Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 63 ÞRÁTT fyrir að Tim Burgess sé best þekkt- ur sem söngvari bresku rokksveitarinar Charlatans er hann einnig liðtækur plötu- snúður eins og sást í opnunarteiti tónlist- arhátíðarinnar Iceland Airwaves á mið- vikudagskvöldið. Hann hefur fengist við plötusnúðsstarfið í hléum frá árinu 1994 þegar hann spilaði á skemmtistaðnum The Albany á Great Portland Street í London á Heavenly Social-kvöldi. „Ég var svo stressaður að ég gat ekki spilað,“ segir hann um þetta fyrsta skipti en segist þó hafa valið plöturnar en látið annan um að setja þær á fóninn. „Mér finnst gam- an að hafa ástæðu til að kaupa plötur, aðra en að upplifa tónlistina fyrir sjálfan mig. Það er líka áhugavert að geta fylgst með viðbrögðum fólks við tónlistinni,“ segir hann um aukastarfið. Leiðist auðveldlega Tim er ekki mikið fyrir að hafa lítið í gangi og finnst gott að grípa í plöturnar þegar Charlatans eru ekki að vinna saman. „Eftir langt tónleikaferðalag með hljóm- sveitinni byrjar mér að leiðast svona viku eftir að ég kem heim. Mér leiðist mjög auð- veldlega,“ segir hann og hefur greinilega ekkert á móti því að takast á við ýmiss konar áskoranir. Hann býr í Los Angeles með eiginkonu sinni og líkar vel enda hefur hann haft aðset- ur þar í nokkur ár. „Það enda allir á því að búa þar einhvern tíma,“ segir hann og er það vissulega satt um marga tónlistarmenn. Hann segir jafnframt að borgin hafi upp á mikið að bjóða. „Ég hitti fólk, sem mig hefur alltaf langað til að hitta.“ Er hann þá ekki ekki síst að tala um fólk úr heimi kvikmynda og tónlistar enda er Los Angeles margrómuð höfuðborg skemmtanaiðnaðarins. Hann seg- ir að „draumkenndur“ eiginleiki borg- arinnar höfði ekki síst til sín. Charlatans á Airwaves að ári? Charlatans hafa verið starfandi frá árinu 1989 og eiga sér dyggan aðdáendahóp hér á landi. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Tim kemur til Íslands en líklega ekki hið síðasta. „Það var haft samband við mig upphaflega til að fá Charlat- ans til að spila á hátíðinni en það komust ekki allir með. Ég bauðst þá til að koma einn í hlutverki plötu- snúðar,“ segir hann og bætir því við að hinir strákarnir eigi ábyggilega eftir að öfunda hann af Íslandsferðinni og fallast á að spila á Iceland Airwaves að ári liðnu. Charlatans er ein af þeim hljómsveitum, sem hafa spilað bæði rokk af gömlum meiði og leitað í nýrri og rafrænni brunna. Einnig söng Tim lag með Chemical Brothers fyrir nokkrum árum. Þetta endurspeglar að mörgu leyti tónlistarstíl hans þegar hann snýr plötum því víða er leitað fanga. Þegar blaðamaður sá hann snúa skífum árið 1996 í kjallara lítillar krár í austurhluta London var enska orðið „eclectic“ gjarnan notað til að lýsa tónlistarstefnu hans og fleiri. Orðið er notað til að lýsa stefnu þar sem hið besta úr ýmsum áttum er notað og það hafa ein- mitt Tim og fleiri gert. „Þetta orð var á sín- um tíma nauðsynlegt til að lýsa einhverju sem var framandi en núna er það orðið normið. Fólk á mínum aldri og yngra hefur alist upp við svo fjölbreytta tónlist alveg eins og kokkar hafa núorðið mikið úrval af græn- meti og ávöxtum,“ útskýrir hann og kemur ekki lengur á óvart að heyra blöndu af rokki og rafi spilaða þó hún standi enn fyrir sínu eins og góður pottréttur. Langaði að sjá Keikó Tim kom hingað til lands snemma á þriðjudagsmorgun og byrjaði á því að hvílast eftir langt ferðalag frá vesturströnd Banda- ríkjanna. Hann ætlar að reyna að sjá eitt- hvað af landinu í heimsókninni, í það minnsta skreppa í jöklaferð og dýfa sér ofan í lónið bláa. „Mig langaði til að sjá Keikó,“ segir hann en hefur nú þegar frétt þau ótíðindi að háhyrningurinn vinalegi sé kominn til Nor- egs. Tim ætlar einnig að fylgjast með tónleikum á Ice- land Airwaves en hann held- ur af landi brott um helgina. Tim segir að sér finnist yf- irstandandi tónlistarhátíð góð hugmynd. „Þá hefur fólk ástæðu til að koma til Ís- lands. Ég er mjög ánægður með að vera kominn. Ég verð að játa að fyrir mitt leyti hefði mér annars ein- hvern veginn ekki dottið í hug að koma hingað,“ segir hann og bætir því við að hægt væri að fá innilok- unarkennd á svona lítilli eyju eins og Íslandi ef maður væri með snert af ofsóknaræði. „Ekki svo ósvipað og á Bret- landi,“ bætir hann við. Ekki má þó misskiljast að Tim sé eitthvað hrokafullur heldur er hann mjög kurteis, einlægur og stutt er í gam- ansemina. Prúðmennskan virðist Bretum í blóð borin. Ætli það sé eitthvað í teinu? Tim er langt frá því hætt- ur í tónlist. „Ég fer í hlut- verk plötusnúðarins þegar ég fæ tækifæri til,“ segir hann en næst spilar hann í New York síðar í október. Engir tónleikar eru sem stendur á döfinni hjá Char- latans en hljómsveitin hyggst koma saman í janúar á næsta ári til að semja tón- list, fara í hljóðver í júní og gefa í kjölfarið út nýja plötu. „Það er langt síðan að ég komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi alltaf starfa við tónlist. Fyrir utan það að ég kann ekki að gera neitt annað, langar mig að vera tónlistarmaður,“ segir Tim og hlær við. „Mér finnst ég ekki hafa öll svörin ennþá og langar að búa til tónlist til að læra og hafa áhrif. Þetta virðist kannski ekki mikilvægt miðað við margt annað en þetta er það sem ég vil gera í lífinu.“ Enginn loddari Söngvari bresku hljómsveitarinnar Charlatans, Tim Burgess, er staddur hér á landi í tilefni af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um lífið, tónlistina og Keikó. ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Kurteis og einlægur rokkari. Söngvarinn Tim Burgess kann vel við sig í hlutverki plötusnúðsins og finnst gaman að fylgj- ast með viðbrögðum fólks við tónlistinni sem hann spilar. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.10. Nýjasta meistaraverk Pedro Almodovars 1/2HL MBL SG DV ÓHT Rás2 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10.30. Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is Sýnd 5.20 og 8. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8,30 og 10.50. B. i. 16. . Hljóðlát sprenging heimildarmynd um Magnús Pálsson myndlistarmann  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. . Frábær spennutryllir með Heather Graham úr Boogie Nights og Joseph Fiennes úr Enemy at the Gates. Þegar Alice kynnist draumaprinsinum kemst hún fljótt að því að ekki er allt sem sýnist. FRUMSÝNING Hverfisgötu  551 9000 ATH! NÝJASTA SÝNISHORNIÐ ÚR THE TWO TOWERS FRUMSÝNT Á UNDAN MYNDINNI HJ. MBL Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. . www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6 með ísl. tali. SK. RADIO-X SV Mbl FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER FRUMSÝNING anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL emily WATSON mary-louise PARKER philip seymour HOFFMAN 2 VIK UR Á T OPP NUM Í US A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.