Morgunblaðið - 29.10.2002, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
GAS, sem rússneskar sér-sveitir dældu inn í leik-húsið í Moskvu til aðsvæfa gíslatökumennina
á laugardag, varð að minnsta kosti
116 gíslanna að bana, að sögn heil-
brigðisyfirvalda í Moskvu. Tveir
gíslanna höfðu verið skotnir til bana
áður en sérsveitirnar réðust inn í
leikhúsið, 58 klukkustundum eftir
að tsjetsjenskir skæruliðar tóku yf-
ir 800 manns í gíslingu.
Flestir hinna gíslanna, sem létu
lífið, voru heilsuveilir eða orðnir svo
máttfarnir vegna svefnleysis, nær-
ingarskorts og streitu að þeir þoldu
ekki gasið, að sögn Andrejs Selts-
ovskís, formanns heilbrigðisnefnd-
ar Moskvu-borgar.
Af þeim sem var bjargað voru 405
enn á sjúkrahúsi í gær, þeirra á
meðal níu börn, og 239 hafði verið
leyft að fara heim, að sögn rúss-
neska heilbrigðisráðuneytisins. 145
manns voru í gjörgæslu og þar af
voru 45 í lífshættu.
Sú niðurstaða lækna að nær allir
gíslarnir, sem létu lífið, hafi dáið af
völdum gassins en ekki verið skotn-
ir stangast á við fyrstu yfirlýsingar
rússneskra embættismanna sem
sögðu á laugardag að „sérstakar að-
ferðir“ öryggissveitanna hefðu ekki
valdið manntjóni. Niðurstaða
læknanna og frásagnir fólks sem
komst lífs af bentu til þess að gísla-
tökumennirnir hefðu ekki byrjað að
myrða gíslana skipulega eins og
sérsveitirnar töldu áður en þeim
var skipað að ráðast til inngöngu í
leikhúsið. Allir gíslatökumennirnir
50 voru felldir í áhlaupinu.
Nokkrir sérfræðingar sögðu að
sérsveitirnar hefðu dælt of miklu
gasi í loftræstingarkerfi byggingar-
innar. Rússneska stjórnin neitaði
að skýra frá því hvaða gas var notað
og jafnvel læknarnir fengu ekki að
vita það þegar þeir reyndu að
bjarga gíslum sem voru fluttir með-
vitundarlausir á sjúkrahús. Yfir-
völd meinuðu einnig flestum gísl-
anna sem lifðu af að ræða við
ættingja sína og fréttamenn á
sjúkrahúsunum.
„Sagan endurtekur sig“
Pukur og skeytingarleysi yfir-
valda um mannslíf hafa lengi ein-
kennt sögu Rússlands og aðgerðir
sérsveitanna á laugardag benda til
þess að það hafi lítið breyst. Míkhaíl
Gorbatsjov, síðasti forseti Sovét-
ríkjanna, neitaði því í marga daga
að kjarnorkuslys hefði orðið í
Tsjernobyl árið 1986 þegar geisla-
virk ský bárust yfir grannríki í Evr-
ópu. Stjórn Vladímírs Pútíns Rúss-
landsforseta veitti einnig villandi
upplýsingar í fyrstu um slysið í
kjarnorkukafbátnum Kúrsk, sem
sökk eftir sprengingu í tundur-
skeytaklefa árið 2000, og hafnaði
aðstoð annarra ríkja. Allir í kaf-
bátnum, 118 manns, fórust.
„Sagan endurtekur sig enn einu
sinni eins og í Kúrsk-slysinu, „við
getum leyst allt sjálfir“ og svo
framvegis,“ sagði Borís Nemtsov,
leiðtogi Bandalags hægriaflanna á
rússneska þinginu. „Þeim urðu á
hræðileg mistök og þess vegna
koma þeir á ritskoðun, að hætti
KGB.“
Nemtsov hafði farið í leikhúsið til
að reyna að fá skæruliðana til að
láta gíslana lausa. Hann kvaðst ætla
að krefjast þess að þingið rannsak-
aði aðgerðir stjórnarinnar og gagn-
rýndi hana einnig fyrir að sjá ekki
gíslunum fyrir fullnægjandi lækn-
ismeðferð, neita að veita upplýsing-
ar eða aðstoða ættingja gíslanna.
Lev Federov, rússneskur um-
hverfisverndarsinni og formaður
Samtaka um efnaöryggi, kvaðst
draga þá ályktun af þeim upplýs-
ingum sem hann hefði fengið um
gasið að rússnesk yfirvöld hefðu
ekki meðhöndlað það rétt og hefðu
því „öll þessi dauðsföll á samvisk-
unni“. „Við fáum aldrei að vita ná-
kvæmlega hvaða efni þetta var því
við búum í landi þar sem ríkið er
mikilvægara en fólkið.“
Rússneskir embættismenn sögðu
fyrst að um tólf gíslar hefðu beðið
bana á laugardag, síðan 67 og á
laugardagskvöld var talan komin í
90. Á sunnudag var sagt að 117
manns hefðu látið lífið og tala lát-
inna kann að hækka.
„Fyrirgefið okkur“
Pútín fór á fund sérsveitanna,
sem tóku þátt í áhlaupinu, á laug-
ardag og ávarpaði þjóðina í sjón-
varpi um kvöldið. Hann sagði
áhlaupið „sanna að ekki er hægt að
knésetja Rússland“ en viðurkenndi
samt að manntjónið hefði verið mik-
ið. „Okkur tókst ekki að bjarga öll-
um,“ sagði hann og þagnaði andar-
tak, að því er virtist til að halda ró
sinni. „Fyrirgefið okkur.“
Aðrir stjórnmálaleiðtogar í Rúss-
landi vörðu áhlaupið, sögðu að yf-
irvöldin hefðu átt einskis annars úr-
kosti vegna þess að skæruliðarnir
hefðu hótað að sprengja leikhúsið í
loft upp ef Rússar flyttu ekki herinn
frá Tsjetsjníu.
Sendiráð Bandaríkjanna og fleiri
ríkja óskuðu eftir upplýsingum um
gasið til að geta metið hvaða afleið-
ingar það gæti haft fyrir gíslana en
rússneskir embættismenn urðu
ekki við beiðninni. Grátandi ætt-
ingjar gíslanna þurftu að standa
fyrir utan sjúkrahúsin þar sem
þeim var meinað að hitta þá og yf-
irvöld birtu ekki strax nöfn þeirra
sem dóu. Nokkrir gíslanna sögðu að
þeim hefði verið skipað að ræða
ekki við fréttamenn.
Á meðal gíslanna voru 75 útlend-
ingar og stjórnin sagði á laugardag
að enginn þeirra hefði látið lífið.
Sendiráðin skýrðu frá því á sunnu-
dag að fjórir útlendingar væru á
meðal hinna látnu, konur frá Hol-
landi, Austurríki og Hvíta-Rúss-
landi og þrettán ára stúlka frá Kas-
akstan.
Anatolí Glazytsjev, fertugur sýn-
ingarstjóri sem var á meðal gísl-
anna, sagði að margir þeirra hefðu
kastað upp vegna gassins. „Ég tel
þetta ekki réttu leiðina til
gíslana,“ sagði hann.
Glazytsjev og fleiri gísla
hafa fundið sterka lykt áðu
misstu meðvitund. Sérfræ
efnavopnum sögðu að
lykti oft eins og beiskar mö
bættu við að ekki væri vit
slíkt gas hefði verið notað.
Aðrir sérfræðingar sögð
sveitirnar kynnu að hafa n
kallað BZ-gas, efnavopn s
Sovétríkjanna og Banda
þróuðu í kalda stríðinu. Þe
vakið spurningar um hvor
hafi brotið Efnavopnasá
sem bannar framleiðslu o
slíkra vopna.
Ljóst er að ef slíku gas
inn í lokað rými getur ungu
og heilsuveilu fólki staf
hætta af því.
Efnavopnasáttmálanum
að að uppræta slík vopn í e
fyrir öll en sérfræðinga
kenna að í honum séu no
svæði. Til að mynda sé h
beita mjög mildum efnum
CS-gasi, til að binda enda á
Bandaríkjamenn og Rú
haldið áfram rannsóknum
efnum, sem eiga ekki að v
væn en gera hermenn ófæ
berjast. Markmiðið með r
unum er að finna leið til
óvininn, til að mynda á þ
svæðum, án þess að val
manntjóni meðal óbreytt
ara. Þessi efni eru þó á
þess að vera óheimil sa
Efnavopnasáttmálanum.
Kona með börn sín fyrir u
Ólöglegum
efnavopn-
um beitt?
Moskvu. The Washington Post, Los Angeles Times, AP, AFP.
Rússnesk stjórnvöld hafa ekki viljað
greina frá því hvers konar gas varð a.m.k.
116 gíslum að bana í leikhúsinu í Moskvu.
Hefur það vakið spurningar um hvort beitt
hafi verið efnavopnum, sem hafa verið
bönnuð, en þýskur læknir, sem rannsakaði
tvo gíslanna, kvaðst ekki hafa fundið nein
merki um taugagas.
’ Við fáum aldrað vita hvers ko
efni þetta var þ
búum í landi þa
sem ríkið er mi
vægara en fólki
EFTIRLEIKUR BLÓÐBAÐSINS Í MOSKVU
Friðsamleg lausn á deilunni íTsjetsjníu virðist enn fjær en áður
eftir gíslatöku tsjetsjenskra hryðju-
verkamanna í leikhúsi í Moskvu og um-
deilt áhlaup rússneskra sérsveita á hús-
ið.
Með kaldrifjaðri árás sinni á saklausa
borgara spilltu hryðjuverkamennirnir
áreiðanlega fyrir málstað þeirra, sem
vilja með friðsamlegum hætti vinna að
sjálfstjórn eða sjálfstæði Tsjetsjníu.
Þeir, sem beita slíku ofbeldi, eiga enga
samúð skilda.
Því miður bera ýmsar aðgerðir – eða
aðgerðaleysi – rússneskra stjórnvalda
eftir gíslatökuna því heldur ekki vitni að
þau vilji leggja sig fram um að finna
friðsamlega lausn. Ýmislegt í framgöngu
stjórnvalda hefur líka valdið efasemdum
um að lýðræðið hafi skotið jafntryggi-
lega rótum í Rússlandi og Pútín forseti
vill vera láta.
Pútín og stjórn hans stóðu vissulega
frammi fyrir afar erfiðri ákvörðun þegar
að því kom að velja aðferð til að reyna að
frelsa gíslana í leikhúsinu. Það kom ekki
til greina að láta undan hótunum hryðju-
verkamannanna. Sennilega hefðu þeir
heldur aldrei gefizt upp að fyrra bragði
– þeir töldu sig ekki hafa neinu að tapa.
Ákvörðunin um að nota svefngas til að
lama baráttuþrek hryðjuverkamannanna
var að sumu leyti snjöll og til þess fallin
að koma í veg fyrir að allir gíslarnir fær-
ust við það að hryðjuverkamennirnir
sprengdu leikhúsið í loft upp. Þeir, sem
stjórnuðu aðgerðinni, virðast hins vegar
hafa misreiknað hrapallega áhrif gassins
á gíslana, sem voru margir veikburða
eftir þriggja sólarhringa mannraunir; nú
er komið fram að talsvert á annað
hundrað þeirra létust vegna gassins en
hryðjuverkamennirnir skutu aðeins tvo.
Gagnrýnt hefur verið að aðgerðir til að
koma gíslunum undir læknishendur hafi
verið illa skipulagðar og ekki tekið mið
af aðferðunum, sem beitt var.
Eftir að allt var um garð gengið, neit-
uðu stjórnvöld í Moskvu að greina
nokkrum manni, jafnvel læknum, frá því
um hvers konar gas var að ræða og
bönnuðu heimsóknir til frelsaðra gísla á
sjúkrahúsum. Með þessu var annars
vegar torveldað að veita fólkinu viðeig-
andi læknismeðferð og hins vegar ýtt
undir alls kyns getgátur um að jafnvel
hefði verið um notkun ólöglegra efna að
ræða, sem bryti í bága við alþjóðlegar
skuldbindingar Rússa. Leyndarhyggjan
og tilhneigingin til að breiða yfir óþægi-
legar staðreyndir er með öðrum orðum
enn allsráðandi hjá þeim, sem ráða í
Kreml.
Hótanir rússneskra ráðamanna í garð
stjórnvalda í Danmörku minna á sov-
éttímann og hafa heldur ekki verið þeim
til framdráttar. Þær benda til að þeir
skilji enn ekki hvernig lýðræðissamfélag
virkar. Þeir fóru fram á að Danir bönn-
uðu þing um málefni Tsjetsjníu, þar sem
m.a. ýmsir forystumenn sjálfstæðisbar-
áttu landsins eru saman komnir. Danir
svöruðu því eðlilega til að stjórnarskráin
leyfði þeim ekki að banna fund, sem
væri ekki ógnun við frið eða allsherj-
arreglu á nokkurn hátt, enda lögðu
Rússar ekki fram neinar sannanir fyrir
því að fulltrúar á þinginu tengdust
hryðjuverkum.
Fullyrðingar Rússa um „samkundu
fólks, sem hefur samúð með hryðju-
verkamönnum“ benda til að þeir geri
engan greinarmun á hryðjuverkamönn-
um, sem ráðast gegn saklausum borg-
urum, og öðrum þeim, sem krefjast sjálf-
stæðis Tsjetsjníu. Það boðar ekki gott
fyrir hugsanlega lausn mála í héraðinu.
Það skiptir máli að sýna hryðjuverka-
mönnum hörku, en Rússar mega heldur
ekki reyna að gera hryðjuverkamenn úr
hófsömum leiðtogum Tsjetsjena. Þeir
verða að geta samið við einhverja, því að
Tsjetsjnía þarf ekki á meira stríði að
halda – þar þarf að finna pólitíska lausn.
KONUR OG FÁTÆKT
Þrátt fyrir að á Íslandi ríki almennvelmegun og landið sé iðulega taliðmeð auðugustu löndum heims er
hér stór hópur, sem ekki hefur nóg að bíta
og brenna og verður að leita sér ásjár til að
hafa til hnífs og skeiðar. Í þessum hópi eru
konur áberandi eins og kom fram á árleg-
um morgunfundi samtakanna UNIFEM á
Íslandi í liðinni viku.
Á fundinum sagði Harpa Njáls, fé-
lagsfræðingur og starfsmaður Borgar-
fræðaseturs, að fátækar konur væri eink-
um að finna meðal atvinnulausra kvenna,
kvenna, sem yrðu fyrir veikindum, kvenna,
sem væru örorkulífeyrisþegar og/eða ör-
orkustyrkþegar. Þessar konur byggju við
þau kjör að þurfa að lifa við fátækt. Þær
hefðu ekki tekjur til lágmarksframfærslu.
Harpa vísaði í niðurstöður rannsóknar,
sem hún gerði á seinni hluta ársins 2000.
Þær hefðu sýnt að á þeim tíma hefði þessa
hópa vantað um 40 þúsund krónur á mán-
uði til þess að ráðstöfunartekjur dygðu til
lágmarksframfærslu.
Á fundinum tók einnig til máls Ragn-
hildur Gunnarsdóttir í Mæðrastyrksnefnd
og gagnrýndi stjórnmálamenn, sem væru
duglegir að koma fram og segja að fólk hér
á landi hefði það gott og hér væri ekki fá-
tækt: „Ég er fulltrúi Kvenréttindafélags-
ins í Mæðrastyrksnefnd og vinn á vegum
nefndarinnar hvern miðvikudag við úthlut-
un matargjafa. Í gær var úthlutunardagur
og það komu 157 manns til þess að fá mat-
argjafir. Ég fullyrði að þetta fólk hafi verið
í mikilli þörf. Sumir komu þarna klukkan
eitt til þess að stranda í biðröð því við opn-
um ekki fyrr en klukkan tvö. Klukkan
hálftvö náði biðröðin langt út á götu. Fólk-
inu var auðvitað ískalt og margt af því var
ekki vel klætt. Börnin komu með mæðrum
sínum og stóðu þarna skjálfandi með
þeim.“
Lýsing Ragnhildar hljómar eins og brot
úr skáldsögu eftir Charles Dickens. Þetta
er ekki sá veruleiki, sem flestir Íslending-
ar búa við, og margir virðast vilja sem
minnst af honum vita. Það er hins vegar
staðreynd að á Íslandi býr ákveðinn hópur
í gildru fátæktar og konur eru þar stór
hópur. Iðulega er þar um að ræða einstæð-
ar mæður, sem eiga litla möguleika á að
ráða bót á sínum aðstæðum. Þeim er uppá-
lagt að sinna uppeldi barnanna og vinna oft
ótrúleg afrek í þeim efnum. En þeim er
ekki auðveldað uppeldið. Meðlags-
greiðslur eru svo lágar að stappar nærri
því að vera hneyksli. Í það minnsta myndi
engum detta í hug að halda fram að meðlag
væri helmingur þeirrar upphæðar, sem
þyrfti til að framfleyta barni.
Það hlýtur að vera markmið okkar að
allir hér á landi geti lifað mannsæmandi
lífi. Á Íslandi hefur verið komið upp viða-
miklu velferðarkerfi. Í slíku kerfi er hætt
við að fólk breytist í kennitölur og númer.
Einstaklingarnir víki fyrir ópersónulegri
tölfræðinni. Ísland er hins vegar lítið land,
en ekki milljónaþjóðfélag. Einn af kostum
smæðarinnar er sá að auðvelt á að vera að
koma í veg fyrir að einstaklingar verði ut-
angátta í þjóðfélaginu. Þennan vanda þarf
að taka föstum tökum og verður að beina
sérstaklega sjónum að vanda þess stóra
hóps kvenna, sem berst við fátækt á Ís-
landi. Þar til það hefur verið gert mun
heyrast holur hljómur þegar talað er um
velmegunina á Íslandi.