Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 13
! "
! # !
!
$%#&&'(!)! * ##)+ "," )- #"*+) . /
.)0+ .
!
1*
+ ) "+
.!
UMSÆKJANDI, sem sótti um starf
tilsjónarmanns með sambýli í Kópa-
vogi, hefur krafist þriggja mánaða
launa auk miskabóta vegna þeirrar
meðferðar sem umsókn hans hlaut
hjá bænum, en umsækjandinn gagn-
rýndi það að kynhneigð hans hafði
verið gerð að umtalsefni í atvinnu-
viðtali vegna starfsins. Bæjarlög-
maður vísar kröfum umsækjandans
á bug og segir þær tilhæfulausar og
órökstuddar.
Í apríl síðastliðnum greindi Morg-
unblaðið frá umkvörtunum umsækj-
anda um stöðu umsjónarmanns með
sambýli unglingspilta, sem verið var
að koma á fót í Kópavogi. Hafði hann
verið spurður út í kynhneigð sína í
atvinnuviðtali vegna starfsins en
maðurinn er samkynhneigður. Ann-
ar umsækjandi var svo ráðinn í starf-
ið.
Nú hefur lögmaður mannsins
krafist þess að bærinn bæti honum
upp það tjón sem meðferð á umsókn
hans hafði í för með sér. Segir í bréfi
hans að kynhneigð umsækjandans
hafi beinlínis orðið þess valdandi að
hann hafi ekki verið valinn í starfið,
þrátt fyrir að vera hæfastur sam-
kvæmt gögnum um menntun og
starfsreynslu. Segir lögmaðurinn
meðferðina ólögmæta enda brjóti
hún í bága við ákvæði mannréttinda-
sáttmála Evrópu og mannréttinda-
ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar.
Hafi verið kominn með
vilyrði fyrir starfinu
Þá segir lögmaðurinn að umbjóð-
andi hans, sem þá var búsettur í
Danmörku, hafi verið í sambandi við
starfsmann Kópavogsbæjar vegna
umsóknarinnar og talið sig hafa
munnlegt vilyrði fyrir því að hann
fengi starfið. Þetta hafi orðið til þess
að hann ákvað að flytja til Íslands.
Þegar heim var komið hafi hins veg-
ar verið ákveðið að auglýsa starfið
sem hann sótti síðan um eins og fyrr
greinir.
Fer umsækjandinn fram á þriggja
mánaða laun, samtals 600 þúsund
krónur og miskabætur, sem næmu
300 þúsund krónum, auk innheimtu-
kostnaðar. Segir í bréfi lögmanns
hans að verði ekki gengið að kröfunni
verði málið rekið fyrir dómstólum.
Í svarbréfi bæjarlögmanns segir
að verulega sé hallað réttu máli.
Ómálefnaleg og ólögmæt sjónarmið
hafi ekki ráðið því að maðurinn var
ekki ráðinn í starfið og fráleitt sé að
hann hafi haft vilyrði fyrir því að
hann yrði ráðinn. Er kröfunum því
hafnað enda séu þær tilhæfulausar
og órökstuddar.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Þórður Clausen Þórðarson bæjar-
lögmaður að bænum hefði ekki verið
stefnt fyrir dómstóla vegna málsins.
Umsækjandi um starf tilsjónarmanns unglingasambýlis
Krefst þriggja mánaða
launa auk miskabóta
Kópavogur Bærinn vísar
kröfunni á bug
ANDI gamallar rokktónlistar og
brilljantíns sveif um ganga og stof-
ur Hagaskóla í gær en þá brugðu
nemendur og kennarar á leik með
því að halda uppi heiðri sjötta ára-
tugarins. Kvikmyndin Grease var í
forgrunni, bæði hvað varðaði tón-
list og fatnað auk þess sem myndin
sjálf var sýnd á breiðtjaldi í skól-
anum.
Að sögn Dóru Sifjar Ingadóttur,
sem situr í stjórn nemendafélags-
ins, er Grease-dagurinn tilkominn
vegna vetrarfrísins sem hefst í skól-
anum í dag. „Það var bara einn
dagur á milli helgarinnar og frís-
ins. Þess vegna ákváðum við að
gera eitthvað sniðugt af því það
nennir enginn að vera í skólanum í
einn dag.“
Söngkeppni í hádeginu
Hún segir kennara hafa skipu-
lagt uppákomur í tímum og í löngu
frímínútunum hafi kvikmyndin
Grease verið sýnd á breiðtjaldi í
skólanum. Mikil stemmning hafi
verið í skólanum og að krökkunum
hafi þótt gaman að myndinni þótt
hún sé komin til ára sinna. „Þeim
finnst hún mjög skemmtileg og allir
eru mjög ánægðir að við séum að
gera eitthvað svona öðruvísi,“ segir
Dóra.
Auk myndasýningarinnar var
efnt til karókí-keppni í hádeg-
ishléinu þar sem hugaðir krakkar
sungu lög úr myndinni en nem-
endastjórnin lét ekki þar við sitja.
„Við ákváðum að láta alla mæta í
gallabuxum og hvítum bol eins og
krakkana í myndinni þannig að all-
ir væru eins,“ segir Dóra. „Það
mættu reyndar ekki alveg allir í
hvítum bol en þó nokkrir. Það er
mjög skemmtilegt að allir séu eins
því það verður svolítið sérstakt
þannig.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í hádeginu var keppt í karókí þar sem lögin úr Grease voru sungin.
Grease-hetjur
og gallabuxur
Dóra Sif segir krakka í Hagaskóla
hafa gaman af kvikmyndinni
Grease þrátt fyrir að hún sé komin
til ára sinna.
Vesturbær
FORMAÐUR skipulags- og bygg-
inganefndar Reykjavíkur vísar á bug
gagnrýni fulltrúa íbúa í Rimahverfi
um að samráði við íbúa, vegna mót-
unar tillögu að skipulagi Landssím-
areitsins, hafi verið ábótavant. Hún
segir hins vegar ljóst að samráð feli
ekki í sér að gengið sé að öllum kröf-
um annars aðilans.
Í Morgunblaðinu á föstudag sagði
Emil Arnar Kristjánsson, annar
fulltrúi íbúa í samráðshópi sem kom-
ið var á laggirnar vegna tillögunnar,
að hann hafi komið að mótaðri tillögu
þegar hópurinn kom saman.
Komu til móts við
athugasemdir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for-
maður skipulags- og bygginganefnd-
ar, segir að ákveðnar athugasemdir
hafi legið fyrir um eldri skipulagstil-
lögu sem kynnt var í vor.
„Við unnum með þær athugasemd-
ir og vorum auðvitað með ákveðna
tillögu þegar við hittum fulltrúa íbúa
en hún byggðist á þegar þekktum at-
hugasemdum sem við höfðum komið
til móts við. Þegar við hittum þá
komu þeir með athugasemdir til við-
bótar sem lutu meðal annars að um-
ferðarmálum. Við unnum með þær
og tillagan tók breytingum í því ferli
þannig að ég vil mjög eindregið vísa
þessari gagnrýni á bug því hún á ekki
rétt á sér.“
Í Morgunblaðinu gagnrýndi Emil
enn fremur að ekki hefði verið tekið
tillit til athugasemda íbúa varðandi
þéttleika byggðarinnar á reitnum.
„Við töldum að íbúar hefðu ýmislegt
til síns máls varðandi hæð húsanna
og umferðarmálin sem við tókum til-
lit til,“ segir Steinunn. „Þéttleikinn
byggist hins vegar á því að í nýju að-
alskipulagi Reykjavíkur er gert ráð
fyrir að byggja mun þéttar en gert
hefur verið. Að vandlega íhuguðu
máli höfum við ekki gert breytingar á
íbúafjöldanum þannig að það hefur
ekki verið fallist á öll sjónarmið íbú-
anna. Samráðsferli felur auðvitað
ekki í sér að annar aðilinn fái allt sitt
fram.“
Starfshópurinn hafi
lokið störfum í bili
Hvað varðar framhald málsins
segir Steinunn að tillagan verði
væntanlega kynnt í skipulags- og
bygginganefnd þar sem farið verði
yfir þær athugasemdir sem fram
komu á kynningarfundi síðastliðinn
þriðjudag. „Væntanlega verður til-
lagan síðan kynnt í hverfisráði Graf-
arvogs og unnið með íbúasamtökun-
um en ég lít svo á að þessi hópur sem
Emil og Hallgrímur voru í hafi lokið
störfum í bili.“
Aðspurð hvort tillagan verði aug-
lýst segir Steinunn það ekki ljóst á
þessari stundu. „Það er verið að
kanna hvort þess þurfi lögfræðilega
séð en skipulags- og byggingalögum
er kveðið skýrt á um að það þurfi
ekki að endurauglýsa tillögu nema
veigamiklar breytingar hafi verið
gerðar. Það má auðvitað segja að í
þessu tilfelli séum við að bregðast við
athugasemdum við fyrri tillögunni og
koma til móts við ákveðin sjónarmið.
Það má færa rök fyrir því að þess
vegna þurfi ekki að auglýsa hana aft-
ur enda er ekki verið að skerða neina
hagsmuni núna umfram það sem var
í hinni tillögunni heldur þvert á móti.
En við erum að láta skoða hvernig við
eigum að túlka þetta.“
Formaður skipulagsnefndar hafnar gagnrýni á samráð vegna Landssímareits
Þýðir ekki að
gengið sé að öllu
Grafarvogur
BÆJARYFIRVÖLD á Seltjarnar-
nesi hafa átt í viðræðum við fyrir-
tækið Stoðir um leigu á húsnæði á
Eiðistorgi undir starfsemi bókasafns
bæjarins. Segir bæjarstjóri að hann
vonist til að flutningurinn muni efla
bæði Eiðistorg og bókasafnið, gangi
hann eftir.
Að sögn Jónmundar Guðmarsson-
ar bæjarstjóra er um að ræða hús-
næði á hæðinni fyrir ofan Hagkaup á
Eiðistorgi en hann segir tvær ástæð-
ur fyrir því að ákveðið var að hefja
viðræður við eigendur húsnæðisins
um leigu á því.
„Það eru ákveðin þrengsli um
safnið þótt það sé ekki þannig að því
sé ekki vært þar sem það er. Síðan
lýstum við í núverandi meirihluta því
yfir fyrir kosningar að við myndum
reyna að hugsa um hagsmuni safns-
ins og gera fólki betur kleift að
sækja það en um leið efla mannlíf á
Eiðistorgi. Þá kom upp sú hugmynd
í kosningabaráttunni að við myndum
leita eftir því að færa safnið á torgið
með það fyrir augum að skapa meira
líf á torginu sjálfu.“
Hann segir húsnæðið hafa staðið
autt um nokkurt skeið. „Af og til hef-
ur verið rekstur í þessu húsnæði sem
ekki virðist hafa gengið sem er auð-
vitað mjög leitt því þetta er í hjarta
miðbæjarins hjá okkur og við höfum
auðvitað áhuga á því að torgið sé lif-
andi og fólk sæki þangað. Við sjáum
til dæmis möguleika á að hafa þarna
sambýli bókasafns og netkaffis
þannig að það eru margar góðar
hugmyndum í kring um þetta.“
„Ekki beint nauðsynlegt“
Aðspurður segir Jónmundur við-
ræðurnar ekki hafa leitt til neinnar
niðurstöðu en búið sé að setja á lagg-
irnar vinnuhóp með fulltrúum Stoða
og forstöðumanns bókasafnsins.
„Hópurinn á að koma með tillögur
um það hvernig þetta getur gert sig
og við munum síðan á grundvelli
þeirra hugmynda halda áfram með
viðræður um verkefnið sjálft. Flest-
um finnst þetta góð hugmynd en við
munum ekki fara út í þetta nema
okkur sé fjárhagslega stætt á því þar
sem þetta er ekki beint nauðsynlegt
verkefni,“ segir Jónmundur.
Ræða flutning bókasafnsins
Seltjarnarnes
Morgunblaðið/Þorkell
Bókasafnið er sem stendur til húsa á Skólabraut en það gæti breyst.