Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 4
Morgunblaðið/Kristinn
Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Vöku-Helgafells, og Davíð Oddsson kynntu bókina á blaðamannafundi í Iðnó.
Davíð segir að sögurnar í nýútkomnu smásagnasafni sínu séu mjög ólíkar. Sum atvik og persónur eigi sér stoð í
raunveruleikanum. „En ég tek fram að þetta eru sögur, þótt maður noti eitthvað af því sem maður hefur upplifað
þá breytir maður þessu öllu saman og færir mjög í stílinn.“
ÖNNUR bók Davíðs Oddssonar,
forsætisráðherra og rithöfundar,
smásagnasafnið Stolið frá höfundi
stafrófsins, kom út í gær. Bókin
hefur að geyma átta smásögur sem
Davíð segir allar mjög ólíkar, sum-
ar þeirra byggist á raunverulegum
atburðum en aðrar séu hreinn
heilaspuni. Fyrri bók Davíðs, smá-
sagnasafnið Nokkrir góðir dagar
án Guðnýjar, kom út árið 1997, rit-
höfundurinn segist telja nýju bók-
ina betri.
Bókin var kynnt á blaðamanna-
fundi í Iðnó í gær, en þar gerist
einmitt ein sagan Flugan á veggn-
um verður kringluleit. Hún er
byggð á atburðum úr leikhúsinu en
Davíð vann þar sem leikhúsritari
árin 1970–72. „Konan mín segir að
ég sé svo lyginn þegar ég segi sögu
að það sé allt í lagi fyrir hana að
heyra hana í þrítugasta sinn, því
ég breyti henni alltaf óviljandi. Það
er ekkert af þessu nákvæmlega
rétt náttúrlega,“ segir Davíð glett-
inn.
Aðspurður hvort atvik eða per-
sónur í bókinni byggist á raunveru-
leikanum segir forsætisráðherra
að Kohl kanslari og Clinton Banda-
ríkjaforseti komi við sögu, og þeir
eigi sér vissulega stoð í raunveru-
leikanum. „En ég tek fram að þetta
eru sögur, þótt maður noti eitthvað
af því sem maður hefur upplifað þá
breytir maður þessu öllu saman og
færir mjög í stílinn.“ Í sögunni sem
gerist í leikhúsinu komi t.d. fyrir
þekktar persónur, sem þó séu ekki
nafngreindar og í fleiri sögum
megi finna slíkar persónur. „Svo
koma fyrir persónur sem ég nauða-
þekki, en fáir aðrir. Það er sitt af
hverju tagi í þessari bók.“
Davíð segist ekki eiga von á því
að bókin eigi eftir að valda póli-
tískum úlfaþyt. „Það er ekkert
lengur sem veldur úlfaþyt, heim-
urinn er orðinn svo breyttur.“
Hann segir að honum þætti
skemmtilegt ef bókin ylli bók-
menntalegum úlfaþyt „en ég set
mig ekki á svo háan stall að ég ætl-
ist til þess. Ég hefði gaman af því
en ég held það verði ekki. Aðal-
atriðið er að bókin fái að lifa sínu
lífi.“
Fær hugmyndir í flug-
vélum og á Alþingi
Davíð segir skriftirnar vera
aukastarf. Hann skrifi hjá sér hug-
myndir t.d. í flugvélum „og niðri á
þingi, ef það er eitthvað sem er
ekki mjög skemmtilegt, sem er nú
ekki oft,“ segir Davíð og hlær.
Sumar hugmyndirnar verði aldrei
barn í brók, en síðar taki hann
fram hugmyndir og byrji að vinna
úr þeim. „Sérstaklega ef maður er
búinn að átta sig á endinum, þá er
hitt eiginlega í lagi. Það er end-
irinn sem á að skoðast í upphafi,
sérstaklega í smásögum. Það er
ekkert verra en smásaga sem ekki
endar. Það er allt í lagi þó að 400
síðna bók endi ekki, þá eru menn
svo fegnir að hún skuli vera búin,
en smásaga þarf að enda með af-
gerandi hætti,“ segir Davíð.
Hann segist sækja innblástur í
reynslu sína, m.a. frá æskuárunum
og störfum sem hann hafi gegnt í
gegnum tíðina. „Eina söguna
dreymdi mig, það var svo und-
arlegt og ég skrifaði hana strax
niður.“ Davíð segir að það hafi líka
komið fyrir í fyrri bókinni. Hann
hafi vaknað með sögu í kollinum,
ekið beinustu leið upp í sumar-
bústað þar sem hvorki er sími né
rafmagn. „Svo var allt orðið vit-
laust og löggan kom því þá hafði
ég gleymt því að ég átti mörg við-
töl í stjórnarráðinu, þetta var á
virkum degi. Ég var svo heltekinn
af sögunni, ég má nú eiginlega
ekki segja frá þessu, að ég rauk af
stað og skrifaði hana niður.“ Þann-
ig hafi hann týnst í hálfan dag eins
og Agatha Christie týndist í fjóra
mánuði. Segist Davíð ekki líkjast
þeirri góðu frú að öðru leyti.
Forsætisráðherra-
starfið betur borgað
Davíð segir að hann sé einnig
með stærra bókmenntaverk í smíð-
um, það hafi þó gengið illa að klára
það því hann nái ekki samfellu í
skrifunum og að einbeita sér að því
í langan tíma því alltaf þurfi að
sinna öðrum verkum. Ekkert starf
sé hins vegar svo viðamikið að
menn geti ekki fundið skjól til að
klára sögu sem sé 10, 20 eða 30
blaðsíður að lengd.
Aðspurður hvort það sé
skemmtilegra að vera forsætisráð-
herra eða rithöfundur segir Davíð
hlæjandi að forsætisráðherrastarf-
ið sé betur borgað. „Þetta er nátt-
úrlega áhugamál, sumir raða frí-
merkjum og það er alltaf gaman að
planta trjám. Að vera forsætisráð-
herra hefur sína góðu daga, en ég
held að það sé ekki ætlast til þess
að það sé endilega skemmtilegt.
Manni er ekki borgað fyir það. Það
hafa allir gott af því, bæði menn
sem gegna tímabundnu starfi eins
og ég gegni og allir aðrir, að gera
eitthvað annað og kúpla sig frá.
Hvað svo sem það er, að hitta
gamla vini og segja sögur.
Ég segi mikið sögur, ég er alveg
ferlegur með það. Það getur eig-
inlega aldrei neinn fundur byrjað
hjá mér í ráðuneytinu án þess að
ég segi einhverja sögu. Ég held að
það séu allir orðnir voða þreyttir
sem eru búnir að vera lengi hjá
mér í ríkisstjórn. Þetta er árátta
og hefur verið með mér frá fyrstu
tíð,“ segir Davíð.
Davíð Oddsson á ekki von á að nýútkomið smásagnasafn sitt valdi pólitískum úlfaþyt
Árátta frá
fyrstu tíð að
segja sögur
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Frá 28. nóvember og fram
til jóla verður boðið upp á
jólahlaðborð með sænsku
ívafi hjá Hótel Eldhestum.
Gisting innifain í verði ef
pantað er fyrir hópa.
Þægilegt umhverfi
utan við skarkala
borgarinnar
Jólahlaðborð
Borðapantanir í
síma 480 4800
með sænsku ívafi
Góð ráðstefnu- og fundaraðstaða
fyrir starfsmannahópinn.
FJÖLDI FÓLKS beið eftir að
raftækjaverslunin Expert við
Skútuvog væri opnuð í gær-
morgun og var löng biðröð
meðfram húsinu öllu. En allur
hópurinn komst þó inn í versl-
unina um síðir. Meðal þess sem
fólk hafði greinilega hug á að
eignast var Play Station 2-
leikjatölva og hvarf leikjatölvu-
staflinn á myndinni eins og
dögg fyrir sólu og fengu raunar
færri en vildu.
Annir við
opnun
Experts
Morgunblaðið/Kristinn
PÁLL Gunnar Pálsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur,
segir að það þurfi að leita aftur til ár-
anna 1996 til 1997 til að finna jafn-
mikið atvinnuleysi meðal fé-
lagsmanna VR og nú. „Í ársbyrjun í
fyrra voru 499 félagsmenn atvinnu-
lausir en í byrjun þessa árs voru þeir
973,“ segir hann. Hann segir að at-
vinnuleysið hafi verið mest í júlímán-
uði á þessu ári en þá var 1.021 at-
vinnulaus. Nú sé þessi tala hins vegar
komin niður í 828. Það þýðir að rúm-
lega 4% félagsmanna eru atvinnu-
laus, en í félaginu eru um 20.000
manns.
Samkvæmt vinnumarkaðsrann-
sókn Hagstofunnar í nóvember er um
3,2% atvinnuleysi í landinu. Páll
Gunnar segir muninn milli landsins
alls og VR skýrast af því að um 60 til
70% félagsmanna séu konur, en und-
anfarin ár hefur atvinnuleysi mælst
meira meðal kvenna en karla.
Páll Gunnar tekur fram að hann
vonist til þess að botninum hafi verið
náð. „Atvinnuleysið mun þó sennilega
aukast hjá okkur næstu vikur, sökum
árstíðarbundinnar sveiflu, og fram í
janúar nk., en ástandið ætti síðan að
lagast aftur með vorinu.“ Hann
kveðst ekki verða var við að atvinnu-
leysi sé meira meðal eins hóps um-
fram annan; atvinnuleysið bitni m.ö.o.
jafnt á langskólagengnum sem og
þeim sem einungis hafi hlotið grunn-
menntun.
Náði hámarki í ágúst
Garðar Vilhjálmsson, fulltrúi hjá
stéttarfélaginu Eflingu, segir að at-
vinnuleysi meðal félagsmanna hafi
aukist á þessu ári.
„Í upphafi þessa árs voru um 300 til
400 félagsmenn atvinnulausir,“ segir
hann og bætir því við að atvinnuleysið
hafi náði hámarki í ágústmánuði. Þá
voru 719 félagsmenn án vinnu. Þeir
voru hins vegar komnir niður í 600 í
september og fram til þessa dags.
Um 15 til 16.000 manns eru fé-
lagsmenn í Eflingu, að sögn Garðars.
Ástandið ætti
að lagast
með vorinu
Um 4% félaga í Verzlunarmanna-
félagi Reykjavíkur án atvinnu
LÖGREGLAN í Reykjavík
handtók í gærmorgun par sem
grunað er um aðild að ráninu í
verslun 11–11 við Skúlagötu í
Reykjavík á föstudagskvöld.
Ræningjarnir komust á
brott með á annað hundrað
þúsund krónur úr peninga-
kössum verslunarinnar og var
parið yfirheyrt hjá rannsókn-
arlögreglunni eftir handtök-
una. Enn er óupplýst rán sem
framið var á þriðjudagskvöldið
í Olís-stöðinni við Skúlagötu og
eins hvort það tengist ráninu í
fyrrakvöld.
Par í yfir-
heyrslu
vegna ráns
í 11–11
BÖRKUR NK og Beitir NK
komu til í Neskaupstaðar í
gærmorgun með samtals um
350 tonn af góðri síld sem
veiddist í Héraðsflóa.
„Þetta er síld af stærstu gerð
og hún hentar vel í vinnslu til
manneldis,“ sagði Haraldur
Jörgensen, verkstjóri í síldar-
verkuninni, en til þessa hefur
síldin verið blönduð og mikið af
smásíld í aflanum.
„Síld af
stærstu gerð“