Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 7 Útibú Eignast‡ring Eignafjármögnun Fyrirtækjasvi› Marka›svi›skipti www.isb.is Vertu me› allt á hreinu! Íslandsbanki-Eignast‡ring, sem á›ur var VÍB, stendur fyrir árlegum haustfundi  um fjármál einstaklinga á Grand Hótel Reykjavík, í kvöld kl. 20–22.  Húsi› ver›ur opna› kl. 19.30. fiátttaka er ókeypis en sætafjöldi takmarka›ur. Fjárfesting 2003 Haustfundur Íslandsbanka-Eignast‡ringar Ávarp Valur Valsson, forstjóri Íslandsbanka Eignastýring við hefðbundnar aðstæður og óvenjulegar Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Íslandsbanka-Eignastýringar Síðustu þrjú ár hafa verið óvenjuleg á alþjóðlegum hlutabréfa- markaði. Leita þarf aftur um 70 ár til að finna hliðstæðu. Það er mikilvægt að reyna að átta sig á því hvað hefur breyst og hvað ekki og hvernig best er að bera sig að við eignastýringu við núverandi aðstæður. Hvernig finnur þú þína fjárfestingarstefnu? Jóhann Ómarsson, forstöðumaður Einkabankaþjónustu Er fjárfestingarstefna þín rétt? Hvað er gott að hafa í huga og hversu oft má endurskoða stefnuna? Hvaða tæki er hægt að nota við ákvörðun á fjárfestingarstefnu? Kaffihlé „Ekki sleppa bensíngjöfinni“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri ALVÍB Ávöxtun síðustu þrjú árin hefur verið lág hjá innlendum og erlendum lífeyrissjóðum vegna lækkunar á verði hlutabréfa. Til þess að tryggja góða langtímaávöxtun borgar sig að „sleppa ekki bensíngjöfinni“, kaupa áfram hlutabréf og nú á lægra verði. Fundarstjóri verður Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka-Eignastýringu. Dagskrá Bo›i› ver›ur upp á kaffiveitingar. Skráning fer fram á vef Íslandsbanka, www.isb.is  og hjá fljónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. TVEIR milljarðar 365 milljónir og 200 þúsund sekúndur, eða 75 ár, voru á sunnudag síðan Úrsmiðafélag Íslands var stofnað. Úrsmiðir eltast við sekúndur allan sinn starfsferil en Frank Úlfar Michelsen, formaður fé- lagsins, segir að nákvæmni, þolin- mæði og metnaður séu helstu kostir úrsmiða. Það má svo sannarlega segja að Frank sé úrsmíðin í blóð borin en faðir hans og afi, sem báðir hétu sama nafni, Frank Michelsen, voru einnig úrsmiðir. „Ég ólst eiginlega upp á vinnustofunni hjá föður mínum og fékk mikinn áhuga á úrsmíðinni sem enn er til staðar,“ segir Frank. Fjórði ættliðurinn á leiðinni Sjálfur á hann á þrjá syni, sá elsti heitir Frank en áhugasvið hans ligg- ur annars staðar. „Annar heitir Ró- bert, hann hefur allt sem þarf til að verða góður úrsmiður og er kominn á samning hjá mér. Fjórði ættliður- inn er því á leiðinni, en hann heitir reyndar ekki Frank,“ segir Frank og hlær. Aðspurður hvað heillar við úr- smíðina segir Frank að nákvæmnin, „þessi fínmekkanismi“ sé svo heillandi. „Það er bara eitt það skemmtilegasta sem ég geri að vinna með vandað úr, það er mjög gef- andi,“ segir hann. Úrsmíðin er með elstu starfs- greinum sem enn er unnið við, en fagið varð til á 13. öld þegar fyrstu gangverksklukkurnar voru smíðað- ar. Segir Frank að fyrsti úrsmiður- inn, Þorgrímur Tómasson, hafi hafið störf hér á landi í byrjun 19. aldar. Frá upphafi sé vitað um 131 úrsmið sem hefur lokið námi í greininni en í dag eru um 44 úrsmiðir í félaginu, þar af margir sem hafa látið af störf- um sökum aldurs. „Það er framtíð í úrsmíði og þá sérstaklega í úrsmíði vandaðra úra, en þetta verður aldrei fjölmenn stétt,“ segir Frank. Hann segir að það sé nóg að gera í viðgerðum vand- aðra úra, hann fái úr í viðgerð sem kosti 2–3 milljónir króna. Einnig komi fólk með gömul úr í viðgerð, fermingarúr foreldranna eða úr frá afa og ömmu. „Oft eru þetta úr frá 18. öld sem hafa gengið á þriðju öld. Þau koma enn inn í viðgerðir, fólk notar þetta ekki daglega, en úr eru oft það eina sem er til frá forfeðr- unum.“ Morgunblaðið/Kristinn Frank sæmir Axel Eiríksson, forseta samtaka úrsmiða á Norðurlöndum, gullmerki Úrsmiðafélags Íslands fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og fagsins. Úrsmiðir héldu upp á 75 ára afmæli félagsins í húsakynnum Sam- taka iðnaðarins á laugardag þar sem mikið var um dýrðir. 75 ár voru á sunnudag frá stofnun Úrsmiðafélags Íslands Nákvæmni og þolinmæði helstu kostir úrsmiða STARFSMENN Læknavakt- arinnar í Smáranum í Kópa- vogi hafa orðið varir við nokkra aukningu í aðsókn í kjölfar þess að dregið hefur verið úr þjónustu barna- læknavaktarinnar í Domus Medica, að sögn Böðvars Arnar Sigurjónssonar læknis. „Hingað kemur mikið af börnum en við höfum þó ekki orðið vör við marktæka fjölg- un. Börn eru velkomin til okkar,“ segir Böðvar Örn. Utan hefðbundins vinnu- tíma geta foreldrar veikra barna leitað á nokkra staði. Læknavaktin í Smáranum er opin frá kl. 17 alla virka daga til kl. 23.30. Eftir það bjóða læknarnir upp á vitjanaþjón- ustu til klukkan 8 á morgn- ana. Um helgar er afgreiðslan opin frá kl. 9–23.30 og er vitj- anaþjónusta allan sólarhring- inn um helgar. Þá er vakt utan dagvinnu- tíma á heilsugæslustöðvunum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi og Mosfellsbæ. Á heilsugæslustöðinni í Grafar- vogi frá kl. 18–19 samkvæmt tímapöntun, í heilsugæslu- stöðinni Miðbæ kl. 17–19 samkvæmt tímapöntunum, heilsugæslustöðinni í Lág- múla frá kl. 17–19 fyrir alla sem skráðir eru á stöðina og alla íbúa hverfisins sem ekki hafa heimilislækni og á heilsugæslustöðinni á Sel- tjarnarnesi frá kl. 17–18:30 fyrir íbúa hverfisins. Á heilsugæslustöðinni í Mos- fellsbær er sólarhringsvakt alla daga ársins. Samdráttur hjá Domus Medica Foreldrar veikra barna geta leitað annað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.