Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 27

Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 27 að frelsa ar sögðust ur en þeir æðingar í taugagas öndlur, en tað hvort ðu að sér- notað svo- sem herir aríkjanna etta hefur rt Rússar áttmálann og notkun si er dælt u, öldruðu fað mikil m var ætl- eitt skipti ar viður- okkur grá heimilt að , svo sem á óeirðir. ssar hafa á ýmsum vera ban- æra um að rannsókn- að sigra þéttbýlum da miklu tra borg- mörkum amkvæmt Rússneskir embættismenn neit- uðu því í gær að sérsveitirnar hefðu beitt „eiturgasi“ í áhlaupinu. „Markmiðið var ekki að drepa neinn og þess vegna er hægt að úti- loka sarín eða annað eiturgas,“ sagði Viktor Fominykh, æðsti læknisfræðilegi ráðgjafi rússneska forsetans. „Þess vegna var ekki nauðsynlegt að vita samsetningu gassins til að geta séð gíslunum fyr- ir meðferð.“ Thomas Zilker, þýskur læknir og eiturefnafræðingur, rannsakaði tvo Þjóðverja, sem voru á meðal gísl- anna, og kvaðst ekki telja að beitt hefði verið taugagasi. Hann kvaðst ekki hafa fundið neinar leifar tauga- gass í Þjóðverjunum. Zilker kvaðst fyrst hafa talið að gíslarnir hefðu orðið fyrir „hlátur- gasi“ en telja nú að um væri að ræða svæfingargas, klórblandað kolvatnsefni, sem líkist klóróformi. Læknirinn sagði að mjög lítill munur gæti verið á hæfilegum skammti af gasinu og of stórum skammti sem gæti leitt til köfnunar og dauða. „Þeir hefðu ekki haft möguleika á að stjórna gasskammt- inum í svo stóru leikhúsi,“ sagði Zilker og bætti við að sérsveitirnar hefðu hugsanlega dælt inn svo miklu gasi að ekki hefði verið nóg súrefni í leikhúsinu. Zilker sagði að notkun taugagass ylli yfirleitt alvarlegum krampa- köstum, en Þjóðverjarnir hefðu ekki fengið krampa, ekki einu sinni höfuðverk. Þeir segjast hafa misst meðvitund næstum um leið og gas- inu var dælt inn í leikhúsið. Getur valdið truflunum á starfsemi líffæra Rússneskir læknar sögðu að þar sem þeir hefðu ekki vitað hvaða efni var beitt hefðu þeir notast við lyf, sem yfirleitt eru notuð á hersjúkra- húsum þegar ekki er vitað nákvæm- lega hvað amar að hermönnum. Þeir sögðu að gasið gæti valdið truflunum á starfsemi öndunar- færa, hjarta og lifrar og stöðvað blóðrásina. Áhrifin hefðu magnast vegna mjög erfiðra aðstæðna gísl- anna í leikhúsinu, svefn- og hreyf- ingarleysis, matarskorts og mikill- ar andlegrar streitu. Gasið hefði því ekki orðið svo mörgum að bana ef fólkið hefði ekki verið heilsuveilt eða máttfarið. Aðrir sérfræðingar bentu á að gasskammtur, sem dygði til að svæfa heilbrigða skæruliða á þrí- tugsaldri, hefði miklu verri áhrif á börn og aldrað fólk. Jevgení Jevdokímov, yfirsvæf- ingarlæknir Moskvu-borgar, sagði að sérsveitirnar hefðu beitt efni „sem svipar í meginatriðum til venjulegs svæfingargass sem notað er fyrir skurðaðgerðir“. „Reyndu ekki að myrða gíslana“ Hermt var að Pútín hefði ekki gefið öryggissveitunum sérstaka skipun um að láta til skarar skríða gegn skæruliðunum. Rússneska dagblaðið Moskovskí Komsomolets sagði hins vegar að forsetinn hefði ákveðið nokkrum dögum áður að ráðist yrði á skæruliðana að morgni laugardags. Áhlaupið hófst klukkan 5.15 og embættismenn á staðnum sögðu að þeir hefðu látið til skarar skríða vegna þess að skæruliðarnir hefðu byrjað að myrða gíslana. Þeir höfðu skotið tvo gíslanna til bana en það gerðist þremur klukkustundum fyrir áhlaupið, þegar gísl réðst á einn skæruliðanna, að sögn sjónar- votta. Glazytsjev, fyrrnefndur sýning- arstjóri, sagði að skæruliðarnir hefðu tekið eftir gasinu um einni og hálfri mínútu áður en þeir misstu meðvitund. Þeir hefðu ekki reynt að myrða gíslana, heldur búið sig und- ir að verjast áhlaupinu. „Þeir hefðu hæglega getað skotið okkur, en þeir gerðu það ekki,“ sagði Glazytsjev. „Það var enn von um að hægt yrði að leysa málið í viðræðum.“ Reuters tan leikhúsið í Moskvu, þar sem fjöldi blómvanda hefur verið lagður. rei onar því við ar kil- ið. ‘ ANNA Artjomova, sem varmeðal þeirra rúmlega750 gísla er haldið var íleikhúsinu í Moskvu í rúmlega þrjá sólarhringa, varð skelfingu lostin þegar hryðju- verkamennirnir komu stórri sprengju fyrir aðeins þremur bekkjum framan við sætið sem hún sat í í áhorfendasalnum. En það var þó ekki versta stundin sem Artjomova upplifði á meðan hún var gísl tsjetsjensku hryðjuverka- mannanna. Henni leið verst á miðvikudag- inn, fyrsta dag gíslatökunnar, þeg- ar hryðjuverkamennirnir til- kynntu að börnum yrði leyft að yfirgefa leikhúsið og Artjomova gerði sér grein fyrir því að hún yrði að láta 11 ára dóttur sína, Anastasíu, frá sér. „Ég vissi að þetta væri líklega eina tækifærið til að bjarga lífi hennar. En hjartað í mér var bók- staflega að springa þegar ég horfði á eftir henni er hún var leidd burtu og leit á mig yfir litlu öxlina með tár í augunum,“ sagði Artjomova, sem losnaði af sjúkrahúsi í Moskvu á sunnudaginn. „Ég gat ekki losn- að við þessa mynd úr huga mér eða hjarta mér þótt ég reyndi að ýta frá mér þeirri tilhugsun að þetta yrði það síðasta sem ég sæi af dótt- ur minni.“ Stutt frá Artjomovu í salnum voru hjón á sjötugsaldri með barnabarn sitt, stúlku um ellefu ára gamla. Þegar að því kom að láta börnin laus vildu þau ekki láta stúlkuna frá sér. „Gamla konan gat ekki sleppt stúlkunni. Hún sagði: Hvað á ég að segja syni mínum ef eitthvað kemur fyrir hana? Nei, ég get ekki látið hana fara. Svo að þau sátu þarna, öll þrjú, og föðmuðu hvert annað allan tímann.“ Á sunnudaginn höfðu ekki feng- ist upplýsingar um afdrif stúlk- unnar og hjónanna, en rússnesk yf- irvöld hafa sagt að yngsti gíslinn er lét lífið í björgunaraðgerðinni hafi verið 13 ára stúlka. Gíslarnir sögðu að hryðjuverka- mennirnir hefðu sífellt orðið óró- legri eftir því sem umsáturs- ástandið dróst á langinn. Óttuðust gíslarnir að þeir myndu allir deyja ef rússneskir hermenn réðust til inngöngu í húsið. Flestir mundu það síðast að finna gaslykt, en vissu síðan ekki af sér fyrr en þeir komust aftur til meðvitundar á sjúkrahúsi. Artjomova sagði að það eina sem hún hefði huggað sig við hefði ver- ið vitundin um að dóttir hennar væri komin heim, heil á húfi. Sjálf hefði hún verið viss um að hún myndi deyja eftir að hryðjuverka- mennirnir komu sprengjunni fyrir rétt hjá henni. „Ég sat þarna og horfði á sprengjuna allan daginn, ég gat ekki haft augun af henni. Þarna var dauðadómur minn, beint fyrir framan mig. Ég bara sat þarna og gat ekki hugsað um neitt annað,“ sagði hún. Síðasta daginn sem gíslatakan stóð, sagði Artjomova, sagði leið- togi hryðjuverkamannanna, Movs- ar Barajev, við gíslana að þeir yrðu allir drepnir ef Vladimír Pútín Rússlandsforseti sendi ekki full- trúa sinn, Viktor Kazantsev til við- ræðna um brottflutning rúss- neskra hermanna frá Tsjetsjníu. „Barajev sagði: Ef Kazantsev verð- ur ekki kominn klukkan ellefu í fyrramálið og ekkert samkomulag verður í höfn byrjum við að drepa ykkur og hendum hausunum af ykkur út. Þetta var skelfileg stund,“ sagði Artjomova. „Hjartað í mér var bók- staflega að springa“                                              !"# $%&'()# **$+)*)# #"*, +' #,-*. *+ *'-/*' / #$0 #" ! "#$     %    &    ' ( 12  )      ()# *# ! *      (  / 3)*         (     '    +&       + %       %    &  %        ' ,    # &  '       %   45*-%    %   '  %'    *      & '  '        %   .           *)0    %&,*) /%   % ( & /          0    *'- /   1   %     (  +1    23 04 3 4 5/  4  -067324/8/ ! .5 32 // 4 /8 / 0    9$$  67844 12 /9 1 #"#&:;<%/ #=&;<% ; (     %    %;:&(         )           :$      '    '  *  %;%&;     )  1  '  )     %    % % ?;:&&         )   (         % <    @;&.          % % % 8  %     @;<&        %  % '     '          )   .  ) %  (      Moskvu. Los Angeles Times. STRAX daginn eftir gísla-tökuna í Moskvu fyrirtæpri viku lýsti VladímírPútín, forseti Rússlands, yfir því, að á bak við hana stæðu „erlendar hryðjuverkamiðstöðvar“, þær sömu og skipulagt hefðu hryðjuverkaárásina á Bali en hún kostaði 190 manns lífið. Ekkert er ljóst um það enn og fréttir um, að meðal gíslatökumannanna hafi ver- ið arabar, Afgani og Tyrki, eru óstaðfestar. Pútín sagði, að gíslatökumálið væri ekki aðeins það mesta í Rúss- landi, heldur um heim allan frá upp- hafi og fullyrti, að það og hryðju- verkið á Bali væru tengd. Sagði hann, að sama fólkið hefði skipulagt hvort tveggja og getur þá ekki haft annað í huga en al-Qaeda, hryðju- verkasamtök Osama bin Ladens. Ónefndur foringi í rússnesku ör- yggislögreglunni sagði í viðtali við rússnesku Interfax-fréttastofuna um síðustu helgi, að forsprakkar gíslatökumannanna í leikhúsinu í Moskvu hefðu haft tengsl við nokk- ur erlend sendiráð í Moskvu. Nefndi hann þau ekki á nafn en sagði, að rússneska utanríkisráðu- neytið myndi kanna þetta mál nán- ar. Þá eru einnig fréttir um, að fyrir gíslatökuna hafi Rússar orðið varir við mikil fjarskipti milli skæruliða í Tsjetsjníu og manna í Saudi-Arabíu og víðar í arabaríkjunum. Hlýddu skipunum Shamíls Basajevs Gíslatakan og endirinn á henni eru mikið áfall fyrir Aslan Maskha- dov, forseta tsjetsjensku uppreisn- arstjórnarinnar. Hann hefur hingað til verið álitinn fremur hófsamur maður og átt nokkrum skilningi að fagna á Vesturlöndum en ljóst er, að nú er úti um hann. Maskhadov neitaði því að vísu frá upphafi, að hann hefði átt nokkurn þátt í gísla- tökunni en hann lét samt hjá líða að fordæma gíslatökumennina, varaði þá aðeins við að „rasa um ráð fram“. Í viðtali, sem Movsar Barajev, foringi gíslatökumannanna, átti við rússnesku sjónvarpsstöðina NTV inni í leikhúsinu, sagði hann, að þeir hefðu hlýtt skipunum frá Shamíl Basajev, æðsta herstjórnanda Tsjetsjena, en rússneska öryggis- lögreglan segist hafa undir höndum upptöku á viðtali við Maskhadov, sem tekið var fyrir gíslatökuna, og þar tali hann um „aðgerðir, sem muni breyta öllum gangi stríðsins í Tsjetsjníu“. Ef þetta er rétt, hefur Maskhad- ov vitað hvað til stóð þótt hann hafi kannski ekki tekið þátt í skipulagn- ingunni. Staða hans sem hugsan- legs viðsemjanda Rússa er því ekki lengur inni í myndinni og líkur á pólitískri lausn minni en áður. „Spurningin er nú sú við hvern er hægt að ræða í Tsjetsjníu. Gíslatak- an breytti Maskhadov úr stjórn- málamanni í hryðjuverkamann,“ sagði Borís Nemtsov, frjálslyndur maður á rússneska þinginu. Tengja gíslatökuna við hryðjuverkið á Bali Tsjetsjenarnir sagðir í tengslum við erlend sendi- ráð í Moskvu Moskvu. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.