Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 20
SUÐURNES
20 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TILBOÐSDAGAR
Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sími 533 2020 Fax 533 2022
www.vatnsvirkinn.is
FERBOX
HORN OG HURÐAR
EINNARHANDATÆKI
KLUDI - FELIU - HUBER
WC
INDUSA OG IFÖ
HANDLAUGAR
INDUSA OG IFÖ
HITASTILLITÆKI
HUBER - KLUDI - MORA
Sturtuhorn frá kr. 17.614
Sturtuhurðar frá kr. 13.334
Baðkarshurðar frá kr. 6,934
Handlaugatæki kr. 4.975
Eldhústæki frá kr. 6.046
Indusa með setu kr. 14.713
Ifö með setu kr. 23.601
Sturtutæki frá kr. 9.206
Baðtæki frá kr. 10.510
Á vegg frá kr. 2.221
Í borð frá kr. 7.048
„ÉG sem formaður nemendaráðs
þarf að læra að stjórna hópnum,
vita hvernig á að gera hlutina,“
sagði Lilja Karen Steinþórsdóttir
úr Keflavík, þátttakandi á ung-
mennanámskeiði sem Samtök fé-
lagsmiðstöðva á Suðurnesjum hélt
í félagsheimilinu Glaðheimum í
Vogum í gær.
Námskeiðið er ætlað fyrir full-
trúa í nemendaráðum grunnskól-
anna og unglingaráðum fé-
lagsmiðstöðvanna á Suðurnesjum.
Tilgangurinn er að aðstoða ung-
lingana við að takast á við verk-
efni sín í vetur. Alls sóttu hátt í
80 manns námskeiðið í gær, nem-
endur og leiðbeinendur af öllum
Suðurnesjum. Hóparnir kynna
starfið í sínu félagi, fyrirlesarar
fjalla um ýmsa þætti starfs nem-
endaráðanna og þátttakendur
bera saman bækur sínar.
Lilja Karen er 15 ára, formaður
nemendaráðs Heiðarskóla og for-
maður unglingaráðs félagsmið-
stöðvarinnar Fjörheima í Reykja-
nesbæ. Hún segist hafa boðið sig
fram til formennsku í nem-
endaráðinu og náð kosningu. Því
embætti fylgi seta í unglingaráði
Fjörheima og þar hafi hún síðan
verið kosin formaður. Það er því
mikið að gera hjá Lilju í vetur.
Hún segist hafa mikinn áhuga á
félagsmálum, og bætir við að hún
sé kannski að feta í fótspor föður
síns í því efni. Þess má geta að
Lilja er dóttir Steinþórs Jóns-
sonar hótelstjóra sem hefur beitt
sér fyrir ýmsum framfaramálum
á Suðurnesjum.
Lilja Karen segir að auk fé-
lagsstarfsins hafi hún áhuga á að
auka vellíðan krakkanna í skól-
anum, auka samstarf og gera
góðan bæ betri. Hún segir að
fulltrúar í nemendaráðinu séu
opnir fyrir hugmyndum krakk-
anna í skólanum og reyni að
framkvæma það sem þau hafi
áhuga á.
Óskar Pétursson er 13 ára,
gjaldkeri nemendaráðs Grunn-
skóla Grindavíkur sem gegnir
jafnframt hlutverki unglingaráðs
félagsmiðstöðvarinnar Þrumunn-
ar. „Ég bauð mig fram, langaði
að prófa hvernig væri að starfa í
nemendaráðinu. Það er mjög
gaman,“ segir Óskar. Hann segir
að embættinu fylgi töluvert starf.
Nefnir að þau hafi verið að mála
uppi í Þrumu og svo þurfi að gefa
út fréttabréf og fleira.
Óskar segir að hópurinn úr
Grindavík sé kominn á nám-
skeiðið til að kynna starf sitt og
til að læra hvernig eigi að starfa
á fundum og skipuleggja uppá-
komur. Hann segir að gaman sé
að vera á námskeiði af þessu tagi.
Þátttakendur fylgjast með kynningu á ungmennanámskeiði SamSuð í Vogum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Lilja Karen Steinþórsdóttir og Óskar Pétursson úti í sólinni.
Þarf að læra að
stjórna hópnum
Vogar
LITBOLTAFÉLAG Suðurnesja
hefur fengið leyfi bæjarráðs
Reykjanesbæjar til að nota land á
Njarðvíkurheiði til að stunda
íþrótt sína. Vonast forráðamenn
félagsins til að önnur nauðsynleg
leyfi fáist í vetur þannig að unnt
verði að hefja starfsemi þar í vor.
Litbolti (e. paintball) snýst um
að þátttakendur skjóta á mótherja
sína með merkibyssum sem hlaðn-
ar eru málningarkúlum. Iðkendum
íþróttarinnar hefur fjölgað mjög
hér á landi en þeir hafa haft að-
stöðu hjá fyrirtæki í Kópavogi.
Svæðið sem Litboltafélag Suð-
urnesja hefur fengið til umráða er
nálægt vegamótum Grindavík-
urvegar, fyrir ofan Seltjörn. Þar
eru rústir bandarísks hersjúkra-
húss. Félagið fær landið í kringum
rústirnar og segir Bjarni Ein-
arsson, einn af forystumönnum fé-
lagsins, að litboltavellir verði sett-
ir upp í móanum og hugsanlega
verði rústirnar einnig notaðar.
Hann telur að í framhaldinu verði
reynt að koma upp annarri að-
stöðu, svo sem salernum og við-
gerðaraðstöðu, en það bíði betri
tíma.
Rúmlega 200 félagar eru í Lit-
boltafélagi Suðurnesja, ekki ein-
ungis fólk af Suðurnesjum heldur
af höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Telur Bjarni að eigin aðstaða fé-
lagsins verði íþróttinni mjög til
framdráttar.
Morgunblaðið/Ómar
Áhlaup að hefjast í litboltakeppni. Slík aðstaða verður á Njarðvíkurheiði.
Litboltamenn fá aðstöðu
fyrir keppnisvelli
Njarðvíkurheiði
SAMKOMULAG hefur náðst milli
Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar,
Gerðahrepps og Vatnsleysustrand-
arhrepps um samstarf um meðferð
barnaverndarmála. Kosin verður
sameiginleg barnaverndarnefnd.
Vegna nýrra laga hafa sveitar-
félög með færri en 1.500 íbúa ekki
heimildir til að starfrækja eigin
barnaverndarnefndir. Sveitarfélögin
þrjú á Suðurnesjum sem ekki ná til-
skyldum lágmarksfjölda íbúa, Sand-
gerðisbær, Gerðahreppur og Vatns-
leysustrandarhreppur, óskuðu eftir
samvinnu við bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar um málið.
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir
að kosin verði sameiginleg sjö
manna barnaverndarnefnd. Reykja-
nesbær skipi fimm fulltrúa og jafn-
marga til vara, Sandgerði einn og
annan varamann, Gerðahreppur
einn aðalfulltrúa og Vatnsleysu-
strandarhreppur varafulltrúa hans.
Frá því er gengið að fulltrúi Vatns-
leysustrandarhrepps taki sæti í
nefndinni þegar málefni er snerta
það byggðarlag eru á dagskrá funda
nefndarinnar. Ef mál sem varða öll
sveitarfélögin eru á dagskrá víkur
einn fulltrúi Reykjanesbæjar.
Hvert sveitarfélag ber kostnað af
sínum nefndarmanni. Þá greiða
sveitarfélögin kostnað við mál er þau
varða, samkvæmt reikningi fjöl-
skyldu- og félagsþjónustu Reykja-
nesbæjar.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, telur að með þessu
samkomulagi sé fundin farsæl lausn
á viðkvæmu máli. Hann segir að búið
sé að senda samningsdrögin til stað-
festingar félagsmálaráðuneytis en
bæjarráð Reykjanesbæjar sam-
þykkti þau fyrir sitt leyti, með fyr-
irvara um samþykki ráðuneytisins.
Kosin sameiginleg barna-
verndarnefnd fjögurra bæja
Suðurnes
Skífuþeytarinn Tommi White mun
skemmta gestum Bláa lónsins frá kl.
14 til 16 í dag, laugardag.
Tónlistaratriðið verður utandyra og
geta baðgestir því notið tónlistar-
innar meðan þeir slaka á í hlýju lón-
inu. Atriðið er hluti af Airwaves-
tónlistarhátíðinni.
Strengjamóti því sem nú stendur
yfir í Reykjanesbæ lýkur með mót-
stónleikum í Íþróttahúsinu við
Sunnubraut í Keflavík, kl. 14 á
sunnudag. Mótið sem haldið er á
vegum Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar og foreldra nemenda sem
læra á strengjahljóðfæri hófst í gær.
Það sækja um 160 nemendur frá 9
tónlistarskólum.
Í DAG
ÓHAPPIÐ sem varð við Kúagerði
síðastliðinn miðvikudag þegar fær-
anlegt sjúkrahús Björgunarsveitar-
innar Suðurnesja fór út af Reykja-
nesbrautinni verður tekið til
gagngerrar skoðunar hjá björgunar-
sveitinni með það í huga að reyna að
koma í veg fyrir að slíkt geti gerst
aftur.
Fram kemur í tilkynningu upplýs-
ingafulltrúa Slysavarnafélagsins
Landsbjargar að kerran hafi verið
innan við ársgömul og með öllum
þeim öryggisbúnaði sem krafist er,
meðal annars með bremsur á hjólum
og öryggisvír í bíl. Bremsurnar hafi
virkað en vírinn slitnað með þeim af-
leiðingum að kerran fór strax yfir á
öfugan vegarhelming og út af veg-
inum.
Í kerrunni var færanlegt sjúkra-
hús, það eina sinnar tegundar hér á
landi. Kerran er talin ónýt en tækin
að mestu óskemmd.
Tækin að mestu óskemmd
Reykjanesbraut
KENNSLA er að hefjast á nýjan
leik í endurhæfingarsambýli Byrg-
isins í Rockville í samvinnu við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja í Keflavík.
Skólastarfið hófst í Rockville í jan-
úar með kennslu í einum áfanga á
vorönn, lífsleikni 103. Um var að
ræða nokkurs konar tilraunaverk-
efni sem átta nemendur tóku þátt í,
og þrír þeirra útskrifuðust svo í maí
s.l.
Á haustönn 2002 eru 18 nemendur
í endurhæfingarmeðferð skráðir í
námið og verða kenndir 3-4 áfangar,
íslenska, enska, stærðfræði og sam-
félagsfræði. Skólinn er mikilvægur
hluti af endurhæfingu skjólstæðing-
anna, segir í fréttatilkynningu frá
Byrginu, en flestir þeirra eru án
framhaldsmenntunar og um 20%
hafa ekki lokið grunnskólaprófi.
Samkvæmt upplýsingum Byrgis-
ins hefur fíkniefnaneysla ungmenna
aukist mjög mikið á þessu ári. For-
ráðamenn sambýlisins telja nauð-
synlegt að grípa inn í þetta ferli með
því að veita unga fólkinu uppbyggi-
legt og áhugavert meðferðarúrræði
og að námið sé áhrifaríkur þáttur í
því að þroska einstaklinginn fé-
lagslega, þjálfa samskipti og tján-
ingu og byggja upp sjálfsvirðingu.
70 einstaklingar dvelja nú í með-
ferðarheimili Byrgisins í Rockville.
Mikil eftirspurn er eftir meðferð og
er stefnt að því að meðferðarpláss
verði allt að 100 – 120 talsins um
næstu áramót, að því er fram kemur.
Átján skráð-
ir í nám í
Byrginu
Rockville