Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 43 Skútuvogi 12a s. 594 6000 www.merkur.is Gerið góð kaup! Hjóladagar AÐEINS hefur verið að rofa til á Iðu að undanförnu, þannig veiddust 14 laxar þar á einum degi um miðja síðustu viku. Síðan hefur verið þokkalega líflegt. Laxinn er þó að mestu smár, 5 til 6 punda, en 10 til 12 punda fiskar á stangli. Einn 20 punda lax var í veiðibók- inni við Iðubrú í síðustu viku og samkvæmt bókinni aðeins milli 70 og 80 laxar komnir á land. Miðað við gang mála er líklegt að talan sé nú nær 100 og þar eð annar hópur, sem skráir ekki veiði, er yfirleitt með annað eins, má tala um 200 laxa á Iðu í sumar. Dauft fyrir austan Enn er rólegt á sjóbirtingsslóðum og litlu skotin sem komu upp úr vatnavöxtum 10. september að fjara út. Nýlegt holl í Geirlandsá var t.d. með aðeins fimm fiska, þar af tvo laxa og í Hörgsá á Síðu hafa varla veiðst nema fiskar á stangli síðan í umræddum vatnavöxtum. Menn sem voru þar um helgina veiddu ekkert og sáu ekkert kvikt. 302 laxa bati Í pistli sem okkur barst frá Ragn- ari Gunnlaugssyni formanni Veiði- félags Víðidalsár kemur fram að lokatala úr Víðidalsá hafi verið 884 laxar, 302 löxum meira en í fyrra. Smálaxar, 7,5 pund og smærri, hafi verið 723 og stórlaxar 161. Tveir 20 punda voru stærstir. Alls veiddust 400 laxar í Fitjá. „Laxinn var óvanalega vel dreifð- ur um árnar og varla er sá veiði- staður til sem ekki veiddist lax í og gerir það gott vatn í ánum,“ bætti Ragnar við. Hann sagði og að bleikjuveiði hefði verið frekar slök í sumar, mest vænn fiskur, en að undanförnu hafa verið góð skot, upp á 50 fiska á dag með talsverðu af smærri fiski í bland sem lofaði góðu fyrir næstu sumur. Ekki bólusettir Vegna athugasemdar um hugsan- legar „skítapestir“ sem bólusettir regnbogasilungar gætu borið í villta laxa og silunga í Elliðaánum, þar sem þeir hafa verið að veiðast að undanförnu, sagði Gísli Jónsson fisksjúkdómafræðingur, að regn- bogasilungar væru einu laxfiskarnir í eldi sem ekki þyrfti að bólusetja fyrir hinum ýmsu pestum. Gísli sagði lax bólusettan fyrir 4-5 pestum og bleikju fyrir einni, en regnboginn væri svo harðgerður að hann stæði af sér alla þá kvilla. Gísli sagði það umhugsunarefni hvaðan regnboga- silungarnir í Elliðaánum væru komnir, því ekkert sjókvíaeldi á regnboga hefði verið í allmörg ár sunnanlands- og vestan. „Það var eldi fyrir þremur árum í Hraunsfirði og þá slapp eitthvað af fiski, þetta gætu verið leifar af þeim fiski. Þá er það einnig staðreynd að menn hafa orðið varir við regnbogann í nátt- úrunni, t.d. í Varmá og Hlíðarvatni. Spurning hvort hann er að koma upp villtum stofnum,“ bætti Gísli við. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson Bjarki Sigurmundsson veiddi sinn maríulax á Iðu í síðustu viku, 6 punda hæng, og hér bítur hann veiðiuggann af laxinum. Glæðist loks á Iðu Bjarki bætti svo um betur og náði öðrum 12 punda á sama tíma og fullorðna fólkinu gekk ekki allt of vel … VSF Verkefnastjórnunarfélag Ís- lands stendur fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu um verkefnastjórnun á Hótel Loftleiðum dagana 26.–27. septem- ber nk. Meginmarkmið ráðstefn- unnar eru að kynna innlendar og erlendar nýjungar á sviði verkefna- stjórnunar og að skapa vettvang sem stuðlar að faglegri umræðu og skoðanaskiptum. Fimm lykilfyrir- lesarar flytja erindi á ráðstefnunni. Robert Paterson hjá Pricewater- houseCoopers fjallar um einkavæð- ingu og stjórnun hennar. Roland Randefelt, Norræna fjárfestingar- bankanum, fjallar um nýjar áherslur við mat á lánshæfi verk- efna á alþjóðlegum vettvangi. Sten Mortensen hjá Hewlett-Packard fjallar um samruna HP og Compaq og Alexander K. Guðmundsson, Ís- landsbanka, fjallar um fjármögnun verkefna. Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar verða einnig sóttar heim. Þar mun Freyr Þórarinsson flytja erindi um verklag og kröfur við þróun hugbúnaðar fyrir fyrir- tæki í rannsóknar- og vísindagrein- um. Fjöldi annarra erlendra og inn- lendra fyrirlesara mun flytja erindi á ráðstefnunni. Frekari upplýsingar um ráðstefn- una og dagskrá hennar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar, www.- vsf.is/nordnet2002. Ráðstefna um verkefnastjórn- un í Reykjavík ALLS voru 37 ökumenn teknir fyrir hraðakstur um helgina. Fjórir voru grunaðir um ölvun og tveir voru stöðvaðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi. Ökumaður var stöðv- aður vegna gruns um ölvun við akst- ur en styðja þurfti manninn út úr bif- reiðinni og reyndist hann vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Tilkynnt var um 29 umferðar- óhöpp þar sem eignatjón átti sér stað. Talið er að gæsahópur hafi valdið þriggja bíla árekstri á Sæ- braut á föstudag. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki. Aðfaranótt laugar- dags var ökumaður stöðvaður í mið- borginni þar sem ólögleg ljós voru á vélarhlíf bifreiðarinnar. Sá hinn sami gat ekki ekki framvísað ökuskírteini og í ljós kom að bifreiðina átti að færa í endurskoðun í ágúst síðast- liðnum. Um kvöldmatarleytið á föstudag var tilkynnt um ökumann á sendibifreið sem talinn var ölvaður með fjögurra ára gamalt barn í bif- reiðinni. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um mann sem gekk ber- serksgang og var að skemma bíla í Vesturbænum. Reyndist maðurinn hafa skemmt tvær bifreiðar og var hann fluttur á lögreglustöð og vist- aður þar. Handrukkarar reyndu að komast inn Tilkynnt var um 18 innbrot um helgina. Strax á föstudagsmorgni var tilkynnt um innbrot í miðborg- inni en farið hafði verið inn um glugga og heyrnartólum með inn- byggðu úrvarpi stolið. Frá skóla í austurhluta borgarinnar var tilkynnt um að skjávarpa að andvirði um 250 þúsund krónum hefði verið stolið úr. Um svipað leyti var tilkynnt um inn- brot í fyrirtæki skammt frá þar sem innbrotsmaður hafði komist inn um glugga á þriðju hæð en vinnupallar eru utan á húsinu. Rótað hafði verið í skrifstofunni en engu var stolið. Um helgina var einnig nokkuð um inn- brot í bifreiðar og eins og fyrr þá er mikið verið að stela geislaspilurum, geisladiskum og fleira verðmætu sem er í bifreiðum. Á laugardagskvöldi var tilkynnt um handrukkara sem voru að reyna að komast inn í íbúð en þeir voru farnir er lögregla kom á vettvang. Um svipað leyti var tilkynnt um grunsamlega pilta í Grafarvoginum sem voru úti í garði með grímur og vasaljós. Við nánari athugun reynd- ist aðeins vera um krakka að ræða sem voru að leika sér. Um níuleytið á sunnudag var til- kynnt um þjófnað í Grafarvoginum. Þarna hafði verið farið inn um ólæst- ar útidyr og inn í eldhús þar sem veski húsmóður var stolið. Í því voru skilríki, greiðslukort, reiðufé og lyf- seðlar. Einnig var rótað í lyfjaskáp. Tilkynnandi gerði viðeigandi ráð- stafanir og lét loka kortunum. Greiðslakortafyrirtækið sá að kortið hafði verið notað nýlega í söluturni í Vesturbænum. Haft var þá samband við starfsmann sem mundi eftir pilt- unum og gaf ítarlega lýsingu á þeim. Málið er í rannsókn. Eftirlitslaus unglinga- samkvæmi Talsverð ölvun var í miðborginni á föstudagskvöld og fram eftir nóttu en skemmtanalífið gekk ágætlega fyrir sig á heildina litið. Nokkuð var um að lögreglu bærist tilkynningar um meðvitundarlítið fólk sem reynd- ist síðan svo ofurölvi að erfitt var að greina í sundur hvort um sjúkleika- ástand væri að ræða eða ölvunar- ástand. Í sumum tilfellum var þetta fólk flutt á lögreglustöð og vistað í fangageymslu en í öðrum þurfti að flytja fólk á slysadeild. Haft var sérstakt eftirlit með úti- vistartíma barna og unglinga. Farið var um miðborgina og í úthverfin og ástandið kannað. Dæmi voru um unglinga sem voru undir áhrifum áfengis og voru foreldrar í þeim til- fellum beðnir um að sækja börnin og fara með þau heim. Um helgina fór lögregla í 12 hávaðaútköll, þar á meðal var nokkuð kvartað undan há- vaða í heimahúsum þar sem ungling- ar voru að skemmta sér. Í einu slíku tilfelli var hringt og beðið um aðstoð lögreglu vegna unglinga sem voru að brjótast inn í húsið. Þarna voru ung- lingar að skemmta sér og höfðu fleiri frétt af skemmtuninni og reyndu að komast inn. Rétt er að benda for- ráðamönnum á að þegar unglingar halda foreldralaus partí er alltaf hætta á því að slíkt fréttist í viðkom- andi hverfi þannig að fleiri unglingar streymi að. Í slíkum tilfellum er allt- af hætta á að skemmtunin fari úr böndunum og jafnvel verði slys á fólki eða verulegar skemmdir innan- húss. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um konu sem hafði verið ráð- ist á og blæddi konunni. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang. Þarna hafði komið til átaka milli sambýlis- fólks og hafði maðurinn hrint kon- unni þannig að hún hlaut skurð á hnakka. Konan beið lögreglu á gang- inum en maðurinn var í íbúðinni og vildi ekki hleypa lögreglu inn. Málið leystist, þar sem maðurinn ætlaði að leita sér gistingar annars staðar og konan var flutt á slysadeild, en þau voru bæði ölvuð. Úr dagbók lögreglu – 20.–23. september Þurftu að styðja ölvaðan ökumann út úr bílnum SAUTJÁNDA landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður hald- ið á Akureyri dagana 25. til 27. september næstkomandi. Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður sam- bandsins, setur þingið klukkan 10 á morgun, miðvikudag, og Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra flytur ávarp. Þá munu Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir, sveitarstjóri Reykhóla- hrepps, Ejgil W. Rasmussen, for- maður danska sveitarfélaga- sambandsins, og Styrmir Gunnars- son, ritstjóri Morgunblaðsins, flytja erindi um hlutverk og framtíð sveit- arstjórna. Landsþing sambandsins er haldið fjórða hvert ár og fer með æðsta vald í málefnum þess og kýs stjórn og fulltrúaráð. Sveitarfélögin 105 sem aðild eiga að sambandinu kjósa fulltrúa á landsþingið og eiga 178 fulltrúar þar seturétt. Yfirskrift þingsins er búseta, lífsgæði, lýðræði og verða á landsþinginu mótuð þau meginmarkmið sem sambandið á að vinna að næstu fjögur árin. Hefur verið tekið saman rit með heiti yf- irskriftar þingsins sem verða mun umræðugrundvöllur fyrir stefnu- mörkunina árin 2002 til 2006. Einn- ig liggja fyrir þinginu tillögur að breytingum á lögum sambandsins og samþykktum fyrir launanefnd sveitarfélaga. Rætt verður um búsetu, lífsgæði og lýðræði Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sett á morgun NÆSTKOMANDI fimmtudag, 26. september, verður rabbfundur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum. Herdís Friðriksdóttir skógræktarráðunautur flytur erind- ið „Staða kvenna innan skógrækt- arnefnda í Nepal“. Rabbið fer fram í stofu 101 í Lögbergi kl. 12–13 og er öllum op- ið. „Herdís segir frá rannsókn sinni á hlut kvenna í landnýtingu í Nepal. Þar í landi eru svokallaðar skóg- ræktarnefndir ráðandi um nýtingu skóga en í þeim sitja nær eingöngu karlar. Erfitt hefur verið að fá kon- ur til starfa innan nefndanna, m.a. vegna menningarhefða. Herdís hef- ur skoðað hvort svokallaðir kvenna- hópar geti hjálpað konum til áhrifa innan þessara nefnda þannig að þær hafi eitthvað að segja um nýt- ingu þess lands sem þær og fjöl- skyldur þeirra lifa af,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Rabbfundur Rannsóknastofu í kvennafræðum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Neyðarnótin Hjálp Kristján Magnússon, Kjarrvegi 13 í Reykjavík, hringdi vegna myndatexta með greininni Æfingar auka öryggi, sem birtist á bls. 20 í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þar sjást menn hífðir úr sjó í neyðarnót- inni Hjálp, en ekki Markúsarnetinu eins og skilja mátti af myndatexta. Kristján er hönnuður og framleið- andi neyðarnótarinnar Hjálpar og eru hann og lesendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Stundaði nám í þrjú ár Ónákvæmni gætti í dánarfregn um Pétur Friðrik Sigurðsson list- málara. Pétur stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Dan- mörku 1945-48 og lauk þaðan fulln- aðarprófi eftir þriggja ára nám. Ár- ið 1949 kynnti hann sér listsköpun í Frakklandi. LEIÐRÉTT NORRÆNT höfuðborgamót fer fram í Reykjavík dagana 26. til 29. september en höfuðborgirnar á Norðurlöndum eiga með sér vina- bæjasamskipti. Norræna félagið í Reykjavík fagnar um þessar mundir 80 ára afmæli sínu og býð- ur til mótsins í samstarfi við Norrænt höf- uðborgamót í vikulokin Reykjavíkurborg. Í frétt frá Nor- ræna félaginu segir að vinabæja- samstarf sé mikilvægur þáttur í starfi félaganna og til séu margar virkar norrænar vinabæjakeðjur sem eigi í fjölbreyttu samstarfi. Væntanlegir eru ríflega 50 erlend- ir gestir til höfuðborgamótsins nú, frá öllum Norðurlöndunum og Litháen. Yfirskrift mótsins er Orka 2002. Á dagskrá verður m.a. söngur og ljóðalestur í Vesturbæj- arsundlauginni, heimsókn á Al- þingi, leikhúsferð á Veisluna, ferð í Svartsengi, Ljósafoss, Sólheima, Nesjavelli og á safn Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.