Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 43
DAGBÓK
SPIL dagsins er leikrit í
tveimur þáttum. Í þeim
fyrri vinnur suður sex tígla
gegn „eðlilegri“ vörn, en
eftir hlé þarf hann að glíma
við yfirnáttúrulegan and-
stæðing í austursætinu.
Norður
♠ D8765
♥ Á942
♦ 6532
♣–
Vestur Austur
♠ G932 ♠ Á104
♥ 5 ♥ D876
♦ 1087 ♦ 9
♣DG1098 ♣Á7654
Suður
♠ K
♥ KG103
♦ ÁKDG4
♣K32
Vestur kemur út með
einspilið í hjarta gegn sex
tíglum suðurs. Sagnhafi
lætur lítið hjarta úr blind-
um og austur hugsar sig
um í nokkra stund, en
fylgir svo með smáspili og
suður fær slaginn á tíuna.
Nú tekur lesandinn við.
Samgangurinn leyfir ekki
laufstungur í borði og því
verður suður að byrja á því
að taka þrisvar tromp.
Áætlunin er fyrst og fremst
að fríspila spaðann. Eftir að
hafa tekið þrjá efstu í tígli
spilar suður spaðakóng.
Hafi austur lært að „ásar
séu til að drepa kónga“
mun hann væntanlega taka
slaginn. En þá lendir hann í
miklum vanda. Ef hann
spilar spaða um hæl fær
sagnhafi aukainnkomu í
borð sem dugir honum til
að fría spaðann og nýta
hann. Sama er upp á ten-
ingnum ef austur spilar
hjarta, enda vaknar þá nía
blinds til lífsins. Og lauf-
ásinn (eða lítið lauf) gefur
slag á kónginn og þá þarf
sagnhafi ekkert á spaðan-
um að halda. Sem sagt –
spilið er sjálfunnið ef aust-
ur tekur með spaðaás.
En ef hann dúkkar?
Hvað er þá til ráða? Þú
færð eina mínútu til að
hugsa um það.
Sagnhafi svarar í sömu
mynt – hann spilar hjarta-
gosa og lætur hann rúlla
yfir til austurs! Ef austur
drepur myndast innkoma á
hjartaníu í borði og þá
verður hægt að trompa nið-
ur spaðaásinn og nýta
drottninguna.
Glæsilegt, en austur er
kominn í æfingu og dúkkar
aftur!
Nú er tjaldið dregið fyrir
og hlé gert til morguns.
Þann tíma getur lesandinn
notað til að velta fyrir sér
hvernig sagnhafi eigi að
bregðast við þessum
óvænta mótleik austurs.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
STORMUR
Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund
og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund,
en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur
og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.
Þú skefur burt fannir af foldu og hól,
þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól,
og neistann upp blæs þú og bálar upp loga
og bryddir með glitskrúði úthöf og voga.
Þú þenur út seglin og byrðinginn ber
og birtandi, andhreinn um jörðina fer;
þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur
og lífsanda starfandi hvervetna vekur.
- - -
Hannes Hafstein
Hlutavelta
1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. Bg2 Rb6 6. Rf3
Rc6 7. 0–0 Be7 8. b3 0–0 9.
Bb2 f5 10. d3 Bf6 11. Hb1
Be6 12. e3 Hf7 13. De2 Hd7
14. Hfd1 De7 15. Hd2 Had8
16. Hbd1 g5 17. h3 Dg7 18.
d4 e4 19. Rh2 Rd5 20. f3 exf3
21. Bxf3 Rce7 22.
Rxd5 Bxd5 23. Kh1
Dh6 24. Kg2 Kh8 25.
g4 Rg6 26. Bxd5
Hxd5 27. gxf5 Rh4+
28. Kh1 Rxf5 29.
Df3 Bg7 30. Rg4
De6 31. e4
Staðan kom upp í
fyrri hluta Íslands-
móts Skákfélaga
sem fór fram í húsa-
kynnum B&L.
Björn Þorsteinsson
(2.200) hafði svart
gegn Guðmundi
Daðasyni (1.690).
31... Dxe4! 32. Dxe4 Rg3+
33. Kg2 Rxe4 34. He2 Rd6
35. Re3 He8 36. Kf3 Ha5 37.
a4 Rf5 38. Bc3 Rh4+ 39. Kf2
Ha6 40. Rd5 Hxe2+ 41.
Kxe2 He6+ 42. Kd3 c6 43.
Re3 Rg6 44. Rg2 Kg8 45. b4
Hd6 46. Hf1 Re5+ 47. Ke4
Rc4 48. Hf2 Rb6 49. a5 Rd5
50. Bb2 Rxb4 51. Hf5 h6 52.
Hc5 He6+ 53. Kf5 Hf6+ 54.
Ke4 Hf2 55. Bc3 Ra6 og
hvítur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbörn dagsins:
Þú átt auðvelt með að laða
aðra til samstarfs við þig
og úthald til þess að fylgja
málunum eftir.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Vertu ekki of ákafur í að
koma máli þínu á framfæri
því það gæti farið illa í menn
ef þú beitir þrýstingi. Þú gæt-
ir heilmikið lært af því að
heyra álit annarra.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Gættu þess að stökkva ekki
upp á nef þér af minnsta til-
efni, en talaðu hreint út, því
það eru aðrir en þú, sem
þurfa að endurskoða sín mál.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Notaðu nú tækifærið og jafn-
aðu ágreining þinn við gaml-
an vin. Sýndu lipurð og sann-
girni umfram allt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ættir að leita ráða hjá þér
eldra fólki sem hefur meiri
reynslu á ákveðnu sviði.
Skoðirðu stöðu þína frá öðr-
um sjónarhóli muntu skilja
málið betur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú átt gott með að koma fyrir
þig orði og skalt nú viðra
gamlar hugmyndir við félaga
þinn. Þú hefur það hugrekki
sem til þarf.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú átt erfitt með að einbeita
þér að hlutunum og dettur
auðveldlega í dagdrauma. Þú
hefðir gott af því að komast
eitthvað afsíðis og spekúlera í
hlutunum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft að standa á rétti þín-
um en gæta þess um leið að
gera ekki meira úr hlutunum
en nauðsyn krefur.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Reyndu ekki að byrgja til-
finningar þínar inni. Það er
allt í lagi að skipta skapi, en
nauðsyn að hreinsa andrúms-
loftið strax og halda svo
áfram.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Daður kemur þér í vanda í
dag þótt þú hafir leynt gaman
af. Haltu samt þínu striki.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Látið það ekki skemma fyrir
ykkur daginn þótt hann fari
eitthvað skringilega af stað.
Vertu bara þú sjálfur, því
þannig ertu besta fyrirmynd-
in.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ert úthaldsgóður og það
kemur sér vel núna þegar þú
ert beðinn um að taka að þér
hin ýmsu verkefni. Njóttu ár-
angursins og haltu svo
ótrauður áfram.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hálfnað er verk, þá hafið er.
Ekki sópa þeim undir teppið
heldur gefðu þér tíma til þess
að fara í gegnum þau og finna
lausn á þeim.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BALTIC WOOD parket
í miklu úrvali
Verðdæmi: Eik Unique 14mm 3ja stafa
Tilboð kr. 2.790,- m2
Kringlunni, sími 553 2888
Glæsilet úrval
af fallegum
skóm
á alla fjölskylduna
Tölvuþjálfun
Windows Word
Internet Excel
Það er aldrei of seint að byrja!
60 stunda námskeið þar sem þátttakendur
kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu
og fá hagnýta þjálfun.
Vönduð kennslubók innifalin í verði.
Innritun stendur yfir.
Fjárfestu í framtíðinni!
BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466
Loksins, loksins
á netinu
Elsta fyrirtækið á landinu sem eingöngu selur fyrirtæki er loksins
komið á netið. Heimsækið okkur á
Fyrirtaeki.is
Þarft þú að kaupa þér atvinnu? Vilt þú verða sjálfstæður án þess að
eiga það á hættu að fá uppsagnarbréf fyrirvaralaust og eiga sjálfur
það sem eftir verður?
Þarft þú að selja? Skráðu fyrirtækið hjá okkur, það kostar þig ekkert
en það gæti selst. Hafðu samband. Allar upplýsingar í fullum trúnaði.
Þannig vinnum við.
Erum með úrval fyrirtækja á skrá á hverjum tíma.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali.
400 fm á 22 millj. mjög vel staðsett, til sölu eða leigu.
Mjög gott lagerhúsnæði - verslunaraðstaða, skrifstofur. Laust strax.
Uppl. í síma 898 8577 og 551 7678
Þessar ungu stúlkur héldu á dögunum hlutaveltu til styrkt-
ar Rauða krossinum og söfnuðu 5.469 kr. Þær heita (fyrir
aftan, frá vinstri): Regína Bergdís Erlingsdóttir, Ingibjörg
Elín Gísladóttir, Aleksandra Rós Jankovic (fyrir framan,
frá vinstri) Elísa Sóldís Sigurðardóttir og Hildur Erla
Gísladóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Sóleyju Sigurð-
ardóttur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Rauða
krossi Íslands og söfnuðu kr. 5.040. Þau eru Helga Kristín
Einarsdóttir, Elísabet Charlotta Ásgeirsdóttir og Sigurður
Örn Einarsson. Á myndina vantar Álfheiði Erlu Guðmunds-
dóttur.
Það er alveg
rétt það sem
stóð í blaðinu
um nýja krem-
ið. Appelsínu-
húðin mín er al-
veg horfin …
Með morgunkaffinu
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík