- ana og síðast en ekki síst fólksins sjálfs. Með því að stuðla að fjöl- breyttara námsframboði er verulega verið að styrkja atvinnulífið og auka fjölbreytni þess, og síðast en ekki síst, bæta kjör og auka velferð fólks- ins í landinu. Menntastefna meðalmennskunnar Björgvin G. Sigurðsson Menntamál Ekki hefur verið tekist á við þær áskoranir, segir Björgvin G. Sigurðsson, sem nýir tímar bera með sér. Höfundur er félagi í Samfylk- ingunni. FYRIR meir en 25 árum, þá nemandi við Myndlista- og handíða- skólann, leit ég upp til þeirra sálufélaga Ein- ars Hákonarsonar, Kjartans Guðjónssonar og Braga Ásgeirssonar. Þetta voru úrvalskenn- arar í vinnubrögðum við teikningu, mynd- byggingu, litafræði og pensilnotkun. Ég var fljótur að skilja að þeir væru sporgöngumenn svokallaðra módernista (eða afstraktmálara sem e.t.v. fleiri skilja) og að þeir kenndu vinnubrögð þeirra. Mér varð ljóst að þeir væru ekki kyndilberar eins og Hörður Ágústsson og Björn Th. svo dæmi séu tekin um andans menn þessa tíma við skólann. Þeir voru kennarar í tækni og verklegri fram- setningu. Þeir félagar kalla þennan hluta undirbúningsmenntunar „hefð- bundna myndlistarkennslu“ en hún er núna víðast hvar í mikilli sókn í framhaldsskólakerfinu. Alltaf þegar kom að umræðunni til hvers listin væri fóru þeir félagar á flótta og misstu við það trúverðugleikann að mati okkar nemenda. Í mínum huga er augljóst enn þann dag í dag hvers vegna þeir hafa ekki enn náð trú- verðugleika. Það þarf aðeins að horfa á myndlist þeirra án þess að láta staðar numið við yfirborð pensil- faranna og litblæbrigðanna og kíkja inn fyrir. Þá kemur í ljós andleg fá- tækt þessara hæfileikaríku manna – myndmál þeirra er tómt – marg- tuggnar uppstillingar; kona við glugga, fugl í fjöru og fígúratífar stemmningar sem í besta falli eru boðlegar sem myndskreytingar við greinar um sambærilegar bók- menntir eða sem stofupunt. Þarna er grátlega farið með þeirra hæfileika. Á hverju ári koma nýir afburða- teiknarar úr framhaldsskólunum í Listaháskóla Íslands, ekkert síðri í tæknilegri getu en þeir félagar ef út í það er farið. Þeir eru ásamt mörgu öðru áminntir um að fara vel með þessa hæfileika – rækta þá og nota til einhvers. Þeir er spurðir að því hvers vegna þeir séu í listaháskóla og hvað þeir ætli að gera. Ég tel að velflest sæmilega upplýst fólk átti sig á því að listin er ekki svefnmeðal, punt eða skreyting út í loftið hvursu vel sem myndin er byggð upp, teiknuð og samvalin í lit – held- ur hljóti hún, eigi hún erindi, að hafa eitthvert inntak eða andagift sem koma þurfi á fram- færi. Það hlýtur að telj- ast sanngirniskrafa listunnenda að það hangi eitthvað á spýt- unni. Listin hlýtur að vera minnisvarði um tímann og tíðarandann og sókn í nýja eða end- uruppgötvaða þekk- ingu þar sem þessi tækni eða undirbún- ingsmenntun er notuð og það sé ein- mitt verkefni listaháskóla og opin- berra sýningarsala að takast á við það og endurspegla. Ég tel augljóst að enginn eigi erindi í opinbera list- sýningarsali nema þetta liggi fyrir. Fyrir aldarfjórðungi var gerjun í gangi við Myndlista- og handíðaskól- ann sem gerði það að verkum að hægt var að efna til kennslu í mynd- menntum á háskólastigi nú um alda- mótin. Á þeim tíma var endurvakin umræðan um samtímamyndlist sem þessi kynslóð barna módernismans var búinn að týna niður í yfirborðs- dýrkun pensilfara og litablæbrigða. Þeir þrír sálufélagarnir hafa alla tíð verið fremstir í flokki niðurrifsafla og notað hvert tækifæri til að vinna gegn því uppbyggingarstarfi sem þá hófst með stofnun deildar í nýlist, undir stjórn Magnúsar Pálssonar, þar sem menn náðu að sjá lengra en að yfirborði léreftisins. Það má til sanns vegar færa að sú gjörð að stofna þessa deild hafi náð ákveðnum þroska með stofnun fyrstu deildar Listaháskóla Íslands. Þeir sálufélag- ar gráta eigin tíma við MHÍ sem þeir sjá í hyllingum sem þau hafi verið einhver gullaldarár – en þau voru í huga okkar nemenda endapunktur. Það er kaldhæðnislegt en það þurfti útlendinga á borð við Dieter Roth til að kenna okkur að meta það sérstaka í fari okkar Íslendinga – kenna okkur að meta íslenskan arf – heimatilbún- ingin sem hafði svo sterk áhrif á hann sjálfan. Það voru Hörður og Björn Th. sem kenndu okkur það sama en þetta megnuðu sálufélag- arnir aldrei. Ýmsa forystumenn í evrópskum listum rak hér á fjörur okkar. Allir hvöttu þeir okkur til að vinna með hið íslenska. Glöggt er gests augað. Hermann Nitsch gerði til dæmis með okkur heila sinfóníu í anda heimatilbúnings sem hét „ÍS- LAND – sinfónía í 10 þáttum“. Lang- flestir kennarar við þessa sennilega frjósömustu deildina í samanlagðri sögu Myndlista- og handíðaskólans voru með hælana þar sem þessir ágætu tæknikennarar voru með tærnar. Enda stóðu þeir beinlínis í því að láta loka þessari deild. Það er auðvitað sorglegt hvernig annars ágætur penni og Bragi Ás- geirsson, oft fullur af andagift í skrif- um sínum, misnotar aðstöðu sína við Morgunblaðið. Hann hefur oft borið höfuð og herðar yfir þá sem fjalla um myndlist á síðum blaðanna en stund- um fellur hann í fúlan pytt eigin dep- urðar. Hann hamrar á því endalaust að hinum klassísku gildum hafi verið kastað á glæ í nýjum listaháskóla. Það er auðvitað víðs fjarri öllum sannleika og get ég ekki skrifað þessar fullyrðingar Braga á nokkuð annað en það sem menn gleyma svo oft, en það er takmarkað aðgengi hans að upplýsingum og því að rætn- um hugsunum er plantað hjá honum þegar mikið hefur legið við hjá menningarpólitískum aðilum. – Já, ég hef það frá fyrstu hendi og verið beinlínis vitni að því. Ég tel nú reyndar að flestir lesendur Morgun- blaðsins átti sig á því að í listum sem öðru er vonlaust að heimta virðingu – hún er áunnin. Þessir málarar sem fara mikinn á síðum blaðsins þessa dagana hafa ekki fengið hana – þeir eru reiðir og skilningsvana. Þeir eru allir fyrrverandi skólamenn og væri andúð þeirra á fræðimennsku og menntun í þeirra eigin fagi óskiljan- leg nema í þessu ljósi – þeirra eigin list stenst ekki rannsókn – hún er í besta falli laglegt punt. En það er ennþá von og ég bendi á leið fyrir þá eins og alla aðra: Hættið að væla og gerið eitthvað með list ykkar sem skiptir okkur hin einhverju máli og þá munu allar dyr opnast fyrir ykk- ur! Lifiði í lausninni en ekki vanda- málinu! Til varnar listmenntum Guðmundur Oddur Listmálun Þeirra eigin list stenst ekki rannsókn, segir Guðmundur Oddur. Hún er í besta falli laglegt punt. Höfundur er prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.