Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Faxi kemur í dag. Lómur og Ryoan Maru no 8 fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda kom í gær, Ottó fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morgun- gangan kl. 10 frá Hraun- seli, á mánudag púttað í Hraunseli kl. 10. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laug- ard.: Kl. 10–12 bókband, línudans kl. 11. Nám- skeið í postulínsmálun byrjar 18. nóv. Skráning í s. 586 8014 e.h. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10 aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Vetrarfagnaðurinn verð- ur í Tónlistarskólanum í Garðabæ 24. október kl. 20. Fjölbreytt dagskrá. Allir velkomnir. Mánud.: Kl. 9.30, 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 12 leirvinnsla, kl. 13 námskeið í skyndi- hjálp. Þriðjud.: Kl. 9 gler- vinnsla, kl. 10.30 boccia, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 málun, kl. 13.30 tré- skurður. Miðvikud.: Kl. 9.30, 10.15 og 11.10 leik- fimi, kl. 13.30 trésmíði nýtt og notað, kl. 14 handavinnuhornið, kynn- ing á þrívíddarmyndum (klippimyndum). Fimmtud.: Kl. 10.30 boccia, kl. 13 leikfimi karla, málun og búta- saumur. Föstud.: Kl. 11 námskeið í skyndihjálp, kl. 14.15 spænska. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Sunnud.: Dans- leikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13, danskennsla, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjud.: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu- hrólfar fara í göngu kl. 10 frá Ásgarði, söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla Sig- valda kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45, stjórnandi Sig- urrós Ottósdóttir. Heilsa og hamingja, Ásgarði, Glæsibæ, laugard. 26. okt. kl. 13. Erindi flytja: Tómas Helgason skýrir frá rannsókn sinni um samband heilsu og lífs- gæða á efri árum og Júl- íus Björnsson sálfræð- ingur um svefnþörf og svefntruflanir aldraðs fólks. Silfurlínan er opin á mánu- og miðviku- dögum kl. 10–12. Skrif- stofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Félag- ið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Myndlistarsýning Brynju Þórðardóttur op- in í dag og á morgun kl. 13–16. Þriðjudagur: Perlusaumur, gler- skurður og boccia. Fimmtudagur: Gler- málun og spilasalur op- inn. Vetrardagskráin komin. Allar uplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Fjölþjóðlegt málþing um félagslega stöðu aldraðra í mismunandi samfé- lögum verður haldið í Gullsmára, þriðjud. 22. okt. kl. 13.15. Fyrirles- arar frá Íslandi, Ghana, Víetnam, Póllandi og Mexíkó. Söngur frá Jap- an. Skráning fyrir mánud. 21. okt. í s. 564 5260. Gjábakki. Í tilefni al- þjóðaviku í Kópavogi verður fjölþjóðlegur dansdagur í Gjábakka 24. okt. og hefst með dag- skrá kl. 14. Sýndir verða ýmsir dansar. Erindi um dansinn í tímans rás flyt- ur Ingibjörg Björns- dóttir. Dagskráin er án endurgjalds, allir vel- komnir. Íslenskt kaffi- hlaðborð. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað á Listatúni í dag, kl. 10.30. Félagar úr Akranes- félaginu koma í heimsókn í Lionshúsið, Auðbrekku 25–27, laugard. 26. okt. Kvöldverður og skemmtiatriði. Veislu- stjóri sr. Gunnar Sig- urjónsson, Ásgeir Jó- hannesson segir frá, Vinabandið, Happdrætti, dans o.fl. Húsið opnað kl. 19. Skráið ykkur sem fyrst á þátttökulista sem eru í félagsheimilunum. Vesturgata 7. Þriðjud. 29. okt. kl. 13.30 verður Sigrún Ingvarsdóttir, fé- lagsráðgjafi með fræðslufund. Nýtt heim- ili-húsnæði fyrir eldri borgara. Fyrirspurnum svarað, kaffiveitingar, allir velkomnir. Opið hús föstud. 25. okt. Dag- skráin kynnt kl. 14.30, m.a. sýnd brot úr döns- um og unnið að hand- verki. Frá kl. 13 verður handverkssala. Veislu- kaffi, allir velkomnir. Nýtt jóganámskeið byrj- ar mánud. 21.okt. kl. 10.30–11.30, einnig er kennt á miðvikudögum á sama tíma, athugið frír prufutími, leiðbeinandi Hildur Björg Eydal, skráning í s. 562 7077. Mánud. 21. okt. kl. 13.30– 14.15 veitir lyfjafræð- ingur ráðgjöf, og svarar fyrirspurnum. Boðið verður upp á blóðþrýst- ingsmælingu, kaffiveit- ingar á eftir, allir vel- komnir. Þriðjud. 19. nóv. kemur hjúkrunarfræð- ingur og mælir bein- þéttni. Lyfjafræðingur fer yfir lyfjanotkun. Fræðsla um lyf, vítamín, steinefni og fleira. Vin- samlega pantið tíma í s. 562 7077. Digraneskirkja, kirkju- starf aldraðra. Opið hús á þriðjudag frá kl. 11, leik- fimi, léttur málsverður, helgistund, fræðsluþátt- ur, kaffi. Allir velkomnir. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Félag fráskilinna og ein- stæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið göng- una mánu- og fimmtu- daga. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrrver- andi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Sel- tjarnarneskirkju (kjall- ara), kl. 20.30 á fimmtu- dögum í fræðsludeild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 á Sól- vallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist á morgun kl. 14, fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveit- ingar. Minningarkort Minningarkort Minning- arsjóðs hjónanna Sigríð- ar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eft- irtöldum stöðum: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafs- syni, Skeiðflöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Lauf- ásvegi 2, s. 551 1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jóns- syni, Geitastekk 9, s. 557 4977. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Í dag er laugardagur 19. október, 292. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sá sem elskar peninga, verður aldr- ei saddur af peningum, og sá sem elskar auðinn, hefir ekki gagn af honum. Einnig það er hégómi. (Préd. 5, 9.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur gaman afspurningakeppnum og er örugglega ekki einn um að finnast þær eitt skemmtilegasta sjónvarps- eða útvarpsefni sem völ er á. Undanfarin ár hefur verið meira um spurningakeppnir í sjónvarpi en útvarpi þar sem aðeins ein hefir ver- ið haldin á ári – að undanskildri for- keppni Gettu betur, spurninga- keppni framhaldsskólanna – en það er hin stórskemmtilega spurninga- keppni fjölmiðlanna sem Rás 2 efnir árlega til um og í kringum páskahá- tíðina. Hvernig væri að útvarps- stöðvarnar tækju sig nú á í þessum efnum? Mörgum þætti t.d. kærkom- ið ef efnt yrði til spurningakeppni meðal grunnskólabarna eða eldri borgara. Síðan eru sérhæfðar spurn- ingakeppnir alltaf skemmtilegar, keppnir sem snúa að sérsviðum, eins og t.d. íþróttum eða menningu. Þar væru tvær leiðir mögulegar; annars vegar að bjóða til þátttöku þeim er viðkomandi sérsviðum tengjast, kunnum íþróttamönnum eða lista- mönnum eða þá gangandi alfræði- orðabókum, einstaklingum sem búa yfir yfirburðaþekkingu á sviðinu. Þannig þáttur yrði í anda gamla „Mastermind“ sem Magnús Magn- ússon stýrði við miklar vinsældir í Bretlandi svo áratugum skipti. Oft- ast nær eru spurningaþættir náttúr- lega skemmtilegri sem sjónvarpsefni en kostur útvarpsins fram yfir sjón- varpið er að þar væri einmitt hægt að hafa sérhæfðari spurningakeppn- ir. x x x VINSÆLASTA spurningakeppnisjónvarpsins um þessar myndir snýst um peninga. Þátturinn Viltu vinna milljón er ágætur til síns brúks en höfðar kannski ekki beint til gall- harðra spurningakeppnisunnenda, aðallega vegna þess hve langdreginn þátturinn er. Ekki einasta vegna hve lopinn er teygður framúr hófi heldur einnig vegna þess hve léttur meiri- hluti spurninganna í þættinum er – en hér má ekki misskilja Víkverja sem svo að hann sé að slá um sig heldur er staðreyndin sú að fyrstu spurningarnar, a.m.k. uppað 50 þús- und kr. eru svo laufléttar að forms- atriði eitt er að þurfa að svara þeim. Ekkert sérdeilis áhugavert sjón- varpsefni sem alltof langur tími fer í. Gettu betur er náttúrlega löngu orðinn fastur punktur í tilverunni. Spurningakeppni með sígildu sniði sem alltaf er gaman að fylgjast með, sér í lagi þegar fram á sjónarsviðið stíga mannvitsbrekkur á við bræð- urna Ármannssyni og Stefán MR- ing Pálsson. Skjár einn hefur síðan sýnt þessu sjónvarpsefni mikinn áhuga, sem er vel. Margt hefur verið reynt og með misjöfnum árangri en Popppunktur- inn, sem nú stendur sem hæst, getur auðveldlega talist best heppnaði þátturinn af þeim öllum. Tvennt ræður þar mestu um; annars vegar góð hugmynd, að etja saman lands- frægum poppurum og kanna kunn- áttu þeirra í poppfræðunum og hvernig þeir plumma sig í að leika lög eftir pöntun og hinsvegar eru stjórnendurnir, dómarinn og höf- undur spurninga Dr. Gunni og spyr- illinn Felix Bergsson, sniðnir í sín hlutverk. Skemmtanagildi og ein- faldleiki þessa þáttar sannfærir mann endanlega um að spurninga- keppnir eru eitt alskemmtilegasta sjónvarpsefni sem völ er á. Hvar er málarinn? ÉG fékk miða inn um bréfalúguna frá málningar- fyrirtækinu Fagurhús. Ég réð mann frá þessu fyrir- tæki í málningarvinnu hjá mér. Hann fékk allt greitt fyrirfram og það sem hann gerði, gerði hann vel. Hann hefur ekki lokið verkinu og ekki sést lengi. Ég er búin að reyna að hringja í hann, en hann svarar mér ekki í síma. Ef einhver getur gef- ið mér einhverjar upplýs- ingar um þetta fyrirtæki eða hann sjálfur hefði sam- band við mig væri það vel þegið. Ég er í síma 553- 4502. Pálína. Sammála ÉG ER sammála grein Al- berts Jensens, Ný tegund af rasisma, sem birtist í Morgunblaðinu föstudag- inn 11. október sl. Ég vona að stjórnvöld sjái að sér og dragi úr innflytjenda- straumi áður en illa fer. Aðalheiður. Nesdekk á Seltjarnarnesi FYRIRTÆKIÐ Nesdekk á Seltjarnarnesi veitir frá- bæra þjónustu, hvort sem skipta þarf um dekk eða olíu. Þjónustan hjá þeim er hröð og góð og viðmótið al- veg einstakt. Jón Hauksson og félagar eiga bestu þakk- ir skildar fyrir frábæra þjónustu. Grétar Vilmundarson. Trönuberjatöflurnar HALLDÓRA sem skrifaði í Velvakanda 16. október sl. um Ultra Cranberry 1000 töflurnar er vinsamlegast beðin um að hringja í Ásdísi í síma 561-5556. Dýrahald Kanínur vantar heimili SEX kanínur fást gefins á góð heimili. Búr fylgir ekki með. Vinsamlegast hafið samband í síma 566-8565. Gott heimili fyrir hvolp ÓSKA eftir hvolpi, chihua- hua eða pommerainian, á gott heimili. Má vera blend- ingur. Upplýsingar hjá Maríu í síma 867-0797 eftir kl. 13. Kisinn minn er týndur SIMBI týndist úr Garða- bænum í sumar en gæti verið hvar sem er. Hann er appelsínugulur, loðinn með brún augu. Ef einhver veit hvar hann gæti verið vinsamlega hringið í síma 847-6671 eða 565- 6519. 30.000 kr. fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 bitmý, 8 styggir, 9 ops, 10 velur, 11 deila, 13 sig- ar, 15 þukls, 18 undrandi, 21 klaufdýr, 22 gangsetti, 23 sælu, 24 fyrirvarar. LÓÐRÉTT: 2 reiðan, 3 hrífa á, 4 lang- loka, 5 alda, 6 eldstæðis, 7 nagli, 12 nákvæm, 14 sefi, 15 gömul, 16 ferma, 17 húð, 18 bak, 19 metta, 20 sleif. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hemja, 4 fylgi, 7 losti, 8 ljóði, 9 nýt, 11 aðal, 13 eira, 14 erill, 15 hrós, 17 lögg, 20 átt, 22 urmul, 23 örlát, 24 dorga, 25 tígur Lóðrétt: 1 helga, 2 moska, 3 alin, 4 falt, 5 ljósi, 6 ilina, 10 ýmist, 12 les, 13 ell, 15 hrund, 16 ólmur, 18 öflug, 19 gít- ar, 20 álfa, 21 tölt. K r o s s g á t a VÍKVERJI var sár og reiður er hann braut um- ferðarlög nú fyrir nokkru. Enga samúð hef ég með honum því við STOP- skiltið á að stoppa bílinn við breiðu hvítu línuna. Síðan að aka að gatnamót- um, líta til hægri og vinstri og ef enginn bíll er í nánd, þá aka áfram. Svo einfalt er það. Ég ek talsvert um borg- ina og undrast alltaf hve margir ökumenn eins og Víkverji hunsa stöðvunar- skylduna. Iðulega, er ég stoppa eins og lög gera ráð fyrir, er flautað á mig og ég les úr ásjónu öku- mannsins í baksýnisspegli mínum reiði og frekju. Oftast eru þessir sömu ökumenn ákaflega kæru- lausir og latir að nota stefnuljós, sem er óskilj- anlegt. Ég held að reiður Vík- verji hefði átt að bíða í vikutíma áður en hann skrifaði þessar ásakanir á hendur lögreglunni. Hún var aðeins að gera það sem henni ber, að fylgjast með borgurunum, að þeir fari að lögum. Þau eru ekki svo fá slysin sem hægt væri að afstýra ef við virtum umferðarlögin. Það er augljóst að Vík- verji, hver svo sem hann er, hefur ekki ekið bíl í út- löndum, þar sem ökumenn virða stöðvunarskyldu umyrðalaust, enda háar fjársektir í húfi. Þar sem lögreglan er fá- liðuð, væri ekki heillaráð að fá „gamla“ fríska lög- reglumenn jafnvel með gömlu húfuna fínu, til að standa vakt af og til við STOP-skiltin og skrifa upp þá bíla, sem virða ekki stoppið. Það yrði örugg- lega áhrifaríkt. Að lokum bið ég reiðan og sáran Víkverja vel að lifa, aka eftir lögum og brosa í umferðinni, jafnvel líka til lögreglumanna og vona að hann skrifi ekki fleiri nöldurspistla, því hann er sekur, hann braut lög. A.S. Sár og reiður Víkverji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.