Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
! "
! 2+ #
/ " + )- ,
"
# $
%"
45"
&
)! . * /+
# 4"5
6"
1
+ ) **,
+ "+
)- ,
!#5 7)4.+ # *
" !
**, 5
+ #5 7) BONUS Stores Inc., sem er að meiri-
hluta í eigu Baugs Group hf., tapaði
rúmum 1,1 milljarði króna á fyrri
helmingi rekstrarárs Baugs sem
lauk í ágúst. Baugur Group á um 55%
í félaginu og er hlutdeild fyrirtæk-
isins í tapinu 614 milljónir króna,
sem er um 750 milljónum lakari af-
koma en upphaflegar áætlanir gerðu
ráð fyrir.
Í tilkynningu frá Baugi kemur
fram að endurmat á birgðum, sem
nemi um 478 milljónum króna, sé
helsta ástæða lakari afkomu. Endur-
matið varð til þess að framlegð lækk-
aði úr 30,7% á fyrsta ársfjórðungi í
15,4% á öðrum ársfjórðungi. Þá nam
gjaldfærður kostnaður vegna lokun-
ar óarðbærra verslana og annarra
umbreytinga í rekstri 268 milljónum.
Spáð 750 milljóna kr. tapi
Annar rekstrarkostnaður Bonus
Stores hækkar því í 18,6% af tekjum
á öðrum ársfjórðungi úr 10,8% á
fyrsta ársfjórðungi. Í Morgunkorni
Íslandsbanka kemur fram að
afkomuspá Greiningar bankans fyrir
annan ársfjórðung hafi gert ráð fyrir
28% framlegð af rekstri Bonus Stor-
es og 270 milljóna króna hagnaði fyr-
ir afskriftir (EBITDA) fyrir sam-
stæðuna. Í ljósi afkomu Bonus
Stores spáir Greining ÍSB nú að tap
samstæðunnar fyrir afskriftir verði
um 750 milljónir króna.
Nýjar áætlanir fyrir Bonus Stores
miða að því að rekstur félagsins skili
hagnaði á næsta rekstrarári. Til að
ná því markmiði hefur í fyrsta lagi 45
verslunum með neikvæða EBITDA-
framlegð verið lokað. Í öðru lagi
verða verslanir Bonus Stores í Flór-
ída seldar en félaginu hefur þegar
borist tilboð sem nú er til skoðunar. Í
þriðja lagi er verið að endursemja við
lánardrottna félagsins um lánalínur
út á birgðir. Í fjórða lagi er ráðgert
að breyta 200 Bills Dollar Stores
verslunum í Bonus Stores. Þegar
hefur um 100 verslunum verið breytt
í Bonus Stores og hefur það skilað
15–20% söluaukningu.
Hlutafé aukið
Í fimmta lagi eru áform um að
auka hlutafé Bonus Stores Inc. um 9
milljónir dollara á næstu vikum og er
nú útlit fyrir að Baugur verði þátt-
takandi í aukningunni. Baugur mun
birta uppgjör fyrir annan fjórðung
rekstrarársins á morgun.
Gengi Baugs í Kauphöll Íslands
lækkaði um 8% í gær, úr 10,10 í 9,3.
Tap hjá
Bonus Stores
Verslanir seldar og öðrum lokað
STARFSMENN Vátryggingafélags
Íslands hf. héldu kveðjuhóf fyrir
forstjóra félagsins, Axel Gíslason
síðastliðinn föstudag. Axel mun
hætta sem forstjóri félagsins þann
1. nóvember nk. er Finnur Ingólfs-
son tekur við sem forstjóri. Axel
mun þó starfa áfram fyrir VÍS út
þetta ár meðal annars að verk-
efnum sem tengjast endurtrygg-
ingum erlendis.
Axel hefur verið forstjóri VÍS
frá stofnun félagsins í janúar 1989.
Hann var ráðinn til Samvinnu-
trygginga á árinu 1988 og meðal
fyrstu verkefna var að skoða
möguleika á að gjörbreyta rekstri
félagsins. Í janúar 1989 samein-
aðist félagið síðan Brunabótafélagi
Íslands og eins og áður sagði hef-
ur Axel verið forstjóri sameinaðs
félags frá upphafi.
Axel segir að auðvitað sé eft-
irsjá nú þegar hann lætur af störf-
um, eftir að hafa unnið með
stórum og góðum hópi starfs-
manna í langan tíma en um leið
tilhlökkun að takast á við ný verk-
efni. Hann segist vera stoltur af
því hvað Vátryggingafélag Íslands
hafi vaxið á þessum tæpum 14 ár-
um og sé orðið myndarlegt og öfl-
ugt félag.
Aðspurður segir Axel að hann
hafi ekki ákveðið hvað hann taki
sér fyrir hendur þegar hann hætti
störfum hjá VÍS. Það sé eitthvað
sem tíminn muni leiða í ljós, fyrst
ætli hann að einbeita sér að þeim
verkefnum sem hann hefur tekið
að sér að ljúka.
Starfsmenn VÍS kveðja Axel Gíslason
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EVRÓPUSAMBANDIÐ mun að öll-
um líkindum leggja til bann við
þorsk-, ýsu- og lýsuveiðum í Norð-
ursjó, Skagerrak, Írlandshafi og vest-
ur af Skotlandi á næsta ári.
Franz Fischler, yfirmaður sjávar-
útvegsmála hjá ESB, hefur sagt að
hann muni taka ákvörðun um hvort af
veiðibanninu verður hinn 11. nóvem-
ber nk. eftir að hann hefur farið yfir
gögn Alþjóðahafrannsóknaráðsins
sem hefur lagt til að þorskveiðum
verði hætt á næsta ári en einnig veið-
um á ýsu og lýsu, enda komi töluvert
af þorski sem meðafli í þeim veiðum.
Fischler segir ólíklegt að fram-
kvæmdastjórn sambandsins muni
komast að annarri niðurstöðu. Evr-
ópusambandið hefur ítrekað varað
við versnandi ástandi fiskistofnanna
en framkvæmdastjórnin hefur
sjaldnast farið að ráðleggingum fiski-
fræðinga við ákvörðun heildarkvóta.
Þorskkvóti sambandsins var þó skor-
inn niður um 55% á síðasta ári en
Fischler segir ástand stofnsins jafn-
vel enn verra en þá var talið. ESB
beri því skylda til að banna veiðarnar
og vernda þannig fiskiðnaðinn í sam-
bandslöndunum.
Ljóst er að árs veiðibann mun hafa
veruleg áhrif í strandhéruðum í Bret-
landi, Írlandi, Danmörku, Svíþjóð,
Þýskalandi og Belgíu, en Fischler
hefur gagnrýnt yfirvöld í þessum
löndum fyrir að hafa látið aðvaranir
fiskifræðinga eins og vind um eyru
þjóta á undanförnum árum. Ný gögn
sýni fram á þorskstofninn sé ofveidd-
ur, auk þess sem ekki sé tilkynnt um
hluta aflans og hann seldur í erlend-
um höfnum. Afli á undanförnum ár-
um hafi því verið meiri en komi fram í
skýrslum.
Ákvörðun sænskra stjórnvölda um
einhliða bann við þorskveiðum í
Eystrasalti á næsta ári hefur vakið
hörð viðbrögð sænskra sjómanna og
hefur Fischler varað sjávarútvegs-
ráðherra ESB við að taka hagsmuni
fiskiðnaðarins fram yfir ráðleggingar
vísindamanna, enda gæti það haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
ESB
leggur
líklega til
veiðibann
DR. RICHARD Keegan, sérfræð-
ingur á sviði framleiðslustjórnun-
ar, er staddur hér á landi við nám-
skeiða- og fyrirlestrahald. Dr.
Keegan er verkfræðingur og hefur
m.a. ritað bókina „World Class
Manufacturing“ (Framleiðsla á
heimsmælikvarða) og fjalla fyrir-
lestrar hans um það efni. Í gær
hélt hann fyrirlestur hjá Marel, en
í morgun hélt hann til Akureyrar
og hélt morgunverðarfund með
fulltrúum 30 akureyrskra fyrir-
tækja. Í dag heldur hann einnig
fyrirlestur hjá Háskólanum á Ak-
ureyri.
Í kynningu á námskeiði Keegans
segir að stefnt sé að því að ávinn-
ingur þátttakenda verði þríþættur.
Í fyrsta lagi yfirsýn yfir aðferðir
„World Class Manufacturing“, í
öðru lagi þekking á einstökum að-
ferðum og í þriðja lagi þekking á
reynslu annarra fyrirtækja af
notkun aðferðarinnar.
Fyrir-
lestrar um
framleiðslu
ÁÆTLUÐ samlegðaráhrif af sam-
runa Kaupþings og JP Nordiska í
Svíþjóð eru á bilinu 45 til 100 milljónir
sænskar krónur á ári, eða frá rúm-
lega 400 milljónum íslenskra króna í
tæplega einn milljarð íslenskra
króna, samkvæmt skráningar- og út-
boðslýsingu sem gefin hefur verið út í
tengslum við yfirtökutilboð Kaup-
þings til hluthafa í JP Nordiska. Gert
er ráð fyrir að samlegðaráhrifin komi
aðallega fram í auknum tekjum, en
einnig er gert ráð fyrir verulegum
sparnaði í yfirstjórn þegar samruninn
er að fullu genginn í gegn. Þá segir í
skráningarlýsingunni að kostnaður
vegna umbreytinga á fyrirtækjunum
í tengslum við samrunann verði sem
svarar um 200–300 milljónum ís-
lenskra króna.
Óskráðar eignir fyrir
5,5 milljarða króna
Kaupþing á eignarhluti sem eru
bókfærðir á meira en 500 milljónir
króna í fimm óskráðum fyrirtækjum.
Í skráningarlýsingunni segir að eign-
irnar séu metnar á kaupverði eða
markaðsverði, eftir því hvort sé
lægra. Heildarverð óskráðra eigna í
bókum Kaupþings er 5,5 milljarðar
króna og fjögur stærstu fyrirtækin
voru metin á 65% af þeirri fjárhæð,
eða um 3,6 milljarða króna.
Kaupþing á 40% hlut í Fasteigna-
félaginu Stoðum hf., sem er stærsta
fasteignafélag landsins eftir samruna
við Þyrpingu hf. fyrr á þessu ári.
Heildareignir Stoða eru meira en 20
milljarðar króna.
Vífilfell hf. er að fjórðungi í eigu
Kaupþings eftir yfirtöku Kaupþings
og annarra fjárfesta á síðasta ári.
Velta Vífilfells var um 4 milljarðar
króna í fyrra.
Kaupþing á 12,1% í breska fyrir-
tækinu Karen Millen Holdings Ltd.,
sem framleiðir og selur tískufatnað
fyrir konur. Karen Millen rekur 80
verslanir í 14 löndum undir eigin
vörumerkjum og velti í fyrra 67 millj-
ónum punda, eða sem nemur um 9
milljörðum króna.
Kaupþing á 35,7% í bandarísku
verslunarkeðjunni Bonus Stores Inc.,
en velta hennar er um 200 milljónir
dala á ári, eða um 18 milljarðar króna.
Baugur á 55% í Bonus Stores og sendi
Baugur frá sér tilkynningu í gær
vegna lakari afkomu Bonus Stores en
áætlanir höfðu gert ráð fyrir.
JP Nordiska fimmta
stærst í Svíþjóð
Í skráningarlýsingunni eru birtar
upplýsingar um umfang JP Nordiska,
að Aragon meðtöldu, en þau samein-
uðust á þessu ári, á sænska markaðn-
um. JP Nordiska er fimmta stærsta
fyrirtækið í kauphöllinni í Stokkhólmi
mælt í viðskiptamagni. JP Nordiska
er með 6,12% viðskipta, en stærsta
fyrirtækið, Carnegie, er með 9,65%
viðskiptanna.
Einnig er í skráningarlýsingunni
að finna upplýsingar um umfang
Kaupþings á íslenska markaðnum.
28% viðskipta í Kauphöll Íslands á
fyrri hluta ársins fóru í gegnum
Kaupþing, sem var stærst. Næstur
kom Landsbankinn með 21%, þá Ís-
landsbanki með 20% og Búnaðar-
banki með 17%.
Sameining Kaupþings og JP Nordiska
Samlegðaráhrif 400 til
1.000 milljónir króna