Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 á mánudögum! Sérrit um bækur fylgir Morgunblaðinu hvern miðvikudag fram að jólum. Allir nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Meðal efnis eru viðtöl við höfunda, fréttir og gagnrýni um nýjar bækur. RÆKTUNARSAMBAND Flóa og Skeiða vinnur nú við tilraunaborun eftir heitu og köldu vatni á Brekku- bæ á Hellnum. Borunin hófst fyrir rúmri viku og er búið að bora eina tilraunaholu og unnið við aðra. Farið er í gegnum mörg jarðlög en laus yfirborðslög hafa almennt valdið vandamálum við borun á Snæfellsnesi. Önnur holan var bor- uð niðri við sjávarmál og skilar um 10 sekúndulítrum af köldu vatni. Er mikill fengur að vatninu, því allt frá því byggð hófst á Hellnum hefur vatnsöflun verið eitt helsta vanda- mál íbúanna. Í gegnum tíðina var notast við yfirborðsvatn eða vatn úr Maríulindinni allt fram til ársins 1793 er Ásgrímur Hellnaklerkur lét grafa brunn í fjörunni sem notaður var til ársins 1962. Þá var lögð vatnsleiðsla til Hellna frá upptökum Dagverðarár en það er um 7 km leið. Sú leiðsla er orðin gömul og þarf endurnýjunar við. Með þessum nýja vatnsfundi á Hellnum horfa menn m.a. björtum augum til betri brunavarna á svæðinu auk þess sem þarna er komið nægt neysluvatn fyrir væntanlega byggð í plássinu, sem samkvæmt aðalskipulagi verð- ur töluverð. Hin holan er boruð ofar í landi Brekkubæjar og er yfirborð hennar í 40 metra hæð yfir sjávarmáli. Efsta lagið þar undir er móberg og undir því er kargahraunlagastafli allt niður í sjötíu og einn metra. Kargalögin eru einn til níu metrar á þykkt og mettuð af köldu vatni, sem væntanlega hefur komið úr jöklin- um í aldanna rás. Skilar hún einnig um 10 sekúndulítrum af vatni sem fannst á 39,5 metra dýpi. Fóðra hef- ur þurft báðar holurnar niður að gamla berglaginu sem er undir kargalaginu en borunin hefur að öðru leyti gengið mjög vel. Loksins kalt vatn á Hellnum Hellnar Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, Ólafur R. Sigfússon, Johnny Símonarson og Sveinbjörn Jóhannsson, við jarðborinn Trölla. DAÐI Guðbjörnsson myndlist- armaður sýnir nú í neðri salnum í Tryggvasafni í Neskaupstað. Sýn- ingin er eins konar yfirlitssýning þar sem Daði sýnir verk síðustu fimm ára. „Þetta er svona dæmi- gerður Daði,“ segir listamaðurinn, „samt er örlítið sjóþema út af tengslum við Magna.“ En Magni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tryggvasafns, var skipstjóri til margra ára. Nýjasta verkið heitir: „Margt býr í þokunni“ og var það sérstaklega unnið fyrir sýninguna. Verkið vísar í hina alræmdu Austfjarðaþoku sem stundum liggur yfir fjörð- unum. Sýning á verkum Daða mun standa í þrjár til fjórar vikur. Sýning Daða er önnur sýningin í Tryggvasafni á árinu en í sumar stóð yfir sumarsýning á verkum Tryggva Ólafssonar. Að sögn Magna er fyrirhugað að halda fimm sýningar á þessu ári og verður sú næsta opnuð í efri sal safnsins um næstu helgi. Þar er um að ræða nýja sýningu á verkum Tryggva. Þá er gert ráð fyrir að listamenn af fjörðunum verði með sölusýningu á verkum sínum fyrir jól, en fimmta sýningin er ekki alveg frágengin. Morgunblaðið/Kristín Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Daði Guðbjörnsson listamaður og Magni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tryggvasafns. Dæmigerður Daði Neskaupstaður NÝLEGA var tekin fyrsta skóflu- stungan að stækkun leikskólans Krílakots í Ólafsvík. Aðdragandi að stækkun leikskólans er sá að hinn 11. júní sl. bar Ásbörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu þess efnis að ráðist verði í stækkun leikskólans og var tillagan samþykkt samhljóða. Samið var við arkitektastofuna Arkþing um hönnun stækkunarinnar og á haustmánuðum var verkið boðið út. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að átta aðilar buðu í verkið og var Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar ehf. í Grundarfirði með lægsta tilboð- ið, það hljóðaði upp á 26.603.663 kr. Kostnaðaráætlun þessa verkþáttar mun hafa hljóðað upp á rúmar 30 milljónir. Reiknað er með að heildarbygging- arkostnaður verði rúmar 32 milljónir. Guðrún Karlsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri Krílakots, tók skóflu- stunguna eftir að Kristinn Jónasson bæjarstjóri flutti ávarp. Að skóflu- stungunni lokinni sungu leikskóla- börnin lagið „Í leikskóla er gaman“ fyrir viðstadda. Eldri bygging leikskólans er um 264 fermetrar og er nýbyggingin 148 fermetrar svo að um verulega stækk- un á húsnæðinu er að ræða, auk þess sem farið verður í endurbætur á eldra húsnæði samhliða nýbygging- unni, m.a. verður sett nýtt þak á allt húsið. Í dag eru 67 börn í leikskólanum og skipta þau á milli sín 42 plássum með því að sum eru aðeins hálfan daginn en nokkur þeirra sem eru hálfan dag- inn eru á biðlista eftir heilsdagsplássi og mun þeirri þörf verða fullnægt með stækkuninni. Eftir stækkun verður leikskólinn með pláss fyrir 60 börn í heilsdagsvistun. Verklok eru áætluð 15. apríl 2003. Morgunblaðið/Alfons Guðrún Karlsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri, tók skóflustunguna og Kristinn Jónasson bæjarstjóri flutti ávarp. Krílakot stækkað Ólafsvík DANSKENNSLA var haldin í Grundarfirði á dögunum. Um 90 krakkar á leikskóla- og grunnskólaaldri nýttu sér tækifærið og stigu dansspor. Kenndir voru helstu dansar, bæði nýir og gamlir dansar. Námskeiðið stóð í sjö daga og var kennt klukkutíma í senn. Síðan var árangurinn sýndur og ekki var annað að sjá en að krakkarnir hefðu haft af þessu gagn og gam- an. Leiðbeinendur voru Ásrún Kristjánsdóttir og Hanna Steinunn Steingrímsdóttir dans- kennarar. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Yngstu nemendurnir sýna það sem þeir hafa lært. Margir í danskennslu Grundarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.