Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör
Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði
nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram-
bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir
liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is.
SAMFYLKINGIN hefur alla
burði til að vera stjórnmálaflokkur
nýrra tíma. Hún er afsprengi nýrrar
hugsunar í alþjóðlegum stjórnmálum
sem teygir nú anga sína inn í íslenska
landsmálapólitík. Ungt fólk sem var
að vakna til pólitískrar vitundar fyrir
um áratug, og hefur á margan hátt
aðra sýn á veruleikann, finnur sam-
leið með stefnumálum Samfylkingar-
innar. Þetta fólk vill beita nýrri og
fordómalausri nálgun þegar kemur
að því að leysa hin knýjandi verkefni
dagsins í dag. Samfylkingarfólk á
mínum aldri á sér þann draum að
byggja upp nýtt og öflugt stjórnmála-
afl sem hefur raunverulega hagsmuni
raunverulegs fólks að leiðarljósi.
Til að svara kalli tímans verða sam-
fylkingarmenn að vera tilbúnir að
kasta gömlu kreddunum fyrir róða og
takast á við aðstæður nútímafólks
með opnum huga.
Við verðum að horfast í augu við
það að undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins hafa leikreglur hinnar fjöl-
þjóðlegu gróðahyggju orðið allsráð-
andi í íslensku þjóðlífi. Afleiðingarnar
eru m.a. þær að valdið færist smám
saman úr höndum kjörinna fulltrúa
fólksins í landinu til þeirra sem auð-
inn eiga. Til að snúa við þessari öf-
ugþróun og til að styrkja stoðir stefnu
Samfylkingarinnar þurfum við nýjar
lausnir nýrra tíma.
Við verðum að vera reiðubúin að
skoða með opnum huga uppstokkun í
stjórnsýslunni með það að markmiði
að auka sveigjanleika í tengslum
stofnana og verkefna. Óhjákvæmilegt
er að brydda upp á nýjum leiðum í
skólamálum með auknum sveigjan-
leika milli skólastiga og meiri teng-
ingu við atvinnulífið. Rétt er að leita
nýrra úrræða á alþjóðavettvangi við
að leysa vanda atvinnulífs í dreifbýli.
Úthýsa ber öllum öfgum, valdníðslu
og eiginhagsmunum í stefnumörkun
og umræðu um umhverfismál.
Ég er sannfærð um að Samfylking-
in mun á næstu árum hafa áhrif til
góðs í íslensku samfélagi. Til þess að
svo megi verða þarf sterka liðsheild
með skýra framtíðarsýn sem stefnir
ótrauð á háleit markmið. Ég hef þá
trú að Samfylkingin sé eina íslenska
stjórnmálaaflið sem er fært um að
brjóta niður kerfismúra fortíðar og
færa valdið aftur til fólksins. Þess
vegna vil ég helga flokknum krafta
mína og vona að framboð mitt í próf-
kjörinu 9. nóvember verði ungu fólki
hvatning til að takast á við þá ögrun
og virkja þann kraft sem fólginn er í
nýju stjórnmálaafli.
Nýir tímar –
nýjar lausnir
Eftir Sigrúnu
Grendal
„Þetta fólk
vill beita
nýrri og for-
dómalausri
nálgun þeg-
ar kemur að því að
leysa hin knýjandi verk-
efni dagsins í dag.“
Höfundur er formaður Félags tón-
listarskólakennara og tekur þátt í
prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík.
TIL að efla atvinnu- og mannlíf í
Suðurkjördæminu er grundvallarat-
riði að ráðast í róttækar samgöngu-
bætur. Þær eru forsendur þess að
það náist að efla svæðið og skapa fjöl-
breyttara og öflugra atvinnulíf. Þá er
ekki síður mikilvægt að auka öryggi á
vegum úti. Enda eru samgönguæð-
arnar í kjördæminu á meðal þeirra
fjölförnustu á landinu öllu og umferð
um Hellisheiði og Reykjanesbraut
gríðarlega þung á köflum og hörmu-
leg umferðarslys þar algeng.
Lýsing Hellisheiðar og
tvöföldun Reykjanesbrautar
Tvöföldun Reykjanesbrautar og
lýsing Hellisheiðar eru ásamt Suður-
strandarvegi forsendur öflugrar at-
vinnuuppbyggingar og öryggis í um-
ferðinni. Koma þarf á öflugum
samgöngum á milli lands og eyja með
nýrri og hraðskreiðari ferju og upp-
byggingu Bakkaflugvallar eða Sel-
fossflugvallar. Með þessum brýnu
samgöngubótum, þar sem Suður-
strandarvegur tengir hið nýja svæði,
væri brautin rudd til stórkostlegrar
eflingar svæðisins.
Nýtum nálægðina
Nálægðin við höfuðborgarsvæðið,
fjöldi vinsælla ferðamannastaða og
orkuöflun landsins, sem á sér að
miklu leyti stað í kjördæminu, gefa
færi á umfangsmikilli atvinnuupp-
byggingu. Sem dæmi má nefna fara
u.þ.b. 90% af orkuframleiðslu lands-
ins fram á Suðurlandi en mjög lítil
iðnaðarframleiðsla á sér hinsvegar
stað stað á Suðursvæðinu. Þessu
verður að breyta. Margir staðir á
Suðurnesjum og Þorlákshöfn, svo
dæmi séu tekin, eru tilvaldir til upp-
byggingar öflugs iðnaðar. Þá er hægt
að fullyrða að þau gullnu tækifæri
sem ferðamannastraumurinn á svæð-
ið skapar eru fjarri því að vera að
fullu nýtt. Til að nýta þessa kosti til
fulls verða að koma til þær öflugu
samgöngubætur sem hér eru dregn-
ar fram. Þær hafa rekið á reiðanum
allt of lengi og tími aðgerða runninn
upp.
Samgöngubætur
í Suðurkjördæmi
Eftir Björgvin G.
Sigurðsson
Höfundur er þátttakandi
í flokksvali Samfylkingarinnar
í Suðurkjördæmi.
„Koma þarf
á öflugum
samgöngum
á milli lands
og eyja með
nýrri og hraðskreiðari
ferju og uppbyggingu
Bakkaflugvallar eða
Selfossflugvallar.“
HINN 9. nóv. nk. fer fram
flokksval um skipan framboðslista
Samfylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi.
Við erum svo
heppin að hafa þar
í boði úrvals mann-
kostafólk, sem vel
er til þess fallið að
verða fulltrúar okk-
ar á Alþingi. Þarna
í hópi eru þing-
mennirnir okkar þrír, sem allir
hafa skilað góðu starfi á Alþingi.
Þarna er að auki svo mikið mann-
val að vandi er úr að velja.
Ég hefði viljað sjá fleiri konur í
þessum hópi, en það léttir vafa-
laust mörgum valið, þegar þeir
hafa í huga yfirlýsta stefnu Sam-
fylkingarinnar um jafnræði
kynjanna, að einungis þrjár konur
eru í boði.
Það fer vel á því, að kona skipi
efsta sæti listans nú sem áður,
ekki síst þar sem við eigum kost á
jafn hæfileikaríkum baráttumanni
fyrir breytingum á samfélaginu í
anda jafnaðarstefnunnar og Rann-
veig Guðmundsdóttir er. Hún hef-
ur sýnt það og sannað að hún er
réttur maður á réttum stað sem
forustumaður okkar á Alþingi.
Oft hef ég hlustað á mál Rann-
veigar á Alþingi og öðrum mann-
fundum og aldrei orðið fyrir von-
brigðum með einarðlegan,
heiðarlegan málflutning hennar,
sem jafnan einkennist af þekkingu
um það sem hún fjallar, réttlæt-
istilfinningu og mannúðarsjón-
armiðum jafnaðarstefnunnar.
Rannveig er forustumaður sem
við getum verið stolt af. Þess
vegna mun ég velja Rannveigu til
að skipa efsta sætið á framboðs-
listanum okkar. Ég hvet aðra
samfylkingarmenn í Suðvest-
urkjördæmi til að gera slíkt hið
sama.
Rannveig í
fyrsta sætið
Ásthildur Ólafsdóttir skrifar:
ÉG var í hópi fjölmargra sem
fögnuðu þegar Ásgeir Frið-
geirsson ritstjóri ákvað að gefa
kost á sér í flokks-
vali Samfylking-
arinnar í Suðvest-
urkjördæmi. Þeir
sem hafa fylgst
með ferli Ásgeirs
allt frá mennta-
skólaárunum vita
að þar fer réttsýnn og úrræðagóð-
ur félagsmálamaður sem kann að
afla hugmyndum fylgis og koma
þeim til framkvæmda. Sem fjöl-
miðlamaður hefur Ásgeir sýnt að
hann kann skil á gangverki ís-
lensks samfélags og getur greint á
milli stundarhagsmuna og framtíð-
arsýnar, sérhagsmuna og al-
mannaheilla. Ásgeir hefur yf-
irgripsmikla þekkingu á
alþjóðamálum sem kemur sér vel
nú þegar meta þarf stöðu Íslands í
samfélagi Evrópuþjóða. Ásgeir
hefur víðtæk tengsl í öllum geir-
um samfélagsins sem hann kann
að nýta til lausnar á flóknum sam-
félagsmálum.
Ásgeir verður öflugur fulltrúi í
framvarðasveit Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi og mun
koma góðum hlutum til leiðar sem
þingmaður.
Ég hvet alla til að veita Ásgeiri
stuðning í flokksvalinu 9. nóv-
ember nk.
Styðjum
Ásgeir
Friðgeirsson
Tryggvi Felixson framkvæmdastjóri skrifar:
ÉG styð Bryndísi í 2. sætið í
Reykjavík því Bryndís hefur ábyrga
afstöðu til nýtingar á auðlindum
landsins. Hún þekkir nauðsyn þess
að nýta auðlindirnar
á skynsamlegan hátt
þannig að varlega sé
farið með náttúru-
auðæfi þjóðarinnar.
Eitt af því sem
Bryndís hefur lagt
til er að náttúra
landsins verði kerfisbundið kortlögð
svo við höfum skýra mynd af að-
stæðum. Einnig að lokið verði að
gera rammaáætlun um þá virkj-
anakosti sem við höfum. Við núver-
andi aðstæður er kostnaður við um-
hverfismat mikill, og ferlið mjög
tímafrekt. Verst er þó að nú er ekki
ljóst fyrirfram hvaða svigrúm er
raunverulega fyrir hendi þegar rætt
er um að nýta landgæði. Undirstaða
velferðarinnar er traust efnahagslíf.
Þess vegna er mikilvægt að nýta
auðæfi landsins, en það verður þó að
gera af varfærni og virðingu fyrir
umhverfi okkar.
Ég hvet allt Samfylkingarfólk í
Reykjavík til að styðja Bryndísi til
forystu.
Bryndís Hlöðvers-
dóttir í 2. sætið!
Pétur Jónsson, stjórnarmaður í kjördæma-
ráði Samfylkingarinnar í Reykjavík, skrifar:
EKKI þarf að fara mörgum orðum
um mikilvægi þess að til forystu í
stjórnmálum veljist kraftmikið og
staðfast fólk, sem hefur skilning á að-
stæðum launafólks og ábyrga afstöðu
í efnahagsmálum.
Bryndís Hlöðvers-
dóttir hefur vaxið
mjög á ferli sínum
sem þingmaður og
nú síðast sem þing-
flokksformaður. Ég
kynntist Bryndísi
þegar hún var lögfræðingur Alþýðu-
sambands Íslands og hef alla tíð síðan
metið hana mikils fyrir víðsýni, áreið-
anleika og staðfestu. Í starfi sínu hjá
Alþýðusambandinu aflaði hún sér
þekkingar á aðstæðum launafólks og
hún hefur sýnt þeim skilning í störf-
um sínum á þingi. Ég tel mikilvægt
að Samfylkingin nýti þá þekkingu í
þágu almennings. Ég styð Bryndísi í
2. sæti í prófkjörinu, því ég vil sjá
hana leiða lista Samfylkingarinnar í
öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.
Bryndísi til for-
ystu í Reykjavík
Grétar Þorsteinsson skrifar:
ÞANN 9. nóvember fer fram próf-
kjör Samfylkingarinnar í Reykjavík
þar sem flokksfólk velur frambjóð-
endur flokksins fyrir
kosningarnar næsta
vor. Þar er margt
góðra manna á ferð
og margir þeirra eiga
skilið sæti á listanum.
Það er mikilvægt að
forystusætin verði
vel skipuð, en þar sem eitt prófkjör
verður viðhaft fyrir bæði kjördæmin
munu tvö fyrstu sætin á listanum
verða forystusæti, hvort í sínu kjör-
dæminu. Ég styð Bryndísi Hlöðvers-
dóttur til að leiða annað kjördæm-
anna. Ég kynntist henni fyrst í starfi
mínu sem formaður verkalýðsfélags,
þegar hún var lögfræðingur Alþýðu-
sambandsins og hef ég fylgst með
störfum hennar alla tíð síðan. Bryn-
dís er traust og sinnir af festu og
ábyrgð því sem henni er trúað fyrir
og sem þingflokksformaður Samfylk-
ingarinnar hefur hún sýnt að hún er
öflugur forystumaður. Ég vil sjá hana
í forystu flokksins í Reykjavík og
hvet flokksmenn til að gefa henni at-
kvæði sitt til þess.
Bryndísi í forystu
í öðru kjördæm-
anna
Hafsteinn Númason skrifar:
BRÁTT munum við Samfylking-
arfólk velja okkur frambjóðendur
fyrir komandi Alþingiskosningar og
þá er áríðandi að vel takist til um
skipan efstu sæta. Formaður
flokksins gefur kost á sér í 1. sæti í
sameiginlegu próf-
kjöri og þar með til
að leiða annan af
tveimur listum Sam-
fylkingarinnar í
Reykjavík. Mikið er
í húfi að vel takist
til um skipan efsta
sætis hins listans, þar þarf mann-
eskju sem sýnt hefur af sér frum-
kvæði og forystuhæfileika.
Bryndís Hlöðversdóttir gefur
kost á sér í 2. sæti sameiginlegs
prófkjörs, og þar með til að leiða
hinn listann. Bryndís hefur vaxið
með störfum sínum á Alþingi;
dugnaður, víðsýni og umhyggja fyr-
ir þeim sem minna mega sín hafa
einkennt hana þann tíma sem hún
hefur setið á þingi. Kjör hennar til
formennsku í þingflokki Samfylk-
ingarinnar sýnir það traust sem
hún nýtur.
Það er trú mín að Bryndís sé
framtíðarleiðtogi innan Samfylk-
ingar og ég hvet alla til að veita
henni brautargengi og kjósa hana í
2. sæti.
Bryndísi í 2. sætið
Haukur Már Haraldsson framhaldsskóla-
kennari skrifar:
VIÐ sem höfum þekkt Bryndísi
Hlöðversdótt frá því að hún hóf af-
skipti af stjórnmálum og bauð sig
fram til þings 1995 vitum fyrir hvað
hún stendur. Hún hefur getið sér
gott orð á þessum
tæpu tveimur kjör-
tímabilum sem hún
hefur starfað sem
þingmaður, og er ein
af öflugustu þing-
mönnum sem nú
sitja á Alþingi Ís-
lendinga. Það er því mikið fagnaðar-
efni að hún skuli nú gefa kost á sér í
annað sætið hér í Reykjavík og um
leið
til að leiða lista Samfylking-
arinnar í öðru kjördæminu. Bryndís
setti sinn pólitíska feril að veði 1998
þegar við vorum að sameina vinstri-
menn, þar mætti hún mikilli mót-
spyrnu „lykilmanna“ í Alþýðu-
bandalaginu eins og fólk eflaust
man, sem endaði með að nokkrir fé-
lagar okkar yfirgáfu það. Sameining
vinstri manna tókst og erum við nú í
fyrsta skiptið að bjóða fram í sam-
einuðum flokki til Alþingis.
Ég hvet því Samfylkingarfólk til
að setja Bryndísi í 2. sætið í próf-
kjörinu 9. nóv nk.
Kjósum Bryndísi í
2. sæti
Guðný Aradóttir skrifar:
ÞAÐ er mikið mál að sameina
stjórnmálaflokka. Margir sakna
gömlu flokkanna er
nú mynda Samfylk-
inguna. Ef byggja á
stóran og traustan
flokk hljótum við að
horfa fram á veginn.
Samfylkingin er
stór flokkur en við
viljum gera hann enn stærri.
Mestu skipta góð málefni sem bor-
in eru fram af skynsemi og heið-
arleika.
Bryndís Hlöðversdóttir hefur yf-
irburða þekkingu á íslensku sam-
félagi. Málefni hennar mótast af
hagsmunum fólksins í landinu.
Bryndís setur mál öfgalaust fram.
Þannig er hún talsmaður Evrópu-
aðildar, en gætir einnig hagsmuna
þjóðarinnar t.d. í sjávarútvegs-
málum. Hún vill skynsamlega nýt-
ingu auðlinda og skilur mikilvægi
þess að hlúa vel að atvinnulífinu.
Bryndís er mjög vel til þess fall-
in að sameina þau öfl sem lögðust á
eitt um að byggja stóran jafn-
aðarmannaflokk. Flokk, sem hefur
burði til að gegna forystuhlutverki
í landsstjórninni. Ég set Bryndísi
hiklaust í annað sætið í prófkjöri
Samfylkingarinnar.
Sigur Bryndísar
er sigur Sam-
fylkingarinnar
Fritz M. Jörgensson framkvæmdastjóri
skrifar: