Morgunblaðið - 19.10.2002, Side 62
62 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRÆBBBLARNIR leika á tónleik-
um á Barnum í kvöld en söngvari
sveitarinnar er Valgarður Guð-
jónsson. Auk þess að vera söngv-
ari víðfrægrar pönksveitar er
hann framkvæmdastjóri hugbún-
aðarfyrirtækisins Kuggs.
Athygli vekur að Fræbbblarnir
ætla að koma fram tvisvar á tón-
leikunum í kvöld. Nýtt efni verður
leikið í upphafi tónleikadagskrár
um hálfellefuleytið og þremur
tímum síðar stíga þeir aftur á
svið og leika þá bæði nýtt og
gamalt efni. „Við gerðum þetta á
Vídalín í vor og það svínvirkaði.
Margir vilja heyra þetta gamla
efni en við erum þreyttir á að
vera alltaf að hjakka á því og
langar líka að koma nýju efni
að,“ segir Valgarður og bætir því
við að fólk sé líka rólegra í upp-
hafi kvölds og frekar tilbúið til að
hlusta á eitthvað nýtt.
Fræbbblarnir eru sem stendur að
safna efni á nýja plötu. Á dag-
skrá í kvöld verða fimm eða sex
glæný lög og 10–12 sem hafa
orðið til á síðustu tveimur árum
auk eldra efnisins. Fræbbblarnir
stíga ekki einir á svið í kvöld því
einnig koma fram hljómsveitirnar
Súkkat, Suð og Palindrome.
Þetta er þó ekki í eina skiptið
sem Fræbbblarnir koma við sögu
þessa helgina því Rokk í Reykja-
vík, kvikmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar frá árinu 1982, verður
sýnd í Háskólabíói klukkan
15:45 á morgun. Til upprifjunar
eða fræðslu má geta þess að
Fræbbblarnir tóku einmitt hið al-
ræmda lag „Í nótt“ í myndinni en
texti lagsins þykir eftirminnilegur
svo ekki sé meira sagt.
Hvernig hefurðu það í dag?
Eiginlega alveg sérstaklega gott.
Hvað ertu með í vösunum?
Veski, síma, lykla, penna, smá-
aura, kveikjara, smávindlakassa
og gítarneglur.
Er mjólkurglasið hálftómt
eða hálffullt?
Fer eftir því hvort verið er
að hella í það eða drekka
úr því, annars hálffullt.
Ef þú værir ekki fram-
kvæmdastjóri og
söngvari hvað vild-
irðu þá helst vera?
Ætli það væri ekki
kvikmyndaleikstjóri.
Hefurðu tárast
í bíói?
Nei. Var reyndar
gráti næst þegar
félagarnir vildu
ekki labba út af
Grease í miðri
sýningu.
Hverjir voru
fyrstu tón-
leikarnir sem þú
fórst á?
Procol Harum í
Háskólabíói.
Hvaða leikari fer
mest í taugarnar á þér?
Ætli Laddi fái ekki titilinn þegar
hann ofleikur sem mest.
Hver er þinn helsti veikleiki?
Ég þyki alveg rosalega linur og
eftirgefanlegur í hvers kyns
samningum.
Finndu fimm orð sem lýsa per-
sónuleika þínum vel.
Úff … skipulag, drífandi, væru-
kær, rökhugsun, heiðarlegur,
kannski einhver óskhyggja í
þessu?
Bítlarnir eða Rolling Stones?
Erfitt, hvorir tveggja eiga slatta af
góðum lögum, a.m.k. framan af,
og alveg heilan helling af vondu
efni, en sennilega Stones ef ég
verð að velja. En ætti spurningin
ekki að vera Sex Pistols eða
Ramones? Placebo eða
Greenday?
Hver var síðasta bók
sem þú last tvisvar?
Les aldrei bækur tvisvar,
jú, sennilega las ég Liar
eftir Stephen Fry tvisvar.
Hvaða lag kveikir
blossann?
Ekkert. Ekki einu
sinni „Í nótt“.
Hvaða plötu
keyptirðu
síðast?
XXX Rottweiler-
hunda minnir
mig, annars sjá
unglingarnir að-
allega um
plötukaup á
heimilinu.
Hvert er þitt
mesta prakk-
arastrik?
Geri aldrei svoleið-
is. Jú, kannski
fyrstu hljómleikar
Fræbbblanna.
Hver er furðulegasti matur sem
þú hefur bragðað?
Bragða helst aldrei neitt sem lít-
ur furðulega út, kannski svið?
Hverju sérðu mest eftir í lífinu?
Man ekki eftir neinu, tímasóun
að vera að velta svoleiðis fyrir
sér.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Nei.
Grét næstum því á Grease
SOS
SPURT & SVARAÐ
Valgarður
Guðjónsson
ÞAÐ var fyrir rúmum tveimur árum
sem söngkonan Urður Hákonardótt-
ir, sem kallar sig Earth, slóst í lið
með þeim Gus Gus-
limum Birgi Þórarins-
syni (Bigga veiru),
Magnúsi Guðmunds-
syni (Buckmaster) og
Stephani Stephensen
(President Bongo). Þá var gamla Gus
Gus við það að skipta
um ham, meðlimir
hurfu á braut og við
tók gagnger skipu-
lagsbreyting. Sveitin
tók nú á sig meðfæri-
lega stærð og stefnan
var sett á dansvæna
tæknó/hústónlist.
Nýjasta breiðskíf-
an, Attention, kom út
fyrir stuttu og túr um
Bandaríkin er einnig
nýlokið. Urður og fé-
lagar eru nú að gíra sig upp í frekari
átök og áhugasamir geta barið band-
ið augum í kvöld, en þá leikur það á
stórtónleikum Airwaves í Laugar-
dalshöll.
„Við byrjuðum að vinna plötuna
fyrir tveimur árum,“ upplýsir Urður.
„Það gekk svo mikið á í sveitinni á
þessum tíma, meðlimir að fara og
svona, þannig að ég varð ekki al-
mennilega virk strax.“
Hún lýsir samstarfi sveitarinnar
sem afslöppuðu.
„Platan varð eiginlega ósjálfrátt til
upp úr djömmum í hljóðverinu okkar.
Það var ekkert sest niður og dregnar
upp áætlanir.“
Gus Gus lagðist nokkurn veginn
niður eftir aðra breiðskífuna, This is
Normal, sem út kom 1999. Þar tók
sveitin ákveðin skref í markaðsvænni
áttir, með nokkuð vafasömum niður-
stöðum eftir á að hyggja.
„Ég held að eftir This is Normal
hafi hlutirnir farið að verða svolítið
erfiðir,“ segir Urður. „Það tók nokk-
ur ár að koma þeim í lag aftur. En í
dag eru allir mjög sáttir.“ Síðastliðin
ár hafa Gus Gus-félagar gert nokkuð
af því að ferðast út og standa fyrir
plötusnúðasettum. Fyrsti „alvöru-
túrinn“ var svo um Bandaríkin í sept-
ember og lætur Urður vel af honum.
„Fyrir fyrstu tónleikana þurfti ég
nánast að taka verkjalyf við stressi.
En fljótlega fór þetta að rúlla eðlilega
og þetta var mjög skemmtilegt. Mér
finnst mjög gaman að fá
viðbrögð við því sem
maður er að gera hjá
áhorfendum.“
Gus Gus er orðin
nokkuð þekkt stærð er-
lendis og á sér aðdá-
endahópa víða um ver-
öld. Urður varð vör við
þetta þegar hún var í
Bandaríkjunum.
„Ég er auðvitað ný-
komin inn í þetta og
mér fannst skrýtið að
fólk var að biðja mig eiginhandarárit-
un! Mér fannst fyndið að vera sett
skyndilega á stall, – þegar maður
kannski er að skúra gólf hérna heima
þegar maður á ekki pening. Mér
fannst þetta svolítið súrrealískt.“
Hún segist hlakka til kvöldsins í
kvöld en þetta verða stærstu tón-
leikar hennar til þessa.
„Við erum öll á sviðinu þegar við
spilum á tónleikum. President Bongo
kemur líka sterkur inn sem söngvari
og deilir með mér ábyrgðinni í fram-
línunni.“
Hún segir að lokum að umsvifin
hjá sveitinni verði vonandi mikil í vet-
ur.
„Ég held að samvinna okkar fyrir
næstu plötu verði miklu meiri en hún
var núna, en við þekktumst auðvitað
lítið þegar Attention var unnin. Ég á
líklega eftir að verða frekari þegar
við byrjum á næstu plötu. Okkur
langar að gera nýja plötu sem fyrst
og erum þegar farin að pæla í henni.“
Takið eftir!
Urður kann því vel að
syngja með Gus Gus.
Nýtt efni frá Gus Gus
Morgunblaðið/Þorkell
arnart@mbl.is
Miðasala opnar kl. 13.30
Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2
Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök.
Missið ekki af þessari!
Nicholas Cage hefur aldrei verið betri!
Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16.
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
3, 5.30, 8 og 10.30.
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.
„DREPFYNDIN“
ÞÞ. FBL
Yfir 16.000 manns!
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
Sýnd 2.50.. B.i. 14.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. .Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 2.
með ísl. tali.
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
með ísl. tali.
HL Mbl
1/2Kvikmyndir.is
FRUMSÝNING
Það
verður
skorað
af krafti.
Besta breska
gamanmyndin
síðan “Bridget
Jones’s Diary”.
Gamanmynd
sem sólar þig
upp úr
skónum. Sat
tvær vikur í
fyrsta sæti í
Bretlandi.
Sýnd kl. 4.
með ísl. tali.
Sýnd kl. 4.
með ísl. tali.
HL Mbl
Sýnd kl. 5.50 og 8. B. i. 16.
Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára.
Maðurinn sem getur ekki
lifað án hennar leyfir henni
ekki að lifa án hans. Hvernig
flýrðu þann sem þekkir þig
best? Magnaður spennutryllir í
anda Sleeping With the Enemy.
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
1/2Kvikmyndir.is
FRUMSÝNING
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU
HANNIBAL LECTER
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
harvey
KEITEL
emily
WATSON
mary-louise
PARKER
philip seymour
HOFFMAN
2
VIK
UR
Á T
OPP
NUM
Í US
A
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B. i. 16.