Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 47
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 47
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Glæsilegar skrifstofur,
jarðhæðin í þessu glæsilega
húsi. Framhús ásamt bakhúsi
samtals ca. 800 fm. (Áður
höfuðstöðvar Landsbréfa.)
Sanngjörn leiga fyrir rétta
aðila.
TIL LEIGU
Suðurlandsbraut
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson
s. 588 4477 eða 822 8242.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
250 fm skrifstofur, 5 hæð.
Einstakt tækifæri. Glæsilegar
fullbúnar skrifstofur við
Reykjavíkurhöfn. Frábært
útsýni, allt nýtt. nýtt parket,
eldhús, gardínur, tölvulagnir
og fl. Laust nú fljótlega.
TIL LEIGU
Tryggvagata - 101 Rvík
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson
s. 588 4477 eða 822 8242.
Sími 586 8080 - Fax: 586 8081 - www.fastmos.is
Fallegt 143 fm bjálkahús á
tveimur hæðum með fallegu
útsýni til hafs og fjalla á
Kjalarnesi. Ýmiss frágangur
eftir. Myndir og teikningar á
www.tonaflod/bjalkahus.
Húsið er til sýnis í dag á milli kl. 14 og 16.
Uppl. gefur Heiðar í síma 696 6705.
Verð kr. 14,3 m. Áhv. 11,9 m.
JÖRFAGRUND 19 - Kjalarnesi
Opið hús í Fannafold 137!
Milli kl. 14,00 og 16,00 laugardag og sunnudag.
Fallegt 125m² parhús+ 24m² bílskúr
Mjög ítarlegar upplýsingar á slóðinni:
www.mmedia.is/steinar/fannafold
BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg
heldur námskeiðið „Litið í Lúkasar-
guðspjall“ mánudagskvöldin 21. og
28. október kl. 20–22 í húsi KFUM
og KFUK við Holtaveg, gegnt
Langholtsskóla. Á námskeiðinu
verður uppbygging og tilurð guð-
spjallsins skoðuð. Fjallað verður
um sérstöðu Lúkasar miðað við hin
guðspjöllin, áherslur hans og lykil-
hugtök. Lesnir verða valdir kaflar
úr ritinu og þeir útskýrðir. Boðið
verður upp á fyrirspurnir og um-
ræður.
Leiðbeinandi verður Skúli Svav-
arsson kristniboði. Námskeiðsgjald
er kr. 800 og boðið verður upp á
kaffi og te í hléi. Skráning er í síma
588 8899 og á tölvupóstfanginu
skrifstofa@krist.is fram að hádegi
á mánudag.
Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju
Kvöldguðsþjónusta verður í Selja-
kirkju sunnudaginn 20. október kl.
20.00 Guðsþjónustan er tileinkuð
AA starfinu og AA félagi mun tala.
Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar fyr-
ir altari.
Þorvaldur Halldórsson leiðir við-
stadda í söng. Verið velkomin í
Seljakirkju.
Fjölskyldumessa
í Dómkirkjunni
Á SUNNUDAGINN verður mikið
um dýrðir í Dómkirkjunni. Boðið er
til fjölskyldumessu þar sem hinir
ýmsu þættir í kirkjulífi Dómkirkj-
unnar koma saman í guðsþjónust-
unni. Börn og unglingar ásamt fjöl-
skyldum sínum eru sérstaklega
boðin til messunnar. Barnastundin
verður nú ekki á kirkjuloftinu held-
ur í kirkjunni og fermingarbörnin
og fjölskyldur þeirra eru einnig
sérstakir boðsgestir. Verður þeim
afhent „Kirkjubókin“ við komuna
til kirkjunnar. Barnakórar Dóm-
kirkjunnar syngja undir stjórn
Kristínar Valsdóttur. Undirleikari
er Marteinn H. Friðriksson.
Gunnar Jóhannesson guðfræð-
ingur flytur hugleiðingu. María Ell-
ingsen annast leikþátt með aðstoð
úr dýraríkinu. Sr. Hjálmar Jónsson
hefur prestsþjónustuna á hendi.
Verið velkomin í Dómkirkjuna kl.
11.
Æðruleysismessa
í Dómkirkjunni
HIN mánaðarlega æðruleysismessa
verður að kvöldi sunnudagsins 17.
október og er nú hafinn fimmti vet-
ur þessa vinsæla guðsþjónustu-
forms. Æðruleysismessan hefur
fengið góðan hljómgrunn þar sem
fólki fellur vel hið óþvingaða form
þar sem léttleiki og djúp trúarein-
lægni fara saman. Einkum hefur
messan verið sniðin að þörfum
þeirra sem leita sér hjálpar gegn-
um 12 spora kerfi AA-samtakanna.
Hún er samt sem áður ekki ein-
skorðuð við þann hluta þjóðarinn-
ar. Fyrst og fremst er hún nútíma-
legt messuform með fögru inni-
haldi glaðra sálmasöngva, Guðs
orðs og bæna. Í messulok er síðan
boðið til þess að ganga inn í kór
kirkjunnar, krjúpa við altarið og
þiggja sérstaka fyrirbæn. Bræð-
urnir Hörður og Birgir Bragasynir
leika á píanó, fiðlu og kontrabassa.
Söngstjóri er Anna Sigríður Helga-
dóttir. Sr. Hjálmar Jónsson predik-
ar, sr. Karl V. Matthíasson leiðir
messuna og sr. Jakob Á. Hjálmars-
son fer fyrir í bæn.
Stríð og friður í
Hafnarfjarðarkirkju
ÞEMA guðsþjónustunnar í Hafnar-
fjarðarkirkju næstkomandi sunnu-
dag er „Stríð og friður“.
Eins og allir vita þá hefur ríkt
hernaðarástand í heiminum allt frá
árásinni á Bandaríkin þann 11.
september árið 2001. Nú vofir yfir
enn ein stórstyrjöldin í austurlönd-
um sem vel gæti orðið kveikjan að
óslökkvandi báli milli kristinna
Vesturlanda og islamskra landa.
Í guðsþjónustunni munum við
velta fyrir okkur stríði almennt út
frá kristnum forsendum. Hvað seg-
ir kristin trú um stríð? Er það ein-
hverntíma réttlætanlegt eða er það
algerlega andstætt kenningu Jesú?
Og hvert er það stríð sem kristnum
manni er ætlað að heyja í heim-
inum? Prestur guðsþjónustunnar,
sem mun velta upp þessum spurn-
ingum, er sr.Þórhallur Heimisson,
sóknarprestur Hafnarfjarðar-
kirkju. Kór kirkjunnar syngur und-
ir stjórn Antoniu Hevesi. Eftir
guðsþjónustuna gefst ráðrúm til að
spjalla um þema dagsins yfir kaffi-
bolla í safnaðarheimilinu. Guðs-
þjónustan hefst kl.11.
12 spora kynning í
Egilsstaðakirkju
SUNNUDAGINN 20. okt. kl. 17
verður starfsemi sjálfshjálparhópa
sem byggja á 12 spora kerfinu
kynnt en slíkir hópar hafa starfað í
kirkjunni undanfarna vetur. Þetta
er þroskaleið og hagnýtt tæki til að
takast á við afleiðingar áfalla sem
fáir sleppa við á lífsleiðinni. Fólk er
hvatt til að kynna sér þennan
möguleika en fjórir fyrstu fund-
irnir verða opnir og án skuldbind-
inga. Gestur okkar nú er Margrét
Eggertsdóttir. Allir velkomnir
Sóknarprestar á Héraði.
Kvöldmessa í
Grensáskirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 20. okt.
kl. 20 verður kvöldmessa í Grensás-
kirkju.
Kvöldmessurnar hafa að jafnaði
verið þriðja sunnudag hvers mán-
aðar yfir vetrartímann. Þær byggj-
ast á einföldu formi og léttum
söngvum við píanóundirleik en töl-
uðu orði stillt í hóf. Leitast er við að
laða fram andrúmsloft kyrrðar og
gleði sem hæfir fagnaðarerindi
kristinnar trúar.
Bænakertin eru á sínum stað
enda fyrirbænin ríkur þáttur í
messunni.
Sjálf messan er innan við klukku-
stund að lengd og að henni lokinni
er á boðstólum kaffi, djús og kex.
Samvera eldri
borgara í Seljakirkju
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 22. okt
verður samvera fyrir eldri borgara
í Seljakirkju kl. 18. Jón Böðvarsson
flytur erindi um Breiðholt og sögu
þess. Signý Sæmundsdóttir syngur
og kvartettinn „fjórar klassískar“
einnig. Samverunni lýkur á léttum
málsverði, sem kostar 300 kr. Vin-
samlegast tilkynnið þátttöku til
kirkjunnar í síma 5670110 Verið
velkomin.
„Litlir lærisveinar“
og slökkviliðið í
heimsókn í
Grafarvogskirkju
SUNNUDAGINN 20. október kl.
11:00 verður barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta í Grafarvogskirkju
Barnakórinn „Litlir lærisveinar“ úr
Landakirkju í Vestmannaeyjum
kemur í heimsókn.
Stjórnandi: Guðrún Helga
Bjarnadóttir. Auk þess koma
slökkviliðsmenn úr Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins í heimsókn og
ræða við börnin um brunavarnir og
sýna þeim búninga sína.
Slökkvibifreið verður til sýnis
fyrir utan kirkjuna.
Barna- og unglingakór Grafar-
vogskirkju og Krakkakór Grafar-
vogskirkju syngja.
Stjórnandi: Oddný Þorsteins-
dóttir. Organisti: Hörður Bragason.
Séra Bjarni Þór Bjarnason og séra
Vigfús Þór Árnason þjóna ásamt
Sigurvini og Sigríði Rún sunnu-
dagaskólakennurum.
Sunnudagaskóli verður í Engja-
skóla kl.13:00 og munu Litlir læri-
sveinar einnig syngja þar.
Hvernig á að túlka
Biblíuna?
GETUR nútímamaður nýtt Biblíuna
sér til gagns? Er hún eitthvað ann-
að en úrelt ritasafn? Hvert er gildi
Biblíunnar og hvernig getur vís-
indameðvitað nútímafólk nálgast
þessi fornu rit? Hvernig breytir
gagnrýnin hugsun lestri Biblíunn-
ar? Þessar spurningar verða rædd-
ar á fræðslumorgni í Hallgríms-
kirkju sunnudaginn 20. október.
Samveran hefst kl. 10 og mun dr.
Sigurður Árni Þórðarson flytja fyr-
irlestur um biblíusýn og síðan
verða umræður á eftir. Fræðslu-
morgnar Hallgrímskirkju eru öll-
um opnir.
Hallgrímskirkja
Kvöldguðsþjónusta
í Lágafellskirkju
NÆSTKOMANDI sunnudag 20
október kl. 20.30 verður fyrsta
kvöldguðsþjónusta vetrarins í
Lágafellskirkju. Tvær slíkar guðs-
þjónustur verða í kirkjunni fyrir jól
og aðrar tvær frá áramótum til
vors.
Þetta form guðsþjónustu hefur
unnið sér fastan sess í safnaðar-
starfi næstliðin ár og hafa þær frá
því fyrsta verið mjög vel sóttar.
Á sunnudagskvöldið fær org-
anistinn Jónas Þórir þekkt listafólk
til liðs við sig; Gunnar K. Hrafns-
son, kontrabassaleikara, Sigurð
Flosason, saxafónleikara og Sig-
nýju Sæmundsdóttur, sópran.
Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir
safnaðarsöng.
Sóknarprestur þjónar fyrir alt-
ari.
Hljóðfæraleikararnir leika létta
tónlist af fingrum fram áður en
guðsþjónustan hefst.
Fjölskyldufræðsla
Neskirkju
SUNNUDAGINN kl. 20 koma fé-
lagsráðgjafarnir, Helga Þórðar-
dóttir, forstöðumaður og Kristín
Guðmundsdóttir starfsmaður. Fjöl-
skylduþjónustunnar Lausnar sem
Félagsþjónustan í Reykjavík rekur
og kynna þá hugmyndafræði sem
þær vinna eftir í störfum sínum
með fjölskyldum. Í stuttu máli má
segja að um sé að ræða nálgun sem
horfir einkum á jákvæða þætti sam-
skipta í stað þess að brjóta vanda-
mál stöðugt til mergjar eins og
algengt er víða í fjölskyldumeðferð.
Fjöldi hjóna og sambýlisfólks
hefur á liðnum árum sótt slík um-
ræðukvöld og eru öll þau sem vilja
bæta samskipti sín og færni í lífi og
leik velkomin. Þær stöllur sem fyrr
voru nefndar kynna mál sitt í u.þ.b.
45 mínútur, þá verða veitingar í
boði og loks umræður. Samverunni
lýkur með stuttri helgistund sem
séra Örn Bárður Jónsson leiðir.
Alfa III á undan messu
Fræðslu um Fjallræðuna sem
hófst fyrir hálfum mánuði verður
framhaldið í safnaðarheimili Nes-
kirkju kl. 10 en ekki kl. 12.30 eins
og áður. Þessi fræðsla er ætluð
fólki sem áður hefur sótt Alfa-
námskeið en er þó öllum opin sem
vilja fræðast um kristna trú og
grundvallaratriði hennar.
Séra Örn Bárður Jónsson annast
fræðsluna.
Námskeið um
Lúkasar-
guðspjall
Morgunblaðið/Ómar
Egilsstaðakirkja
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9,
Kópavogi. Samkoma í dag kl. 11–
12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik-
un og biblíufræðsla þar sem ákveð-
ið efni er tekið fyrir, spurt og svarað.
Á laugardögum starfa barna- og ung-
lingadeildir. Létt hressing eftir sam-
komuna. Allir hjartanlega velkomnir.
Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10,
13 og 22 á FM 105,5.
KFUM og KFUK Holtavegi 28.
Haustátak. Samkoma kl. 20.30.
Ole Lilleheim talar. Fjölbreytt dag-
skrá. Allir velkomnir
Safnaðarstarf