Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ikið hefur verið rætt um sjúk- dómsvæðingu undanfarnar vik- ur. Það merki- lega við þá umræðu er hvað við- brögð lækna eru í raun lítil. Þeir hafa varla hreyft mótmælum við þeim ásökunum sem komið hafa fram á stéttina (reyndar frá lækni). Þótt því hafi verið haldið fram að læknar séu í auknum mæli að láta fólki líða eins og það sé veikt, að búa til sjúklinga í stað þess að einbeita sér að því að lækna þá sem eru veikir í raun og veru, hafa ákaflega lítil mótmæli heyrst úr röðum þeirra. Ástæðan þarf ekki að vera sú að þeir álíti þetta vera rétt heldur að þeir telji sig vera að gera rétt, að þeirra hlut- verk sé að um- gangast mannslíkam- ann eins og vél sem þarf að hafa reglulegt eftirlit með, smyrja og taka upp öðru hverju til þess að hún gangi nokkuð truflunarlaust. Í grein sinni, Launhelgar læknavísindanna og aukaverk- anir af lækningum, sem birtist í tímaritinu Skírni árið 1998 fjallar Stefán Hjörleifsson um það hvernig læknar eru þjálfaðir sem tæknimenn og hvaða áhrif það hefur annars vegar á viðhorf þeirra til starfa sinna og hins vegar á viðhorf almennings til lækna. Stefán telur að í krafti sérfræðiþekkingar sinnar gegni læknar hlutverki æðstupresta í óopinberum trúarbrögðum sam- félagsins, heilbrigðistrúarbrögð- unum eins og hann kallar þau. Í grein sinni segir Stefán: „Al- menningur er ofurseldur sér- fræðiþekkingu þeirra sem vit hafa á líkamanum. Í hvert skipti sem eitthvað fer úrskeiðis í lík- amsvélinni er þörf fyrir liðstyrk læknavísindanna. Og þótt maður kenni sér einskis meins er hann engu að síður knúinn til að fylgja lífsreglum heilbrigðispostulanna og gangast undir læknisskoðun „til öryggis“, því enginn nema vísindamaðurinn veit upp á hverju líkaminn kann að taka næst. Þannig á sér stað ákveðin firring gagnvart líkamanum. Boðskapur læknavísindanna, sem allar manneldisstofn- anirnar, öll heilbrigðiskerfin og allir upplýstir fjölmiðlar breiða út, er alltaf á sömu leið: Lík- aminn er ægiflókin vél, fláráður þjónn sem getur brugðist hús- bónda sínum á óendanlega marga vegu. Og þú skalt ekki láta þér detta í hug að þú getir séð við brögðum hans án að- stoðar sérfræðinganna.“ Þegar Stefán skrifaði greinina var hann á síðasta ári í lækn- isfræði við Háskólann í Björgvin. Hann hafði áður tekið BA-próf í heimspeki við Háskóla Íslands og þar áður hafið nám við lækna- deild skólans en hætt því vegna þess að að honum sóttu efasemd- ir um að hann ætti erindi í læknanám, eins og hann rekur í grein sinni. Fyrst í stað taldi hann að efasemdirnar stöfuðu af því að hann var óviss um hvað hann vildi taka sér fyrir hendur en síðar meir komst hann á þá skoðun „að læknaskólinn sé á ýmsan hátt viðsjárverð uppeldis- og menntastofnun“. Í grein sinni dregur Stefán þá ályktun af námi sínu í lækn- isfræði að í því sé „fátt gert til að stuðla að eflingu siðvitund- arinnar“. Stefán vill halda því fram að læknum sé ekki kennt að umgangast fólk eins og skyn- igæddar verur heldur sem vélar og það kunni að hafa áhrif á það hvernig þeir meðhöndli sjúklinga sína og einnig á það hvernig samfélagið lítur á heilbrigði. Stefán segir að ef einblínt sé á „lífsmörkin – á hjartsláttinn og blóðþrýstinginn, sem gjörgæslu- tækin mæla – á lífshorfurnar – á ævilengdina og faraldsfræðina, sem landlæknarnir mæla – og á tæknibrögðin sem beitt er til að halda mönnum á lífi, er hætta á að menn missi sjónar á því sem gerir lífið gott og bærilegt.“ Þetta segir Stefán að geti hæglega gerst „vegna þess að líf- ið og heilsan eru augljóslega eft- irsóknarverð og vegna þess að menn eru sífellt minntir á hve stórfenglega megi bæta heilsu manna og lengja lífdagana með aðferðum læknavísinda.“ Öll þessi áhersla á mælingar, lífshorfur, ævilengd og tækni- legar úrlausnir telur Stefán að hafi breytt viðhorfi fólks til heil- brigðis sem meðal annars sjái stað í fyrirbærum á borð við við- varandi sjúkdómsótta og líkams- firringu. Hann bendir á að þrátt fyrir að ævi manna í vestrænum löndum hafi lengst og læknar berjist af æ meiri þekkingu og hörku gegn fjöldamörgum sjúk- dómum þá bendi víðtækar kann- anir til þess að almenningur trúi því staðfastlega að heilsufari sínu fari hrakandi. Hann bendir einnig á að lýsingar á ótal sjúk- dómseinkennum sem dynja gegndarlaust á fólki og áminn- ingar um orsakir sjúkdóma og tæknibrögðin sem hægt er að beita líkamann þegar hann bilar kunni að valda misskilinni firr- ingu gagnvart líkamanum. Fólk hættir að treysta á eigið hyggju- vit og leitar til lækna með alla hugsanlega smákvilla. Enn al- varlegra sé þó að „ótal veraldleg, eða öllu heldur tilvistarleg, vandamál eru leynt og ljóst ástæður þess að menn leita sér læknishjálpar.“ Tæknikunnátta lækna gagnast hins vegar ekki hætishót við að greiða úr slíkum erfiðleikum, segir Stefán. „Okk- ur er kennt að mæla sjúklinginn út og taka vandamál hans tækni- legum tökum, en samfélagið og jafnvel sjúklingurinn sjálfur ætl- ast til þess að við hjálpum honum við að höndla hamingjuna.“ Stefán telur að mjög skorti á að umræða um heilbrigðismál sé gagnrýnin. Öll umræðan sé gegnsýrð af hinni tæknilegu og líkamlegu orðræðu og aðrar hlið- ar á heilbrigði komi ekki við sögu. Af lýsingu Stefáns að dæma verður umræðunni hins vegar varla breytt og þá heldur ekki viðhorfi lækna og samfélags til heilbrigðis nema lækna- menntuninni verði breytt. Læknar og menn Stefán telur að í krafti sérfræðiþekk- ingar sinnar gegni læknar hlutverki æðstupresta í óopinberum trúarbrögð- um samfélagsins, heilbrigðistrúarbrögð- unum eins og hann kallar þau. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is TIL að ná viðunandi árangri í rekstri framsækinnar fyrirtækja þurfa stjórnendur að hafa til taks hágæða upplýsingar og þekkingu, sem saman mynda traustan grund- völl til ákvarðanatöku. Hugbúnað- arlausnir á sviði viðskiptagreindar miða að því að safna, stjórna og nota upplýsingar til að öðlast nauðsynlega yfirsýn. Viðskiptagreind er með öðrum orðum nútímalegt stjórntæki til að stýra fyrirtækjum í átt að vexti og áframhaldandi velgengni. Tak- mark viðskiptagreindar er hins vegar ekki bara að styrkja fyr- irtækið og markaðsstöðu þess, heldur einnig að efla starfsfólkið við vinnu sína og treysta þar með tekjuöflunina. Lausnir á sviði viðskiptagreindar Viðskiptagreindar er hin ís- lenska þýðing á hugtakinu „Bus- iness Intelligence“ á ensku. Hugtakið viðskiptagreind má í stuttu máli útskýra sem stuðning við ferli er leiðir til ákvarðanatöku og stjórnunarupplýsinga. Við- skiptagreind felur með öðrum orð- um í sér: (a) Vel uppbyggða og samþætta söfnun upplýsinga (b) Greiningu, skýrslugerð og miðlun þekkingar um allt fyrirtæk- ið (c) Ákvarðanagrundvöll og stuðning við ákvarðanir sem leiða til athafna Samhæft árangursmat Aðferðafræðin Samhæft árang- ursmat flokkast óumdeildanlega með öflugstu stjórntækjunum á sviði viðskiptagreindar. Samhæft árangursmat er aðferðafræði sem var þróuð af dr. David P. Norton og dr. Richard S. Kaplan, prófess- orum við Harvard Business School. Aðferðafræði Samhæfðs árang- ursmats hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar að greina stefnu fyr- irtækja og stofnana niður í lyk- ilþætti og mælanleg markmið. Hins vegar að móta viðeigandi stefnu og nota síðan öflugar hug- búnaðarlausnir til að fylgjast ná- kvæmlega með framgangi hennar í rekstri. Þetta er stjórnunaraðferð sem nær til alls fyrirtækisins og sam- einar og samnýtir þekktar aðferð- arfræðir eins og altæka gæða- stjórnun (TQM), mannauðsstjórnun, sjálfsmatslíkön (til dæmis EFQM) og framsækna stefnumótun (“pro-active plann- ing“). Oracle Balanced Scorecard-hugbúnaður Það er hugbúnaður á borð við Oracle Balanced Scorecard sem er notaður til að fylgjast nákvæmlega með því hvernig gengur að fram- fylgja stefnunni og ná yfirlýstum markmiðum í rekstri. Samhæft árangursmat miðast við að auka skilvirkni og gæði í rekstri og þjónustu og ná fram auknu hag- ræði. Innleiðing á samhæfðu árang- ursmati hefur hafist eða verið framkvæmd af tæplega 50 pró- sentum stærstu fyrirtækja Norð- ur-Ameríku og Evrópu, samkvæmt alþjóðlega markaðsrannsóknafyr- irtækinu IDC. Talsverður fjöldi ís- lenskra fyrirtækja og stofnana hefur þegar hafist handa við að innleiða Samhæft árangursmat. Niðurstöður rannsókna á fyrir- tækjum sem nú þegar hafa innleitt samhæft árangursmat sýna slíkan árangur og ávinning að þessi að- ferðarfræði er komin til að vera. Spennandi ráðstefna Þess má geta að dr. David P. Norton, sem er annar höfunda að- ferðafræðinnar á bak við Samhæft árangursmat eða Balanced Score- card, er væntanlegur til Íslands á næstunni. Hann kemur hingað til ráðstefnuhalds 1. nóvember um Samhæft árangursmat á vegum Teymis hf, Oracle á Íslandi, Landsbankans hf. og samstarfs- aðila. Atburðurinn heyrir til stórtíð- inda í heimi áhugafólks og atvinnu- manna á sviði fyrirtækjastjórnun- ar sökum þess að dr. Norton er einn eftirsóttasti ráðgjafi veraldar á þessu sviði og afskaplega virtur fræðimaður í sinni grein. Viðskiptagreind og samhæft árangursmat Eftir Símon Þorleifsson „Samhæft árang- ursmat er meðal öfl- ugustu stjórntækjanna á sviði viðskiptagreindar.“ Höfundur er þróunarstjóri hjá Teymi hf. – Oracle á Íslandi. Net- fang: simon@teymi.is ÁHRIFA Norðuráls gætir víða í samfélaginu á Akranesi. Þrátt fyrir að einungis sé lokið tveimur áföngum af (líklega) fjórum í uppbyggingu fyr- irtækisins er óhætt að segja að stað- setning verksmiðjunnar á Grundar- tanga hafi haft í för með sér að verulega hefur dregið úr atvinnuleysi hér á svæðinu og í stað fólksfækkunar fjölgar nú íbúum á Akranesi einna mest utan höfuðborgarsvæðisins. Stærstan hluta ástæðunnar má rekja til uppbyggingar álversins á Grund- artanga annars vegar en hins vegar þeim kærkomnu samgöngubótum sem Hvalfjarðargöngin færðu okkur. Undanfarna daga hafa raddir and- stæðinga virkjana og stóriðju endur- varpast á öldum ljósvakamiðla og áróður gegn uppbyggingu atvinnulífs af þeim toga sem hér um ræðir verið sterkur. Hér verður í örstuttu máli gerð grein fyrir þeim jákvæðu atrið- um sem felast í uppbyggingu stóriðju í næsta nágrenni Akraness og minnt á að það er stór hópur Íslendinga sem fagnar því að uppbygging eigi sér stað á þessum sviðum. Með tilkomu Norðuráls hefur orðið umtalsverð breyting á vinnuframboði á svæðinu norðan Hvalfjarðar enda er vinnustaðurinn einn sá stærsti hér á landi utan höfuðborgarsvæðisins. Þar starfa rösklega 200 manns í dag en ef allar áætlanir ganga eftir mun þeim fjölga í u.þ.b. 350 eftir stækkun verk- smiðjunnar í 180 þúsund tonna árs- framleiðslu og eftir stækkun hennar í 240 þúsund tonn í 450 starfsmenn (áætlað árið 2008). Um það bil 63% starfsmanna álversins búa á Akra- nesi. Árið 2001 greiddi fyrirtækið samtals um einn milljarð króna í laun og launatengd gjöld. Má því áætla að beinar launatekjur til Skagamanna hafi verið um 500 milljónir auk skatta á árinu 2001. Það segir sig því sjálft að þreyfingar um stækkun verksmiðj- unnar falla í frjóan jarðveg hjá okkur sem störfum að sveitarstjórnarmál- um á Akranesi. Frá upphafi uppbyggingar Norð- uráls hefur það komið skýrt fram að stefna fyrirtækisins er að leggja áherslu á búsetu starfsmanna í næsta nágrenni verksmiðjunnar og er Akra- nes þá helst nefnt. Þá hefur staðsetn- ing verksmiðjunnar kallað á aukna eftirspurn eftir vöru og þjónustu á svæðinu. Það hafa Akurnesingar nýtt sér nokkuð vel, þó e.t.v. mætti betur gera á ýmsum sviðum. Eins og áður hefur verið nefnt gæt- ir áhrifa stóriðjuveranna á Grundar- tanga víða og í því sambandi er rétt að geta hér stofnunar stóriðjubrautar við Fjölbrautaskóla Vesturlands og hins vegar þeirra tækifæra sem skap- ast hafa með tilkomu hafnarinnar á Grundartanga sem nú þegar er að verða ein stærsta inn- og útflutnings- höfn landsins. Gera má ráð fyrir að ýmis hafnsækin starfsemi eigi eftir að stóraukast á Grundartanga innan skamms. Frekari uppbygging Norðurál hefur aukið fjölbreytni atvinnulífs og ekki hvað síst leitt til hærri launa á svæðinu, enda greiðir stóriðja á Vesturlandi hæstu laun í landi. Frekari stækkun á fyrirtækinu kallar á alvarlegar hugleiðingar um uppbyggingu svokallaðra kvenna- starfa. Konum býðst að starfa á Grundartanga rétt eins og körlum en einhverra hluta vegna sækja þær ekki í vinnu þar nema í mjög takmörkuð- um mæli. Í þessu samhengi má benda á nauðsyn sveigjanlegs vinnutíma, góðra samgangna, sveigjanleika í dagvistunar- og skólamálum og áfram mætti telja. Akraneskaupstaður, Norðurál og fleiri hagsmunaaðilar hafa ákveðið að taka höndum saman um uppbyggingu ýmissa stoðkerfa atvinnulífsins á svæðinu, ekki hvað síst til að nýta sem best þau tækifæri sem bjóðast sam- hliða frekari uppbyggingu Norðuráls. Í því sambandi má nefnda almenn- ingssamgöngur, sveigjanleika í dag- vistunarmálum, markaðsmál og fleira. Í mörgu fara hagsmunir stór- iðjunnar saman við hagsmuni sveitar- félaganna á svæðinu og því sjá menn hag í samstarfi á ýmsum sviðum. Það er ljóst að fjárfesting af þeirri stærðargráðu sem brátt fer af stað á svæðinu hlýtur að gefa Akurnesing- um og nágrönnum þeirra tilefni til verulegrar bjartsýni á komandi árum. Við munum ekki hika við að benda á hin jákvæðu áhrif stóriðju og virkj- ana, enda teljum við okkur þar geta mælt af reynslu. Við fögnum stækkun Norðuráls Eftir Guðna Tryggvason „Norðurál hefur aukið fjölbreytni atvinnulífs og ekki hvað síst leitt til hærri launa á svæðinu ...“ Höfundur er formaður atvinnumála- nefndar Akraneskaupstaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.