Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 41
Laugavegi 63 Vitastígsmegin 20% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar í 4 daga Silkitré (inni og úti), silkiblóm, pottablóm, blómaker, glervasar og skreytingar. RÝMUM FYRIR JÓLAVÖRUNNI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 41 ÍSLENSKAR TENGIGRINDUR VATNSVIRKINN ehf. Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is Heildsala - Smásala Fyrir 90 m2 hús miðað við 75-35°C hitaveitu, 70-30°C hringrásarkerfi og 30% frostlög. Samsett: 99.600 krónur Ósamsett: 93.026 krónur Íslenskar tengigrindur fyrir íslenskar aðstæður Fyrir allt að 50 m2 miðað við 75-35°C hitaveitu, 70-30°C hringrásarkerfi og 30% frostlög. Samsett: 70.997 krónur Ósamsett: 66.067 krónur Auðvelt er að breyta afstöðu tengistúta, t.d. eftir þörfum Orkuveitu Reykjavíkur. Tengigrindurnar eru sérstaklega fyrirferðarlitlar, einungis 65 cm á breidd og 75 cm á hæð. ÓLYMPÍUMÓTIÐ í skák, hið 35. í röðinni, hófst í Bled í Slóveníu á föstudaginn og tvær fyrstu umferð- irnar voru tefldar um helgina. Ís- lendingar senda lið til keppni í báð- um flokkum, þ.e. opnum flokki og kvennaflokki. Í opna flokknum mættu 133 lið til leiks og er ís- lenska liðið í 43. sæti í styrkleika- röðinni. Í kvennaflokki tefla 90 lið og þar eru íslensku skákkonurnar í 75. sæti samkvæmt alþjóðlegum Elo-skákstigum. Aldrei áður hafa jafnmörg lið teflt á Ólympíumótinu í skák. Mótið hófst á því, að forseti Evr- ópska skáksambandsins lék fyrsta leik mótsins fyrir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í viðureign Íslend- inga og heimamanna, A-liðs Slóven- íu. Fréttamenn hópuðust í tugatali í kringum borð kvennaliðsins til að fylgjast með og ná myndum af við- burðinum og ein þeirra prýddi síð- an forsíðuna á heimasíðu mótsins. Íslensku liðin fóru vel af stað. Karlaliðið mætti Barein í fyrstu umferð og sigraði 3½–½. Jón Garð- ar Viðarsson náði jafntefli eftir að hafa haft tapaða stöðu. Fyrir ís- lenska karlaliðið tefldu þeir Helgi Áss Grétarsson, Þröstur Þórhalls- son, Stefán Kristjánsson og Jón Garðar Viðarsson. Stórmeistararnir Hannes Hlífar og Helgi Ólafsson hvíldu. Kvennaliðið stóð sig betur en bú- ast mátti við gegn sterku A-liði Slóvena. Slóvenar sigruðu 2–1 og það var Harpa sem sigraði alþjóð- lega kvennameistarann Darja Kups, en hún er með 2.224 Elo-stig. Auk Hörpu var kvennaliðið skipað þeim Guðfríði Lilju og Aldísi Rún Lárusdóttur. Meðal helstu tíðinda af öðrum liðum má nefna, að Rússland sigr- aði Costa Rica 3½–½. Þeir Alex- ander Grischuk, Alexander Khalif- man og Peter Svidler sigruðu í sínum viðureignum. Alexander Morozevich, einn sterkasti skák- maður heims, varð hins vegar að sætta sig við jafntefli gegn 14 ára andstæðingi sínum, Alejandro Ramirez. Garry Kasparov og Evg- eny Bareev hvíldu. Ungverjaland með Peter Leko og Judit Polgar í fararbroddi sigraði Venesúela 4–0. Hið öfluga ísraelska lið missti niður hálfan vinning gegn liði sem er skipað heyrnarskertum skákmönn- um. Lev Psakhis gerði jafnteflið. Í annarri umferð mættu Íslend- ingar einu sterkasta landsliði heims í opnum flokki. Armenar eru í ní- unda sæti í styrkleikaröðinni á mótinu, svo ekki var búist við hag- stæðum úrslitum. Íslenska liðið stóð sig hins vegar framar vonum og tapaði með minnsta mun, 1½–2½. Hannes Hlífar Stefánsson gerði jafntefli við einn sterkasta stórmeistara heims, Vladimir Akopian (2.689), og Helgi Áss Grét- arsson sigraði svo glæsilega í sinni skák gegn Gabriel Sargissian, en hann er með 2.568 skákstig. Þröst- ur Þórhallsson tapaði sinni skák eftir að hafa haft betra í miðtaflinu. Stefán Kristjánsson tapaði einnig sinni skák, en hann var með gjör- unnið tafl á tímabili. Kvennaliðið stóð sig einnig vel í annarri umferð og sigraði Jamaíku með 2½ vinningi gegn ½. Úrslitin hefðu allt eins getað orðið 3–0, en Harpa Ingólfsdóttir missti sigur- vænlega stöðu niður í jafntefli. Hún hefur því fengið 1½ vinning í tveim- ur fyrstu umferðunum. Þær Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir sigruðu í sínum skákum. Hið firnasterka lið Rússa trónir á toppnum í opnum flokki með sjö vinninga eftir fyrstu tvær umferð- irnar, en Ungverjaland, Pólland, Rúmenía, Georgía, Slóvakía, Króat- ía, Makedónía, Grikkland og Kaz- akhstan eru einnig með sjö vinn- inga, en lægri á stigum. Bandaríkin, Úkraína, Frakkland, Indónesía, Júgóslavía, Moldóva og Argentína eru næst með 6½ vinn- ing. Rússar eru einnig efstir í kvennaflokki. Í þriðju umferð mæta Íslending- ar Paragvæ í opnum flokki og kvennaliðið mætir Filippseyingum. Því miður misheppnuðust beinar útsendingar á skákum fyrstu um- ferðanna og fréttaflutningur af mótinu er allur í molum. Jón Viktor sigraði í undan- rásum Atskákmóts Íslands Á sunnudag lauk undanrásum fyrir Íslandsmótið í atskák 2003. Sex efstu menn unnu sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni sem fer fram í lok janúar. Mótið var sterkt og spennandi. Arnar Gunnarsson tók strax forystu og hélt henni allt þar til í síðustu umferð er hann tapaði fyrir Sævari Bjarnasyni. Á meðan vann Jón Viktor Gunnarsson sína skák og náði þar með toppsæt- inu. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Jón Viktor Gunnarsson 7½ v. af 9 2. Arnar Erwin Gunnarsson 7 v. 3. Davíð Kjartansson 6 v. 4. Magnús Örn Úlfarsson 5½ v. 5. Bragi Þorfinnsson 5 v. (41 st.) 6. Bergsteinn Einarsson 5 (37,5 st., 40,5 st.) 7. Sigurður P. Steindórss. 5 (37,5 st., 39 st.) 8. Sævar Bjarnason 5 v. (32,5 st.) o.s.frv. Keppendur voru 14. Íslendingar byrja vel á Ólympíumótinu Daði Örn Jónsson SKÁK Bled, Slóveníu 35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 25. okt. – 10. nóv. 2002 Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  ReykjavíkSkólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu mynstrum Þegar líkaminn þarf meira en lystin leyfir Útsölustaðir apótek landsins og Heilsuhúsið Við orku- og próteinskorti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.