Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 47
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur frábært ímynd-
unarafl og býrð yfir örlæti.
Þú hefur unun af ferða-
lögum. Á næstu mánuðum
lendir þú í ýmsum skemmti-
legum ævintýrum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú freistast til að eyða of
miklum peningum í dag.
Reyndu að forðast að kaupa
einhvern óþarfa því þú kannt
að sjá eftir því síðar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Samband þitt við fjölskylduna
er kærleiksríkt og gott í dag.
Þú munt taka eftir því að vin-
gjarnlegt viðhorf þitt hefur
áhrif á aðra sem gjalda þér í
sömu mynt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Dagurinn í dag gæti orðið sér-
staklega skemmtilegur í
vinnunni. Samstarfsmenn
hafa gaman að félagsskap þín-
um því þú hefur gamanmál á
hraðbergi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Í dag er heppilegt að gera
fjármálasamninga eða verja
fé til skemmtunar. Reyndu að
gefa þér tíma til að lyfta þér
upp.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reyndu að láta ekki undan
löngun til að eyða peningum í
dag. Stjörnumerki þitt er ör-
látt og í dag er auðvelt að fara
yfir strikið í þeim efnum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Hamingjan er þér hliðholl í
dag. Þú metur vel hvað þú
hefur og hver þú ert og vegna
þessa fyllist þú bjartsýni og
sjálfstrausti.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú skalt þiggja gjafir og
greiða frá vinum þínum í dag.
Þú átt auðvelt með að um-
gangast fólk og aðrir vilja
sýna þér að þeir kunna að
meta þig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú gætir komið yfirmönnum
þínum eða öðru mikilvægu
fólki á óvart í dag. Það kemur
í ljós að hugmyndir þínar og
áætlanir eru framkvæman-
legar og raunhæfar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Dagurinn er heppilegur fyrir
ferðaáætlanir. Þú skalt reyna
að framkvæma skyndihug-
dettur því þú hefur yfir að
ráða nægilegu sjálfstrausti til
að ná þeim fram.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Aðrir vilja styðja þig í dag. Þú
skalt þiggja aðstoð þeirra því
það er eina leiðin til að
tryggja áframhaldandi örlæti
þeirra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Yfirmenn þínir taka mark á
því sem þú hefur fram að færa
í dag. Framlag þitt til hóp-
vinnu mun vekja á þér at-
hygli.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sjálfstraust þitt hefur jákvæð
áhrif á aðra og þú getur veitt
fólki í kring um þig hvatningu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
VOG
LJÓÐABROT
JESÚS KRISTUR OG ÉG
Hér sit ég einn, með sjálfstraustið mitt veika,
á svörtum kletti, er aldan leikur við.
Á milli skýja tifar tunglið bleika,
og trillubátar róa fram á mið.
Af synd og fleiru sál mín virðist brunnin.
Ó, sestu hjá mér, góði Jesú, nú,
því bæði ertu af æðstu ættum runninn
og enginn þekkir betur Guð en þú.
- -
Og um það mál við aldrei megum kvarta,
því uppi á himnum slíkt er kallað suð,
en ósköp skrýtið er að eiga hjarta,
sem ekki fær að tala við sinn Guð.
Hver síðastur þú sagðir að yrði fyrstur,
en svona varð nú endirinn með þig.
Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur,
hvað gera þeir við ræfil eins og mig?
Vilhjálmur frá Skáholti
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Árnað heilla
BRIDSFÉLÖGIN eru nú
óðum að taka til starfa eftir
sumarhlé og hófst spila-
mennska hjá Bridsfélagi
Reykjavíkur í síðustu viku
með þriggja kvölda tví-
menningi. Þátttaka er góð,
eða 37 pör, en efstir eftir
fyrsta kvöldið eru ungu
mennirnir Bjarni Einarsson
og Sigurbjörn Haraldsson.
Þeir félagar fundu fallega
vörn í þessu spili:
Norður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ KG5
♥ 98
♦ 1032
♣106543
Vestur Austur
♠ 8 ♠ 1032
♥ G1063 ♥ 7542
♦ KDG874 ♦ Á95
♣ÁK ♣987
Suður
♠ ÁD9764
♥ ÁKD
♦ 6
♣DG2
Vestur Norður Austur Suður
– Pass Pass 1 spaði
2 tíglar 2 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Bjarni var með spil vest-
urs og kom út með laufkóng,
eins og venjan er með ÁK
blankt. Sigurbjörn lét níuna
í slaginn, sem er frávísun í
laufi, samkvæmt þeirra að-
ferðum. Bjarni tók næst á
laufás og nú fylgdi Sigur-
björn lit með sjöunni –
lægra spilinu – til að vísa á
tígul, frekar en hjarta. Þá
spilaði Bjarni tígulgosa, Sig-
urbjörn drap með ás og gaf
Bjarna stungu í laufi. Einn
niður og ÖLL stigin í pott-
inum! Fjórir spaðar voru
spilaðir úti um allan sal, en
ekkert annað par fann þessa
vörn. Sem segir kannski
ekki góða sögu um „stand-
ardinn“ hjá BR, en máls-
bætur eru þó þær að flestir
komu út með tígulkóng og
þá er oft seint að sækja lauf-
stunguna.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 d6
7. Be3 Rf6 8. 0-0 Be7 9. f4
Bd7 10. Bf3 0–0 11. Rb3 b5
12. g4 h6 13. a4 bxa4 14. Rxa4
Hb8 15. Rc3 a5 16. Hf2 Hb4
17. Hd2 Dc7 18. h4 h5 19. g5
Rg4 20. Bxg4 hxg4 21. Dxg4
a4 22. Rc1 Hxb2 23. R1e2
Hb4 24. h5 f5 25. gxf6 Hxf6
26. Hxa4 Hxa4 27. Rxa4 Be8
28. Rb6 Bf8 29. Rg3 Ra5 30.
De2 Dc3 31. Dd3 Dc6 32. f5
Bf7 33. e5 dxe5 34.
Rd7 Rc4 35. Rxf6+
gxf6 36. Hg2 Rxe3 37.
Dxe3 Kh8 38. Kh2
Dc4 39. fxe6 Dh4+ 40.
Kg1 Bxe6 41. Db6
Bd5 42. Dd8 Dd4+
43. Hf2 Kg8 44. h6
Dd1+ 45. Kh2 Dd4
46. Dxf6 Bxh6 47.
Dg6+ Bg7
Staðan kom upp í
keppni heimsins gegn
Rússlandi sem lauk
fyrir skömmu í
Moskvu. Vishy An-
and (2.755) hafði hvítt
í stöðunni gegn Vadim Zvag-
insev (2673). 48. Dxg7+!
Kxg7 49. Rf5+ Kg6 50. Rxd4
exd4 51. Hf4 og svartur gafst
upp. Heimurinn vann 52-48
en það vakti mikla athygli að
Garry Kasparov fékk minna
en helming vinninga eða 4 af
10.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 24.
september, er fimmtugur
Daníel Gunnarsson, skóla-
stjóri Ölduselsskóla. Hann
er að heiman á afmælisdag-
inn. Í tilefni afmælisins taka
Daníel og Kristrún, kona
hans, á móti gestum í Fé-
lagsheimili Hestamanna-
félagsins Gusts, Glaðheim-
um, Kópavogi, föstudaginn
27. september frá kl. 17–20.
90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 24.
september, er níræður Sig-
urfinnur Ólafsson hús-
gagnasmíðameistari. Af því
tilefni tekur hann tekur á
móti ættingjum og vinum á
heimili sínu á Skjólbraut 1a í
Kópavogi milli kl. 15 og 18.
Morgunblaðið/Sverrir
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 3.101
til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, sem slasaðist í
bílslysi. Þær heita Telma Björk og Ásdís Huld.
Mörkinni 6, sími 588 5518
Stórútsala
Opið virka
daga kl. 9-18.
Laugardaga
kl. 10-15
Regnkápur - Stuttkápur - Vindjakkar
- Úlpur - Hattar - Húfur
Kanínuskinn kr. 2.900
Allt á 50% afslætti
Síðustu dagar
Innifalið1 stækkun, 30x40 cm í ramma,
aðrar stækkanir að eigin vali, með allt að
50% afslætti
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207.
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
Barnamyndatökur - Tilboð
í september kr. 6.000.
Snorrabraut 38, sími 562 4362
Stórrýmingarsala
30-50% afsláttur
Rýmum fyrir nýjum vörum
Kápur frá 2.000 kr.
ÚTSALA
Silkidamask og bómullarsatín í metratali
Dúkadamask í metratali o.fl. o.fl.
á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050
VINNU-
SÁLFRÆÐI
Samskipti á v
innustað
Upplýsingar og skráning í síma
Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075,
á milli kl. 11 og 12. Fax 552 1110.
Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft
vandasöm. Á námskeiðinu verður kennt samskiptalíkan
til að auka samstarfshæfni og þjálfa viðbrögð sem leysa
ágreining og auka vinnugleði.
Leiðbeinendur og höfundar námskeiðs eru sálfræð-
ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
Hlutavelta
Smælki
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Ég fer bara og sef úti
í bílskúr!
Er hægt að freista herr-
ans með einhverjum af
þessum? Eða er hann
kannski bara sáttur við
þann sem hann hefur?