Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FALUN Gong er vaxandi andleg iðkun upprunnin í Kína og hefur notið mikilla vin- sælda á Vesturlönd- um. Bandaríska þingið hefur nýlega sam- þykkt einróma þings- ályktun til stuðnings Falun Gong-iðkend- um. Áður en ég hélt í ferðalag til Íslands vöktu fréttir um deilur vegna komu forseta Kína til Íslands og ferðahömlur gegn Fal- un Gong-iðkendum, heimsathygli. Látum mannréttindin liggja milli hluta en spyrjum: Hvers vegna er stjórn Jiangs Zemin á móti Falun Gong? Ég held að til þess að leiðrétta það sem virðist tröllaukinn misskilningur þurfi Vesturlandabúar að taka til greina þann sögulega grunn sem kín- verska ríkisstjórnin byggir ótta sinn á við fjölmennar, andlegar hreyfingar. Á starfsferli mínum hef ég m.a. starfað sem yfirmaður þjálfunar- sviðs lyfjafræðirannsókna við Har- vard. Auk lyfjaþróunar hef ég unnið við þróun nýrra tækja til heilarann- sókna og starfað við umsóknir um einkaleyfi. Eins hef ég unnið við þróun nýrra meðferða við tauga- sjúkdómum. Þessi reynsla hefur ekki einungis leitt til skilnings á kostum og takmörkunum nútíma- lyfja, heldur einnig á óhefðbundn- um lækningum. Rannsóknir styrkt- ar af kínverskum stjórnvöldum sem leitt hafa í ljós heilsu- bætandi áhrif Falun Gong-iðkunar þykja trúverðugar í Banda- ríkjunum. Nú fara hér fram nákvæmar vís- indarannsóknir til að skilgreina sameinda- og lífeðlisfræðilega ferla sem eiga þátt í þessum jákvæðu áhrif- um, t.a.m. gefa fyrstu niðurstöður rannsókna Lili Feng, læknis við Baylor Medical Coll- ege, til kynna að Falun Gong-iðkun hafi slá- andi áhrif á starfsemi gena sem gegna hlut- verki í ónæmisviðbrögðum líkam- ans. Þrátt fyrir að vestrænir læknar hafi lagt sig fram um að kryfja til mergjar yfirlýsingar kín- verskra stjórnvalda um að Falun Gong hafi neikvæð áhrif á geðheils- una, verður ekki séð að þær séu á rökum reistar. Á bandarískum heilbrigðisstofn- unum eru iðkanir tengdar fornum andlegum siðum nú taldar til hins almenna. Fyrir einstaklinga sem þjást af of háum blóðþrýstingi eða öðrum kvillum mæla margir Har- vard-læknar nú með innhverfri íhugun sem Maharishi Mahesh Yogi kynnti á sjöunda áratugnum. Við Harvard var sett á stofn rann- sóknar- og fræðsludeild í heildræn- um og samþættandi læknismeð- ferðum til að rannsaka rótgrónar aðferðir eins og kínverskar nála- stungur og hugsanlega Falun Gong. Vegna faglegs áhuga á ofan- greindu hef ég nýlega átt fundi með Falun Gong-iðkendum í fjórum löndum að meðtöldum stórum hópi sem hittist reglulega við MIT-há- skólann. Með hliðsjón af sambandi mínu við iðkendur og eftir að hafa lesið fræði Li Hongzhi ítarlega, met ég það svo að Falun Gong-hreyf- ingin sé heilnæm í besta lagi og finn engin rök fyrir því að hún gæti tal- ist trúarregla. Í nýlegu viðtali í tímaritinu Time segist Li Hongzhi vera venjulegur maður en þó með ákveðið innsæi. Aðgangur að Falun Gong-fundum er ókeypis og eru umræður með lýðræðislegum hætti. Að þessu leyti samsvarar það opnum og frjálslegum umræðum í lúthersku safnaðarstarfi, ólíkt þrepskiptu strangtrúarlegu vald- boðskerfi í kaþólskri trú. Siðferð- islegi kjarninn í fræðum Li Hongzhi er: Jafnvægi í lifnaðar- háttum í samræmi við grundvall- arreglur um sannleika, samkennd og umburðarlyndi. Gildin samrým- ast boðum fjallræðu Krists og lífs- reglum í búddisma. (Li Hongzhi ber mikla virðingu fyrir kristinni trú og búddisma). Í Falun Gong-fræðun- um er gerð grein fyrir hugtakinu yfirskilvitlegt en þar er hugtakið notað í tengslum við fyrirbæri og skyntúlkun sem talið er að muni fyrr eða síðar verða rannsökuð eða staðfest með nútíma tæknivísind- um. En hvers vegna hafa kínversk stjórnvöld áhyggjur af Falun Gong? Starfsbræður mínir í stjórnmála- fræðum hafa bent á nauðsyn þess að Vesturlandabúar geri sér grein fyrir viðleitni Kínastjórnar til að breyta andrúmsloftinu í lýðræðisátt hvað varðar trúarbrögð og andlega iðkun, m.a. búddisma sem Falun Gong á margt sameiginlegt með. Vesturlandabúar bera vissa ábyrgð á þeim áhyggjum sem kínverska ríkisstjórnin hefur af andlegum málum. Til dæmis má nefna að kristnir trúboðar í Kína hafa verið álitnir „verkfæri heimsvalda- stefnu“, þar sem þeir fylgdu bresk- um kaupmönnum og hermönnum sem neyddu kínverskan almenning út í eiturlyfjafíkn í ópíumstríðinu. Atburðir þessa dagana eru ekki til að draga úr ótta Kínverja og getur ríkisstjórn þeirra daglega lesið fréttir í bandarískum blöðum um kynferðislega misnotkun kaþólskra presta á börnum, andvaraleysi Bernards Law kardinála sem breiddi yfir hneykslið, sem og að- gerðaleysi páfans og bandaríska dómskerfisins. Því er skiljanlegt að þeir líti ekki á Vesturlönd sem fyr- irmynd hvað þetta snertir og kjósi Tröllaukinn misskilningur? Stan M. Goldin Falun Gong Niðurstaða mín er að Falun Gong-hreyfingin sé heilnæm í besta lagi, segir Stan M. Goldin, og finn ég engin rök fyrir því að hún gæti talist trúarregla. MIKIL umræða er nú um heilbrigðismál og sitt sýnist hverjum um ríkisrekstur eða einkarekstur í heil- brigðiskerfinu. Undir- rituðum hefur blöskrað sú einhæfa umræða sem verið hefur um ný- útkomna skýrslu Ríkis- endurskoðunar um störf og rekstur á heil- brigðisþjónustu sér- fræðinga utan stofn- ana. Mikið er rætt um himinháar greiðslur Tryggingastofnunar til sérfræðinga fremur en að ræða um þá miklu þjónustu sem þeir veita. Almanna- tryggingar eiga að snúast um trygg- ingar og rétt sjúklinga á þjónustu en ekki greiðslur til einstakra lækna. Staðreyndin er að sjálfstæður rekst- ur sérfræðinga utan stofnana er og hefur verið einn af aðalhornsteinum heilbrigðiskerfisins hér á landi. Meg- inþorri landsmanna eru ánægðir með þjónustu sérfræðinga, sam- kvæmt rannsókn Hauks Björnsson- ar sem 4-árs verkefni við læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Þar kom fram að 94% aðspurðra voru mjög eða frekar ánægð með viðtalið við lækninn og aðeins 4% aðspurðra voru neikvæðir gagnvart einkarekn- um læknastöðvum. Ég vil nota tæki- færið og benda þeim alþingismönn- um á, sem hyggja á áframhaldandi þátttöku í pólitík á Íslandi og hafa ausið úr viskubrunni sínum í dag- blöðum að undanförnu, að fylgjast eilítið betur með augljósum vilja fólksins í landinu. Á stofnunum og í heilsugæslu er úrelt fjármögnunarkerfi eins og allir landsmenn vita. Sjúklingar komast ekki til heilsugæslulækna til að fá þjónustu. Ríkisrekstur í heilsugæsl- unni hefur beðið skipbrot og heim- ilislæknar segja nú upp störfum. Á stofnunum bíða fleiri þúsund sjúk- lingar eftir stórum aðgerðum. For- gangsröðun er fínt orð sem þýðir að þeir sem kvarta mest ganga fram fyrir hina til að knýja fram þá þjón- ustu sem þeim ber. Dæmisaga er Jón Jónsson á eyr- inni sem hefur alltaf borgað sinn skatt og aldrei orðið misdægurt á langri lífsleið. Hann er svo óheppinn að fá slitgigt í mjöðm, er orðin sjö- tugur og nýhættur að vinna. Að auki kvartar hann lítið og fer því aftast í forgangsröðina, því yngri sjúklingar og þeir sem kvarta hæst eru teknir fram fyrir hann. Að lokum kemst þó Jón í aðgerðina eftir 2-3 ára bið en hafði að mestu legið fyrir síðasta árið á biðlistanum. Þá hafði hann misst þrek og lífsvilja og dó fljótlega eftir aðgerðina. Þannig hefur kerfið svik- ið þennan mann um þá einu þjónustu sem hann þurfti á lífsleiðinni. Þá leyfði kerfið heldur ekki að hann hreinlega keypti sér aðgerð sem yrði framkvæmd án tafar. Hvað haldið þið, Íslendingar góðir, að verði um suma sjúklinga á biðlistum fyrir t.d. kransæðaaðgerðir. Jú, þeir geta fengið kransæðastíflu og hugsanlega meiri skaða en ella og í versta falli deyja þeir einfaldlega á biðlistanum. Allir landsmenn eiga að eiga rétt á bestu meðferð sem býðst á mann- sæmandi tíma sem fólk getur sætt sig við. Kerfi sem byggt er upp á bið- listum á ekki lengur rétt á sér. Könn- un hjá landlækni, birt í nýjasta læknablaðinu 9/2002, sýnir að mark- tækur munur er á biðtíma mismun- andi sjúklingahópa og oft bíða eldri sjúklingar lengur en þeir yngri. Flestar rannsóknir sýna að langur biðtími sé til ills, enda verða sjúk- lingar á biðlistum í meira eða minna mæli fyrir andlegum og líkamlegum óþægindum á biðtímanum. Þjónusta sérfræðinga utan stofn- ana er þannig upp- byggð að allur kostnað- ur er útreiknaður og samið við trygginga- stofnun um öll læknis- verk. Læknar reka stöðvarnar í hagkvæm- um einingum og velja starfsfólk sjálfir og eru ábyrgir fyrir rekstrin- um. Þjónusta þeirra byggist á að sjúkling- urinn ákveði sjálfur t.d. hvenær honum henti að fara í aðgerð ef ástæða er til m.t.t vinnu og að- stæðna. Þetta kerfi miðar við að tíminn sé dýrmætur fyrir báða aðila og þekk- ing læknanna nýtist sem flestum til hagsbóta. Á stöðinni þar sem undirritaður starfar ásamt fjölmörgum öðrum bæklunarlæknum eru framkvæmdar á fjórða þúsund aðgerða á ári. Þetta eru allt aðgerðir sem voru áður framkvæmdar með mismikilli bið á rándýrum skurðstofum sjúkrahús- anna. Undirritaður hefur nú engan biðlista í aðgerðir á stofu og allir sjúklingar sem þurfa á aðgerð að halda fá ákveðna tímabókun sem hentar hverjum og einum. Það kerfi sem verið hefur í gangi undanfarin ár hefur skilað þjóðinni 15-20.000 aðgerðum á ári utan stofn- ana og þar eru ekki biðlistar. Tugir þúsunda sjúklinga koma á stofu til sérfræðinga árlega. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir umfangi þessarar þjónustu og að hún sé þjóðhagslega nauðsynleg og hag- kvæm. Dæmi um þetta er smiður sem tognar á öxl og rífur liðpoka. Hann er ekki það slæmur af verkjum að hann þurfi bráða aðgerð. Hann fer í eftirlit til heimilislæknis. Hann byrjar strax að tapa tekjum vegna vinnutaps þ.e. hann sjálfur eða vinnuveitandi hans eða trygginga- félag. Ef biðin eftir aðgerð verður meira en 2-3 mánuðir getur orðið ill- mögulegt að gera við liðpokann. Hjá þessum einstaklingi er tapið annars vegar tekjutap á meðan beðið er að- gerðar og síðan hins vegar varanleg örorka sem getur í versta falli þýtt vinnumissi fyrir lífstíð. Þetta eina dæmi sýnir að milljónir geta sparast. Tryggingastofnun hreykir sér nú af því að hún sé loksins búin að koma böndum á sérfræðinga á stofum með kvóta og afslátt á vinnu þeirra til að þeir geti ekki fengið himinháar greiðslur. Þá verður æ erfiðara að koma inn nýjum aðgerðum og verk- um í kvótaskammtinn. Afkastamestu sérfræðingarnir í hverju fagi eru stoppaðir af í vinnu sem hefur þær afleiðingar að biðlistar myndast líka utan stofnana. Hverjir líða? Það eru sjúklingarnir sem ekki fá þjónustu eins og áður. Ég spyr því fyrir hverja er al- mannatryggingakerfið? Er ekki tímabært að Tryggingastofnun for- gangsraði hjá sjálfri sér og ákveði sjálf fyrir hvað og hverja hún vill borga. Hinir verða þá að kaupa þjón- ustu sjálfir eða tryggja sig á annan hátt en verið hefur til þessa. Að búa til nýtt biðlistakerfi með kvóta og af- slætti á vinnu sérfræðinga utan stofnana gæti verið undanfari þess að sérfræðingar segðu sig aftur af samningi við Tryggingastofnun og starfi þá alveg á frjálsum markaði eins og tannlæknar. Þá munu sjúk- lingar fara með reikninga sína til Tryggingastofnunar eða annarra tryggingafélaga sem hljóta að koma í framtíðinni þar sem Tryggingastofn- un ríkisins á sífellt minni peninga fyrir skjólstæðinga sína. Fyrir hvern er almannatrygg- ingakerfið? Ágúst Kárason Heilsuþjónusta Sjálfstæður rekstur sér- fræðinga utan stofnana, segir Ágúst Kárason, er og hefur verið einn af aðalhornsteinum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er bæklunarlæknir. Í MORGUNBLAÐINU 22. sept- ember birtist löng grein eftir Mar- gréti S. Björnsdóttur þar sem gerð er úttekt á íslensku heilbrigðiskerfi í þeim tilgangi að vara við einkavæðingu í heil- brigðisþjónustu. Mar- grét var í eina tíð að- stoðarmaður heil- brigðisráðherra og situr nú í stjórn Land- spítalans. Því mætti ætla að hún hefði til að bera bæði næga þekk- ingu á heilbrigðismál- um og ástæðu til að gæta viðeigandi hófs í málflutningi sínum. Svo reyndist þó alls ekki vera í umræddri grein þar sem Margrét eyðir mestu púðri í að sverta starfsemi sjálfstætt starfandi sérfræðilækna auk þess sem hún gerir lítið úr vitsmunum sjúklinga, sem að sögn Margrétar hafa lítið vit á sínum eigin þörfum né á færni lækna sinna. Það yrði of langt mál að leiðrétta allar rangfærslur Margrétar og þær kostulegar ályktanir sem hún dregur af þeim. Í lok greinarinnar segir hún hins vegar eftirfarandi: „Ekkert mat liggur fyrir um það hvort sá hluti ís- lenska heilbrigðiskerfisins, sem er einkarekinn, „sérfræðilæknisþjón- ustan“, sé hagkvæmur eða hver séu gæði þjónustunnar og árangur. Ekki liggur fyrir neinn hlutlægur saman- burður á henni og frumheilsugæsl- unni varðandi almenn læknisverk eða á henni og sjúkrahúsunum varð- andi aðgerðir.“ Þennan kjarna málsins – að ekki liggi fyrir mat eða samanburður á starfsemi sérfæðilækna annars veg- ar og heilsugæslunnar og spítalanna hins vegar, – hafði Margrét þó fyrr í greininni alveg látið liggja milli hluta í röksemdafærslu sinni og væntan- lega á það þá einnig við í störfum hennar við mótun íslensks heilbrigð- iskerfis. Nægur tími hefur gefist til ofangreinds samanburðar á undan- förnum árum allt frá því þau Mar- grét og Sighvatur fóru hamförum gegn ís- lenskum sérfræðilækn- um. Marga grunar jafnvel að slík athugun hafi þegar farið fram, en niðurstaðan ekki hugnast íslenskum stjórnmálamönnum, sem flestir hverjir eru haldnir miðstýringar- áráttu í heilbrigðismál- um. Til að taka lítið dæmi um fáránleikann í mál- flutningi Margrétar má taka einfalt dæmi. Þeg- ar einstaklingur með brjóstsviða eða bak- verki leitar til sjálf- stætt starfandi sérfræðings þá borg- ar hann lækninum 2.473 krónur fyrir skoðun og viðtal, en Tryggingastofn- un ríkisins greiðir lækninum að auki 938 krónur. Innifalið í þessum greiðslum er allur kostnaður sér- fræðingsins við rekstur stofu sinnar, sem almennt er áætlaður nálægt helmingur upphæðarinnar. Kjósi viðkomandi sjúklingur hins vegar að leita til heilsugæslulæknis þá greiðir hann heilsugæslustöðinni 600 krón- ur, en hið opinbera stendur straum af afganginum, þ.e. þeirri óþekktu Skotið áður en spurt er Árni Tómas Ragnarsson Heilbrigðisþjónusta Hið opinbera hefur með skattlagningu reynt eins og hægt er, segir Árni Tómas Ragn- arsson, að stýra veiku fólki frá sérfræðingum til heilsugæslulækna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.