Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er
fyrsti flutningsmaður þingsályktun-
artillögu, sem lögð hefur verið fram á
Alþingi, um að samgönguráðherra
verði falið að gera úttekt á jarðganga-
kostum, mögulegum brúarmann-
virkjum og öðrum stórframkvæmd-
um sem ráðast þyrfti í á næstum
árum í vegagerð á höfuðborgarsvæð-
inu. Meðflutningsmenn eru Ásta
Möller, Katrín Fjeldsted og Lára
Margrét Ragnarsdóttir, þingmenn
Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni seg-
ir einnig að ráðherra skuli í samráði
við sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu gera tillögu að forgangsröðun
þessara verkefna. „Úttektin ásamt
tillögu um forgangsröðun verkefna
verði lögð fyrir Alþingi í síðasta lagi 1.
nóvember 2003.“
Í greinargerð þingsályktunartillög-
unnar segir m.a. að megintilgangur
hennar sé að stuðla að því að ráðist
verði í vinnu sem nauðsynleg er til að
unnt verði að öðlast heildarsýn yfir
nauðsynlegar stórframkvæmdir í
vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á
næstu árum og áratugum. „Mikilvægi
greiðra samgangna á þessu svæði er
öllum ljóst. Sú vinna sem tillagan ger-
ir ráð fyrir er forsenda þess að unnt
sé að móta skýra stefnu um fram-
kvæmdir í vegagerð á svæðinu.“ Þá er
m.a. bent á að betri samgöngumann-
virkjum fylgi aukið umferðaröryggi.
Úttekt verði gerð
á vegamálum
í höfuðborginni
ÞRIÐJA þingvikan á þessulöggjafarþingi er liðin. Erég ekki frá því að hún hafiverið með rólegasta móti;
að minnsta kosti sé tekið mið af því
sem gerðist eða gerðist ekki í sjálfum
þingsalnum. Umræður voru oft helst
til bragðdaufar, að mínu mati, og þeg-
ar forvitinn þingfréttamaður læddist
út á þingpallana til að líta yfir salinn
kom skýringin í ljós. Fáir ef þá
nokkrir voru í þingsalnum fyrir utan
ræðumanninn sjálfan, þingforsetann
og þingvörðinn. Þingmaðurinn í
pontu þrumaði því yfir nánast tómum
salnum. Nær væri því að kalla þing-
ræðuna hans einræðu eða eintal.
Ég hugsa að óáhugavert umfjöll-
unarefni þingmannanna sé ekki skýr-
ing einræðnanna. Ástæðuna má
miklu fremur rekja til þess hve marg-
ir þingmenn eru um þessar mundir
að undirbúa prófkjör. Þeir hafa því
væntanlega um ýmislegt annað að
hugsa en þingræður … eða eigum við
að segja einræður á þingi. (Eflaust
hafa þó margir þingmenn fylgst með
ræðunum í sjónvarpi í þing-
herbergjum sínum. Að því leyti er
kannski ekki alveg sanngjarnt að tala
um einræður.)
En talandi um prófkjör. Það hef-ur verið áhugavert að fylgjastmeð því undanfarin misseri
hvernig þingmenn hafa smám saman
lagað sig að nýju kjördæmaskipaninni.
Eins og alkunna er verður kosið sam-
kvæmt henni í næstu alþingiskosn-
ingum, hinn 10. maí nk. Kjördæmi
landsins verða með öðrum orðum sex í
stað átta; þrjú stór landsbyggð-
arkjördæmi og þrjú kjördæmi á suð-
vesturhorni landsins.
Þingmenn hafa vafalaust nýtt tím-
ann vel síðustu mánuði og jafnvel ár
til að setja sig inn í málefni nýrra
kjördæma. Ekki síst landsbyggð-
arþingmenn, þ.e. þeir sem ekki til-
heyra Reykjavíkurkjördæmunum,
þar sem þeir munu tilheyra stærri
kjördæmum en áður. Og í umræðum
á Alþingi og með nýjum þingmálum
reyna þeir, að sjálfsögðu, að höfða til
nýrra kjósenda í breyttum kjör-
dæmum. Þannig verður æ algengara
að heyra þingmenn úr Vesturlands-
kjördæmi, svo dæmi sé tekið, tjá sig
um mál í Vestfjarðakjördæmi (og öf-
ugt) enda mun hið svokallaða Norð-
vesturkjördæmi samanstanda af
Vesturlandi, Vestfjörðum og Norður-
landi vestra, án Siglufjarðar. Í vik-
unni var t.d. rætt um Orkubú Vest-
fjarða og hugsanlegan flutning
höfuðstöðva þess, í fyrirspurnartíma
á Alþingi. Þar tóku ekki einungis
Vestfjarðaþingmenn til máls, en fyr-
irhuguð breyting á rekstri Orkubús-
ins er afar umdeild á Vestfjörðum,
heldur fóru einnig í pontu þingmaður
Vesturlands, Jóhann Ársælsson, og
þingmaður Norðurlands vestra, Jón
Bjarnason. (Ég er þó ekki með þessu
dæmi að segja að þingmenn geti ekki
haft áhuga á öðrum málefnum en
þeim sem tengjast þeirra eigin kjör-
dæmum en óneitanlega vekur það at-
hygli oft og á tíðum hve þingmenn
einbeita sér mikið að sínum eigin
kjördæmum.)
Og þar sem ég er farin að fjallaum kjördæmi er ekki úr vegiað geta þess að svokölluð
kjördæmavika verður á Alþingi
næstu vikuna. Þing kemur því ekki
aftur saman fyrr en þriðjudaginn 29.
október nk. Kjördæmavika er haldin
einu sinni á ári, venjulega síðustu vik-
una í októbermánuði. Þá viku eiga
þingmenn að nýta til að fara í kjör-
dæmin sín og hitta þar sveit-
arstjórnir, fulltrúa fyrirtækja og
kjósendur almennt. Ég geri ráð fyrir
því að þingmenn noti þetta tækifæri
vel til að kynna sig í sínu gamla og
nýja kjördæmi, ekki síst í ljósi próf-
kjörsbaráttunnar sem nú fer í hönd.
En auðvitað er kjördæmavikan sem
og kosningaveturinn allur einstakt
tækifæri fyrir kjósendur líka; nú er
góður tími fyrir kjósendur að koma
sínum málum á framfæri við þing-
menn og aðra frambjóðendur. Við
skulum reyna að fanga athygli stjórn-
málamannanna á meðan einræðurnar
fara fram á þingi!
Einræður á þingi
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
RÓLEGT var yfir þinghaldinu í vik-
unni og oft mátti sjá nánast tóman
þingsal eins og á myndinni, en þar
er Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, í pontu. Sennilega
er þetta þó bara lognið á undan
storminum enda kosningar næsta
vor.
Í næstu viku verður svokölluð
kjördæmavika og síðan tekur við
Norðurlandaráðsþing. Næsti þing-
fundur hefur því ekki verið boð-
aður fyrr en 29. október nk.
Morgunblaðið/Sverrir
Lognið á undan storminum?
ÖSSUR Skarphéðinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, er fyrsti flutn-
ingsmaður lagafrumvarps sem lagt
hefur verið fram á Alþingi um að fé-
lagsgjöld sem launþegar greiða til
stéttarfélaga verði frádráttarbær frá
skatti. Meðflutningsmenn eru Mar-
grét Frímannsdóttir, Jóhanna Sig-
urðardóttir og Sigríður Jóhannes-
dóttir, þingmenn Samfylkingar-
innar.
Í greinargerð frumvarpsins segir
að yfirskattanefnd hafi markað þá
stefnu að félagsgjöld sem fyrirtæki
greiði til samtaka atvinnurekenda
megi draga frá tekjuskattsstofni.
„Félagsgjöld sem launþegar greiða
til stéttarfélaga sinna hafa hins veg-
ar ekki verið frádráttarbær frá
skatti fram að þessu. Flutningsmenn
telja engin rök fyrir því misræmi.
Það felur í sér ranglæti, jafnt gegn
launamönnum sem verkalýðshreyf-
ingunni og stenst varla jafnræðis-
reglu.“
Félagsgjöld
verði frá-
dráttarbær
frá skatti
MARGRÉT Frímannsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, vakti at-
hygli á því í fyrirspurnartíma á Al-
þingi í vikunni að það væri vaxandi
vandamál á sjúkrahúsum landsins að
fólk í harðri fíkniefnaneyslu væri
lagt inn á almennar deildir vegna
annarra sjúkdóma.
„Ekki er langt síðan kalla þurfti til
lögreglu vegna þess að fíkniefna-
neytandi sem var á almennri deild á
sjúkrahúsi hafði gert atlögu að lyfja-
skáp sjúkrahússins,“ sagði hún.
Beindi hún þeirri fyrirspurn til Jóns
Kristjánssonar heilbrigðisráðherra
hvort hann myndi beita sér fyrir því
að öryggisgæsla á sjúkrahúsum yrði
hert.
Jón Kristjánsson sagði að fyrir-
spurn Margrétar varpaði ljósi á þær
áhyggjur sem margir hefðu nú um
stundir af fjölgun innbrota og þjófn-
aða á sjúkrastofnunum. „Þetta eru
aðstæður sem nauðsynlegt er að
koma í veg fyrir eins og framast er
unnt og hafa þessi mál verið rædd
við stjórnendur stofnananna,“ sagði
hann. Ráðherra fór yfir öryggisráð-
stafanir á einstökum sjúkrastofnun-
um á landinu og tók fram að þær
væru misjafnar. „Ekki eru jafnmikl-
ar öryggisráðstafanir á öllum stofn-
unum en víða er þó verið að efla
margs konar eftirlit.“ Hann sagðist
að lokum styðja áform um aukna ör-
yggisgæslu á sjúkrastofnunum í
samræmi við vaxandi þörf en
ákvarðanir um hvernig slíkt yrði
gert lægju ekki fyrir.
Áhyggjur af fjölg-
un innbrota á
sjúkrastofnunum
KATRÍN Fjeldsted, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, mælti í vikunni
fyrir tillögu til þingsályktunar um
neysluvatn. Í meginefni tillögunnar
er lagt til að því verði beint til rík-
isstjórnarinnar að neysluvatn verði í
fyrsta lagi skilgreint sem auðlind í
lögum, að málefni þess verði í öðru
lagi vistuð á einum stað í stjórnsýsl-
unni og í þriðja lagi að stuðlað verði að
útflutningi á fersku neysluvatni í sam-
starfi við vatnsútflutningsfyrirtæki
og sveitarfélög.
Í greinargerð tillögunnar segir að
sú merka auðlind sem felist í fersku
lindarvatni sé ekki öllum ljós. „Þó er
vitað að við Íslendingar eigum yfir að
ráða mun meira vatni en við þurfum
sjálf á að halda þótt vatnsskorts geti
gætt á einstaka stað á landinu. Samt
er það svo að auðlindin er munaðar-
laus og hvergi vistuð í stjórnsýslunni
þar sem engin ein stofnun fer með
markvissa ráðgjöf eða heldur utan
um málefni hennar.“
Síðan segir: „Mikilvægt er að um-
gangast þessa auðlind þannig að kom-
andi kynslóðir eigi aðgang að fersku
neysluvatni í framtíðinni því þrátt fyr-
ir gnægð þess núna er ferskt vatn á
Íslandi ekki ótakmörkuð auðlind.“
Neysluvatn
verði skil-
greint sem
auðlind
í lögum
♦ ♦ ♦