Morgunblaðið - 19.10.2002, Side 39

Morgunblaðið - 19.10.2002, Side 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 39 FYRIR nokkru voru listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi færðar að gjöf frá Berki og Þorsteini Jónsson- um teikningar sr. Jóns M. Guðjóns- sonar af torfbæjum sunnan Skarðs- heiðar. Af því tilefni verður opnuð sýning á myndunum í Listasetrinu kl. 15 í dag. Um er að ræða þrjátíu myndir, bæði í svart-hvítu formi líkt og frum- myndirnar og einnig nokkrar hand- litaðar teikningar sem Ásta Páls- dóttir myndlistarmaður vann. Teikningar þessar voru áður sýndar árið 1990 og þá í tilefni af út- gáfu teikningasafns sr. Jóns M. Guð- jónssonar, að útgáfunni stóðu Byggðasafn Akraness og nærsveita og Íslandsmyndir. Sr. Jón teiknaði nálega áttatíu torfbæi og eru frummyndir þeirra í Byggðasafninu í Görðum. Hann lést árið 1994 og er Listasetrið Kirkju- hvoll í eigu og rekið af minningar- sjóði um hann. Sýningin stendur til 3. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga kl. 15–18 Ein teikninga sr. Jóns M. Guðjóns- sonar af torfbæ. Sýning á teikningum af torfbæjum TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag kl. 15. Í Baksal sýnir Bjarni Sigurðsson keramiklágmyndir og nefnir hann sýninguna Kakklamyndir – hughrif úr ís- lenskri náttúru. Í Ljósafold sýnir Marisa Nav- arro Arason ljósmyndir og nefnir hún sýninguna „Quo Vadis?“ „Orðið „kakkli“ er bein þýðing á danska orð- inu „kakkel“, sem þýðir vegg- eða gólfflís úr brenndum leir og vísar til þeirrar árþúsunda gömlu hefðar mannskepnunnar að skreyta híbýli sín með litríkum steinflísum,“ segir Bjarni um titil sýningarinnar. „Árhundruðum fyrir okkar tímatal sköpuðu íbúar Mesópótamíu þannig t.d. fagurlega skreyttar veggmyndir úr gljábrennd- um leir. Kakklamyndir mínar má því líta á sem nútímaútfærslu á ævafornri hefð.“ Bjarni fæddist árið 1965, stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Forskólann við Aarhus Kunstakademi og leirlistarnám við Aar- hus Kunstakademi. Bjarni hefur starfað við list sína í Danmörku og tekið þátt í ýmsum sýn- ingum þar. Hann hélt fyrr á þessu ári sína fyrstu einkasýningu í Hafnarborg. Marisa Navarro Arason er fædd í Barcelona á Spáni 1954. Hún stundaði nám hjá Agrupació Fotografica de Catalunya 1981–82 og Institut d’Estudis Fotográfics de Catalunya 1982–85. Hér á landi hefur hún unnið við ýmis verkefni, m.a. með Leifi Þorsteinssyni og Guðmundi Ing- ólfssyni svo og hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Marisa hefur haldið fjölda sýninga bæði hér- lendis og á Spáni. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. Sýningunum lýkur 3. nóvember. Ævaforn hefð í nútíma- útfærslu Verk eftir Bjarna Sigurðsson í Galleríi Fold. 10 rósir 799 kr. Reykjavík • Akureyri • Reykjanesbæ•Selfossi www.blomaval.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 90 84 10 /2 00 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.