Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 59
DAGBÓK
75 ÁRA afmæli. Hjónin Jakobína Anna og Karl Olsen halda uppá 75 ára af-mæli sitt á morgun, sunnudag. Í tilefni dagsins er kunningjum, vinum og
vandamönnum boðið að mæta til veislu í Stapanum, Njarðvík, sunnudaginn 20.
október, frá klukkan 15 til 18. Mjög gaman væri ef þið mynduð gleðjast með okk-
ur. Jakobína Anna og Karl Olsen.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Forvitni þín leiðir þig oft á
skemmtilega stigu og þótt
ævintýraþráin sé rík, er
raunsæið með í för.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það eru ýmsar breytingar
sem þig langar til að ná
fram. Láttu aðra um sín mál
og snúðu þér að öðru á með-
an.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það á ekki alltaf við að
treysta á guð og lukkuna.
Allir hlutir kosta sitt en það
er forgangsröðin sem skipt-
ir máli.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér finnst þú þurfa meiri
tíma til að gaumgæfa málin
og átt ekki að hika við að
taka þér nægan umþóttun-
artíma.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Taktu vel á móti gömlum
vini, sem birtist óvænt.
Haltu ótrauður þínu striki
en láttu ekki velgengnina
stíga þér til höfuðs.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vandi fylgir vegsemd hverri
og svo er einnig um stöðu-
hækkanir á vinnustað.
Hafðu það hugfast áður en
þú gengur að samninga-
borði.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú þarft að gæta þess að
grípa ekki til of ódýrra
bragða til að koma málstað
þínum á framfæri. Varfærni
er kostur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér sárna ummæli sem falla
í samtali innan fjölskyld-
unnar. Ekki þreyta vinnu-
félagana með endalausum
sögum af einkahögum þín-
um.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert með óþarflega miklar
áhyggjur af fjárhagnum en
hann er ekki eins slæmur og
þú heldur. Sýndu því þol-
inmæði og stattu storminn
af þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Farðu þér hægt í persónu-
legum málum. En mundu,
að þótt rök séu sterk vopna,
skal ávallt hafa aðgát í nær-
veru sálar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Láttu draumórana ekki ná
þannig tökum á þér að þú
hafir ekki hugann við vinn-
una. Sinntu sjálfum þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Of miklar upplýsingar gætu
flækt málin og komið í veg
fyrir að þú finnir réttu
lausnina. Spilaðu málin eftir
eyranu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú þarft að berjast fyrir
málstað þínum af meira
krafti. Tileinkaðu þér því
aðrar og árangursríkari að-
ferðir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
Gekk eg í gljúfr ið dökkva,
gein veltiflug steina
við hjörgæði hríðar
hlunns úrsvölum munni.
Fast lá framan að brjósti
flugstraumur í sal Naumu;
heldr kom á herðar skáldi
hörð fjón Braga kvónar.
Ljótr kom mér í móti
mellu vinr úr helli;
hann fékkst heldr að sönnu
harðfengr við mig lengi.
Harðeggjað lét eg höggvið
heftisax af skefti;
Gangs klauf brjóst og bringu
bjartr gunnlogi svarta.
Grettir Ásmundarson
Árnað heilla
90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 19.
október, er níræð Guðbjörg
Magnea Franklínsdóttir frá
Litla-Fjarðarhorni í Kolla-
firði, Strandasýslu, nú búsett
í Skálarhlíð í Siglufirði. Hún
tekur á móti gestum á afmæl-
isdaginn milli kl. 15 og 18 í
Safnaðarheimili Seljakirkju,
Hagaseli 40, Reykjavík.
40 ÁRA afmæli. AlfaKristjánsdóttir
bókasafns- og upplýsinga-
fræðingur er fertug í dag,
laugardaginn 19. október.
Afmælisbarnið og eiginmað-
ur hennar Sigmar Þormar,
fagna tímamótunum með
fjölskyldu og vinum í Tafl-
félagssalnum í Hamraborg.
90 ÁRA afmæli. FrúBjörg Steindórs-
dóttir, Grænumýri 7, Akur-
eyri, verður níræð mánu-
daginn 21. október, hún
dvelur nú að Seli, F.S.A.
Hún verður að heiman á af-
mælisdaginn.
ALLTAF er erfitt að
meta slemmuhorfur eftir
opnun mótherja á veikum
tveimur. Hér opnar vestur
á veikum tveimur í tígli og
NS göslast í vafasama
slemmu:
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ ÁG93
♥ 53
♦ Á102
♣D865
Vestur Austur
♠ 42 ♠ 108765
♥ 82 ♥ 964
♦ KDG987 ♦ 64
♣G104 ♣Á93
Suður
♠ KD
♥ ÁKDG107
♦ 53
♣K72
Vestur Norður Austur Suður
2 tíglar Pass Pass 3 hjörtu
Pass 4 tíglar Pass 4 grönd
Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Vestur kemur út tígul-
kóng. Sér lesandinn leið að
tólf slögum?
Þetta væri einfalt með
öðru útspili, en nú er stíflan
í spaðanum vandamál og
ekki um annað að ræða en
taka á tígulás og renna nið-
ur trompunum. Miðað við
sagnir er austur líklegur til
að halda á laufás og ef hann
er líka með spaðavaldið
gæti hann lent í vandræð-
um. Þetta er staðan þegar
eitt tromp er eftir:
Norður
♠ ÁG93
♥ –
♦ –
♣D86
Vestur Austur
♠ 42 ♠ 10876
♥ – ♥ –
♦ DG ♦ –
♣G104 ♣Á93
Suður
♠ KD
♥ 7
♦ 5
♣K72
Austur neyðist til að
hanga á spaðatíunni fjórðu
og þremur laufum. Sagn-
hafi spilar síðasta tromp-
inu og hendir laufi úr borði.
Austur gerir slíkt hið
sama. Þá tekur suður KD í
spaða og spilar laufkóng!
Það er sama hvað austur
gerir, sagnhafi fær alltaf
tvo slagi í viðbót á ÁG í
spaða.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4.
Bc4 d5 5. exd5 b5 6. Bb3 b4 7.
Ra4 cxd5 8. Be3 Rf6 9. Dd2
Rc6 10. Rc5 a5 11. Ba4 Dc7
12. Re2 0-0 13. 0-0 e6 14. f3
Rd7 15. Rxd7 Bxd7 16. Kh1
Re5 17. Bxd7 Rc4 18. Dd3
Dxd7 19. Bc1 Hfc8 20. b3
Rd6 21. a3 Db5 22. Dd2 Rf5
23. Bb2 bxa3 24. Bxa3 a4 25.
bxa4 Hxa4 26. c3 Hca8 27.
Hab1 Dc4 28. Bc5 Ha2 29.
Hb2 Hxb2 30. Dxb2 h5 31.
Hc1 Ha2 32. Db8+ Kh7 33.
Rg3
Staðan kom upp í fyrri
hluta Íslandsmóts skák-
félaga sem lauk fyrir
skömmu í glæsilegum húsa-
kynnum B&L. Svart hafði
Ylon Schwartz (2.244) gegn
Kristjáni Guð-
mundssyni (2.272).
33. ...Dxc3! 34.
Hg1 Rxg3+ 35.
hxg3 Bxd4 36.
Bxd4 Dxd4 37. Df4
Dxf4 38. gxf4 Ha4
39. g3 Ha2?! 39.
...h4 hefði tryggt
sigurinn fljótt og
örugglega. Í fram-
haldinu er staðan
einnig unnin en
eingöngu eftir
langt þóf. 40. Hb1
Kg7 41. Kg1 Kf6
42. Hb7 d4 43. Hd7
Hd2 44. Kf1 d3 45.
Kg1 Kg7 46. Hd8 Hd1+ 47.
Kf2 d2 48. Kg2 f6 49. Hd7+
Kh6 50. Hd6 e5 51. fxe5 fxe5
52. Hd5 Kg7 53. Hd6 Kf7 54.
Hd5 Ke6 55. Hd8 Kf5 56.
Hf8+ Ke6 57. Hd8 g5 58.
Hd3 g4 59. Hd8 gxf3+ 60.
Kxf3 Hf1+ 61. Ke2 d1=D+
62. Hxd1 Hxd1 63. Kxd1 Kf5
64. Ke2 Kg4 65. Kf2 e4 og
hvítur gafst upp. Staðan í
þriðju deild eftir fjórar um-
ferðir er þessi: 1. Selfoss 16
v. 2. Hrókurinn 15,5 v. 3. Dal-
vík 12,5 v. 4.-5. TS og SA-c 12
v. 6.-7. TR-g og Austurland
9,5 v. 8. TR-d 9 v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 19.
október, verður sjötugur
Gísli Jósefsson málara-
meistari, Flétturima 13,
Reykjavík. Hann tekur á
móti vinum og vandamönn-
um í dag á milli kl. 16 og 19 á
Engjateigi 3, Reykjavík,
austurenda.
Árnað heilla
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Opið mánudaga—föstudaga frá kl. 12-18
og laugardaga frá kl. 11-15
Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880.
Nú kólnar!
Glæsilegt úrval minkapelsa
Stærðir 36 - 52
Einnig fóðraðir gallajakkar m/skinni
ÁSKORUN HUGLJÓMUNAR
Enlightenment Intensive
Í Bláfjöllum 31. október-3. nóvember.
Hver er ég? Markmiðið er að þátttakandinn upplifi beint grundvallar
sannindi um eigið sjálf, lífið eða aðra. Er það kallað hugljómun.
Sjá www.enlightenmentintensive.net
Fáðu sendan bækling. guffa72@hotmail.com. Leiðbeinandi: Guðfinna Svavarsdóttir.
Upplýsingar og skráning í síma 562 0037 og 869 9293.
Lokadagur til skráningar er 28. október.
Afmælisþakkir
Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim,
sem heimsóttu mig, sendu mér símskeyti, færðu
mér gjafir og blóm og glöddu mig á 85 ára
afmæli mínu þann 5. október síðastliðinn.
Sérstakar þakkir færi ég syni mínum, sem gerði
mér daginn ánægjulegan.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Magnúsdóttir,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
Auðbrekku 14, Kópavogi.
Símar 544 5560 og 820 5562,
www.yogastudio.is
Hentar þeim sem vilja læra að nýta sér ilmkjarnaolíur á fyrirbyggj-
andi hátt og í baráttunni við ýmsa almenna kvilla. Ítarleg kennslu-
mappa, Oshadhi ilmkjarnaolíur, grunnolía og blöndunarbúnaður
fylgir námskeiðinu. Nánari upplýsingar er að finna á
www.yogastudio.is. Leiðbeinandi: Lísa B. Hjaltested.
Kennt 25. og 26. okt. (fös. kl. 19:30-22.00 og lau. kl. 14:30-17.00)
ilmkjarnaolíunámskeið