Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 40
ÚR VESTURHEIMI
40 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SNORRAVERKEFNIÐ í Nýja Ís-
landi, „Snorri West“, hófst í fyrra
með þátttöku tveggja stúlkna frá
Íslandi, en tilgangurinn með þessu
verkefni er að gefa íslenskum ung-
mennum tækifæri til að kynnast
menningu og sögu Kanadamanna
af íslenskum ættum. Íslensku þátt-
takendurnir búa í um sex vikur hjá
fjölskyldum í Manitoba og taka þátt
í daglegu lífi, en eigi þeir ættinga á
svæðinu gefst þeim tækifæri til að
hitta þá og treysta böndin.
Skemmtilegt
Verkefnið er á vegum nefndar í
Manitoba og er Eric Stefanson,
fyrrverandi fjármálaráðherra og
síðar heilbrigðismálaráðherra
Manitoba, formaður nefndarinnar,
en sérstakir tengiliðir eru Penny
Sigmundson í Gimli og Wanda And-
erson í Riverton (www.snorri-
west.ca). Sambærilegt verkefni hef-
ur verið í gangi á Íslandi
undanfarin fjögur ár á vegum Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga og Nor-
ræna félagsins, en síðan 1999 hafa
60 ungmenni frá Bandaríkjunum
og Kanada tekið þátt í því hér á
landi.
Íslensku þátttakendurnir í sum-
ar, Íris Björg Þorvaldsdóttir, Ást-
rós Una Jóhannesdóttir og Erla
Dögg Ólafsdóttir, kunnu mjög vel
við sig í Kanada og hældu verkefn-
inu í hástert. „Þetta hefur verið
mjög skemmtilegt, frábært,“ sagði
Íris Björg við Morgunblaðið. „Ég
hafði skapað mér ákveðna ímynd af
Norður-Ameríku eftir að hafa horft
mikið á bíómyndir og það var
furðulegt að upplifa nánast það
sama og ég hafði séð. Kanada var
bara eins og ég hafði séð í bíómynd-
unum.“
Ástrós Una tók í sama streng.
„Þetta var geðveikt gaman,“ sagði
hún og bætti við að hún hafi í raun
ekki gert sér grein fyrir hverju hún
hafi átt von á. „Þetta var ofsalega
skemmtilegt,“ sagði Erla Dögg.
„Ég hafði ekki gert mér neinar von-
ir áður en ég fór til Kanada en tím-
inn var frábær.“
Íris Björg bjó hjá Pat og Victor
Eyolfson í Árborg. Ástrós Una var
líka hjá þeim síðustu vikuna en
fram að því hjá Rosalind og Einari
Vigfusson í Árborg. Erla Dögg var
hins vegar í Gimli hjá Rut og Ro-
bert Arnason.
Íris Björg er 18 ára og er á 5. önn
við Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi, en hún býr á Kalastöðum,
skammt frá Akranesi. Hún segist
hafa verið að leita að upplýsingum
um nám við erlenda skóla og hafi
þá fundið bækling um Snorraverk-
efnið í Kanada. Hún hafi lesið hann
en í fyrstu hafi efnið ekki vakið sér-
lega mikinn áhuga hjá sér og hún
talið að þátttaka í verkefninu væri
óskaplega dýr. „En mamma og
pabbi tóku vel í þetta, vildu endi-
lega að ég færi, ég fór og sé ekki
eftir því.“
Skagastúlkan Ástrós Una er 17
ára og er á 3. önn við Fjölbrauta-
skóla Vesturlands. Hún segir að Ír-
is Björg hafi bent sér á þennan
möguleika og hann hafi fallið í góð-
an jarðveg heima. „Pabbi hefur
lengi átt pennavini í Kanada og
vildi að ég færi.“
Erla Dögg er tvítug Reykjavík-
urmær og varð stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti í vor.
Spurð hvers vegna hún hafi sótt um
að taka þátt í verkefninu segir hún
að sig hafi alltaf langað til Kanada
og hafi gripið tækifærið þegar það
hafi boðist. „Amma mín sá grein um
verkefnið í Morgunblaðinu, lét mig
vita um hana, ég aflaði mér nánari
upplýsinga á Netinu og ákvað að
skella mér í þetta.“
Ætla aftur
Verkefnið felst í fjölbreyttri dag-
skrá í sex vikur og segja stelpurnar
að hver dagur hafi nánast verið
sem ævintýri. „Ég hef alltaf haft
rosalega mikinn áhuga á Kanada
og það var gaman að sjá hvernig
landið, sem ég hafði lesið um og séð
í bíómyndum, er í raun og veru,
landslagið og fólkið,“ segir Íris
Björg og leggur áherslu á að sér-
staklega hafi verið gaman að fara í
tívólí og á sæþotu. Ástrós Una er á
sama máli og segir að skemmtilegt
hafi verið að fara á sæþotu og í út-
sýnisflug en það hafi líka verið
mjög gaman að kynnast nýju fólki
og nýjum siðum. Erla Dögg tekur
undir þetta og bætir við að sér hafi
komið mest á óvart hvað margir,
einkum á meðal þeirra eldri, tali ís-
lensku. „Það er ótrúlegt að heyra
svona margt fólk tala íslensku, jafn-
vel fólk sem hefur aldrei komið til
Íslands.“
Stelpurnar heilluðust svo af landi
og þjóð að þær hafa hug á að fara í
háskóla í Winnipeg. Íris Björg og
Ástrós Una eru ákveðnar í að
stefna að því strax eftir stúdents-
próf en Erla Dögg segist ætla að
hefja háskólanám á Íslandi að ári
og sjá svo til. Spurðar hvað hafi
haft þessi áhrif segja þær einum
rómi að umhverfið sé þess eðlis.
„Það er allt miklu afslappaðra í
Kanada en heima,“ segja Íris Björg
og Ástrós Una einum rómi. „Ég
hvet krakka eindregið til að kynna
sér þetta verkefni,“ segir Ástrós
Una og Íris Björg segist ætla að
gera sitt til að vekja nánari athygli
á því. „Ég ætla að hanna heimasíðu
um það á næstunni.“
Snorraverkefninu í Manitoba vel tekið af íslensku þátttakendunum
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Íslensku þátttakendurnir í Gimli með Eric Stefanson, formanni Snorraverkefnisins í Nýja Íslandi. Frá vinstri: Erla
Dögg Ólafsdóttir, Ástrós Una Jóhannesdóttir, Íris Björg Þorvaldsdóttir og Eric.
Kanada eins
og í bíó-
myndunum
Snorraverkefnið í Nýja Íslandi virðist
hafa fest sig í sessi, en það hefur nú verið
starfrækt í tvö ár í röð. Steinþór Guð-
bjartsson fann á íslensku þátttakend-
unum að verkefnið er tilvalin leið til að
efla samskiptin og treysta böndin.
steg@mbl.is
GERT er ráð fyrir að Íslenska
opna golfmótið, The Icelandic
Open, skili vikublaðinu Lögbergi-
Heimskringlu um 12.000 til 13.000
kanadískum dollurum í aðra hönd,
en styrktarmótið fór fram á Sandy
Hook-golfvellinum skammt fyrir
sunnan Gimli í Manitoba fyrir
skömmu og heppnaðist mjög vel.
Fyrir tveimur árum stóðu
Connie Magnusson-Shimnowski og
Don Johnson fyrir fjölskyldudegi í
golfi til styrktar Menningarmið-
stöðinni í Gimli, The Waterfront
Centre, og gaf keppnin af sér um
5.000 kanadíska dollara auk þess
sem þátttakendur skemmtu sér
konunglega, að sögn Dons John-
sons. Í kjölfarið ákváðu skipu-
leggjendur keppninnar, sem jafn-
framt voru í forsvari fyrir
fjáröflunarnefndina Sameinað ís-
lenskt átak, The United Icelandic
Appeal, ásamt stjórn Lögbergs-
Heimskringlu að koma á golfmóti
til styrktar blaðinu og fór fyrsta
Íslenska opna golfmótið fram á
Sandy Hook-golfvellinum í fyrra-
sumar, en stjórn og starfsmenn
blaðins unnu við keppnina með
skipuleggjendunum, Dan Johnson,
þáverandi formanni UIA, og
Marno Olafson, formanni móts-
stjórnar. Árið 2000 voru 12 fjög-
urra manna lið eða 48 keppendur
en í fyrra voru 36 fjögurra manna
lið eða 144 keppendur og þá söfn-
uðust um 8.000 dollarar. Nú tókst
enn betur til og er gert ráð fyrir
um 12.000 til 13.000 dollara hagn-
aði.
Keppnin í fyrra tókst mjög vel
og var ákveðið að halda sama fyr-
irkomulagi í ár, það er 36 fjögurra
manna liðum. Færri komust að en
vildu en Drew Stefanson var fyrst-
ur til að skrá sig og á verðlaunahá-
tíðinni að kvöldi keppnisdags fékk
hann boðskort í keppnina að ári
fyrir að hafa brugðist svo skjótt
við. Reyndar voru allir keppendur
leystir út með gjöfum og höfðu
margir á orði að sættu menn sig
ekki við annað en fá verðlaun í
keppni væri þetta rétti vettvang-
urinn.
Viðburðurinn er allur á léttu
nótunum og jafnvel eru ýmsar
óvenjulegar uppákomur á sumum
teigum. „Ég er mikill keppnismað-
ur og þar sem ég tel mig ekki vera
nógu góðan í golfi er ég ekki mjög
ötull við að keppa en þetta mót er
sérstakt, þetta er bara gleði og
gaman,“ segir Keith Sigmundson,
geðlæknir í Vancouver, og fleiri
taka í sama streng. Eric Sigur-
dson, forstjóri í St. Louis og einn
af helstu styrktarmönnum móts-
ins, segir að þátttaka í keppninni
sé jafnframt kærkomið tækifæri til
að hitta ættingja og vini, og Eric
Olafson, frumkvöðull í Salt Lake
City, er sammála frænda sínum.
Kris Stefanson, fylkisdómari í
Manitoba, er jákvæður sem fyrr
og segir að það sé alltaf gaman að
hitta þessa frændur sína sem og
annað gott fólk. „Aðalatriðið er að
skemmta sér.“
Íslenska opna golfmótið í Manitoba mikill styrkur fyrir Lögberg-Heimskringlu
Marno Olafson, formaður mótsnefndar, hefur haft í nógu að snúast vegna
Íslenska opna golfmótsins.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Frændurnir Eric Olafson, frumkvöðull í Salt Lake City, Eric Sigurdson, forstjóri í St. Louis, og Kris Stefanson,
fylkisdómari í Manitoba, hittust á golfvellinum og höfðu um nóg að spjalla á meðan þeir kýldu vömbina.
Uppákomur og skemmtun í góðra vina hópi
Ljósmynd/Don Gislason