Morgunblaðið - 29.10.2002, Side 34
MINNINGAR
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Helgi Jónssonvélhönnuður
fæddist í Reykjavík
24. september 1923.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu á Seltjarnarnesi
23. október síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Jóns
Helgasonar bólstr-
arameistara, f. á
Birnustöðum á
Skeiðum 24. júlí
1890, d. 5. janúar
1959, og Maríu Maj-
asdóttur húsfreyju, f.
í Bolungarvík 7. mars 1896, d. 29.
apríl 1988. Systkini Helga eru Sól-
veig María starfsstúlka, f. 1922,
Torfi Kristinn verkstjóri, f. 1925,
Ingvar húsasmíðameistari og
skipasmiður, f. 1927, Aldís tónlist-
arkennari, f. 1930, d. 1982, og
1941, sonur hennar er Björn Lofts-
son; Ingibjörg Bjarnardóttir lög-
fræðingur, f. 15. mars 1943, maki
Geir Ólafsson, börn þeirra eru
Björn og Þórunn; Erla Bil Bjarn-
ardóttir garðyrkjustjóri, f. 12. apr-
íl 1947, börn hennar eru Guðröður
Ágústsson, Valgerður Guðlaugs-
dóttir og Magnús Guðlaugsson;
Magnús Bjarnarson bóndi, f. 4. des-
ember 1950, maki Elín Blöndal Sig-
urjónsdóttir, börn hans eru Arna,
Helgi, Kristín og Þór.
Helgi lærði vélvirkjun í Reykja-
vík og síðar tækniteiknun. Hann
vann lengst af hjá Rafmagnsveit-
um ríkisins, fyrst í Ólafsvík og síð-
ar á teiknistofunni í Reykjavík.
Helgi stundaði myndlist og tré-
skurð ævilangt, var lengi nemandi
við Myndlistarskólann í Reykjavík,
ennfremur vann hann að friðar-
málum, var virkur í félagsstarfi
eldri borgara og skógrækt. Hann
ólst upp í vesturbænum í Reykjavík
og bjó síðustu árin á Seltjarnar-
nesi.
Útför Helga verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Kristbjörg fiskmats-
maður, f. 1932. Helgi
kvæntist 24. septem-
ber 1954 Þórunni
Magnúsdóttur sagn-
fræðingi, f. 12. desem-
ber 1920. Þau skildu.
Foreldrar Þórunnar
voru Magnús Jónsson,
bóndi og formaður,
síðast í Vestmannaeyj-
um, f. 4. maí 1889, og
Guðrún Jónsdóttir frá
Akranesi, f. 6. apríl
1889. Dóttir Helga og
Þórunnar er Guðrún
Helgadóttir kennslu-
fræðingur, f. 9. mars 1959, maki
Helgi Thorarensen lífeðlisfræðing-
ur, börn þeirra eru Jóhanna Thor-
arensen og Ólafur Helgi Thoraren-
sen. Börn Þórunnar af fyrra
hjónabandi eru Eygló Bjarnardótt-
ir meinatæknir, f. 18. september
Í dag er til moldar borinn Helgi
Jónsson vélhönnuður, fyrrum
starfsmaður Rafmagnsveitna ríkis-
ins og eins og hann sjálfur sagði
gjarna: listnemi. Helgi var fæddur í
Reykjavík 24. september 1923, son-
ur hjónanna Jóns Helgasonar
bólstrarameistara og Maríu Sólveig-
ar Majasdóttur húsmóður. Helgi
ólst upp í Vesturbænum í glöðum
hópi sex systkina. Fjölskyldan bjó
fyrst á Bráðræðisholtinu og síðar á
Kaplaskjólsvegi 12 en það hús stóð
til skamms tíma milli blokkanna við
Meistaravellina. Líkt og gerðist um
börn á þessum tíma var Helgi í sveit
á sumrum bæði á Snæfellsnesi og í
Ölfusinu og átti hann þaðan margar
skemmtilegar minningar sem hann
deildi gjarnan með börnum og
barnabörnum.
Foreldrar Helga voru bæði list-
fengt fólk. María var vel hagmælt,
og hafði ríka kímnigáfu sem Helgi
tók í arf, ásamt með barnatrúnni
sem hún innrætti sínum börnum.
Jón, faðir Helga, stundaði bæði tón-
list og myndlist. Hann lék á fiðlu og
tók þátt í starfi Hljómsveitar
Reykjavíkur en jafnframt var hann
áhugamálari og hafði ákveðinn stíl í
sínu landslagsmálverki. Jón var
framúrskarandi fagmaður og teikn-
ingar hans voru lengi notaðar í iðn-
námi í húsgagnabólstrun.
Helgi lærði vélvirkjun í vélsmiðj-
unni Jötni, vann á Vélaverkstæði
Björns og Halldórs og menntaði sig
síðar á sviði vélsmíði og véltækni.
Hann rak um tíma verkstæði en
starfaði lengst af hjá Rafmagnsveit-
um ríkisins. Hann var lengi starfs-
maður Rafveitunnar í Ólafsvík og
þar vaknaði áhugi hans á skógrækt
við það að hlúa að skógarreit
skammt frá stöðvarhúsinu. Síðar fór
hann til starfa á teiknistofu RARIK
og vann þar til starfsloka.
Heimspeki, listir og stjórnmál í
sinni eiginlegu merkingu voru
Helga alla tíð hugleikin. Hann var
róttækur í sínum stjórnmálaskoðun-
um, þráði réttlátt samfélag og var
alla tíð gagnrýninn á þá hugmynda-
fræði sem upphefur eignarréttinn
ofar manngildinu. Hann var jafn-
framt friðarsinni og alþjóðasinni,
andvígur allri valdbeitingu og stríðs-
rekstri.
Í hans lífsskoðun var ræktun
lands og lýðs, markmiðið sem okkur
ber að stefna að. Skógræktin var
einn þáttur þessa, þar naut hann úti-
vistar, sótti sér myndefni og naut
þess að vinna í góðum hópi að sam-
eiginlegu markmiði. Helgi var alla
tíð virkur áhugamaður og ástund-
andi sjónlistanna, unnandi íslenskr-
ar náttúru og menningar. Hann
gerði greinarmun á myndlist, hand-
verki og hönnun, þótt hann stundaði
allt þetta. Í myndlistinni reyndi
hann að túlka fegurð og fjölbreyti-
leika náttúrunnar í málverki. Hann
stundaði bæði útskurð og leirlist,
það lýsir afstöðu hans til viðfangs-
efnisins vel að þegar hann var beð-
inn að leiðbeina öðrum gerði hann
það með glöðu geði en jafnan undir
þeim formerkjum að hann væri
sjálfur nemandi. Í listinni verður
enginn fullnuma að hans mati, enda
var hann sjálfur nemandi Myndlist-
arskólans í Reykjavík til æviloka.
Helgi var vel ritfær og skrifaði
fjölda greina í blöð og tímarit um sín
hugðarefni. Meðal annars ritaði
hann greinar um stjórnarskrá lýð-
veldisins og fleira efni um stjórnmál
og vald. Það er einkenni þessara rita
og rökræðunnar, sem hann unni, að
Helgi gerði þá kröfu til sín og sinna
viðmælenda að orða hugsun sína
skýrt. Honum var umhugað að hug-
tök væru vel skilgreind og illa við
merkingarlaust orðagjálfur. Eftir
hann liggja einnig í handriti þýðing-
ar á ritum um handverk og listiðnað,
en þessar þýðingar voru hluti af list-
náminu og hann miðlaði þeim til
sinna kennara og samnemenda.
Árið 1954 kvæntist Helgi Þórunni
Magnúsdóttur sagnfræðingi en þau
slitu samvistum. Barn þeirra er
Guðrún, sem býr á Hólum í Hjalta-
dal. Börn Þórunnar af fyrra hjóna-
bandi þau Eygló, Ingibjörg, Erla Bil
og Magnús voru Helga sem eigin
börn, og hann hélt alla tíð tryggð við
þau og þeirra fjölskyldur. Barna-
börnin sem kveðja Helga afa eru
orðin tólf talsins.
Helgi var svo lánsamur að eiga
vini allt frá æskuárum, samheldinn
systkinahóp, afkomendur og góða
vini sem honum tengdust í starfi og
áhugamálum síðar á ævinni. Hann
auðgaði líf þessa fólks á margan
hátt, myndirnar hans eru mörgum
augnayndi og hugleiðingarnar íhug-
unarefni á komandi árum. Þessi vin-
átta var dýrmæt og við vottum vin-
um Helga samúð okkar við fráfall
góðs félaga, með kærri þökk fjöl-
skyldunnar fyrir auðsýndan sam-
hug.
Guðrún og Helgi.
Við fráfall fóstra míns er mér ljúft
að minnast hans fáum orðum.
Hann kom inn í líf mitt er ég var á
áttunda ári, er hann giftist móður
minni og eignaðist þar með fjögur
stjúpbörn á öllum aldri. Það hefur
ábyggilega ekki verið létt verk að
taka að sér svo stóran barnahóp, það
höfum við systkinin skilið eftir að við
urðum fullorðin. Það var svo tæpum
fimm árum síðar að einkadóttirin
fæddist sem alla tíð hefur verið sól-
argeisli föður síns. Helgi var okkur
systkinunum góður í alla staði og
ekki skildi leiðir okkar þó að þau
skildu, móðir okkar og hann, eftir að
við vorum fullorðin og flest flutt að
heiman. Hann er jafnt afi barnanna
okkar allra systkinanna.
Að lýsa Helga í fáum orðum er
svolítið erfitt, frá mínu sjónarhorni
var hann mikill grúskari, hann hefur
alla tíð stundað listir og fengist við
margt á því sviði. Hugsjón hans og
sannfæring var að allir menn væru
jafnir, en það virðist mörgum erfitt
að viðurkenna. Hann hafði alla tíð
sterka pólitíska sannfæringu, en
hefur kannski ekki rekist vel í flokki,
enda efasemdamaður og vildi kafa
dýpra og rökræða hlutina. Ég verð
að viðurkenna að ég deildi ekki
áhuga með Helga fyrir umræðum
um stjórnarskrána, trúmál og póli-
tík, en aftur á móti í skógrækt og
ræktun lands áttum við sameigin-
legt áhugamál. Hann var ötull í
skógræktarstarfi og áttum við sam-
an margar góðar stundir við skóg-
ræktarstörf en þar naut hann sam-
veru í góðum félagsskap við að hlúa
að landinu sem honum var svo kært.
Teikniblokkin var aldrei langt und-
an eða myndavélin til að festa
augnablikið og voru skýin honum
kært viðfangsefni í myndum, hvort
sem var með olíu- eða vatnslitum.
Erla Bil Bjarnardóttir.
„Nútíminn er trunta með tóman
grautarhaus …“ segir í dægurlagi
og er giska góð lýsing á skoðunum
vinar míns Helga. Hraðinn, rótleys-
ið, græðgin, skrumið, yfirborðs-
mennskan, valdahrokinn og mark-
aðsdýrkunin – hin víðfeðma
forheimskun – var eitur í hans bein-
um og hann fyrirleit þetta allt frá
dýpstu hjartarótum.
Hans nótur vor aðrar: Íhugul rök-
ræða, heimspekilegar vangaveltur,
menning og listir – þarna var hans
heimavöllur.
Helgi var alþýðulistamaður af
bestu gerð; stundaði listnám fram á
síðustu ár; málaði með vatnslitum og
olíu; skar listavel í tré og mótaði í
leir; skrifaði linnulaust og þýddi; var
hagmæltur vel; hélt sýningar og
sótti sýningar, tónleika og menning-
arviðburði af kappi.
Eins og oft vill verða með frjóan
huga komu hugmyndirnar og áhuga-
efnin hraðar upp en úr yrði unnið.
HELGI
JÓNSSON
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
HELGI JÓNSSON,
Eiðismýri 22,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
þriðjudaginn 29. október, kl. 15.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á líknarsamtök.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og systkini hins látna.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
MAGNÚS THORVALDSSON
blikksmíðameistari,
Kaplaskjólsvegi 39,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 31. október kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Anna Gestsdóttir,
Marín Magnúsdóttir, Knud Degn Karstensen,
Þorbjörg Magnúsdóttir, Kristján Jónatansson,
Elín Magnúsdóttir, Pálmi Guðmundsson,
Trausti Magnússon, Guðný Anna Vilhelmsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, afi
og bróðir,
JÓNAS M. GUÐMUNDSSON,
Flúðaseli 50,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudag-
inn 31. október kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Suphan Lamai.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVERRIR HARALDSSON
frá Æsustöðum í Langadal,
til heimilis í Hamraborg 28,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 24. október.
Jóhanna Þórarinsdóttir,
börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn.
Útför systur okkar, mágkonu og frænku,
GUÐLAUGAR ÖGMUNDSDÓTTUR
frá Flatey,
sem andaðist fimmtudaginn 24. október, fer
fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. októ-
ber kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega
bent á að láta Flateyjarkirkju njóta þess.
Reikningur í Búnaðarbankanum Stykkishólmi
309-13-700089.
Birna Ögmundsdóttir, Birgir Magnússon,
Guðmunda Ögmundsdóttir,
Guðný Gerður Gunnarsdóttir,
Ögmundur Gunnarsson,
Gunnar Freyr Gunnarsson,
Þórunn Björg Birgisdóttir,
Guðlaug Halla Birgisdóttir.
Ástkær bróðir okkar og frændi,
BRAGI GUÐNASON,
Suðurgötu 25,
Sandgerði,
er látinn.
Systkini og aðrir
aðstandendur.