Morgunblaðið - 29.10.2002, Side 23
Morgunblaðið/Golli
Þau spila með Orkester Norden í kvöld. F.v.: Anna Hugadóttir, Gunnhildur
Daðadóttir, Ari Þór Vilhjálmsson og Greta Salóme Stefánsdóttir.
HÁTÍÐARATHÖFN í tilefni af 50
ára afmæli Norðurlandaráðs verður
í Helsinki í dag og er hún í tengslum
við ársþingið sem stendur þar yfir.
Þjóðhöfðingjar allra Norður-
landanna fimm verða viðstaddir dag-
skrána í Finnsku þjóðaróperunni. Í
kvöld verða fern verðlaun afhent:
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs hlýtur Lars Saaby Christensen
fyrir Hálfbróðurinn. Tónlistarverð-
laun ársins hreppir færeyska tón-
skáldið Sunleif Rasmussen fyrir Sin-
fóníu nr. 1. Arne Næss hlýtur
náttúru- og umhverfisverðlaun ráðs-
ins fyrir skarpar athuganir á
tengslum nútímamannsins við nátt-
úruna. Loks verður verðlaunahafi
norrænu kvikmyndaverðlaunanna
kynntur á sjálfri athöfninni.
Á hátíðinni flytja Sigurður Flosa-
son og Pétur Grétarsson verk sitt,
Raddir þjóða, en það er byggt á
spuna út frá gömlum íslenskum
hljóðritunum.
Á hátíðinni flytur Orkester Nord-
en líka þrjú lög en þess má geta að
konsertmeistarinn í ár og í fyrra er
Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari.
Þrír aðrir Íslendingar eru í hljóm-
sveitinni: Anna Hugadóttir víóluleik-
ari og Gréta Salóme Stefánsdóttir og
Gunnhildur Daðadóttir fiðluleikarar.
Hljómsveitin er árlega skipuð 90 til
100 ungmennum af Norðurlöndum á
aldrinum 15–25 ára. Stjórnandi
hljómsveitarinnar í kvöld er Esa-
Pekka Salonen.
Hátíðinni verður sjónvarpað beint
kl. 19.30 í Ríkissjónvarpinu.
Í kvöld verða einnig haldnir hip-
hop-tónleikar fyrir unga áheyrendur
í Nosturi í Helsinki, með þátttöku
listamanna frá öllum Norðurlöndun-
um. Frá Íslandi mæta til leiks XXX
Rottweilerhundar.
Afmæli Norður-
landaráðs fagnað
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 23
SEYLUBRAUT 1 - NJARÐVÍK
FASTEIGNASALA BRYNJÓLFS JÓNSSONAR EHF.
Barónsstíg 5,
101 Reykjavík,
Sími 511 1555
netfang: brynjolfurjonsson@simnet.is
Til sölu eru húseignir glugga- og hurðaverksmiðju BYKO, áður Ramma,
Seylubraut 1 í Njarðvík. Eignin er alls um 4.500 fm að gólffleti. Verksmiðju-
húsið sjálft er ca 3.800 fm að grunnfleti og með mikilli lofthæð. Góð lýsing.
Sérstaklega styrkt gólfplata. Sprinkler-eldvarnarkerfi. Loftræsting með hita
og rakastillingum. Eignin hentar mjög vel til margvíslegra nota, þar á meðal
sem verksmiðjuhús, vörugeymsla eða íþróttahús.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITTAR Á SKRIFSTOFUNNI.
ÞAÐ var fjölmennur hópur leikara
og aðstandenda sem kom saman til
fyrsta samlesturs á nýjum söngleik,
Með fullri reisn, sem er jólaverk-
efni Þjóðleikhússins á yfirstand-
andi leikári.
Með fullri reisn er nýr bandarísk-
ur söngleikur eftir Terrence
McNally og David Yazbek. Hann
byggist á kvikmyndinni The Full
Monty. Gunni er atvinnulaus og frá-
skilinn, og ef honum tekst ekki að
afla fjár til að borga meðlagið verð-
ur honum meinað að umgangast
son sinn. Þá fær hann fáránlega,
geggjaða... og frábæra hugmynd!
Ásamt fimm félögum sínum leggur
hann upp í léttklikkað ævintýri.
Leikendur eru Atli Rafn Sigurð-
arson, Baldur Trausti Hreinsson,
Brynhildur Guðjónsdóttir, Edda
Arnljótsdóttir, Edda Heiðrún Back-
man, Halldóra Björnsdóttir, Jóhann
Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson,
Margrét Eir Hjartardóttir, Ólafur
Darri Ólafsson, Randver Þorláks-
son, Rúnar Freyr Gíslason, Sigríður
Þorvaldsdóttir, Valdimar Örn Flyg-
enring, Vigdís Gunnarsdóttir, Vig-
dís Hrefna Pálsdóttir, Alexander
Briem og fleiri.
Karl Ágúst Úlfsson þýðir
og staðfærir söngleikinn
Karl Ágúst Úlfsson hefur þýtt og
staðfært söngleikinn, um lýsingu
sjá Björn Bergsteinn Guðmundsson
og Páll Ragnarsson, tónlistarstjórn
er í höndum Jóhanns G. Jóhanns-
sonar, Filippía Elísdóttir sér um
búninga og höfundur leikmyndar
er Vytautas Narbutas.
Leikstjóri og danshöfundur er
Kenn Oldfield.
Morgunblaðið/Jim Smart
Leikarar og aðrir aðstandendur söngleiksins Með fullri reisn stilla sér upp fyrir ljósmyndara á fyrsta samlestrinum.
Æfingar hafnar á
Með fullri reisn
Leiklestur á leikriti Nínu Bjarkar
Árnadóttur, Hvað sögðu englarnir,
verður í húsnæði leiklistardeildar
LHÍ, Sölvhólsgötu 13 kl. 20. Flytj-
endur eru nemendur 2. árs leiklist-
ardeildar ásamt Helgu Jónsdóttur,
Rúnari Guðbrandssyni og Tinnu
Gunnlaugsdóttur.
Hvað sögðu englarnir var frumsýnt á
Litla sviði Þjóðleikhússins í október
1979 í leikstjórn Stefáns Bald-
urssonar, en þær Tinna og Helga
voru meðal leikara í þeirri sýningu.
Þetta er ljóðrænt verk um átök
ungra elskenda, Steins og Brynju, við
mótlæti og spillingu þjóðfélagsins.
Aðgangur er ókeypis.
Súfistinn, bókabúð Máls og menn-
ingar Lesið verður úr nýútkomnum
bókum kl. 20 og hefur dagskráin yf-
irskriftina Heima og heiman. Krist-
ján Þórður Hrafnsson les úr bók
sinni Hugsanir annarra, Gerður
Kristný les úr bók sinni Ég veit þú
kemur – Þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum, Björn Th. Björnsson les úr
þýðingu sinni á bók Francisco Mir-
anda Hundrað nætur í Höfn. Einnig
verður lesið upp úr Bréf Vestur-
Íslendinga II eftir Böðvar Guð-
mundsson og Heima og heiman eftir
Erlend Guðmundsson.
Penninn - Eymundsson, Austur-
stræti Sigurður Pálsson les upp úr
nýju bókinni sinni Næturstaður kl.
12.30.
Söngskólin Dómus Vox, Skúla-
götu 30 Tékkneskt listafólk flytur
hjarðsöngva og gyðingatónlist kl. 21.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is