Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 3
bróðir hennar er togarasjómaður í Færeyjum.“ Þau gáfu sér góðan tíma í sigl- inguna frá Danmörku, sem tók hálfan mánuð í júlí sem leið. Þau komu við í Leirvík á Hjaltlandi, í Færeyjum og Vestmannaeyjum á leiðinni til Ís- lands. Móttökurnar í Færeyjum voru konunglegar. „Við gistum eina nótt í Vogi á Suðurey hjá bróður Önnu. Daginn eftir sigldum við til Húsavík- ur, sem reist er á Sandi. Anna ólst upp í þessum 100 manna bæ og á bryggj- unni beið 15 manna móttökunefnd. Búið var að draga fánann að húni, lambalærið var í ofninum og viðtök- urnar voru einstakar. Okkur leið eins og ægilegum sæförum að sigla alla þessa leið.“ – Sem þið auðvitað eruð, gellur í blaðamanni. „Nei, það er ekkert meira mál að sigla þetta heldur en að keyra hring- inn í kringum Ísland,“ svarar Arnþór. „Svona bát munar ekkert um að lenda í slæmu veðri. Þessir bátar þola miklu meira en 50 til 100 tonna fiskibátar. Yfirbyggingin er engin og ef þeir fá á sig sjó, þá fer hann bara út aftur.“ Sofa betur ef báturinn ruggar Í mestu vindrokunum meðan við- talið á sér stað syngur í skútunni sem dillar sér í takt. „Maður merkir vind- inn ef maður er á sjó,“ segir Arnþór. „Ef það hvessir hressilega verður maður náttúrlega var við það. Sér- staklega á veturna þegar mastrið er á, því það tekur mikið á sig. Í Danmörku tókum við það alltaf af á veturna og þá verður maður ekki var við neitt, því yfirbyggingin er engin á bátnum.“ Til stóð að taka mastrið niður í þessari viku. „Ég veit bara ekki hvar við eigum að geyma það,“ segir Arn- þór. „Mastrið er 20 metrar og það dugar enginn venjulegur bílskúr. Í Danmörku var boðið upp á sérstakan geymslustað fyrir möstrin. Ef við finnum engan stað, þá verðum við bara með mastrið. Okkur er nákvæm- lega sama þótt báturinn ruggi. Við sofum bara betur.“ Arnþór á tvö uppkomin börn úr fyrra sambandi og segir ástæðuna fyrir flutningunum heim þá að fjöl- skyldan hafi verið farin að toga í sig. Einnig hafi verkstæðið sem hann vann á í Danmörku verið flutt langt inn í land í Svíþjóð. „Þar gat maður ekki verið með skútuna og því þurfti ég að flytja mig um set. Sjálfsagt hefði ég getað fengið vinnu í Dan- mörku ef ég hefði leitað að ráði, en ég datt niður á þessa vinnu á Netinu. Þá var bara að sigla vestur í staðinn fyrir austur.“ Þegar blaðamann bar að garði fylgdist hann með manni ganga aftur á bak út bryggjuna, því hann virtist ekki geta tekið augun af skútunni, og var það fyrir mildi forsjónarinnar að hann endaði ekki í sjónum. Arnþór segir ekki mikið um að fólk banki upp á, en margir labbi á kajanum og skoði skútuna. „Það getur verið gaman að sitja hér og hlusta á hvað fólk talar um fyrir utan þegar það horfir upp í mastrið og spekúlerar.“ Ældi á hverjum degi Aðeins nokkur skref eru á Kaffi- vagninn og Arnþór segist stundum fara þangað á morgnana um helgar til þess að fá sér kaffibolla og líta í Moggann. „Ég geri það ef ég vakna tímanlega. Þar er þröng á þingi þegar komið er fram á morguninn, þannig að maður þarf að vera snemma á ferð- inni. Annars erum við heimakær og gerum lítið af því að fara úr bátnum. Hér líður okkur vel og þurfum ekki að leita annað til að fá frið í sálina. En við notum auðvitað helgarnar til að heim- sækja vini og kunningja og fjölskyld- una.“ Svo kemur mamma reglulega í heimsókn, en hún býr í Kópavogi. „Munurinn á flóði og fjöru er mikill og þegar fjarar getur báturinn verið sex metrum lægri en bryggjan,“ segir Arnþór. „Þá kallar hún bara: „Heyrðu, við sjáumst á Kaffivagnin- um eftir smástund.“ Hún er orðin 71 árs og ótrúlega spræk að príla hingað niður í bátinn.“ Arnþór og Anna ætla að sigla aust- ur í sumar, enda á hann systkini sem búa þar og ólust þau upp saman á Borgarfirði eystri. Hann hóf sjó- mennsku á trillu árið sem hann fermdist. Það var ekki ást við fyrstu sýn. „Ég ældi hvern einasta dag allt sumarið og líka sumarið eftir. Ég veit ekki hvað hélt mér á sjónum allan þennan tíma. En sem betur fer eltist þetta af mér og síðan hef ég verið bæði á togurum og fiskibátum.“ Tóku gömlu græjurnar með Spurður um hvað þau tóku með sér þegar þau fluttu um borð í skútuna, nefnir Arnþór fyrst gömlu græjurnar sínar. „Þær hafa fylgt mér síðan 1980 og virka ennþá, þannig að þær eru notaðar. Við tókum mest af fötunum með, eldhúsáhöld, hljóðfærin mín og andskotann ekkert mikið meira.“ – Þú spilar á hljóðfæri? „Ég spila á gítar og bassa. Svo spil- aði ég á trommur áður fyrr þegar ég var í bandi á Borgarfirði.“ „Það er erfitt að vera með settið hérna,“ skýtur ljósmyndarinn inn í, sem er að mynda bátinn og eigandann í bak og fyrir. „Já, settið kæmist ekki fyrir,“ segir Arnþór og hlær. Svo heldur hann áfram: „Við seldum innbúið eins og það lagði sig og það sem ekki seldist var gefið. Fyrst um sinn vorum við samt með alltof mikið í bátnum og höfum verið að henda ýmsu sem ekki var rúm fyrir. En við keyptum ör- bylgjuofn, sem er með grill og blást- ur. Svo erum við með gaseldavél og auðvitað kæli.“ – Þetta er mikil nálægð? „Já, við veltum því mikið fyrir okk- ur. Nú er ekkert hægt að hlaupa yfir í næsta herbergi og skella hurðum. Annaðhvort erum við í þessu saman eða ekki. Og það hefur gengið vonum framar. Þetta þjappar okkur saman. Við erum samtaka og hjálpumst að við allt.“ Íbúð með risastórum garði Á venjulegum degi kemur Arnþór heim klukkan hálf sjö. Ef Anna er ekki á vakt hittast þau þar og fá sér að borða. Svo horfa þau á fréttirnar, líta í bíó eða sækja tónleika. „Þetta er bara eins og hjá öðru fólki. Fyrir okkur er þetta bara heimili – lítið frábrugðið því að búa í húsi.“ Í skútunni er vatns- hitakútur, þannig að heitt vatn kemur úr krananum og hægt er að fara í heitt bað. En Arnþór segir að þau fari yfirleitt í sundlaugarnar. En ætla þau að búa svona um ófyrirséðan tíma? „Á meðan við nennum því, höfum gaman af því og líkar það,“ segir Arn- þór. „Við verðum þó ekki á Íslandi þangað til við hrökkvum upp af. En við ætlum að staldra við næsta ára- tuginn. Svo förum við annað. Við er- um ekki bundin af einu eða neinu. Við þurfum ekki að bíða eftir að húsið seljist eða losa okkur við innbúið. Við tökum bara landtenginguna úr sam- bandi við rafmagnið, leysum landfest- ar og svo erum við farin.“ „Þetta er mjög lítil íbúð með risa- stórum garði,“ segir ljósmyndarinn. „Já, einmitt alveg feikilega stórum garði,“ svarar Arnþór. „Og við þurf- um enga garðsláttuvél.“ ’ Nú er ekkert hægtað hlaupa yfir í næsta herbergi og skella hurðum. ‘ ’ Ef það hvessirhressilega verður maður náttúrlega var við það. ‘ pebl@mbl.is ’ Við erum ekkibundin af einu eða neinu. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 B 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.