Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 10
10 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
L
EIKKONAN Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir er snúin til
baka í leikhúsið eftir tveggja
ára fjarvist, þar sem hún reynd-
ar nýtti tímann til að færa sig
enn nær þjóðinni í vikulegum
skömmtum á laugardags-
kvöldum í Milli himins og jarð-
ar. Í haust hefur hún leikið í þeim franska leik
Lífið þrisvar sinnum og framundan eru æfingar
á breskum farsa Allir á svið í leikstjórn Gísla
Rúnars Jónssonar.
– Hvers vegna tókstu þér frí frá leikhúsinu?
„Ég útskrifaðist úr leiklistarskóla í London
vorið 1990 og vann alveg sleitulaust í tíu ár, því
ég hef átt því láni að fagna að fá alveg nóg að
gera og mörg hlutverk; þannig var allt eins og
best varð á kosið. En kannski verður maður fyrir
vikið eins og ofalinn köttur þegar maður nýtur
slíks meðbyrs. Það var einfaldlega kominn í mig
hálfgerður leiði og talsverð þreyta og mig lang-
aði að prófa eitthvað nýtt. Ég sagði þjóðleik-
hússtjóra frá þessu og hann hafði skilning á því.“
Að svíkja sjálfan sig og aðra
Ferill Steinunnar Ólínu þessi tíu ár er fyrst
og fremst í Þjóðleikhúsinu. Hún fór þar á samn-
ing haustið 1993 en árin þar á undan eftir út-
skrift var hún engu að síður í fullu starfi við leik-
húsið. „Ég var reyndar hálfan vetur að leika
norður á Akureyri og lék í tveimur sýningum í
Borgarleikhúsinu og eitthvað með Alþýðuleik-
húsinu og fleiri hópum.“
Hlutverkin eru orðin nálægt 50 á þessum ára-
tug ef allt er talið því sjónvarpshlutverk eru orð-
in þó nokkur, t.a.m. sú vinsæla þáttaröð Sigla
himinfley. „En ég hef lítið leikið í kvikmyndum.
Mig langar að gera meira af því.“
– Ertu viss um að ofeldi hafi verið eina ástæð-
an fyrir leiða þínum í leikhúsinu?
„Nei, en það kemur upp sú staða þegar mað-
ur er í of mörgum hlutverkum að manni finnst
maður ekki geta gert hlutina nógu vel. Að leika
fjögur, jafnvel fimm hlutverk á vetri er mjög
mikið. Óskastaðan væri að leika tvö, jafnvel
þrjú, hlutverk á ári en leikarar neyðast til að
vinna djöfulinn ráðalausan til að hafa í sig og á.
Þetta veldur svo því að manni finnst maður
vinna undir getu. Það var svosem nógu gaman
að skrópa í skólanum í gamla daga en það er dá-
lítið önnur og óþægilegri tilfinning að finnast
maður vera að svíkja sjálfan sig og aðra.“
– Ertu ekki að tala um þetta margþekkta fyr-
irbæri þegar sagt er um leikara að þeir séu að
festast í ákveðinni skúffu, eða farnir að treysta
um of á tæknina?
„Jú, jú. Þetta snýst um það hafa ekki tíma eða
tækifæri til að endurnýja sig.“
– En er þetta ekki bara ágætt? Að vera komin
í þá stöðu að vera álitin gera hlutina vel. Allir
eru sammála um það.
„Áttu við þegar maður er farinn að lesa reglu-
lega í krítikinni að maður hafi „leikið vel að
vanda“. Þá hugsar maður „Andsk … endar lífið
hér? Ég er þrítug og „góð að vanda“!“
Æfa sig frammi fyrir alþjóð
–Varstu kannski búin að tryggja þér Á milli
himins og jarðar áður en þú slepptir Þjóðleik-
húsinu?
„Nei, það var ekki þannig. Það lá að vísu í
loftinu en ekkert var ákveðið. Þegar mér var
svo boðið að stjórna svona magasínskemmti-
þætti þótti mér þetta alveg fráleit hugmynd. Að
taka við af Hemma Gunn og öllu sem því fylgdi.
Sérstaklega var ég undrandi á því að algjörlega
óvanri sjónvarpsmanneskju skyldi vera treyst
til að gera þetta.“
– Fékkstu tíma til undirbúa þig?
„Ég hafði sumarið til að venjast hugmyndinni
og síðan gerðum við einn prufuþátt sem var svo
á endanum sendur út. Það er auðvitað umhugs-
unarefni að dýrasti þáttur innlendrar dag-
skrárgerðar í ríkissjónvarpinu sé gerður þannig
að stjórnandinn sé heilan vetur að æfa sig
frammi fyrir alþjóð. Það er auðvitað ekki sama
svigrúm hér og erlendis þar sem svona þættir
eru keyrðir í marga mánuði áður en þeir fara
loksins í loftið. Það hefði verið talsverður munur
að fá einhverja skólun áður en allt fór í gang.
Með meiri aðstoð og betri tíma er margt sem ég
hefði viljað gera öðruvísi.“
– Sem leikkona ertu vön því að æfa hlutverkið
vikum saman áður en afurðin er borin á borð
fyrir áhorfendur. Þarna fékkstu lítinn und-
irbúning og hafðir ekkert hlutverk annað en
sjálfa þig. Hvarflaði aldrei að þér að búa til per-
sónu fyrir þáttinn. Persónu sem þú gætir skýlt
þér á bak við?
„Ég skal ekki neita því að sú hugmynd kom
upp en ég gaf það frá mér. Upphaflega var líka
lagt talsvert að mér að koma sjálf fram í þátt-
unum sem skemmtikraftur, syngja og fara með
gamanmál, en eftir því sem nær dró varð ég
smám saman alveg afhuga því. Ég vildi helst
vera sem ósýnilegust. Ég var reyndar einu sinni
spurð af nokkrum börnum út á götu hvort ég
væri sú sem léki Steinunni Ólínu í sjónvarpinu.
Ég svaraði því auðvitað játandi.
Mér hefur alltaf fundist frekar óþægilegt að
koma fram í eigin persónu og gert frekar lítið af
því. Þetta veittist mér ekki mjög auðvelt, ég skal
viðurkenna það. Þó ég sé fædd blaðurskjóða og
eigi auðvelt með að spjalla við fólk þá átti ég ekki
sérlega auðvelt með að taka viðtöl í þáttunum.
Það fannst mér erfiðast. Allt annað sem viðkom
dagskrárgerðinni þótti mér hins vegar mjög
skemmtilegt, t.d. að skrifa leikatriðin um mæðg-
urnar og atriðin fyrir Eggert Þorleifsson, Bryn-
hildi Guðjónsdóttur, Stein Ármann, Ásu Hlín
Svavarsdóttur og Sigurð Sigurjónsson. Þetta
skrifuðum við Margrét Örnólfsdóttir, æsku-
vinkona mín, allt í sameiningu og vorum snöggar
að því! Það er auðvitað broslegt að bera sig sam-
an við þáttastjórnendur eins og t.d. Jay Leno
sem er með nokkra tugi höfunda sem skrifa
brandarana upp í hann og upptökustjórarnir
skipta líka einhverjum tugum. Þarna vorum við
Magga bara tvær að hittast eldsnemma á
morgnana, misóléttar, og reyndum að halda uppi
klukkutíma þætti einu sinni í viku.“
Óttinn við að fá ekki hlutverk
– Fannst þér vera þín í sjónvarpinu gera þig
þekktari en tíu ára ferill í leikhúsinu?
„Jú, sjónvarpið er ótrúlega sterkur miðill og
allt í einu finnur maður fyrir allt öðruvísi við-
brögðum í umhverfinu en áður. Það er tvennt
ólíkt, leikhúsið eða sjónvarpið að þessu leyti.“
– Veltirðu því einhvern tíma fyrir þér að nær-
vera þín í sjónvarpinu gæti skemmt fyrir þér
sem leikkonu? Að persóna þín yrði of fyrirferð-
armikil í hugum fólks?
„Ég hafði ekki áhyggjur af því. Ég veit hins
vegar að fullt af öðru fólki hefur haft áhyggjur
af því fyrir mína hönd. Ég minnist þess t.d. ekki
að Spaugstofumenn hafi liðið fyrir að vera í
sjónvarpinu vikulega á hverju kvöldi í tíu ár.
Aftur á móti hugsaði ég þegar ég ákvað að taka
mér frí frá Þjóðleikhúsinu að kannski fengi ég
ekkert að leika aftur. Það er óttinn sem allir
leikarar lifa með á hverjum degi; verður þetta
hlutverk það síðasta sem ég leik? Og í hvert
skipti er maður sannfærður um að svo verði.
Sama hversu vel gengur. Þetta er sennilega
bara hluti af leikarasálinni. Svona er hún.“
– Varstu kannski ekki viss um hvort þú
myndir snúa aftur í leikhúsið þegar þú fórst í
frí?
„Nei, og ég vona að ég verði aldrei viss um að
leikhúsið sé endastöðin.“
– Var þetta ekki stór ákvörðun að fara í leyfi
frá Þjóðleikhúsinu? Átti hún sér ekki langan að-
draganda?
„Jú, ég verð að viðurkenna það. Ég vildi hvíla
mig á leikhúsinu.“
– Þú stendur á þrítugu þegar þú ferð í frí og
ert þá búin að leika samfellt í tíu ár þegar jafn-
aldrar þínir í leikhúsinu eru margir hverjir rétt
að stíga fyrstu sporin á ferlinum. Byrjaðir þú of
snemma eða eru íslenskir leikarar að útskrifast
of gamlir?
„Mér finnst að eigi að taka fólk inn í leiklist-
arskóla á einstaklingsgrundvelli og ekki miða
við menntun eða aldur. Mér finnst fráleitt að
hafa leikaranám á háskólastigi, nema ef vera
skyldi að það yrði til kjarabóta fyrir stéttina.
Það geta ekki allir orðið leikarar. Að vera leikari
Allir vegir færir
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt utan til leiklistarnáms 17
ára gömul. Hún lék í Þjóðleikhúsinu í 10 ár samfleytt þar til
hún söðlaði um og tók að sér stjórn skemmtiþáttarins Milli
himins og jarðar í sjónvarpinu. Hún er nú komin af stað aftur í
Þjóðleikhúsinu en hefur ýmis járn í eldinum eins og Hávar
Sigurjónsson komst að er hann hitti hana á dögunum.