Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Krásarmenn á Selfossi, frá vinstri, Anton Hartmannsson, Sigurfinnur
Garðarsson, Guðmundur Geirmundsson og Björn Ingi Björnsson.
„VIÐ höfum haldið okkar striki, fé-
lagarnir, erum ekki á höfuðborg-
armarkaðnum með okkar vörur og
stöndum ekki í verðstríði í versl-
unum,“ sagði Björn Ingi Björnsson
hjá Krás ehf. sem er kjötvinnsla á
Selfossi þar sem starfa fimm kjöt-
iðnaðarmenn. Krás er eina al-
menna kjötvinnslan á Selfossi með
almenna vinnslu en utan Ölfusár er
Sláturfélag Suðurlands með slátur-
hús og vinnslu, niðurskurð og úr-
beiningu og pökkun á kjöti. Segja
má að Krás hafi haldið velli á mikl-
um umbrotatímum síðustu ára í
kjötvinnslumálum á Selfossi.
„Það má segja að það sé fjöl-
breytnin sem heldur okkur gang-
andi, það er eins og þeir smæstu og
stærstu haldi velli,“ segir Björn og
vitnar til þess að kjötvinnsla Hafn-
ar og kjötvinnsla KÁ hafi verið
lagðar niður á síðustu árum en
starfsmenn Krásar störfuðu allir í
kjötvinnslu Hafnar á sínum tíma.
Núna standi þeir eftir ásamt SS.
Að vonum sjá þeir félagar eftir
hinni miklu gósku sem var í kjöt-
vinnslu á Selfossi og þeirri vinnu
sem það veitti í samfélagið þegar
allar vinnslustöðvarnar voru í full-
um gangi og tvö sláturhús á svæð-
inu.
„Við seljum í verslanir á Selfossi,
nema Bónus, og líka mötuneyti og
veitingahús á Suðurlandi. Svo
vinnum við töluvert fyrir einstak-
linga og tökum gjarnan svína-
skrokka og hlutum þá niður að ósk
fólks þannig að kjötið er tilbúið í
kistuna og þaðan beint í elda-
mennskuna. Þetta kann fólk að
meta. Svo reykjum við lambakjöt
og líka fisk.
Þetta er alveg passleg eining hjá
okkur þar sem við skiptum verkum
á milli okkar, það hefur verið stöð-
ug vinna, svona með gusum á köfl-
um svo sem þegar Höfn hætti,“
segir Björn sem er í fyrirsvari fyrir
þá félaga. Þeir segja hann hafa tit-
ilinn sendiherra enda fái hann að
keyra út kjötið á sendibílnum.
Krás ehf. á Selfossi lifði af umbrotatíma í kjötvinnslumálum
Fjölbreytnin heldur
okkur gangandi
Selfoss
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
22 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Uppskeru-
hátíð
íþróttafólks
Ungmennafélag Stokkseyrar hélt
nýlega uppskeruhátíð þar sem
saman voru komnir yngri flokkar
félagsins í knattspyrnu og þátttak-
endur í Strandahlaupinu. Í því eru
hlaupnir 800 metrar fjórum sinn-
um og þarf að hlaupa minnst þrisv-
ar sinnum til að hljóta viðurkenn-
ingu. Einnig eru veitt verðlaun
fyrir besta tíma karla og kvenna.
Fram kom að félagið var með 2
flokka í knattspyrnu í sumar, 5. og
6. flokk. Tók hvor flokkur fyrir sig
þátt í Borgarnesmótinu. Lenti 6.
flokkur í 2. sæti á báðum mótum og
5. flokkur náði viðunandi árangri.
Veitt voru verðlaun fyrir mestu
framfarir í sumar, prúðmennsku og
efnilegustu leikmenninrnir voru
valdir.
Að verðlaunaafhendingu lokinni
bauð félagið öllum upp á pitsur og
gos. Einnig voru þeim, sem voru
duglegir að mæta á fótboltaæfing-
ar í sumar, gefnir fótboltar. Nú fer
vetrarstarfið af stað með æfingum
í knattspyrnu, leikjanámskeiði fyr-
ir yngstu börnin, ásamt mörgu
fleiru.
Stokkseyri
„ÉG hef séð fátæktina og það pirrar
mig að sjá fólk fá þessi lágu laun af
því að ég veit hvernig er að lifa af
þeim, en meðal þessa fólks er mikil
rausn. Ég veit um ellilífeyrisþega
sem fær 70 þúsund á mánuði og
hann réttir öðrum 5 þúsund krónur
af því sá er aðeins með 50 þúsund á
mánuði. Þetta horfir maður á,“ seg-
ir Jósep Helgason á Selfossi, sem
um árabil hefur verið málsvari
þeirra sem hafa lægstu launin í
þjóðfélaginu og þeirra sem eiga við
áfengisvandamál að stríða.
Jósep er þekktur í samfélaginu á
Selfossi en á hverjum degi nýtir
hann reiðhjólið sitt til líkamsræktar
og hjólar umhverfis bæinn tvisvar á
dag. Á þeirri leið hittir hann marga
og tekur gjarnan spjall við sam-
ferðamenn sína í samfélaginu og
liggur ekki á skoðunum sínum,
enda margfróður um aðstæður
þeirra sem minna mega sín. „Það er
dýrmætt að finna góðleikann þegar
manni er heilsað og svo eru svo
margir tilbúnir að staldra við og
spjalla,“ segir Jósep og minnir á
nauðsyn nálægðar í samfélaginu.
„Ég er núna fyrst og fremst að
hugsa um heilsuna, að hafa hana
góða. Maður verður að læra að við-
urkenna að maður er ekki 100% og
svo að nota það sem maður hefur til
að láta sér líða vel. Geti maður það
ekki er hætt við að falla í þunglyndi
og erfiðleika á sálinni. Þú ferð
nefnilega ekki út í búð til að kaupa
þér hamingju, hana verður maður
að skapa sjálfur og sætta sig við líf-
ið. En það gerir það enginn einn. Ég
hef verið giftur í 50 ár, konu minni
Þuríði Blöku, og það er stórkostlegt
sem makinn gerir fyrir mann. Mað-
ur gerir hlutina nefnilega aldrei
einn, maður þarf alltaf að leita til
annarra,“ segir Jósep.
Á skrifborði Jóseps liggja alltaf
fjórar bækur, sú elsta er frá 1942. Í
þessar bækur hefur hann skráð alla
þá peninga sem hann hefur aflað.
Segja má að þetta séu hans sögu-
bækur. Á fyrstu blaðsíðunni er skrá
yfir laun hans þegar hann var 18
ára á Þingeyri, alls kr. 3.398. Hann
skráir einnig allan kostnað heimilis-
ins, rafmagn, hita og símakostnað.
„Ég er að þessu af því að mér finnst
þetta svo gaman. Þetta er eins kon-
ar safn sem mér finnst gaman að
glugga í og þá rifjast upp þessir
tímar sem ég dett inn á í bókunum.
Svo á ég líka öll skattframtölin mín
sem ég kíki í af og til og rifja upp
tímana.
Þegar ég hætti drykkjuskap átti
ég erfitt með svefn á nóttunni. Þá
fór ég í ferðalög í huganum um
staði sem ég þekki, inn á hvert
heimili á Þingeyri eins og þau voru
1942. Þetta hjálpaði mér með svefn
og gerir enn en núna er bara verst
að ég kemst svo fjandi stutt, er bara
sofnaður strax. Svo gerði ég það að
gamni mínu að lesa þetta hugarflug
inn á segulband og spila fyrir systk-
ini mín og þeim fannst stórkostlegt
að hlusta á þetta,“ segir Jósep.
Hann var einn af stofnendum
SÁÁ og hefur mikið komið að þeim
málum og lagt mörgum manninum
lið í þeirri baráttu. „Ég þekki þetta
af eigin raun og við sem erum þann-
ig viljum og getum hjálpað fólki. Ég
fæ svo mikið þakklæti þegar ég
heyri að einhver er að taka á sínum
málum því þá veit ég að Guð almátt-
ugur hefur ýtt við honum. Trúin er
alls staðar og hún verður að vera til
staðar á hverju sem gengur. Menn
verða að hafa trú á því sem þeir
gera. Menn eignast ekki trúna nema
með bæninni og því að læra að nota
hana. Honum, sem leysir úr bæn-
inni, er sama hvar þú ert staddur,
hann gerir ekki greinarmun á því.
Ef þig langar til að eignast líf án
kvaða þarftu að nota það að tala við
þann sem þú trúir á. Það trúa ekki
allir á það sama en ég vil að við get-
um lifað saman burtséð frá því hvað
hver og einn trúir á, en ef ég veit að
þú trúir þá líður mér vel. Við eigum
að nota bænina alls staðar, til dæm-
is í umferðinni, og ég segi við fólk:
Farðu aldrei inn í bílinn án þess að
leggja verk þín í hendur almætt-
isins. Ég hef gert þetta og það gefst
vel,“ segir Jósep Helgason, verka-
maður og eldri borgari á Selfossi.
Menn verða að
hafa trú á því
sem þeir gera
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Selfoss
Jósep Helgason gluggar í „sögubækurnar“ við eldhúsborðið heima hjá sér.
Margt um
að vera
á skóla-
afmæli
BARNASKÓLINN á Eyrarbakka
og Stokkseyri (BES) verður 150
ára 25. október nk. Hann er elsti
starfandi grunnskólinn í landinu.
Af þessu tilefni hafa verið í und-
irbúningi ýmsir atburðir.
Hafin er ritun sögu Barnaskól-
ans á Eyrarbakka og Stokkseyri,
Árni Daníel Júlíusson sagnfræðing-
ur ritar söguna og er áætlað að hún
komi út vorið 2003. Árið 1952 kom
út 100 ára saga skólans sem skrifuð
var af Árelíusi Níelssyni. Skipulögð
hefur verið fyrirlestraröð um
fræðslu og menningu og verður
fyrsti fyrirlesturinn haldinn
fimmtudagskvöldið 24. október.
Opnuð verður sýning á gömlum
skólamunum og ljósmyndum í Óð-
inshúsi (Pakkhúsinu) á Eyrar-
bakka. Sýningin stendur frá 24.
október til 3. nóvember. Veitinga-
staðirnir Rauða húsið á Eyrar-
bakka og Við fjöruborðið á Stokks-
eyri munu verða með sýningar í
tilefni afmælisins og verða þær
opnar á sama tíma og veitingahús-
in.
Minningarskilti og
hátíðardagskrá á föstudag
Þemavika verður í skólunum
dagana 21.–25. október. Þar verða
ýmis verkefni unnin af nemendum
og starfsfólki skólanna og mun
hluti afrakstursins verða til sýnis í
tengslum við afmælishátíðina hinn
25. október. Auk þess hefur afmæl-
is skólans verið minnst á ýmsan
hátt í skólunum þetta skólaár.
Föstudaginn 25. október verða
afhjúpuð skilti með myndum og
sögu skólanna við skólahúsin á
Eyrarbakka og Stokkseyri, kl.12 á
Stokkseyri og kl. 16 á Eyrarbakka.
Kl. 16.20 verður farin skrúðganga
frá skólunum að samkomuhúsinu
Stað en þar verður hátíðardagskrá
frá kl.17 og kaffiveitingar í boði
Sveitarfélagsins Árborgar. Forseti
Íslands, biskup Íslands og mennta-
málaráðherra verða meðal gesta.
Allir íbúar Sveitarfélagsins Ár-
borgar, sérstaklega nemendur
skólanna fyrr og nú og fjölskyldur
þeirra eru velkomin, segir í frétta-
tilkynningu.
Eyrarbakki/Stokkseyri
Mótmæla lok-
un pósthúss
BÁRAN, stéttarfélag á Selfossi, hef-
ur sent frá sér eftirfarandi áskorun:
„Stjórnarfundur haldinn í Bár-
unni, stéttarfélagi, 15. október 2002,
skorar hér með á Íslandspóst hf. að
draga til baka ákvörðun um að
leggja niður afgreiðslustaði sína á
Eyrarbakka og Stokkseyri, um
næstkomandi áramót. Enda finnst
stjórn Bárunnar nóg komið af þeirri
niðurlægingu sem íbúum strandar-
innar hefur verið sýnd á undanförn-
um mánuðum eins og að leggja niður
bæði verslunar- og bankaþjónustu
þar.“
Árborg
GUNNAR Gränz alþýðulistamaður
á Selfossi heldur um þessar mundir
sýningu á nokkrum mynda sinna í
Galleríi Garði að Austurvegi 4 á Sel-
fossi. Um er að ræða vatns-
litamyndir og myndir unnar með
öðrum aðferðum.
Myndefnið sækir Gunnar meðal
annars í landslagið í Árnessýslu.
Gunnar hefur haldið fjölda einka-
sýninga og tekið þátt í mörgum
samsýningum á undanförnum árum.
Sýning Gunnars sem er sölusýning
er opin á afgreiðslutíma verslana í
Miðgarði, húsinu að Austurvegi 4.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nokkrar myndir á sýningunni.
Alþýðulista-
maður með
sýningu
Selfoss
♦ ♦ ♦
FOSSRAF ehf. á Selfossi afhenti
Ungmennafélagi Selfoss að gjöf
þjófavarnarkerfi til að setja upp í
Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, en
brotist var inn í félagsheimilið í lok
ágúst og þaðan stolið verðmætum og
skemmdir unnar fyrir um hálfa millj-
ón króna.
Tækin sem þjófarnir höfðu á brott
með sér voru stórt sjónvarpstæki
fyrir samkomusali, hljómflutnings-
tæki og myndbandstæki, allt gjafir
sem félagið fékk að gjöf þegar fé-
lagsheimilið var tekið í notkun. Inn-
brotið hefur ekki verið upplýst.
Fossraf hefur um árabil stutt
íþróttastarf félagsins og sagðist
Magnús Gíslason, framkvæmda-
stjóri Fossrafs, vonast til að gjöfin
kæmi sér vel, hún myndi örugglega
fæla innbrotsþjófa frá húsinu ásamt
því að það fé, sem annars hefði þurft
að nota til að kaupa þennan búnað,
nýttist til íþrótta- og félagsstarfsem-
innar á Selfossi.
Fengu þjófavarnarkerfi að gjöf
Selfoss