Morgunblaðið - 29.10.2002, Side 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 39
Heimahlynning með opið hús
Heimahlynning verður með sam-
verustund fyrir aðstandendur í
kvöld, þriðjudagskvöldið 29. októ-
ber, kl. 20–22 í húsi Krabbameins-
félags Íslands, Skógarhlíð 8. Haukur
Ingi Jónasson sálgreinir ræðir um
viðbrögð við sorg og missi. Kaffi og
meðlæti á boðstólum.
Fyrirlestur og aðalfundur Þórhall-
ur Heimisson prestur heldur fyr-
irlestur er nefnist „Turbo-fjöl-
skyldan“ í sal Hvaleyrarskóla,
Hafnarfirði, í tengslum við aðalfund
foreldrafélagsins, í dag, þriðjudag-
inn 29. október, kl. 20. Foreldra-
félagið selur kaffi og meðlæti gegn
vægu gjaldi.
Í DAG
Þátttaka fatlaðra barna í leik-
skólastarfi FFA – fræðsla fyrir
fatlaða og aðstandendur – stendur
að fyrirlestraröð þar sem íslenskir
fræðimenn kynna rannsóknir sínar
á lífi og starfi fatlaðra barna og
ungmenna. Á morgun miðvikudag-
inn 30. október, kl. 20, mun Elsa
Sigríður Jónsdóttir kynna MA rit-
gerð sína í uppeldis- og mennt-
unarfræðum við Háskóla Íslands.
Elsa Sigríður á þroskaheftan son
og er lektor við KHÍ. Fyrirlest-
urinn verður haldinn í húsnæði
Landssamtakanna Þroskahjálpar,
Suðurlandsbraut 22.
Fyrirlesarar kynna í stuttu máli
hugmyndir og/eða niðurstöður af
rannsóknum sínum og síðan gefst
fundarmönnum tækifæri til þess að
ræða umræðuefni kvöldsins. Að-
gangur er ókeypis – kaffiveitingar
gegn vægu gjaldi.
Fyrirlestur í lagadeild HÍ Yuri
Reshetov flytur fyrirlestur í stofu
L-101 í Lögbergi á vegum laga-
deildar Háskóla Íslands, miðviku-
daginn 30. október kl. 12.15. Yuri
Reshetov er varaformaður Félags
Sameinuðu þjóðanna í Rússlandi og
fyrrverandi sendiherra Rússlands á
Íslandi. Í fyrirlestrinum, sem flutt-
ur verður á íslensku, verður fjallar
um Rússland og Sameinuðu þjóð-
irnar. Að fyrirlestrinum loknum
mun hann svara fyrirspurnum frá
áheyrendum um Rússland og al-
þjóðleg málefni.
Fyrirlesturinn er opinn lögfræð-
ingum, laganemum og öðrum þeim
sem áhuga hafa á efninu.
Lífssögur fólks með þroska-
hömlun Guðrún V. Stefánsdóttir
flytur erindið Lífssögur fólks með
þroskahömlun, miðvikudaginn, 30.
október kl. 12 – 13, í stofu 101 í
Odda, Háskóla Íslands og er allir
velkomnir. Fyrirlesturinn fjallar
um sögu fólks með þroskahömlun á
Íslandi frá 1930 til loka 20. aldar og
byggist á doktorsrannsókn sem
hófst árið 2000 og stendur enn yfir.
Markmið rannsóknarinnar er að
kanna hvernig fólk með þroska-
hömlun upplifir líf sitt, þær breyt-
ingar sem orðið hafa á aðstæðum
þess og hvernig fólkið hefur tekist
á við þær aðstæður sem því voru
búnar á hverjum tíma.
Áhrif atvinnumissis á líðan fólks
Kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu
stendur fyrir fræðslu- og umræðu-
fundi í Hallgrímskirkju, miðviku-
daginn 30. október kl. 13.30, um at-
vinnumissi – áhrif hans á líðan fólks
og hvernig skynsamlegt er að
bregðast við. Allir velkomnir. Boðið
verður upp á kaffi og meðlæti.
Hvað er eðlileg gleymska?
Hana-nú í Kópavogi heldur fyrsta
spjallkvöld vetrarins á morgun,
miðvikudaginn 30. október, í Gjá-
bakka kl. 20 – 21.30. Smári Pálsson
taugasálfræðingur á Landakoti
svarar spurningunni: Hvað er eðli-
leg gleymska og hvað ekki? Allir
velkomnir.
Nýjar leiðir í íslensku atvinnulífi
Ráðstefna um nýjar leiðir í íslensku
atvinnulífi verður haldin á vegum
Viðskipta- og hagfræðideildar Há-
skóla Íslands 30. október kl. 13 –
16.30 í stofu 101 í Odda. Fræðimað-
ur á sviði nýsköpunarkerfa, Bo
Carlsson heldur halda fyrirlestur á
ráðstefnunni um nýsköpun og
tæknikerfi. Þá munu meist-
aranemar kynna niðurstöður rann-
sókna sinna um umsköpun í sjávar-
útvegi, vöxt lyfjaiðnaðar á Íslandi,
íslenska dægurtónlist og um ís-
lenska kvikmyndavorið. Allir vel-
komnir og aðgangur ókeypis.
Rabbfundur stuðningshóps um
eggjastokkakrabbamein Stuðn-
ingshópur kvenna sem fengið hafa
krabbamein í eggjastokka halda
rabbfund í húsi Krabbameins-
félagsins að Skógarhlíð 8 í Reykja-
vík miðvikudaginn 30. október kl.
17. Gestur fundarins verður Sólveig
Karvelsdóttir alþjóðafulltrúi Kenn-
araháskóla Íslands. Konur sem
fengið hafa krabbamein í eggja-
stokka eru hvattar til að mæta.
Á MORGUN
Rannveig Guðmundsdóttir hefur
opnað heimasíðu. Slóðin á síðuna er:
http://huginn.althingi.is/rannveig.
Sigrún Grendal Jóhannesdóttir,
tónlistarkennari, formaður Félags
tónlistarskólakennara og frambjóð-
andi í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík 9. nóvember hefur opnað
heimasíðu. Slóðin á síðuna er
www.sigrungrendal.is. Þar er að
finna upplýsingar um helstu stefnu-
mál Sigrúnar, greinar eftir hana,
viðtal um helstu áherslur, upplýs-
ingar um feril Sigrúnar Grendal og
fleira tengt prófkjörinu. Sigrún sæk-
ist eftir 5. – 6. sæti í prófkjörinu.
Í DAG STJÓRNMÁL
LAUGARDAGINN 26. október sl.
var ekið á bifreiðina AP-380, sem er
grá Toyota Corolla-fólksbifreið, þar
sem hún stóð á bifreiðastæði sunnan
við Egilshöll í Grafarvogi.
Atvikið varð á milli kl. 11:55 og
13:05. Sá er tjóninu olli fór á brott.
Bifreiðin AP-380 skemmdist á
vinstra framhorni. Skorað er á þann
sem ók á bílinn að hafa samband við
lögregluna í Reykjavík í síma 569-
9020, svo og vitni að atvikinu, ef ein-
hver hafa verið.
Lýst eftir
vitnum
HELGIN var frekar ró-
leg þrátt fyrir að töluvert
hafi verið tilkynnt um
innbrot og þjófnaði. Um
helgina var tilkynnt um 24 innbrot, 20
þjófnaði og 16 sinnum um eignaspjöll
en í nokkrum tilfellum var stungið á
hjólbarða.
Þar var maður að fara upp stiga til
að komast upp á vinnupall í 2,65 m
hæð. Stiginn rann undan manninum
með þeim afleiðingum að hann féll
niður. Hann meiddist á hendi og
mjöðm og var fluttur á Slysadeild
með sjúkrabifreið. Um klukkustund
síðar var maður að rífa niður vinnu-
palla við Suðurlandsbraut sem
hrundu niður og lenti maðurinn við
það á járngrind og slasaðist. Hann
var fluttur á slysadeild.
Á föstudagskvöldið eftir miðnætti
var lögreglan með umferðarátak
gegn ölvunarakstri og var stöðvuð
umferð sem fór um Sæbraut. Alls
voru stöðvuð um 200 ökutæki. Nokk-
uð var um að ökumenn væru ekki
með ökuskírteini meðferðis. Einn
reyndist réttindalaus og einn hafði
neytt lítilsháttar af áfengi en reyndist
undir mörkum er öndunarsýni var
tekið.
Laust fyrir kl. 9 á laugardagsmorg-
un var tilkynnt um eld í sjónvarpi í
íbúð í Skaftahlíð. Eftir þrjár mínútur
var lögregla og slökkvilið komið á
staðinn og voru íbúar þá komnir út úr
íbúðinni. Þeir höfðu óvart læst á eftir
sér og urðu slökkviliðsmenn að brjóta
sér leið inn. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn en miklar skemmdir
urðu á íbúðinni bæði af völdum sóts,
hita og reyks. Einnig urðu reyk-
skemmdir í sameign. Íbúarnir fóru á
Slysadeild til læknisskoðunar.
Á sunnudagskvöld var nítján ára
ökumaður stöðvaður á Vesturlands-
vegi við Elliðárnar eftir að hafa
mælst á 127 km hraða en þarna er nú
leyfður 80 km hraði. Ökumaðurinn
notaði ekki öryggisbelti.
Úr dagbók lögreglunnar 25.–28. október
Einn af 200 hafði
neytt áfengis
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl
númer sex 2002
Listaverk eignað öðrum
Listaverk Jóns B.K. Ransu var
ranglega eignað Ingu Þóreyju Jó-
hannsdóttir í myndatexta á laugar-
dag. En þau eru bæði meðal þátttak-
enda á sýningu Gullpensilsins í
Listasafni Reykjanesbæjar.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Rangt föðurnafn
Rangt var farið með föðurnafn
Ragnhildar Guðmundsdóttur í frétt
frá morgunfundi UNIFEM á bls 12 í
Morgunblaðinu föstudaginn 25.
október. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Rangur myndatexti
Þau leiðu mistök urðu að rangur
myndatexti var birtur með grein
Einars Gunnlaugssonar Í heimsókn
hjá Postulunum 12. Réttur mynda-
texti er: Í vínkjallara hins 300 ára
gamla veitingastaðar 12 Apostoli í
Veróna, frá vinstri Unnur Stephen-
sen, Einar Gunnlaugsson, Antonío
Gioco, og Þóra Sigurðardóttir. Ant-
onio heldur á bókinni um Ísland sem
honum var færð að gjöf, en hún er
með ítölskum texta. Til vinstri er
gengið niður í neðri kjallara sem
sýnir rústir af rómversku hofi frá því
50 árum eftir Krist en þessar rústir
fundust fyrir nokkrum árum þegar
verið var að lagfæra gatna- og lagna-
kerfið í götunni. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
♦ ♦ ♦