Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 17 Málning fyrir vandláta Bindoplast 7 10 lítrar TILBOÐ kr. 5.900,- HJÓLSÖG 5704R 0 = 190 mm, 1200 W TILBOÐSVERÐ 16.000.00 Vilhelmsson stjórnarmaður í Þormóði ramma-Sæbergi hf. er stjórnarfor- maður Afls fjárfestingarfélags hf. Þá seldi Þormóður rammi-Sæberg hf. í gær öll eigin hlutbréf félagsins, fyrir rúmar 4,9 milljónir að nafnvirði. Bréfin voru seld á genginu 4,8 og er markaðsvirði hlutarins því um 23,5 milljónir króna. AFL fjárfestingarfélag hf. keypti fyr- ir helgihlutafé í Þormóði ramma-Sæ- bergi fyrir tæpar 22,5 milljónir króna að nafnverði á verðinu 5,01 eða fyrir 112,6 milljónir króna. Eignarhlutur Alfs fjárfestingarfélags í Þormóði ramma eftir viðskiptin nemur um 490 milljónum króna að nafnverði eða um 43% af hlutafé félagsins. Þorsteinn Afl eykur hlut sinn í Þormóði ramma-Sæbergi LENA Sommestad, umhverf- isráðherra Svíþjóðar, segir að koma verði í veg fyrir að Ís- lendingar hefji hvalveiðar. Eins og kunnugt er var aðild- arumsókn Íslendinga að Al- þjóðahvalveiðiráðinu sam- þykkt á fundi ráðsins fyrir skömmu og greiddu Svíar m.a. atkvæði með aðild Ís- lands. Í fyrirvara við umsókn sína skuldbinda Íslendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en í fyrsta lagi árið 2006. Sænsk stjórn- völd hafa haldið því fram að Svíar hafi greitt Íslendingum atkvæði sitt fyrir mistök og Sommestad segir að stefna Svía sé enn sú sama, ekki eigi að heimila einu ríki að hefja hvalveiðar og hlutverk sænskra stjórnvalda sé að koma í veg fyrir það. Haft er eftir talsmanni sænska um- hverfismálaráðuneytisins að Svíar muni þrýsta á Íslend- inga að draga til baka fyr- irvarann við hvalveiðibannið og, ef nauðsyn krefur, muni Svíar þrýsta á um að greidd verði atkvæði um fyrirvarann á næsta fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins. Svíar vilja koma í veg fyrir hvalveiðar SÖLUHAGNAÐUR vegna sölu á stórum eignarhlut í Vátrygginga- félagi Íslands hafði mikil áhrif á afkomu Landsbanka Íslands í níu mánaða uppgjöri, eins og fjallað var um í Morgunblaðinu á laug- ardag. Söluhagnaðurinn var liðlega 900 milljónir króna, sem er nær helmingur af hagnaði bankans fyr- ir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Sé aðeins litið á þriðja fjórðung ársins sneri þessi sala tapi fyrir skatta í hagnað, en hagn- aður þess fjórðungs fyrir skatta var 755 milljónir króna. Arðsemi fyrstu níu mánaða ársins var innan þeirra markmiða sem bankinn hef- ur sett sér, en án sölu á hlutabréf- unum í VÍS hefði bankinn ekki náð þeim markmiðum sínum. Haukur Þór Haraldsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, segir að áform hafi verið um að minnka hlut bankans í VÍS og því hafi bankinn gert ráð fyrir einhverjum söluhagnaði vegna VÍS í áætlunum sínum. Ætl- unin hafi þó ekki verið að selja jafnstóran hlut og gert hafi verið og því sé söluhagnaðurinn meiri en samkvæmt áætlunum. Haukur Þór segir að skýring- arnar á lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir þegar söluhagn- aður af VÍS sé undanskilinn, séu aðallega af tvennum toga. Annars vegar hafi meira verið lagt í af- skriftareikning útlána en ætlað hafi verið, en það stafi af því að ákveðnar atvinnugreinar hafi átt í erfiðleikum. Landsbankinn hafi ákveðið að sýna varfærni með því að færa frekar meira en minna inn á afskriftareikning. Framlag á af- skriftareikning á fyrstu níu mán- uðum þessa árs nam 1.930 millj- ónum króna, sem er rúmum 400 milljónum króna hærra framlag en á sama tímabili í fyrra. Tap vegna gengis tækni- og hugbúnaðarfyrirtækja Hins vegar hafi bankinn orðið fyrir tapi vegna gengis fyrirtækja í hugbúnaðar- og tæknigeira. Við- snúningur hafi þó orðið hjá ákveðnum fyrirtækjum í þessum geirum frá níu mánaða uppgjöri og ef bætt gengi haldist komi það fram sem hagnaður á þessum fjórðungi í ársuppgjöri. Haukur Þór segir að þarna sé bæði um að ræða skráð fyrirtæki og óskráð og nefnir Íslandssíma og Íslenska hugbúnaðarsjóðinn sem dæmi, en þau séu bæði skráð í Kauphöll Ís- lands og hafi lækkað á fyrstu níu mánuðum ársins. Hann segir að þó að tekin hafi verið ákvörðun um að lækka óskráðu hlutabréfin vegna varúðarsjónarmiða, þýði það ekki endilega að verðmætið sé tapað og að síðar kunni að koma hagnaður út úr þessum eignum. Gengistap af hlutabréfum nam 513 milljónum króna á fystu níu mánuðum þessa árs, en 1.610 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Afkomuviðvörun ástæðulaus Aðspurður hvort hann telji að ástæða hefði verið til að draga áhrifin af sölu VÍS betur fram í af- komutilkynningu vegna níu mán- aða uppgjörs bankans segir Hauk- ur Þór að færa megi rök fyrir því en þó hafi verið greint frá áhrif- unum. Þegar Haukur Þór er spurður að því hvort hann telji að ástæða hefði verið til að senda út afkomu- viðvörun fyrst bankinn náði ekki arðsemismarkmiðum sínum nema vegna sölunnar á VÍS segir hann að fara eigi sparlega í afkomuvið- varanir. Þær eigi aðeins að nota ef það verða veruleg frávik frá op- inberum markmiðum og því hafi ekki verið tilefni til þess. Afskriftareikningur útlána og tæknigeiri Skýringar á afkomu LÍ á fyrstu 9 mánuðum ársins AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.