Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Mundu svo að opna skápinn þegar þú kemur heim í SÍS-kotið, Finnur litli, og senda mér
fyrstu afborgunina fyrir draslið.
Þingeyingafélagið 60 ára
Stofnað af hug-
sjónamönnum
Þingeyingafélagið íReykjavík og ná-grenni er sextíu
ára um þessar mundir og
eitthvað stendur til í tilefni
þess. Una María Óskars-
dóttir er formaður félags-
ins.
– Rektu aðeins tildrög
stofnunar félagsins …
„Þingeyingafélagið í
Reykjavík og nágrenni var
stofnað hinn 24. nóvember
1942 af hugsjónamönnum
og var dr. Þorkell Jóhann-
esson prófessor fyrsti for-
maður félagsins. Það má
segja að Þingeyingar hafi
eðlislæga félagshneigð og
markmiðið var m.a. að
verða sýslunni að gagni og
það lýsir sér best í þeirri
bókaútgáfu sem félagið
hefur staðið fyrir. Árið 1944 hóf
sögunefnd Félags Þingeyinga
undirbúning að útgáfu bókar til
lýsingar á Þingeyjarsýslum og
kom fyrsta bindið út 1946 og er
saga Þingeyinga til loka þjóðveld-
isaldar eftir dr. Björn Sigfússon.
Milli hafs og heiða eftir Indriða
Þórkelsson kom út 1947 og Lýsing
á Suður-Þingeyjarsýslu eftir Jón
Sigurðsson frá Ystafelli kom út
1954 og Lýsing á Norður-Þingeyj-
arsýslu eftir Gísla Guðmundsson
alþingismann kom út 1959. Frek-
ari útgáfu mætti nefna sem félag-
ið hefur komið að t.d. Ættum
Þingeyinga og Sýslu- og sóknar-
lýsingum Þingeyjarsýslna. Þá
hefur félagið einnig staðið fyrir
því að reisa minnisvarða, um
Skúla Magnússon landfógeta við
Skúlagarð í Kelduneshreppi 1959
og um Jóhann Sigurjónsson skáld
og stendur hann við þjóðveginn
skammt frá Laxamýri og var
reistur 1980.“
– Hver er yfirlýstur tilgangur
félagsins?
„Tilgangur félagsins er að auka
kynningu meðal Þingeyinga sem
búsettir eru á félagssvæðinu eða
dvelja þar um lengri eða skemmri
tíma og styðja og efla þingeyska
menningu eftir því sem verkefni
eru fyrir hendi á hverjum tíma.
Félagsmenn geta þeir orðið sem
fæddir eru eða uppaldir í Þingeyj-
arsýslum, eiginmenn þeirra eða
eiginkonur og börn, ef þeir eru
búsettir á félagssvæðinu.“
– Hvernig starfar félagið og
fyrir hvað stendur það?
„Starf félagsins hefur undan-
farin ár verið í nokkuð föstum
skorðum. Fyrsta laugardag í
þorra er haldið fjörugt þorrablót
að þingeyskum sið þar sem dans-
að er fram á rauða nótt. Allir sem
vettlingi geta valdið mæta til
veislunnar uppáklæddir með trog
sitt fullt af norðlensku hangiketi
og súrmat eins og best þekkist. Þá
hefur aðventukaffið verið fastur
liður þar sem lesið er upp úr bók-
um eftir þingeyska höfunda, sung-
ið og spjallað við hátíðlega
stemmningu. Félagið hefur tekið
þátt í spurningakeppni átthaga-
félaganna sem félögin
hafa reynt að halda úti.
Þá á félagið sér ljúfan
lund í Heiðmörk sem
Þingeyingar undir for-
ystu Benedikts Jak-
obssonar ræktuðu upp. Lengi
voru farnar þangað skipulagðar
ferðir, sem hin síðari ár hafa fallið
niður vegna lítillar þátttöku. Þá
hefur félagið lengi gefið út Frétta-
bréf Þingeyingafélagsins þar sem
atburðir og uppákomur eru aug-
lýstar.“
– Er þetta fjölmennur fé-
lagsskapur?
„Félagsmenn eru nú um 350 og
þeim fer fjölgandi. Sú hefð hefur
skapast að ef Þingeyingar hittast
eru nöfn hvors um sig umsvifa-
laust skrifuð niður og þeim komið
til stjórnarmeðlima. Mönnum er
þar mikill greiði gerður því hvaða
Þingeyingur vill ekki fylgjast með
og fá tækifæri til þess að tala við
aðra Þingeyinga þegar góð tæki-
færi gefast.“
– Hvað verður aðhafst í tilefni
dagsins?
„Í dag, 24. nóvember, er Þing-
eyingafélagið í Reykjavík og ná-
grenni 60 ára og af því tilefni
ákvað stjórn félagsins að slá sam-
an árlegu aðventukaffi og boða til
afmælisveislu í Borgartúni 6
klukkan 14 til 16. Þetta verður
vegleg veisla og glæsileg dagskrá.
Reynir okkar Jónasson mætir
með nikkuna og gleður gesti af
sinni alkunnu snilld, Barði Frið-
riksson sem var formaður félags-
ins til margra ára flytur hátíðar-
ræðu. Lesið verður upp úr bókum
þingeyskra höfunda; Björn Hró-
arsson les upp úr bókinni Djúpar
rætur – hugverk þingeyskra
kvenna og lesið verður upp úr bók
Guðrúnar Friðgeirsdóttur frá
Húsavík er nefnist: Norðanstúlka
– bernskusaga. Þingeyingakórinn
syngur undir stjórn Kára Frið-
rikssonar frá Helgastöðum við
undirleik Arngerðar Maríu Árna-
dóttur frá Öndólfsstöðum og Þorri
Hringsson sýnir olíumálverk úr
Aðaldal. Við hvetjum alla Þingey-
inga og venslamenn þeirra til að
koma í afmælið.“
– Hvernig er að vera
Þingeyingur í Reykja-
vík?
„Þingeyingar eru
stoltir af því að vera
Þingeyingar og þeir
hafa trú á að félagsstarf gefi af sér
auðuga menningu sem skapi
aukna velferð. Ég held reyndar
líka að það skipti máli fyrir velferð
hvers og eins og samfélagsins alls
að maður sé ánægður með það
sem maður er hvort sem maður er
héðan eða þaðan. Mikilvægast er
að njóta þess að upplifa menn-
ingu, eiga jákvæð samskipti við
fólk og safna minningum.“
Una María Óskarsdóttir
Una María Óskarsdóttir, for-
maður Þingeyingafélagsins, er
fædd 19. september 1962 í
Reykjavík en alin upp á Laugum
í Reykjadal. Nám sitt hefur hún
stundað við Barnaskóla Reyk-
dæla, Héraðsskólann á Laugum,
Menntaskólann við Hamrahlíð og
er nú uppeldis- og menntunar-
fræðingur með BA-próf frá HÍ.
Starfar í félagsmálaráðuneytinu
sem verkefnisstjóri nefndar um
aukinn hlut kvenna í stjórn-
málum. Gift Helga Birgissyni
hrl. og eiga þau þrjú börn.
… að eiga já-
kvæð sam-
skipti við fólk