Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORMAÐUR Samtaka gegn fátækt, Sigrún Ármanns Reynisdóttir, segir að ákvörðun félagsmálaráðs Reykja- víkurborgar um að jafna leiguverð íbúða Félagsbústaða komi sér í flest- um tilvikum illa fyrir fólk. Leigan muni hækka og það auki þjáningar fólks sem hafi þó verið nægar fyrir. Vanskil eigi eftir að aukast enn meir. Samtökin mótmæli þessari ákvörðun harðlega og Sigrún segir félagsmála- ráð greinilega ekki hafa hlustað á hennar rödd. Hún hafi fundað með formanni ráðsins áður en ákvörðunin hafi verið tekin og komið sjónarmið- um leigutaka á framfæri. Félagsbústaðir hf. eru með um 1.400 íbúðir á sínum vegum. Frá 1. desember nk. á að tengja leiguverðið fasteignamati, í stað kaupverðs áður, með þeim afleiðingum að leiga á 900 íbúðum mun hækka en lækka á hin- um 500. Síðan hefur verið ákveðið að leiguverð allra íbúðanna hækki um 12% í mars á næsta ári. Sigrún segist hafa tekið á móti fjölda símtala í gær frá leigutökum í félagsbústaðakerfi borgarinnar eftir að ákvörðun félagsmálaráðs var tí- unduð í fjölmiðlum. Margir hafi borið sig illa, einkum einstæðar mæður með börn. Fréttirnar hafi komið þeim í opna skjöldu og margir viti ekki hve leigan muni hækka mikið. „Ein þeirra einstæðra mæðra sem hringdu í mig í gær sagðist vera ör- yrki og með börn á framfæri sínu. Hún sagðist vera skuldum vafin, varla eiga nóg fyrir mat, hvað þá hafa efni á að greiða hærri húsaleigu. Hágrátandi sagðist hún óttast að þurfa að leysa heimilið upp,“ segir Sigrún. Sigrún segir „kerfið“ lítinn sem engan áhuga hafa á að heyra raddir fátækra. Margir vilji ekki heyra minnst á orðið fátækt og vandamálið sé því falið. Hún hafi talað við for- mann félagsmálaráðs, sem hafi bent á Félagsþjónustuna og sagt hana ætla að aðstoða þá sem verst fari út úr leiguverðsbreytingunum. Sigrún segir Félagsþjónustuna hafa þröng viðmiðunarmörk á sinni aðstoð og í æ ríkara mæli bendi starfsmenn Fé- lagsþjónustunnar fólki á að leita til hjálparstofnana og félagasamtaka. Formaður Samtaka gegn fátækt um breytt leiguverð Eykur þjáningar fólks sem eru nægar fyrir GUÐNI Ágústsson, kallinn sem sagði „obbobbobb, bíðiði nú við“, eins og hann kynnti sig sjálfur, snæddi lambakjöt með nemendum Háteigsskóla í hádeginu í gær. Matsveinn skólans bauð landbún- aðarráðherranum í heimsókn til að leggja áherslu á mikilvægi þess að borða lambakjöt, þar sem sala á lambakjöti hafi dregist saman und- anfarin ár og börnin séu neyt- endur framtíðarinnar. „Ég er hingað kominn til að sjá hvort þið séuð ekki að borða góðan og hollan íslenskan mat. Undir- staðan, til að vera góð í fótbolt- anum, söngnum, öllum íþróttum og til að sigra, er góður matur,“ sagði ráðherra og spurði hvort krakk- arnir væru ekki öll úr sveit. Þau kepptust við að kalla til hans hvert þau ættu ættir að rekja, norður, austur og vestur á land. „Þið þekk- ið marga bændur og þeir eru að framleiða góða vöru, kjötið og kartöflurnar. Það er óskaplega mikilvægt að borða góðan mat til að verða stór og sterkur og geta lært mikið í framtíðinni.“ Sagðist Guðni hafa svolitlar áhyggjur af því að krakkar borð- uðu ekki nógu hollan mat og sagði að leitað væri leiða til að kenna börnum að borða kjöt, ost og drekka mjólk, sem sé gott fyrir beinin. „Við úr landbúnaðarráðu- neytinu erum komin til ykkar til að borða með ykkur eina máltíð. Ég er kominn til að læra af ykkur. Þið eigið að segja mér hvað ykkur finnst að. Er þetta ekki góður mat- ur?“ spurði ráðherrann. „Ég fæ mér lambakjöt í staðinn fyrir laug- ardagsnammi!“ kallaði einn nem- enda úr salnum. Var ráðherra ánægður að heyra þetta, sagði að hann ætti eftir að enda í landslið- inu þessi. Alltaf mikil eftirvænting þegar kjöt er á boðstólum Krakkarnir sem blaðamaður ræddi við sögðu að lambakjöt væri gott á bragðið. Uppáhalds- maturinn væri pizza, lambakjöt, hamborgari, kjúklingur, grjóna- og hafragrautur. „Allt nema fisk- urinn heima hjá mömmu!“ sagði einn nemendanna þegar hann var spurður um hvaða matur væri í uppáhaldi. Einn sagðist heldur vilja laugardagsnammi en lamba- kjöt og sagði annar að hann fengi hvort tveggja. Það var að frumkvæði Þrastar Harðarsonar, matsveins skólans, sem landbúnaðarráðherra var boð- ið í mat í mötuneyti Háteigsskóla. „Ég hef aðeins verið í sambandi við framkvæmdastjóra Lands- sambands sauðfjárbænda um bæði að reyna að fá lambakjöt á lægra verði inn í skólana og fá betri hluta af kjötinu. Síðan hefur verið í um- ræðunni undanfarin ár að lamba- kjötsneysla hafi minnkað á síðustu 20 árum úr um 45 kg á mann á ári niður í 25 kg. Hérna er ég að kynna ráðherra hvernig yngstu börn skólanna, sem eru lamba- kjötsneytendur framtíðarinnar, taka lambakjötinu og hvað þau eru að borða. Þau eru mjög hrifin, það er mikil eftirvænting alltaf á föstu- dögum en þá býð ég upp á ein- hvers konar steik, lamb, svín eða kjúkling,“ segir Þröstur. Hann segir mikilvægt að börnin fái holla og undirstöðugóða máltíð, ef börnin eru velstemmd og þeim líði vel nái þau betri árangri. Morgunblaðið/Sverrir Börnunum í Háteigsskóla fannst gaman að fá ráðherra í heimsókn, vildu ólm fá eiginhandaráritun og tala við hann. Kallinn sem sagði „obbobbobb“ snæddi lambakjöt með nemendum Háteigsskóla Vill frekar fá lambakjöt en laugardagsnammi HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær 19 ára pilt í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum, þar af tveimur frænkum sínum, í fyrra og hittifyrra. Börnin voru þriggja til fimm ára er brotin voru framin. Ákærði játaði brotin og einnig að hafa stolið bifhjóli og að hafa ekið bif- reið ölvaður án ökuleyfis. Fangels- isrefsing ákærða var skilorðsbundin, en auk hennar var ákærði dæmdur til að greiða tveimur barnanna 900 þúsund krónur í miskabætur auk 450 þúsund króna í sakarkostnað og þóknun réttargæslumanna þeirra. Ákærði sem er greindarskertur var talinn sakhæfur og iðraðist hann gerða sinna. Var hann samvinnuþýð- ur við alla meðferð málsins og tók dómurinn tillit til þess. Dómurinn var fjölskipaður þrem- ur dómendum, þeim Ingveldi Ein- arsdóttur héraðsdómara og með- dómendunum Tómasi Zoëga geðlækni og Rögnu Ólafsdóttur sál- fræðingi. Verjandi ákærða var Sigurður Sveinsson hdl. Málið sótti Ragnheið- ur Harðardóttir saksóknari hjá rík- issaksóknara. Eins árs fangelsi fyr- ir kynferð- isbrot gegn börnum ÖKUMAÐUR var fluttur á slysa- deild Landspítalans eftir árekstur tveggja bifreiða á Miklubraut klukk- an 15 í gær. Meiðsl hans munu ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Við áreksturinn þeyttist bifreið mannsins upp á umferðareyju og valt. Hin bifreiðin þeyttist í gegnum girðingu milli akgreina og fyrir bíla sem komu úr gagnstæðri átt. Þykir mildi að hún skyldi ekki lenda á bif- reiðum sem þar voru á ferð. Öku- maður hennar slapp ómeiddur. Litlar umferðartafir urðu á meðan lögregla og sjúkralið unnu á vett- vangi. Bílvelta á Miklubraut ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.