Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ gengilegar bæði fyrir starfsmenn og neytendur. Allt frá bjór og vodka til borðvína Skúli segir vínin sem ÁTVR hefur á boðstólum skiptast í tvo hluta. „Það eru annars vegar vörutegundir sem eru í kjarna- og reynslusölu, en það er það kallað sem er í dreifingu í mörgum búð- um. Þessi vín smökkum við öll, bæði þau sem koma inn ný og eins fylgjumst við með nýjum árgöngum. Þetta eru allar teg- undir víns: bjór, vodka, líkjörar, borðvín og hvað þetta heitir nú allt saman. Ef langt er um liðið frá því að við smökkuðum ár- gangslaust vín tökum við það aft- ur, að minnsta kosti á svona tveggja til þriggja ára fresti. Svo erum við líka með sérlista, sem er bara boðið upp á í tveimur búðum og sérlistavínin smökkum við ekki, að minnsta kosti ekki kerf- isbundið.“ Skúli segist ekki hafa tölu á því hversu margar víntegundir hann smakki að meðaltali í hverjum mánuði en segir þær skipta tug- um. „Þetta er nokkurn veginn á hverjum degi, einu sinni til tvisv- ar á dag, allt frá hálftíma og upp í tvo til þrjá tíma.“ Fer í gegnum slímhimnuna Það læðist að blaðamanni grun- ur um að þeir sem starfi við vín- smökkunina hljóti að rangla um hálfdrukknir í vinnu sinni alla SKÚLI Þór Magnússon matvæla- fræðingur gegnir harla óvenju- legu starfi. Á hverjum degi þarf hann að bragða áfengi og getur þetta athæfi staðið frá hálftíma og upp í tvo, þrjá tíma í senn. Nú gætu einhverjir haldið að þarna væri persónulegt vandamál Skúla á ferð en því fer fjarri. Þessi iðja hans stafar af því að hann er einn af sex vínsmökkurum hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Reyndar er Skúli deildarstjóri yfir vörudeild ÁTVR á Stuðlahálsi en þar fer fram skráning á þeirri vöru sem fyrirtækið hefur á boð- stólum, auk þess sem hún er skoð- uð í bak og fyrir. Þetta felur með- al annars í sér að athugað er hvort umbúðirnar séu samkvæmt reglum. Og svo er það smökkunin. „Með henni er annars vegar verið að athuga hvort varan sé í lagi, hvort við finnum með smakk- inu eitthvað sem er varhugavert og eins eiga tegundir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þannig eiga vín frá ákveðnum stað eða af ákveð- inni þrúgu að hafa ákveðin ein- kenni. Hins vegar erum við að gera lýsingar á vínunum,“ segir Skúli. Með lýsingum á Skúli við skrán- ingu á því sem er einkennandi fyrir vínin, auk þess sem reynt er að meta hvernig þau passa með mat. Þessar upplýsingar fara síðan í verðskrá ÁTVR og eru þannig að- daga en Skúli þvertekur fyrir það. „Menn verða aldrei fullir í vinnunni,“ segir hann og bendir á að þeir sem starfi við þetta drekki ekki vínin. „Eftir klukkutíma veit maður svosem hvað maður er bú- inn að vera að gera þótt maður spýti þessu öllu út úr sér. Það er kannski ástæðan fyrir því að við erum að jafnaði ekki mikið lengur í einu en svona klukkutíma. Þetta fer í gegn um slímhimnur í munn- inum þannig að vissulega finnur maður einhver áhrif. En maður þykist vera kominn upp á lag með að láta það ekki trufla sig enda höfum við þetta af þeirri stærð- argráðu að það verði aldrei of mikið.“ Það er þó eitt vandamál sem kemur gjarnan upp hjá þeim sem starfa við það að smakka vín. „Þetta fer ekki vel með tennurnar og það kemur kannski fram þegar maður er búinn að vera lengi í þessu. Reyndar er þetta svolítið einstaklingsbundið og ég held að þetta sé ekki algengt vandamál hér á Íslandi.“ Hann segir enda fáa sem starfa við þetta hér heima en hins vegar séu margir sem vinni við vínsmökkun erlend- is. Skúli segir taka svolítinn tíma að læra inn á víninn og segir mik- inn kost í þessu starfi að hafa áhuga og þykja gaman að vín- smökkuninni. En er hann ekki löngu hættur að hafa gaman að því að drekka vín, t.d. með mat? „Auðvitað er það gaman,“ segir Skúli ákveðinn. „Maður einfald- lega mótar sinn smekk betur og verður vonandi kröfuharðari fyrir sjálfan sig. Þannig að þetta svipt- ir mann ekkert ánægjunni af því.“ „Aldrei fullir í vinnunni“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Skúli kannar meðal annars hvort bragðið af víninu sé í samræmi við þau skilyrði sem það á að uppfylla. Eins skráir hann hvað einkennir það. Árbær TILLAGA Álftaneshreyfingarinnar um nýja gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld fékkst ekki færð til bókar á fundi hreppsnefndar Bessastaðahrepps í vikunni en oddviti hreyfingarinnar segir meiri- hlutann reyna að koma í veg fyrir að almenningur í hreppnum frétti af málflutningi minnihlutans. Sveitarstjóri vísar þessari gagnrýni á bug og segir farið að sveitarstjórnarlögum við bókanir á fund- um nefndarinnar. Í Morgunblaðinu í síðustu viku var greint frá gagnrýni Álftaneshreyfingarinnar varðandi tillögu meirihlutans um gatnagerðargjöld í hreppnum. Segir Sigurður Magnússon, oddviti minnihlutans, að tillagan geri ráð fyrir svo háum gjöldum að það fæli ungt fólk frá því að setjast þar að. Á síðasta fundi hreppsnefndar lagði Álftanes- hreyfingin svo fram tillögu með greinargerð um nýja gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld en hún gerir ráð fyrir að gatnagerðargjöld verði frá rúmlega fjögur þúsund krónum á hvern fermetra í fjölbýlis- húsi og upp í tæpar 11 þúsund krónur fyrir hvern fermetra í einbýlishúsi. Að sögn Sigurðar óskaði hann eftir því að til- lagan og greinargerðin yrði bókuð í fundargerð en því var hafnað. „Þeir sögðu að hún væri allt of löng til að færast til bókar. Ég vildi þá gera þá mála- miðlun að önnur grein tillögunnar, sem er stuttur kafli og fjallar eingöngu um gjaldtökuna sjálfa, yrði færð til bókar en því var líka hafnað. Það eina sem var bókað var að við hefðum lagt fram tillögu um gjaldskrá gatnagerðargjalda. Þeir vilja sem sagt ekki að fólkið frétti af því sem við erum að leggja til,“ segir hann. Hann segir þessa rimmu varðandi bókanirnar hafa staðið yfir í svolítinn tíma því áður hafi fulltrú- um minnihlutans verið meinað um að bóka það sem þeir óskuðu eftir. Hann hafi lagt til á fundinum að bókanir yrðu hafðar stuttar og greinargerðir yrðu síðan birtar á heimasíðu hreppsins. „Ég sagði að ég myndi láta kanna rétt minn í þessu efni en ég vil helst leysa þetta í sátt.“ Tillögu Álftaneshreyfingarinnar um gatnagerð- argjöld var síðan vísað til afgreiðslu hreppsráðs þar sem umræðan mun halda áfram. Ekki gert ráð fyrir í lögum að greinargerðir séu bókaðar Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri, vísar gagnrýni Sigurðar varðandi bókanirnar á bug. „Sveitarstjórnarlög kveða alveg skýrt á um það hvernig skuli bókað. Menn hafa rétt til að bóka af- stöðu sína til einstakra mála og það hefur alls ekk- ert verið komið í veg fyrir það á nokkurn hátt. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því í lögunum að menn geti fengið bókaðar inn heilu greinargerðirnar enda hefur þeim verið hafnað sem er í anda lag- anna.“ Gunnar bendir á að lögin segi til um að menn geti gert stuttlega grein fyrir afstöðu sinni í bók- unum. „Svo er spurning um hvað þetta „stuttlega“ þýðir. Þar verða menn að gæta hófs og finna með- alveginn og það er bara það sem nýir menn í sveit- arstjórn eru að fóta sig á ennþá.“ Hvað varðar gagnrýnina um gatnagerðargjöldin segir Gunnar málið enn í skoðun. „Gatnagerðar- gjöld í nágrannasveitarfélögunum eru alla vega og ég vitna bara til þess sem gerðist þegar Reykjavík- urborg bauð út byggingarrétt í Grafarholtinu og lóðir fóru þar á háu verði. Sveitarfélög hafa mis- munandi grundvöll fyrir sínu gatnagerðargjaldi og það er alls ekki svo að gatnagerðargjald hjá okkur sé almennt eitthvað hærra en hjá öðrum sveitar- félögum.“ Hann segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um málið enn sem komið er. „Það hafa verið lagðar fram tillögur en enn hefur ekki verið lögð fram nein lokatillaga. Við erum ósköp rólegir að vinna að þessu máli og ætlum okkur að leiða það til lykta.“ Oddviti Álftaneshreyfingarinnar ósáttur við stjórn á nefndarfundum Segir sér meinað að bóka að vild Bessastaðahreppur Sveitarstjóri vísar gagnrýni á bug FJÖLGA á umferðarmyndavélum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þannig að þær ljósmyndi brot við akstur gegn rauðu ljósi úr öllum áttum á gatna- mótunum. Var einungis myndað úr tveimur áttum á gatnamótunum áð- ur. Vegna þessa hefur verið hafist handa við framkvæmdir við gatna- mótin þar sem koma þarf fyrir fleiri köplum sem myndavélaskynj- ararnir verða síðan tengdir við. Er búist við að þeim framkvæmdum verði lokið í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá embætti gatnamálastjóra stendur einnig til að koma fyrir slíkum myndavélum á gatnamótum Miklu- brautar og Grensásvegar en hingað til hafa engar slíkar verið þar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að koma fyrir fleiri umferðarmynda- vélum að svo stöddu. Fleiri myndavélar á gatnamót Merkingar eru við þau gatnamót þar sem löggæslumyndavélar eru notaðar en nú verður þeim fjölgað á tvennum gatnamótum við Miklubraut. Miklabraut Morgunblaðið/Júlíus TVÖ hús sem stóðu við Sölvhóls- götu 10 og 14 í Reykjavík hafa verið flutt að Einarsnesi í Skerjafirði. Lóðin sem húsin stóðu á er í eigu Alþingis en ekki er búið að ákveða hvað gert verður við reitinn. Hjá skipulagssviði borgarinnar fengust þær upplýsingar að reitur- inn væri í eigu Alþingis sem vildi losna við húsin og því hefðu þau ver- ið seld til flutnings. Ekki hefði þó verið tekin ákvörðun um uppbygg- ingu á reitnum í nánustu framtíð. Bæði húsin eru einlyft og úr timbri og er annað þeirra frá árinu 1905 en hitt frá 1931. Samkvæmt upplýsingum frá embætti bygginga- fulltrúa stendur til að búa í hús- unum og hefur verið sótt um að byggja við annað húsið á nýja staðn- um. Í úttekt Árbæjarsafns á húsunum er ekki gerð tillaga um sérstaka varðveislu húsanna en á það bent að þau myndu sóma sér vel yrðu þau flutt í viðeigandi umhverfi. Morgunblaðið/Kristinn Húsið sem eitt sinn stóð á Sölvhóls- götu 10 en hefur nú fengið nýjan stað við Einarsnes í Reykjavík. Gömul hús við Sölvhóls- götu flutt Miðborg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.