Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 11
er sérgáfa, ekki öllum gefin, og verður ekki
kennd í neinum framhaldsskóla, þótt þeir gefi
fólki ýmislegt annað veganesti. Þessi akadem-
íska krafa getur komið í veg fyrir að hæfi-
leikarík leikaraefni geti hafið nám og síðan nýst
leikhúsunum. Hversu margar rullur eru ekki
skrifaðar fyrir kornunga leikara? Og tvítugur
leikari er allt annað en þrítugur leikari.
Ég var yngsta atvinnuleikkona á landinu í sjö
ár. Það er náttúrulega ein af ástæðunum fyrir
því að ég fékk svona mikið að gera. Ferill minn
núna nær yfir tæp þrettán ár og þá er ótalið það
sem ég gerði hjá LR áður en ég fór út að læra.
Það er því mjög sérstakt að hafa svona mikla
starfsreynslu á þessum aldri.“
– Finnst þér að það hafi gert þér annað en
gott?
„Nei, ekki neitt annað.“
– Hefurðu fundið fyrir því að þú værir að ein-
hverju leyti minna menntuð en samstarfsmenn
þínir?
„Nei, ég hef ekki fundið fyrir því. Ég kláraði
ekki menntaskóla heldur fór út í leiklistarskóla
17 ára gömul. En síðustu tvö árin hefur mig far-
ið að langa til að læra meira. Ég held að það sé
bara eðlilegt. Annars fékk ég svo gott uppeldi
að ég nýt ennþá góðs af því.“
Lá mikið á að verða fullorðin
– Þið móðir þín, Bríet Héðinsdóttir leikari og
leikstjóri, voruð mjög nánar. Var hún þinn
helsti stuðningsmaður í leikhúsinu?
„Við áttum mjög stormasama en um leið
ákaflega skemmtilega sambúð í þau 26 ár sem
móður minnar naut við, en faðir minn hefur ekki
haft síður áhrif á mig. Ég var alla tíð einkabarn
á heimili foreldra minna því hálfsystur mínar
tvær eru talsvert eldri en ég og ólust þar að auki
nær alfarið upp á heimili ömmu minnar. Ég
naut því góðs atlætis og mikillar athygli. Sem
unglingur fékk ég svo algjöra óbeit á leikhúsinu
og ætlaði aldrei að koma nálægt því. Ég lék svo-
lítið sem barn, bæði í Þjóðleikhúsinu og í Út-
varpinu. En frá 11 til 15 ára fór ég ekkert í leik-
hús. Það var svo ekki fyrr en ég fór að leika í
Land míns föður undir stjórn Kjartans Ragn-
arssonar í Iðnó að ég fékk aftur leikhúsdellu.
Við lékum þetta rúmlega 200 sinnum á tveggja
ára tímabili og ég fór síðan í beinu framhaldi af
því í leiklistarskóla í London.“
– Voru foreldrar þínir ekkert áhyggjufullir að
senda einkadótturina svona unga til annars
lands í leiklistarnám?
„Jú, þetta kom alveg flatt upp á þau en það
mildaði áfallið að ég hafði flutt að heiman tæp-
lega 15 ára og farið að búa. Mér fannst ástæðu-
laust að bíða með það miklu lengur.“
– Lá þér svona mikið á?
„Já, mér lá mjög mikið á að verða fullorðin.
Ég barðist til fullorðinsáranna og vildi vera við-
urkennd sem fullorðin manneskja alveg frá því
ég var smábarn. Ég átti góðar vinkonur og við
sóttumst mikið eftir því að umgangast okkur
eldra fólk.“
– Treystirðu þér alveg til að sjá um þig sjálf í
ókunnugu landi?
„Já, á þessum tíma fannst mér enginn hæfari
til að sjá um mig en ég sjálf. Ég gerði mér ekki
grein fyrir því fyrr en löngu seinna að kannski
var ég fullstór fyrir minn samfesting og að ég
hefði líklega misst af einhverju sem unglingur.
Þetta kom skýrast fram í nánast sjúklega nánu
sambandi við foreldra mína eftir að ég kom
heim frá Englandi.“
– Vildirðu þá fá uppeldið sem þú hafði áður
hafnað?
„Ætli það ekki bara. Mér fannst að minnsta
kosti óskaplega gott að umgangast þau á þess-
um árum sem fylgdu í kjölfarið.“
– Eftir að þú komst heim fullmenntuð sem
leikari hefur væntanlega verið gott að eiga móð-
ur þína að í leikhúsinu?
„Já, hún reyndist mér afskaplega vel og
kenndi mér mjög mikið enda fagmanneskja
fram í fingurgóma. Hún var bæði harður gagn-
rýnandi og góður kennari. Reyndar er faðir
minn einnig mjög vel heima í leikhúsinu og hef-
ur fylgst vel með öllu sem ég hef gert. Ég get
nánast flett upp í honum með alla hluti sem
snerta mig og leikhúsið sem er ágætt því sjálf
man ég aldrei neitt svoleiðis stundinni lengur.“
Leikstjórar verða að gera kröfur
– Með Bríeti Bjarnhéðinsdóttur að langömmu
og Héðin Valdimarsson að afa auk foreldranna
hefði mátt ætla að þú myndir vilja hafa enda-
skipti á íslensku leikhúsi?
„Mig hefur alltaf vantað þessi gen sem þarf til
að vilja breyta heiminum. Það er gjarnan álitið að
ungir leikarar ætli að bylta öllu sem á undan er
gengið og gera eitthvað alveg nýtt. Ætli ég sé
bara ekki svona gömul sál. Þetta þýðir þó ekki að
ég sé á móti nýjungum eða breytingum. Ég hef
bara aldrei verið kvalin af þörfinni til að finna upp
hjólið að nýju. Mér hefur alltaf þótt svo mikið var-
ið í að læra af öðru fólki, sérstaklega mér eldri
leikurum og sumum leikstjórum sem ég hef unn-
ið með.“
– Á ég að höggva sérstaklega eftir því hvernig
þú lagðir áherslu á orðið „suma“ hérna á undan?
„Þú mátt alveg gera það. Það fer ekkert á milli
mála að sumir leikstjórar eru betri kennarar en
aðrir.“
– Er það hlutverk leikstjóra að kenna leik-
urum?
„Mér finnst hlutverk leikstjórans vera að
gera kröfur til leikaranna. Það er ekki alltaf fyr-
ir hendi. Sumir leikstjórar sætta sig við með-
almennsku. Mér finnst líka vera hlutverk leik-
stjórans að sjá til þess að leikurum leiðist ekki í
vinnunni og fá þá til að brjóta utan af sér gömlu
skelina og sýna á sér nýjar hliðar.“
– Er það ekki ansi mikið á leikstjórann lagt að
ná einhverju nýju út úr leikurum
sem eru eins og útspýtt hund-
skinn við að leika allan veturinn
hvert hlutverkið af öðru?
„Leikstjórinn er ekki í sömu
sporum og leikararnir. Hann set-
ur kannski bara upp eina eða
tvær sýningar á vetri. Hann á að
hafa orkuna til að ýta leikurunum
lengra en þeir telja sig geta kom-
ist.“
– Er þarna ekki fundið svarið
við þeim leiða og endurtekningu
sem þú varst að lýsa áðan?
„Ef við byggjum svo vel að allir
leikstjórar væru frábærir og
væru algjör innblástur fyrir leik-
arana í hvert sinn? Jú, þá gætum
við líklega leikið tuttugu hlutverk
á ári!“
– Sumir hafa haft á orði að æf-
ingatími hér gæti í mörgum til-
fellum verið talsvert skemmri ef
unnið væri á annan hátt?
„Það eru tvær hliðar á þessu.
Æfingatíminn gæti verið styttri
ef horft er til þess að oft á tíðum
eru leikarar að læra textann sinn
á æfingum hálfan æfingatímann
eða lengur. Maður hefur gerst
sekur um það sjálfur. Textalær-
dómur er heimavinna og maður á
ekki að eyða tíma samstarfsfólks
síns í það.“
– Nú segja sumir leikarar að
þeir geti ekki lært textann nema
þeir tengi hann við hreyfingar
sínar á sviðinu.
„Já, já það eru alls kyns mýtur
í gangi um þetta. Að textinn geti
ekki orðið „organískur“ og hann
verði að hlaðast meiningu áður
en hægt er að læra hann. Það er ekkert yfirnátt-
úrulegt við listsköpun, þetta er bara vinna.
Þetta eru bara afsakanir, texti er bara tæki sem
leikarinn hefur inni í hlutverkinu sínu. Textinn
súrnar ekki þótt maður sé búinn að læra hann.
Ég held þvert á móti að hann gerjist og verði
meðfærilegri. Samt er ekki hægt að segja að
það sé hrein tímasóun að sitja yfir leikurum sem
eru að læra textann sinn fyrstu vikur æfinga-
tímans. Það gerist ýmislegt á þeim tíma sem
kemur sýningunni oft til góða. Það verður til
andrúmsloft sem skapast af því hjarta sem leik-
stjórinn setur í verkið og þeirri nærveru sem
fólkið leggur til. Þannig verður til sameiginleg
ákvörðun hópsins um hvernig eigi að vinna sýn-
inguna. Þetta má ekki vanmeta. Ég held samt
að með meiri áherslu á textakunnáttu í byrjun
æfingatíma myndi þessi tími nýtast enn betur.“
– Einhverjir leikstjórar hafa reynt að gera
þessar kröfur en með misjöfnum árangri?
„Ég er einmitt að fara æfa nú í lok nóvember
með einum þessara leikstjóra. Það er hann Gísli
Rúnar Jónsson sem hefur þýtt farsann Allir á
svið. Hann hefur tilkynnt leikhópnum að hann
ætlist til að allir kunni textann sinn þegar við
byrjum að æfa. Ég hlakka mikið til að vinna
með Gísla Rúnari og svo hef ég aldrei leikið í
farsa áður. Þetta er því frumraun mín í þeirri
merku grein leiklistarinnar, farsanum.“
– Móðir þín sagði mér eitt sinn þá sögu af
Gísla Rúnari að hún hefði vaknað einn morgun
við að hann sat á rúmstokknum hjá henni og
vildi fara yfir nokkur atriði frá æfingu kvöldið
áður. Hún nefndi þetta sem dæmi um leikstjóra
sem hefði gengið hvað lengst í því að leikstýra
sér.
„Já, ég þekki þessa sögu og hún er sönn.
Maður á ekki að hafa vinnufrið fyrir leik-
stjórum. Auðvitað er þetta spurning um næt-
ursvefn en í tilfelli Gísla Rúnars er það álitamál.
Hann er líka framúrskarandi nákvæmur í allri
vinnu sem er nauðsynlegt við farsaleikstjórn.
Farsi er eins og stærðfræðidæmi. Allt verður að
vera nákvæmlega hárrétt. Annars gengur það
ekki upp. Það er ekkert þar á milli.“
Gríngellur landsins í einum hóp
– Þarna er sannkallað mannval í öllum hlut-
verkum. Edda Björgvinsdóttir, Júlíus Brjáns-
son, Björgvin Franz Gíslason, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leó
Gunnarsson, Stefán Karl Stefánsson og Þórunn
Lárusdóttir.
„Þetta er ótrúlega mergjaður hópur sem
þarna hefur verið valinn saman og farsinn er
framúrskarandi vel saminn. Þar segir frá leik-
hópi sem er að æfa minniháttar gamanleik og
lýsir því hvernig gengur að koma honum á svið
og síðan hvernig andrúmsloftið er í hópnum eft-
ir að búið er að leika um land allt mánuðum
saman. Ég bind miklar vonir við að þetta fólk
undir traustri leiðsögn Gísla Rúnars kenni mér
að vera fyndin.“
– Þú ert nú sjálf ansi fyndin.
„Finnst þér það?“
– Já, þú samdir gamanefnið fyrir Milli himins
og jarðar og eitthvað hef ég heyrt að þú sért enn
að semja.
„Það er rétt að við erum nokkrar leikkonur
sem höfum stofnað vinnuhóp sem hittist reglu-
lega til að semja gamanefni. Í þessum hópi eru
Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga, Halldóra
Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn, auk mín. Við
ætlum að sigra heiminn með gríni og glensi á
næstu mánuðum. Þetta fer nú reyndar þannig
fram ennþá að við hittumst í heimahúsi og grín-
um hver við aðra og það er einfaldlega viðbjóðs-
lega gaman. Fáránlega skemmtilegt. Þetta eru
svo miklar dúndurgrínleikkonur að mér sýnist
að ég verði svona „ófyndni spaugstofukallinn“.“
– Hvernig er hægt að orða þetta öðruvísi?
„Við getum ekki orðað þetta neitt öðruvísi.
Okkur langar að vinna efni fyrir sjónvarp því að
það er löngu tímabært að konur geri skemmti-
efni fyrir sjónvarpið. Svo langar okkur líka að
gera sýningu með uppistandi og grínatriðum.
Okkur eru allir vegir færir. Þessi hópur hefur
vinnuheitið Gríngellurnar The
Empire og við sjáum hvað úr
þessu verður.“
– Er þetta það sem hugur
þinn stendur til?
Já, og svo fæddust bara ýms-
ar hugmyndir meðan ég var að
vinna í sjónvarpinu. Mig langar
t.d. til að gera viðtalsþætti við
elstu leikkonurnar okkar. Þær
eiga ákaflega merkilega sögu og
mikilvægt að skrá hana. Mig
langar til að vinna þetta með því
leikna efni sem til er með þess-
um leikkonum, viðtölum við þær
og samstarfsmenn, ljósmyndum
og jafnvel samtölum við reynda
leikhúsáhorfendur. Þetta er ekki
eitthvað sem maður kastar til
höndunum við að gera og ég hef
verið að bíða eftir að fá ráðrúm
til að sinna þessu og það gefst
væntanlega eftir frumsýningu
farsans í lok janúar.
Ég hef verið að skoða feril
þessara leikkvenna og það er
hreint ótrúlegt hvað þær eru
búnar að leika mörg og stór hlut-
verk. Þær eru gangandi gull-
námur og þeim á að sýna þá virð-
ingu sem þær eiga skilda.“
– Er erfiðara fyrir konu en
karl að eldast í leikhúsinu?
„Ég veit það ekki. Ég get eig-
inlega ekki svarað því svo mark
sé takandi á því það eru bara
þrjú ár síðan ég var að leika Ástu
Sóllilju 14 ára í Sjálfstæðu fólki.
Sá tími er vonandi liðinn að ég sé
beðin um að leika börn eða ung-
linga. En nei, ég held að það sé
ekkert slæmt fyrir leikkonur að
eldast. Hverju aldursskeiði fylgja ný hlutverk.
Þeim fækkar að vísu eftir því sem aldurinn fær-
ist yfir en ég held að það sé ekkert öðruvísi fyrir
konurnar en karlana. Mér finnst sjálfri svo
gaman að sjá eldri leikara á sviði. Þeir eru svo
fullir af reynslu og kunnáttu. Hjartað er svo
stórt í þeim að maður þarf að rembast eins og
rjúpan við staurinn til að eiga eitthvað í þetta
fólk. Sjáðu t.d. Herdísi Þorvaldsdóttur, svona
getur enginn leikið nema hafa árin og reynsluna
með sér. Ég hlakka til að verða svona ef ég verð
þeirrar gæfu aðnjótandi.“
Morgunblaðið/Golli
Steinunn Ólína og Arnar Jónsson í hlut-
verkum Bjarts og Ástu Sóllilju í Sjálf-
stæðu fólki. Þjóðleikhúsið 1998.
Í hlutverki Elektru í Hægan Elektra eftir Hrafn-
hildi Guðmundsdóttur. Þjóðleikhúsið 2000.
havar@mbl.is
Milli himins og jarðar: „Sérstaklega var ég undrandi á því að algjörlega óvanri
sjónvarpsmanneskju skyldi vera treyst til að gera þetta.“
Í hlutverki Elísu Dolittle í My Fair Lady í Þjóðleikhúsinu 1993.