Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 26

Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÚ mynd sem dregin er upp af Sik- iley í kvikmyndunum um Guðföð- urinn bendir til að þar ríði mafíósar um héruð og geri upp fjöl- skyldudeilur í blóðugum orrustum. Sú mynd sem dregin er upp af Sikil- ey í nýrri auglýsingaherferð bendir til að eyjan sé Miðjarðarhafsparadís þar sem strendurnar eru engu lík- ar, grísk hof eru frá fimmtu öld og appelsínur vaxa á trjánum. Það er erfitt að átta sig á því hvar skilin eru á milli ímyndar og raun- veruleika á Sikiley, sem hefur gegnum söguna verið aðskilin frá „il continente“, eins og Sikileyingar kalla meginland Ítalíu, bæði í hug- um íbúanna og á landakortinu. En ítölsk yfirvöld ætla nú að fara að reyna að breyta því orði sem fer af eynni sem kjörlendi mafíunnar með því að leggja áherslu á að Sikiley sé góður staður fyrir bæði ferðamenn og kaupsýslumenn. Í þessu augnamiði hafa stjórn- völd hafið auglýsingaherferð og veitt leyfi fyrir því að hrint verði í framkvæmd þeirri gömlu hugmynd að byggja brú á milli Sikileyjar og meginlandsins. Segja stjórnvöld að ferðamenn og viðskiptajöfrar muni streyma yfir brúna og til eyj- arinnar. En verður hægt að komast hjá því að mafían láti líka til sín taka? Ýmsir óttast að útboð og bygging brúarinnar muni spillast vegna áhrifa mafíósanna sem hafa löngum haft tögl og hagldir í öllum bygg- ingaframkvæmdum á eynni. „Ef maður setur fimm milljónir evra í svona framkvæmd mun Mafían hagnast gífurlega,“ sagði Gian- franco Pasquinio, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmaður og fulltrúi í opinberri nefnd sem barðist gegn áhrifum mafíunnar á níunda og tí- unda áratugnum. Lofa að engin spilling verði „Það er engin leið til að ítölsk stjórnvöld geti ráðið þarna nokkru um,“ sagði Pasquino í viðtali. „Þau geta fundið heiðvirðan verktaka, en mafían getur beitt hann fjárkúg- unum.“ Embættismenn hafa lofað því að fylgst verði með því að tilboð og byggingaframkvæmdir fari fram á heiðarlegan hátt. Pietro Ciucci, framkvæmdastjóri ríkisfyr- irtækisins Stretto di Messina, sem stjórnar verkefninu, sagði að fyllsta gegnsæis yrði gætt til að koma í veg fyrir spillingu. Mafían hefur að nokkru leyti misst tökin á Sikiley undanfarinn áratug, og hafa helstu forkólfar hennar verið settir á bak við lás og slá og yfirvöld hafa gert upptækar eignir að verðmæti um 43 millj- arðar króna, að sögn lögreglu. Að- gerðirnar gegn mafíunni hófust eft- ir að hún myrti tvo saksóknara sem barist höfðu gegn henni 1992. Morðin urðu til þess að almenn- ingur lét í ljós svo mikla reiði í garð mafíunnar að stjórnvöld sáu sitt óvænna og hófu aðgerðir. Nú, tíu árum síðar, er mafían ekki með öllu horfin og ýmislegt bendir til að forkólfar hennar séu tibúnir til að láta til skarar skríða á ný. Mafíósar sem sitja í fangelsum hófu mótmælaaðgerðir í júlí og kvörtuðu undan slæmum aðbúnaði í fangelsunum, þ. á m. einangr- unarklefum og ströngum takmörk- unum við heimsóknum og símtölum. Dagblaðið La Repubblica kvaðst í síðasta mánuði hafa heimildir fyrir því að mafían væri að undirbúa „nýja vertíð“ blóðsúthellinga til þess að tekið yrði eftir óánægju mafíósanna og myndi einnig beina spjótum sínum gegn stjórn- málamönnum sem ekki hefðu staðið við loforð sem þeir hefðu gefið mafíunni. Auglýsingaherferðin er skipu- lögð af auglýsingaskrifstofunni Saatchi & Saatchi og eru notaðar myndir af baðströndum, forn- leifauppgreftri og snævi þöktum tindi eldfjallsins Etnu, og á hverri mynd er falin lítil mynd af bikiní- klæddri konu. „Sikiley er svo falleg að við þurfum ekki að beita blekk- ingum til að laða þig að,“ segir í texta á myndunum. „Ný vertíð“ á Sikiley? Ráðist í auglýsingaherferð til að laða að ferðafólk og kaupsýslumenn Palermo. AP. AP Giuseppe Pisanu (t.h.), innanríkisráðherra Ítalíu, og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Stretto di Messina, Giuseppe Zamberletti, virða fyrir sér módel af fyrirhugaðri brú á milli Sikileyjar og meginlands Ítalíu. ’ Það er engin leiðtil að ítölsk stjórn- völd geti ráðið þarna nokkru um. ‘ DÓMSTÓLL í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum dæmdi á fimmtudag Ira Einhorn, fyrr- verandi flóttamann og hippaleið- toga, sekan um að hafa myrt unn- ustu sína, Holly Madd- ux, árið 1977. Lík- legt þykir að Einhorn verði dæmdur í lífstíð- arfangelsi þar eð yfirvöld í Pennsylvaníu samþykktu að úti- loka þann möguleika að hann yrði dæmdur til dauða að kröfu franskra yfirvalda sem fram- seldu hann í júlí 2001. Einhorn, sem er 62 ára, hélt fram sakleysi sínu og ætlar að áfrýja dómnum. Ríkisstjóri myrtur STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR í Rússlandi gagnrýndu í gær lögregluna í Moskvu fyrir slæma frammistöðu í baráttunni gegn glæpum eftir að ríkisstjóri Magadan, Valentín Tsvetkov, var myrtur á fjölfarinni götu í borginni. Tsvetkov var skotinn til bana þegar hann steig út úr bíl við opinbera byggingu þar sem hann var með skrifstofu. Talið er að morðið tengist deil- um um gullnámur í Magadan. Rússneskur þingmaður, Vladimír Golovlev, var ráðinn af dögum nálægt heimili sínu í Moskvu 21. ágúst og morðið kynti undir kröfum um róttæk- ar breytingar á lögreglunni. Dómsrann- sókn hætt ÞÝSKIR saksóknarar tilkynntu í gær að þeir hefðu hætt rann- sókn á ásökunum á hendur Leni Riefenstahl, sem var helsti kvik- myndagerð- armaður Adolfs Hitl- ers, um að hún hefði af- neitað hel- förinni. Rannsóknin var hafin vegna kvartana frá samtökum sígauna. Riefenstahl, sem er hundrað ára, notaði sígauna úr þýskum fangabúðum sem aukaleikara í kvikmynd sinni, Tiefland, árið 1940. Samtökin segja hana ljúga því að engir sígaunanna hafi verið myrtir í kjölfarið og hún hafi hitt þá flesta eftir að stríð- inu lauk. Hóta að lýsa yfir sjálfstæði MIKIL spenna var við landa- mæri Nígeríu að Kamerún í gær eftir að stjórnmálaleiðtogar Bakassi-skaga hótuðu að lýsa yfir sjálfstæði. Alþjóðadómstóll- inn í Haag úrskurðaði í vikunni sem leið að Bakassi tilheyrði Kamerún. Helstu höfðingjar Bakassi hótuðu hins vegar í gær að lýsa yfir sjálfstæði færi stjórn Nígeríu eftir úrskurðinum. Bak- assi er um 1.000 ferkm og auð- ugt að olíu og fiskimiðum. STUTT Einhorn fundinn sekur Ira Einhorn Leni Riefenstahl MEGAWATI Sukarnoputri, forseti Indónesíu, lýsti því í gær yfir að indónesísk lög væru engan veginn þannig úr garði gerð að hægt væri með góðu móti að sporna við hryðjuverkum. Sukarnoputri sat fund með stjórn sinni í gær en þar var samþykkt tilskipun sem gefur yfirvöldum auknar heimildir til að- gerða, m.a. að fella dauðadóm yfir þeim sem fundnir eru sekir um hryðjuverk og að festa menn, sem grunaðir eru um aðild að hryðju- verkum, í varðhald um ótiltekinn tíma án þess að dómsúrskurður liggi fyrir. Greint var frá því að Abu Bakar Bashir, múslimaklerkurinn sem hafði verið kallaður til yfirheyrslu vegna grunsemda um að hann tengdist hryðjuverkinu á Balí um síðustu helgi, hefði verið lagður inn á sjúkrahús. Þótti því ólíklegt að hann yrði yfirheyrður í dag, laug- ardag, eins og að hafði verið stefnt. Bashir er talinn vera leiðtogi samtakanna Jemaah Islamiyah, róttæks félagsskapar múslima sem talinn er hafa tengsl við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin. Hafa Banda- ríkjamenn, auk annarra, lengi nauðað í indónesískum stjórnvöld- um að handtaka Bashir. Raunar hafa stjórnvöld í Jakarta lengi legið undir ámæli fyrir að beita sér ekki nægilega gegn meintum hryðju- verkahópum, sem taldir eru starfa í Indónesíu. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, heimsótti í gær vettvang tilræðisins á Balí en 180 manns a.m.k. biðu bana í hryðjuverkinu. Sagði hann að Indónesar og Ástr- alar myndu í sameiningu reyna að hafa uppi á sökudólgunum. Indónesíu- stjórn bregst við tilræðinu á Balí Jakarta. AFP.                                    !      "#$         %  &6777 %  & .      & 8 # !  # !  #25     ! #        ! 9 2 ! %  & :   !  !   #   & .    '   ; <== /#  1   & .     4 !     3     %! 9 2 ! # 3  %    ' >  3   55 3    ()8  2 !  " !  *+,,-(%.,(/,- %  & <===  3  > #         3 55 . & ? @ ' " > ! - ! .! # .#   !   # .,%0,1*2-,3 '4()    %  & 6776 . & .  .  ?       677A # > 2 2   ' B  ?   '   ;   <===   & .    !  ! !  #    3  % % &    3#  5 # 4 ! C # !  2  <===' #      D=    # , 5%,//,'6%,780(9 %  & 677E . & ) .  ) .  .F '   ; G= A=   & .  35 !   2   #     4 !  !  % &  !  ! # #    66  5        #  5# ! %! H   "   #  IF - 0)B5  4 1:9+(           ,.,%2, (93;9+%2, '(.(44%+/*,1 %(9<,4=1+ 7>.,93 ?   E==   # %  B  " ? @ A " ? @ @ @ ? ? B ?? A C C B D+77D,9<51%7,1'%+(99,1   ! "# $% & &  '&( %  & <=== . & % 8F J '   &K== /#  1 - & )       ! 9 2 !   <=== <==<

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.