Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 276. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 mbl.is Sólin skín skært Bubbi Morthens ræðir um nýju skífuna Sól að morgni Fólk 56 Steinunn Ólína snýr frá sjónvarpi í leikhúsið 10 Siglt í heila öld 100 ár eru síðan fyrsti vélbáturinn sigldi á miðin B2 ÁSTRÍÐUR Thorarensen, eiginkona Dav- íðs Oddssonar, og Laura Bush, forsetafrú Bandaríjkanna, sátu hlið við hlið í hádeg- isverði í boði Dagmar Havlovu, eiginkonu Vaclav Havel forseta, í Lany-höll í Tékk- landi á fimmtudag. „Þær byrjuðu um- svifalaust að spjalla eins og þær hefðu þekkst í áraraðir. Þetta var í fyrsta sinn sem þær hittust,“ segir í frétt frá AP- fréttastofunni. Kemur fram að konurnar gæddu sér á tékkneskum réttum, m.a. önd, soðköku og súrkáli. Ástríður segir að henni hafi líkað sér- staklega vel við forsetafrúna. „Hún var svo látlaus, elskuleg og blátt áfram. Það var mjög skemmtilegt samtal sem ég átti við hana,“ segir Ástríður. „Við vorum að tala um börn og bækur og gildi þess að lesa fyr- ir börn, lesa með börnum og segja börnum sögur.“ Aðspurð segist hún ekki vita hvernig samtalið þróaðist út í þessa sálma, þær hafi rætt margt fleira en þetta hafi verið efst á baugi. Hádegisverðurinn var hluti af þeirri dagskrá sem stóð mökum leiðtoga NATO- ríkjanna til boða á meðan á fundi banda- lagsins stóð í Prag. Ástríður segir and- rúmsloftið mjög gott og þægilegt þegar makar leiðtoga hinna ýmsu landa heimsins koma saman. Það hafi komið henni mjög á óvart fyrst eftir að hún kom inn í þennan hóp. „Þessar konur hafa mikla reynslu í mannlegum samskiptum, hafa hitt fjölda- margt fólk og eru mjög elskulegar, alveg undantekningarlaust. Það er engin að leika neina prímadonnu, heldur eru þetta þægilegar og elskulegar konur. Það er gaman að spjalla við þær, þær koma úr ólíkum áttum og hafa kynnst mörgu.“ AP Nokkrar eiginkvennanna stilltu sér upp fyrir myndatöku þegar þær skoðuðu Prag-kastala, aðsetur forseta Tékklands. Gestgjafinn, Dag- mar Havlova, eiginkona Vaclav Havel, er fjórða frá hægri og Ástríður Thorarensen önnur frá hægri. Við hlið Ástríðar er Anne Mette Rasmussen, forsætisráðherrafrú Danmerkur. Lengst til vinstri er Margarida Durao Barroso sem er gift portúgalska forsætisráð- herranum og við hlið hennar hin pólska Jolanta Kwasniewska. Viðamikil dagskrá er jafnan í boði fyrir maka þjóðarleiðtoganna. Afslappað andrúmsloft á leiðtogafundi Á fjalirnar á ný ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FJÓRIR ísraelskir sjóliðar særðust um borð í varðbáti í gærmorgun er palestínskir öfgamenn sprengdu fiski- bát í loft upp og urðu sjálfum sér að bana um leið. Árásin varð gerð úti fyrir strönd Gaza og lýsti harð- línuhópurinn Heilagt stríð Islam tilræðinu á hendur sér. Varðbáturinn skemmdist en náði til hafnar. Ísraelski herinn sagði að fiskibáturinn hefði sést á siglingu í átt að ísraelskri landhelgi, en inn í hana er palestínskum bátum og skipum bannað að fara. Hefði lítill varðbátur verið sendur til móts við palestínska bátinn og sáu sjóliðarnir „tvo grunsamlega menn“ um borð. Reynt hefði verið að hrekja fiskibátinn á brott með því að sprauta á hann vatni og skjóta aðvörunar- skotum að honum. Einnig hefði verið reynt að ná sam- bandi við mennina um borð, en án árangurs. Þá hefði sprenging orðið um borð í fiskibátnum. SJÁLFSMORÐS- ÁRÁS Á SJÓ Fjórir Ísraelar særðir Jerúsalem. AFP. ÁTTA börn í New York, sem þjást af offitu, hafa höfðað mál á hendur skyndibitakeðjunni McDonald’s og segja hana bera ábyrgð á því hvernig komið sé fyrir þeim þar sem keðjan hafi ekki veitt nægar upp- lýsingar um það heilsutjón sem geti hlotist af neyslu matarins sem keðjan framleiðir. Eitt barnanna, Gregory Rhymes, 15 ára, er um 180 kg. Haft er eftir móður hans að hún hafi alltaf haldið að maturinn frá McDonald’s væri heilsusamlegur fyrir drenginn. Annað barn neytti allra sinna mál- tíða hjá McDonald’s í þrjú ár. Menn í skyndibitaiðnaðinum fylgjast grannt með málinu því talið er að falli dómur sækjendum í hag geti það leitt til holskeflu sams konar mála og skyndibitaframleiðendur þurfi að greiða gríðarlegar skaðabætur, líkt og tóbaksframleiðendur hafa verið dæmdir til að gera. Í júlí sl. höfðaði 56 ára Bandaríkjamaður mál gegn skyndibitakeðjunum McDonald’s, Burger King, Wendy’s og KFC og sagði þær ábyrgar fyrir því að hann væri 123 kg og hefði fengið mörg hjartaáföll. Í mál við McDonald’s vegna offituvanda New York. AFP. AÐILD Litháens að Atlantshafsbandalaginu (NATO) mun „endurnæra“ bandalagið, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti er hann kom í stutta heimsókn til Litháens í gær- morgun. Það var í fyrsta sinn sem Bandaríkjaforseti heimsækir landið. Litháen og sex öðr- um fyrrverandi kommúnistaríkjum hefur verið boðin aðild að NATO. Bush sagðist líta á Litháen sem tákn um hugrekki þess fólks sem staðið hefði uppi í hárinu á harðstjórn og krafist frelsis. Forseti Litháens, Valdas Adamkus, kvaðst himinlifandi yfir heimsókn Bush og tilboðinu um að ganga í NATO. Boðið „sann- ar að við tilheyrum hinum frjálsa heimi og erum reiðubúin að uppfylla öll skilyrði sem aðild krefst“, sagði Adamkus. Að lokinni heimsókninni til Litháens hélt Bush til Rúmeníu, einnig í stutta heimsókn, en Rúmenar eru líka meðal þeirra þjóða sem boðin hefur verið NATO- aðild. Þar Bush flutti ávarp á Byltingartorginu í Búk- arest sem var miðpunktur uppreisnarinnar gegn kommúnistastjórninni í landinu 1989. Litháar „endur- næra“ NATO Vilnius. AFP. George W. Bush og Valdas Ad- amkus ræðast við í Vilníus í gær. ÓÞEKKT rýrnun í verslun á Íslandi er líklega eitthvað á fjórða milljarð króna á ári og er þá átt við verðmæti þess sem hverfur, vegna hnupls eða þjófnaðar eða af öðrum orsök- um, frá því vara fer frá fram- leiðanda eða birgja þar til hún fer út úr verslun. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu, segir að í löndum Evrópusambandsins sé talið að óþekkt rýrnun í verslun sé 1,75% af veltu og hún sé örugglega ekki minni hér á landi. Hann spáir því að smásöluverslun verði um 185 milljarðar króna á þessu ári. Sigurður bendir á að rýrnun sé eins og hver annar kostn- aðarliður í rekstri verslunar- innar og náist að minnka hana sé tækifæri til að lækka vöru- verð eða hækka laun. Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri Baugs-Ísland, telur rýrnun enn hærri í dag- vöruverslun – en til þess flokks telst matvara, gjafavara og fatnaður – en þegar litið er á smásöluverslun í heild eins og Sigurður gerir. „Ég myndi áætla að vörurýrnun í dag- vöruverslun á íslenskum markaði væri um 2,5 til 3 millj- arðar,“ segir Jón og bætir við að ef tölfræði úr erlendum verslunarkeðjum er yfirfærð má áætla að 25–30% af því séu þjófnaður. „Hann gæti þá numið 600–700 milljónum á ári.“ Jón segir að reikna megi með því að vörum að vermæti um 300 milljónir króna stolið hjá Baugi-Ísland á ári hverju. Óþekkt rýrnun í versl- un á fjórða milljarð  „Óþekkt rýrnun“/14 SVOKALLAÐAR „vina- afgreiðslur“ eru dæmi um þjófnað í matvöruverslunum: Vinur starfsmanns á kassa kemur þangað með mikið magn vöru; t.d. að verðmæti 10 þúsunda króna, en greiðir aðeins eitt þúsund. Starfs- maður gætir þess að snúa strikamerkjum öfugt til að viðkomandi vara stimplist ekki inn í kassann. Vinaafgreiðslur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.