Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isSigurður Jónsson íhugar til-
boð frá ÍBV og Víkingum / B1
Haukar réttu úr kútnum
gegn Stjörnunni / B3
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r19.
o k t ó b e r ˜ 2 0 0 2
NORRÆNU Carnegie-verðlaunin
voru veitt við hátíðlega athöfn í
Listasafni Reykjavíkur – Hafn-
arhúsi í gær. Um leið var sýn-
ingin Carnegie Art Award 2002
opnuð í safninu en þar eru sýnd
verk eftir 25 norræna listamenn,
sem valdir hafa verið til sýning-
arinnar af norrænni dómnefnd.
Þetta er í fyrsta sinn sem verð-
launin eru afhent á Íslandi. Það
voru þeir Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra og Lars Nittve, safn-
stjóri Moderna-safnsins í Stokk-
hólmi, sem afhentu verðlaunin.
Þrír íslenskir fulltrúar
á sýningunni
Fyrstu verðlaun að upphæð
500.000 sænskar krónur, jafnvirði
nær 5 milljóna íslenskra króna,
féllu í skaut danska listamann-
inum Troels Wörsel. Önnur verð-
laun sem nema 300.000 sænskum
krónum hlaut Svíinn Lena Cron-
qvist og þriðju verðlaun að upp-
hæð 200.000 sænskar krónur,
hlaut danski myndlistarmaðurinn
Tal R. Carnegie-styrkinn að upp-
hæð 50.000 krónur, sem veittur
er listamanni af yngri kynslóð,
hlaut David Svensson frá Svíþjóð.
Íslensku þátttakendurnir í Carn-
egie Art Award-sýningunni eru
Georg Guðni, Kristín Gunnlaugs-
dóttir og Katrín Sigurðardóttir. Á
myndinni afhendir Davíð Oddsson
forsætisráðherra Lenu Cronqvist
verðlaun sín.
Carnegie-
verðlaun-
in afhent
hérlendis
Lesbók/13–15
Morgunblaðið/Kristinn
BÆÐI forsætis- og utanríkisráðu-
neytið brugðust fljótt við vegna
frétta um að ESB muni fara fram á
stóraukin framlög af hálfu EFTA-
ríkjanna við endurnýjun EES-samn-
ingsins. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hafði samband við Kjell
Magne Bondevik, forsætisráðherra
Noregs, vegna málsins en norskir
fjölmiðlar hafa staðhæft að Bondevik
hafi gefið í skyn við framkvæmda-
stjórn ESB að Norðmenn væru til-
búnir að greiða meira en þeir gera
nú. Þá tók utanríkisráðherra, Hall-
dór Ásgrímsson, orðróm um aukin
framlög alvarlega og staðfestir utan-
ríkisráðuneytið íslenska að hann hafi
rætt við Per Stig Møller, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, en Danir eru
nú í forsæti fyrir ESB, vegna máls-
ins og ítrekaði að Íslendingar mundu
ekki ganga að samningaborði að
gefnum ákveðnum kostum.
Davíð Oddsson játar því að það
hafi verið allmikill vilji í norska
stjórnkerfinu að borga það sem ESB
setji upp. Ástæðan sé m.a. sú að þeg-
ar spurningin um ESB-aðild Noregs
komi upp á ný sé hægt að segja að
menn greiði þetta hvort eð er og fjár-
útlát skipti því litlu máli þegar horft
sé til aðildar. „Þetta er ekki það sem
íslensk stjórnvöld vilja viðhafa í mál-
inu. Við höfum sagt að í öllum slíkum
viðræðum við ESB yrðu aðrar for-
sendur einnig að koma til eins og frí-
verslun með fisk og þ.h.“ Davíð seg-
ist hafa átt ágætt samtal við Kjell
Magne Bondevik. „Mér fannst hann
hafa fullan skilning á því að þessi
mál, framlög og verslun með fisk,
yrði að ræða í samhengi.“
Davíð bendir á að Íslendingar
greiði nú þegar meira en þeim beri
að gera þar sem Evrópusambandið
hafi ekki staðið við þá samninga sem
það gerði við EFTA-ríkin á sínum
tíma. „Það er auðvitað erfitt að tala
um að gera samninga, búa til samn-
ingsgrundvöll og samningsforsend-
ur við aðila sem stendur síðan ekki
við gerða samninga. Það er alvarlegt
mál. Við borguðum í fimm ár í þróun-
arsjóðinn samkvæmt samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið en
síðan kröfðust Spánverjar áfram-
haldandi framlaga og fylgdu því eftir
með hótunum um að beita þrýstingi
á öðrum sviðum, sem komu málinu
ekkert við, og þó eru til dæmis mörg
héruð á Spáni mjög rík. Það var
ákveðið að láta eftir í þessum efnum
um sinn.“
Davíð telur að kröfur ESB á hend-
ur Íslendingum segi mönnum ein-
faldlega það að stækkun Evrópu-
sambandsins og kostnaðurinn við
hana, sem menn hafi þó gert lítið úr,
sé það stórbrotinn að þetta mál sé
einungis lítill angi af því.
„Það er nýbyrjað að tala um þann
ofboðslega kostnað sem fylgja mun
stækkun ESB. Það er að koma inn
gríðarlegur fjöldi af nýju fólki og
nýjum ríkjum án þess að efnahagur
Evrópusambandsins aukist sem
neinu nemur þannig að nettókostn-
aðurinn er náttúrlega gríðarlegur.“
Forsætisráðherra um kröfur um aukin framlög í þróunarsjóð EFTA
Kostnaður vegna stækk-
unar ESB er gríðarlegur
Fleiri fátækari/12
,,TIL að sátt skapist um fiskveiði-
stjórnunarkerfið krefst Starfsgreina-
sambandið þess, að útgerðum verði
gert að skila yfirráðaréttinum yfir
auðlindinni í áföngum. Þannig verði
snúið við þeirri óeðlilegu eignatil-
færslu með tilheyrandi búseturöskun
sem orðið hefur á síðustu áratugum
og tryggð á ný eðlileg endurnýjun í
atvinnugreininni,“ segir í ályktun um
fiskvinnslu- og sjávarútvegsstefnu
sambandsins sem samþykkt var á
ársfundi sambandsins í gær.
Er þetta í fyrsta sinn sem Starfs-
greinasambandið markar sér sér-
staka stefnu í þessum málaflokki skv.
upplýsingum Aðalsteins Á. Baldurs-
sonar, formanns matvælasviðs SGS.
,,Það er mjög ánægjulegt að okkur
skuli hafa tekist að samþykkja þetta.
Það er búið að taka sambandið og
gamla Verkamannasambandið nokk-
uð langan tíma að skila þessu af sér.
Það hafa margar nefndir unnið að
þessu en mönnum tókst ekki að ljúka
þessu vegna þess að það hafa verið
skiptar skoðanir. Þetta er því stór
dagur í sögu okkar að í dag skuli hafa
verið gengið frá þessari ályktun um
stefnu sambandsins í þessum mála-
flokki. Hún var samþykkt sam-
hljóða,“ segir Aðalsteinn.
Í þeim hluta ályktunarinnar sem
fjallar um fiskveiðistjórnkerfið segir
einnig að það stjórnkerfi sem við bú-
um við verði að taka mið af lífríki hafs-
ins, sem og lífsafkomu þeirra sem
vinna við greinina. ,,Reka þarf ábyrga
fiskveiðistefnu sem miðar í senn að
uppbyggingu fiskistofna og nýtingu
þeirra sem leiðir til hámarksafrakst-
urs. Ljóst er að engin sátt er um nú-
verandi kvótakerfi í fiskveiðum og
nauðsynlegt er að ná sameiginlegri
niðurstöðu um skipulag veiðanna, þar
sem tekið verður tillit til allra hags-
munaaðila. Sambandið er þeirrar
skoðunar að núgildandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi þarfnist gagngerrar
endurskoðunar.“
Sambandið vill að tekjur sem skap-
ast af auðlindagjaldi verði notaðar til
að kosta rannsóknir á lífríki hafsins
og atvinnuuppbyggingar.
Fiskvinnslu- og sjávarútvegsstefna samþykkt á ársfundi SGS
Útgerðir skili fiskveiði-
réttindum í áföngum
Halldór/12
GERÐ hefur verið tillaga til Alþingis
um 50 milljóna króna aukafjárveit-
ingu til sýslumannsembættisins á
Selfossi við afgreiðslu frumvarps til
aukafjárlaga fyrir yfirstandandi ár.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður á Selfossi, fagnar þessu í sam-
tali við Morgunblaðið og segir fjár-
veitinguna hafa mikla þýðingu fyrir
allan rekstur embættisins, ekki síst
löggæsluna í umdæminu. Bendir
hann á að gert sé ráð fyrir að upp-
safnaður fjárlagahalli verði leystur,
sem hafi mikla breytingu í för með
sér.
,,Þetta sýnir vilja og hug dóms-
málaráðuneytisins til þess að starf-
semin hér gangi vel og greiðlega fyrir
sig,“ segir hann. ,,Dómsmálaráð-
herra og ráðuneyti hans eiga þakkir
skilið fyrir þetta og sérstaklega gott
samstarf í hvívetna varðandi rekstur
embættis sýslumannsins á Selfossi,“
segir Ólafur Helgi.
50 millj. kr.
fjárveiting til
sýslumanns-
ins á Selfossi
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða
dæmdi í gær karlmann á fimmtugs-
aldri í 120 þúsund króna sekt og svipti
hann ökuréttindum í eitt ár, fyrir að
aka bifreið undir áhrifum áfengis ut-
an vegar á grasi á tjaldstæðinu við
íþróttamiðstöð Þingeyrar í sumar.
Ákærði festi bifreiðina á steypustöpli
þar skammt frá og reyndi að aka burt
þegar lögreglumenn komu að honum.
Við mælingu kom í ljós að áfengis-
magn í blóði var 3,07 prómill.
Dómurinn taldi sök ákærða sann-
aða og dæmdi hann til greiðslu sak-
arkostnaðar auk sektarinnar og öku-
leyfissviptingarinnar. Erlingur Sig-
tryggsson dómstjóri kvað upp
dóminn.
120 þús. í sekt
fyrir ölvun-
arakstur
♦ ♦ ♦