Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ANNIE WINTHER-
HALTER SCHWEITZ
HELGASON
✝ Annie Wintherhalter SchweitzHelgason fæddist í Kaupmanna-
höfn 13. janúar 1929. Hún andaðist
á Landspítalanum 1. september síð-
astliðinn og fór útför hennar fram í
kyrrþey að ósk hennar.
arstofnun sem starfað hefur í hart-
nær öld er mikilvægt að eiga
samastað bæði fyrir æfingar, fundi og
samkomur af ýmsu tagi. En ekki síst
fyrir alla þá sögu sem kórinn geymir
og er í raun með elstu samfelldu tón-
listarsögum landsins. Kórinn hafði
starfað í tæpa hálfa öld þegar félagið
eignaðist fyrst þak yfir höfuðið. Þar
var grettistaki lyft með ómetanlegu
framtaki og þrotlausri sjálfboða-
vinnu.
Það er ekki hægt að minnast bygg-
Karlakórinn Fóstbræður er öflugt
félag sem stendur á traustum grunni.
Við sem störfum í félaginu í dag búum
að því mikla starfi sem fyrirrennarar
okkar hafa unnið fyrir félagið í gegn-
um tíðina. Fyrir svo öfluga menning-
ingarsögu hússins öðru vísi en að þar
komi til einnig hlutur Fóstbræðra-
kvenna sem lögðu á sig gríðarlegt
starf við fjáröflun til styrktar bygg-
ingu Fóstbræðraheimilisins með
margvíslegum og tímafrekum fjáröfl-
unarstörfum, enda hafa eiginkonur
Fóstbræðra í gegnum tíðina staðið
þétt við bakið á mönnum sínum jafnt
sem félaginu.
Þannig á Karlakórinn Fóstbræður
stóra þökk að gjalda þeirri heiðurs-
konu sem hér skal kvödd, Annie
Helgason.
Líf hennar hefur í hálfa öld verið
samofið Fóstbræðrum. Hún vann öt-
ullega að framgangi félagsins á allan
þann máta sem hún hafði á sínu valdi.
Þær eru ófáar þær stundir sem hún
hefur lagt kórnum til auk þess sem
hún sinnti trúnaðarstörfum fyrir fé-
lag Fóstbræðrakvenna. Áhugi hennar
fyrir velferð félagsins duldist engum.
Þá studdi hún mann sinn, Þorstein
Helgason, í hans mikla starfi allt frá
árinu 1954 er hann gekk til liðs við
Fóstbræður. Tími Þorsteins var einn-
ig tími Anniar.
Þau hjón voru afar samrýmd og
samhent í því sem þau tóku sér fyrir
hendur. Þorsteinn hefur ekki aðeins
verið einn þeirra sem lagt hafa hvað
mest af mörkum í garð Fóstbræðra,
heldur einnig fyrir karlakóramenn-
ingu í landinu í gegnum störf sín fyrir
Samband íslenskra karlakóra í formi
stjórnar-, trúnaðar- og útgáfustarfa.
Hans miklu starfa hefði vart notið við
ef ekki hefði verið fyrir hans góðu
konu.
Þó Annie hafi glímt við erfið veik-
indi lét hún það ekki aftra sér frá að
líta við í Fóstbræðraheimilinu með
manni sínum í sumar og skoða þá end-
urnýjun sem þar hefur átt sér stað.
Svo skemmtilega vildi til að ég var þar
staddur og átti þar með þeim góða
samræðustund yfir kaffibolla og var
greinilegur áhugi hennar fyrir félags-
ins sannur og einlægur. Annie var af-
ar glaðsinna, einlæg og hreinskilin.
Skoðanir sínar lét hún jafnan í ljósi
vafningalaust.
Karlakórinn Fóstbræður stendur í
mikilli þakkarskuld við Annie Helga-
son. Með þessum fátæklegu orðum
skal henni þakkað allt það góða starf
sem hún hefur lagt félaginu til, og
ekki síst áhugi hennar fyrir fram-
gangi félagsins. Minning svo ötulla
velgjörðarmanna birtist í umgjörð og
öflugu starfi Fóstbræðra.
Guð blessi minningu Anniar Helga-
son.
F.h. Karlakórsins Fóstbræðra,
Eyþór Eðvarðsson.
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Góðir tekjumöguleikar
Stórt fyrirtæki óskar eftir fólki í aukavinnu eða
fullt starf, 20 ára og eldra.
Upplýsingar í síma 659 2107 og 661 2495 eða
Eli@tal.is .
Gullsmíðanemi
Gullsmíðameistari auglýsir eftir nema á samn-
ing. Reyklaus vinnustaður.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá sendist á aug-
lýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merktar:
„Gullsmíðanemi — 12774“ fyrir 27. september. Þjónustufulltrúi
Félag íslenskra bifreiðaeigenda óskar eftir
starfsmanni til fjölbreyttra þjónustustarfa í
þágu félagsmanna. Óskað er eftir drífandi og
þjónustuliprum einstaklingi til starfa með sam-
hentum hópi.
Umsóknir sendist til FÍB eða á nina@fib.is .
Félag íslenskra bifreiðaeigenda,
Borgartúni 33, 105 Reykjavík
Frá Hjallaskóla
Umsjónarkennara vantar
á miðstig í 100% stöðu.
Launakjör samkvæmt kjarasamningum KÍ og
Launanefndar sveitarfélaga.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um
stöðuna.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 2033.
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR
Ritari óskast
Ritari óskast á skrifstofu
Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Vinnutími er frá kl. 10:00 til 15:00 virka daga.
Laun samkvæmt kjarasamningum SFR.
Upplýsingar gefur Erla Gísladóttir skrifstofu-
stjóri í síma 570 5600.
Umsóknarfrestur er til 3. október nk.
Skólameistari.
ⓦ á Freyjugötu
Upplýsingar
gefur Ólöf
Engilbertsdóttir
í síma
569 1376.
FRÁ SMÁRASKÓLA
þar sem „menntun og mannrækt“ fara saman
Smáraskóli er framsækinn skóli, sem byggir
á gömlum gildum. Í daglegu starfi skólans er
virðing, vöxtur, vizka og víðsýni höfð að
leiðarljósi. Í skólastarfinu reynir á faglegt
frumkvæði, gleði, hugmyndaauðgi, sveigjan-
leika og velvilja. Við skólann starfa metnaðar-
fullir og traustir starfsmenn sem vilja að
börnin í skólanum nái framúrskarandi árangri
á öllum sviðum mannlífsins.
Vegna forfalla vantar kennara
skólaárið 2002 – 2003
• í fullt starf til vors. Um er að ræða
almenna kennslu í 7. bekk og
enskukennslu í 9., 7. og 5. bekk (ein
bekkjardeild í hverjum árgangi).
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um
starfið.
Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ. og Launa-
nefndar sveitarfélaga. Umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu skólans.
Umsóknarfrestur er til 9. október.
Nánari upplýsingar veita: Valgerður Snæland
Jónsdóttir, skólastjóri og Elín Heiðberg Lýðsdóttir,
aðstoðarskólastjóri í síma 554 6100.
Sjá upplýsingar um skólann á heimasíðu skólans:
www.skolatorg.is/kerfi.smaraskoli
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR