Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 56

Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VATNAJÖKULL þynntist að með- altali um 37 cm á því jökulári sem nú er að ljúka, eða frá síðasta hausti, sem er besta afkoma jökulsins frá árinu 1996. Jökullinn hefur verið að þynnast samfellt frá árinu 1995, á því tímabili hefur jökullinn alls rýrn- að um 1%. Jöklafræðingar fá lánuð orð úr hagfræðinni til að lýsa breytingum á jöklum. Þannig er úrkoman, þ.e. það sem bætist í jökulinn, kölluð tekjur og bráðnunin tap. Breytingin á jökl- inum yfir árið, þegar bráðnunin hef- ur verið dregin frá því sem bættist í jökulinn, er kallað afkoma. Síðasta jökulár bættust 1,52 metrar á jökul- inn en bráðnunin nam -1,9 metrum, þannig var afkoma jökulsins þetta árið -37 cm. Árið þar á undan var af- koman um -60 cm, sem skýrist af því að minna bættist í jökulinn yfir vet- urinn, en bráðnunin yfir sumartím- ann var mjög svipuð og nú. Finnur Pálsson, jöklamælinga- maður á Jarðeðlisfræðistofu Raun- vísindastofnunar Háskóla Íslands, segir að frá árinu 1995 hafi Vatna- jökull tapað um 5 metrum að með- altali, mælt í vatni. Þar sem rúmmál íss, hjarns og nýfallins snjós sé meira en vatns geti það þýtt að jök- ullinn sé um 8 metrum þynnri nú en árið 1995 að meðaltali. Ef allur síð- asti áratugur er skoðaður kemur í ljós að jökullinn er 2,7 metrum þynnri nú en árið 1992, mælt í ígildi vatns. Segir Finnur því enga ástæðu til að hafa áhyggjur af bráðnun jök- ulsins, alltaf séu einhverjar sveiflur í stærð jökla. Mikil bráðnun eftir gos „Í grófum dráttum var jafnmikil bráðnun síðasta sumar og hefur ver- ið að jafnaði frá árinu 1996. Á þessu tímabili hafa tvö sumur skorið sig úr, það eru sumrin 1997 og 2000.“ Finnur segir að árið 1997 hafi bráðn- unin verið mjög mikil vegna gossins í Gjálp árið áður. Mikil aska hafi dreifst um jökulinn sem flýtti fyrir bráðnun. „Þegar jökullinn er skít- ugur sogar hann meira í sig sólar- ljósið. Árið 2000 var sumarið hins vegar mjög hlýtt og sólríkt.“ Þá hafi vetrarúrkoman aukist smám saman frá vetrinum 1997 þeg- ar mjög lítið snjóaði. Vetrarúrkoman nú sé að komast í svipað horf og á árabilinu 1993–1996. Finnur bætir við að því minna sem snjói því meiri verði leysingarnar á sumrin. Hvítur snjór endurvarpi sólarljósinu en þegar snjóalagið er þunnt bráðnar það fyrr og þá koma ísinn og hjarnið í ljós sem eru skítug og sjúga í sig sólarljósið. Þannig geti snjókoma á miðju sumri dregið mjög úr bráðn- un. Óveruleg áhrif á hæð tinda í jöklinum Finnur segir að þessar breytingar hafi óveruleg áhrif á hæð tinda í jöklinum. „Enda er breytingin minnst efst á jöklinum þar sem hitastigið er lægra. Það bætist jafnvel á jökulinn yfir sumarið á Bárðarbungu og Öræfajökli.“ Jafnvægislína sé mæld í jöklinum, það er þar sem jafnmikið bætist í jökulinn og bráðnar af hon- um. Hún sé yfirleitt í um 1.000–1.400 metra hæð. „Í ár var hún heldur lægri en síðustu ár. Það endurspegl- ast í því að afkoman er heldur já- kvæðari,“ segir Finnur. Afkoma Vatnajökuls á síðasta ári var sú besta frá árinu 1996 Þynntist um 37 cm á ári      8(. 8(, 8(5 8(4 8++ 8+. .3- .3+ &3- &3+ +3- +3+ +3- &3+ &3- .3+ .3- %3+  7  !" #   $" # %"     # MIKILL áhugi er á nýrri íslenskri keppni sem kölluð er Hörkutól, en hún er í anda sjónvarpsþáttarins Fear Factor sem hefur verið sýnd- ur á Stöð 2. Í gærkvöldi höfðu um 150 manns skráð sig í keppnina, en sex þátttakendur verða valdir úr hópnum. Keppnin verður haldin í tengslum við bikarmót Kraftlyft- ingasambands Íslands 2. nóvem- ber og er það félagið Skrýmir sem stendur að keppninni en þar eru Styrmir Bolli Kristjánsson og Jens A. Fylkisson í forsvari. Skráning fer fram á vefslóðinni kraft.is og kemur þar fram að verið sé að leita að þremur strákum og þremur stelpum í keppnina. Keppendur verða að vera vel á sig komnir lík- amlega og til í hvað sem er. Jens segir að miðað sé við ald- urinn 18 til 39 ára, en flestir sem hafi skráð sig séu á aldrinum 20 til 25 ára. Hann segir að áhuginn á þátttöku hafi farið langt fram úr björtustu vonum og erfitt verði að velja. „Það hafa um 150 manns skráð sig, sem er fáránleg aðsókn,“ segir hann. Keppnin verður byggð upp eins og í sjónvarpsþáttunum og verður keppt í þremur greinum, en ein þeirra felst í að borða „eitthvað ógeðslegt“ eins og Jens segir. Hann bætir við að lærður áhættu- leikstjóri hafi yfirumsjón með þrautunum auk þess sem björgun- arsveit Garðabæjar verði til taks. Allir keppendur fá íþróttagalla en sigurvegarinn fær 25.000 kr. í verð- laun. Margir telja sig vera hörkutól Cunningham vill tónlist Sigur Rósar DANSHÖFUNDURINN Merce Cunningham, sem staddur er hér á landi og samnefndur dansflokkur flytur tvö verk eftir í Borgarleik- húsinu í kvöld, vonast til að ís- lenska hljómsveitin Sigur Rós muni semja tónlist við eitt verka sinna á næstunni. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Cunningham í dag. „Við vonumst til að geta komið á samstarfi við Sigur Rós og Radio- head fyrir frumsýningu sem á að vera í New York í október 2003. Síðan er gert ráð fyrir að við ferð- umst um með verkið,“ segir Trev- or Carlson, upplýsingafulltrúi Merce Cunningham-dansflokksins. Cunningham er margverðlaun- aður danshöfundur sem hafði einna mest áhrif á þróun nútíma- dans á síðustu öld. Þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur er hann enn stöðugt að vinna.  Áttum saman/24 EINSTAKT náttúrufyrirbrigði blasti við Gísla Rafni Jónssyni við Drekagil á dögunum. Í óveðrinu sem geisaði á landinu fyrir um þremur vikum hafði allt að 40 cm þykkt vikurlag límst áveðurs á steina í landslaginu, á um 10 km breiðu svæði. Gísli Rafn hefur síðustu 19 ár ekið allt að 30 sinn- um á sumri inn að Öskju í áætl- unarferðum og hefur aldrei séð annað eins. „Þarna hafa skapast einstakar aðstæður. Raki hefur komið í fína vikurinn úr Öskju- gosinu 1875 og hann sest á stein- ana. Á vikurlaginu má sjá hvern- ig vindurinn hefur blásið um steinana.“ Ljósmynd/Gísli Rafn Jónsson Vindblásin eyðimerk- urblóm í Ódáðahrauni Morgunblaðið/Kristján FRAMKVÆMDIR standa yfir í Jóla- garðinum í Eyjafjarðarsveit, en þar ætla eigendur að reisa viðbyggingu. Benedikt Grétarsson, sem ásamt eiginkonu sinni Ragnheiði Hreið- arsdóttir á Jólagarðinn, var önnum kafinn ásamt félaga sínum Herði Snorrasyni í Hvammi í grunni við- byggingarinnar í gærdag. Hann sagði að fyrirhugað væri að byggja um 110 fermetra kjallara við litla jólahúsið og verður gengið úr því niður í kjallarann. Nú á nýliðnu sumri heimsóttu um 40 þúsund gestir Jólagarðinn og var oft þröng á þingi. Á meðal gesta voru farþegar af fimm skemmti- ferðaskipum sem komu til Akureyr- ar í sumar. „Það er oft ansi þröngt í jólahúsinu þegar koma svona marg- ir í einu, þannig að það verður fínt þegar við fáum meira rými,“ sagði Benedikt. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum 31. maí á næsta ári. Jólagarðurinn er lokaður í þessari viku vegna framkvæmdanna, enda stendur húsið nánast á stultum. Jólagarður á stultum Ókunnugur maður sat á rúmstokknum KONA í Hafnarfirði vaknaði við það aðfaranótt sunnudags að ókunnugur maður, sem hafði brot- ist inn í húsið með því að spenna upp glugga, sat á rúmstokknum á hjónarúminu og strauk hendi eftir fótlegg hennar. Hann hafði sig á brott þegar hann sá að hún var vöknuð en var handtekinn í ná- grenninu stuttu síðar. Konunni var að vonum brugðið þegar hún sá manninn. Þegar hann var farinn út úr herberginu vakti hún eiginmann sinn, sem hafði ekki vaknað við umganginn, og þau hringdu síðan á lögreglu. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var maðurinn mjög ölvaður og hafði ráfað um hverfið í nokkurn tíma þegar hann var handtekinn. Ekki var ljóst hvað vakti fyrir hon- um með innbrotinu en engu var stolið. Við yfirheyrslu bar hann við minnisleysi um atburði næturinnar og var sleppt að því loknu. Málið er í rannsókn. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.