Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 21
HUNDAR verða ljúfir og afslapp- aðir þegar þeir hlýða á klassíska tónlist, en fara að spangóla þegar þeir heyra þungarokk, að sögn dýraatferlisfræðinga, undir stjórn Deborah Wells við Queen’s- háskóla í Belfast á Norður- Írlandi, sem létu fimmtíu hunda hlýða á fjórar gerðir af hljóðum. Hundarnir fengu í fyrsta lagi að heyra venjulega popptónlist, m.a. Britney Spears og Robbie Will- iams, í öðru lagi safndisk með klassískri tónlist, í þriðja lagi um- ræðuþátt í útvarpi, þar sem aðeins heyrðust mannsraddir, og í fjórða lagi hlýddu hundarnir á disk með þungarokkssveitinni Metallica. Hundarnir urðu órólegir og geltu mikið undir þungarokkinu en ró- uðust og margir þeirra lögðust fram á lappir sínar er þeir fengu að heyra klassíkina. Popptónlist og mannsrödd virtust lítil áhrif hafa á hegðun þeirra. Greint er frá niðurstöðum þess- arar rannsóknar í breska tímarit- inu Animal Welfare. Fyrri rann- sóknir hafa gefið vísbendingar um að klassísk tónlist auki eggjafram- leiðslu í hænum og nytina í kúm, en talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem áhrifin á hunda eru athuguð. Wells tjáði AFP að niðurstöðurnar sýndu að æskilegt væri að leika klassíska tónlist í umhverfi fólks. „Það er vitað, að klassísk tónlist dregur úr streitu og pirringi, létt- ir lundina og bætir frammistöðu á sumum sviðum,“ sagði Wells. „Það er því svo sannarlega tilefni til að nota klassíska tónlist í umhverfi sem getur verið streituvaldandi, eins og til dæmis á biðstofum tannlækna og sjúkrahúsa og á flugvöllum.“ Hundar elska klassíska tónlist París. AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 21 BANDARÍSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær, að þar- lend lögregluyfirvöld telji líkur á því að John Lee Malvo, 17 ára, hafi skotið Lindu Franklin til bana 14. október, en Malvo er annar leyniskyttnanna tveggja sem myrtu tíu manns og særðu þrjá í grennd við Washington-borg. Eykur þetta líkurnar á að krafist verði dauðadóms yfir báðum. Hin leyniskyttan, John Allen Mu- hammad, er 41 árs. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir morð í Maryland-ríki, þar sem þeir myrtu sex manns, en yfirvöld í nágrannaríkinu Virginíu, þar sem þrír voru myrtir, leggja nú áherslu á að þau geti tryggt að bæði Muhammad og Malvo hljóti dauðadóma. 31 fórst í óveðri BJÖRGUNARMENN voru í gær í óða önn að hreinsa tré og annað brak af þjóðvegum og járnbrautarteinum eftir að mikið óveður gekk yfir Evrópu um helgina, með þeim afleið- ingum að 31 lét lífið og hundruð þúsunda voru án rafmagns. Átta manns létust í Þýskalandi, sjö á Bretlandi og fjórir í Hol- landi. Einnig urðu dauðsföll af völdum veðursins í Frakklandi, Belgíu, Póllandi, Svíþjóð og Danmörku. Hraunflóð frá Etnu HRAUN flæddi niður hlíðar Etnu á Sikiley í gær, og úr gíg eldfjallsins risu þykk öskuský, annan daginn í röð. Var hraun- straumurinn kominn niður í um 1.500 m hæð, en enn voru engir mannabústaðir í fjallshlíðunum í hættu. Stærsta flugvellinum á austurhluta eyjarinnar var lok- að í gær, og var mörgum flug- vélum beint til Palermo í stað- inn. Lítil kjörsókn í Kosovo SVO virðist sem þátttaka í kosningum í Kosovo-héraði um helgina hafi verið lítil, eða að- eins um 20%, og að flestir sem greiddu atkvæði hafi stutt harðlínusinna sem efast um að serbneskir og albanskir íbúar héraðsins geti búið þar saman í sátt og samlyndi. Kosovo-búar af albönskum uppruna vilja að héraðið verði sjálfstætt ríki, en íbúar af serbneskum uppruna vilja að það tilheyri áfram Júgóslavíu. Endanleg úrslit kosninganna munu ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni. Hungursneyð vofir yfir MJÖG alvarlegt ástand er yf- irvofandi í Angóla, þrátt fyrir að hartnær þriggja áratuga borgarastríði í landinu sé lokið, að því er fram kemur í skýrslu sem Þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna birti í gær. Bændur, sem hafi orðið að yfirgefa jarðir sína vegna stríðsins, séu nú að snúa aftur, auk annars flótta- fólks, en skorti bæði útsæði og tól og tæki til að geta hafið bú- skap á ný. STUTT Báðir kunna að fá dauðadóm TIL mikilla átaka kom í gær er indónesíski klerkurinn Abu Bakar Bashir var fluttur af sjúkrahúsi í borginni Solo til yfirheyrslu í höf- uðborginni, Jakarta. Er hann grun- aður um að vera leiðtogi Jemaah Islamiyah-hryðjuverkasamtak- anna. Um 150 manns létu grjóti rigna yfir lögregluna þegar Bashir var sóttur á sjúkrahúsið en hún svaraði fyrir sig með því að berja á þeim með stöfum. Slösuðust fjórir lög- reglumenn nokkuð og 12 mótmæl- endur, þar af tveir alvarlega. Stjórnvöld í Singapore og Malas- íu segja, að Bashir sé einn helsti hryðjuverkaleiðtoginn í Indónesíu og eru samtök hans sögð starfa ná- ið með al-Qaeda, hryðjuverkasam- tökum Osama bin Ladens. Grunar marga, að samtök hans beri ábyrgð á hryðjuverkinu á Bali, sem varð 190 manns að bana. Bashi neitar öllum tengslum við Jemaah Islamiyah en hefur fallist á að svara spurningum um sprengju- herferð fyrir tveimur árum og meint samsæri um að drepa Mega- wati Sukarnoputri áður en hún varð forseti. Suðaustur-Asía undir stjórn bókstafstrúaðra Susilo Bambang Yudhoyoyno, ör- yggismálaráðherra Indónesíu, sagði í gær, að hryðjuverkið á Bali væri liður í umfangsmiklu samsæri hryðjuverkamanna um að valda upplausn í landinu. Sagði hann, að baráttan gegn hryðjuverkum yrði nú hert um allan helming og tekin upp náin samvinna við önnur ríki. Þrettán félagar í Jemaah Islam- iyah, sem hugðust gera árásir á vestræn skotmörk í Singapore, voru handteknir þar í desember og að þeirra sögn er Bashir leiðtoginn. Sé það markmiðið að koma öllu í bál og brand í Indónesíu, Brunei, Malasíu, Singapore og Suður-Fil- ippseyjum og sameina síðan þessi lönd undir stjórn bókstafstrúaðra múslíma. Indónesískur klerkur, grunaður um hryðjuverk, færður til yfirheyrslu Reuters Til mikilla átaka kom með lögreglunni og stuðningsmönnum múslímska klerksins Abu Bakar Bashirs, er hann var færður til yfirheyrslu. Blóðug átök við stuðn- ingsmenn Solo. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.