Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 19
fræðaskólanum á Dalvík. Nú voru
þeir að reka mig úr Menntaskólan-
um á Akureyri. Treystið þér yður til
að taka við oss? Virðingarfyllst,
NN.“
Ég las upp bréfið mér og öðrum til
skemmtunar á kennarafundinum og
þóttist láta greiða um það atkvæði
hvort veita ætti skæruliðanum við-
töku. Það var fellt með öllum greidd-
um atkvæðum. Ég fór svo út á sím-
stöð og sendi skeyti: „Vér treystum
oss til að taka við yður. Virðingar-
fyllst, skólameistari.“
Af því að ég hafði grun um að
þetta yrði eitthvað skemmtilegt
hafði ég mikið við. Ég fékk lánaðan
Mercedes Benz glæsivagn frá öðrum
hvorum, Jónatan eða Guðfinni, son-
um Einars Guðs í Bolungarvík. Síð-
an fékk ég vini mína í lögreglunni til
að veita mótorhjólafylgd og fór út á
flugvöll að taka á móti drengnum.
Niður landganginn steig maður í
fullum indíánaskrúða. Við heilsuð-
umst virðulega og settumst síðan í
aftursætið á Bensanum og keyrðum í
lögreglufylgd með sírenuvæli í bæ-
inn, að hætti höfðingja. Ég vísaði
pilti á heimavistina hjá Hjálpræðis-
hernum. Svo leið og beið.
Viku seinna kom forstöðumaður
Hjálpræðishersins á minn fund í
öngum sínum og sagði sínar farir
ekki sléttar. Indíánahöfðinginn hafði
risið upp frá borðum, leyst niður um
sig og sýnt á sér afturendann til að
mótmæla mataræðinu sem skólapilt-
um bauðst. Konu forstöðumannsins,
sem var norsk, varð svo mikið um að
hún fékk taugaáfall. Ég kallaði ind-
íánahöfðingjann á minn fund og
sagði:
„Þú varst rekinn úr barnaskólan-
um á Ólafsfirði. Þú varst rekinn úr
gagnfræðaskólanum á Dalvík. Þú
varst rekinn úr Menntaskólanum á
Akureyri. Hér með ertu rekinn úr
Menntaskólanum á Ísafirði.“
Eftir áramótin, þegar verið var að
setja skóla eftir jólahlé, kvaddi lög-
reglan dyra í Sundstræti 28, þar sem
við Bryndís bjuggum, og tilkynnti að
hún hefði fundið „lík“ af manni á göt-
unni og hirt það upp. Á því voru ekki
önnur persónuskilríki en merkimiði
bundinn í beltisstað: Care of Jón
Baldvin. Þetta reyndist vera ind-
íánahöfðinginn. Bryndís hitaði súpu
og ég braut allar reglur og gaf hon-
um brennivínsstaup, til að vekja
hann aftur til lífsins. Við áttum gott
tal saman um nóttina og handsöluð-
um að lokum samkomulag okkar: Ég
myndi útvega honum pláss á togara
en hann skyldi koma í land mánuði
fyrir vorpróf og lesa undir próf.
Þennan samning stóðu báðir við upp
á punkt og prik. Drenginn útskrifaði
ég að lokum sem semidúx því hann
var góðum gáfum gæddur. Hann
hefði getað orðið að auðnuleysingja
eða jafnvel glæpamanni, þrátt fyrir
góða greind, ef ekki hefði verið grip-
ið í taumana. Saga hans er líka dæmi
um að ekki eru allir steyptir í sama
mótið og beita þarf mismunandi að-
ferðum til að koma mönnum á kjöl.“
Syninum ýtt til hliðar
Hannibal Valdimarsson er nokkuð
fyrirferðarmikil persóna í ævisögu
Jóns Baldvins en ekki var alltaf kært
með þeim feðgum. Hér er gripið nið-
ur í frásögninni þar sem verið er að
ganga frá framboðslista Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna á Vest-
fjörðum en Hannibal hafði verið leið-
togi þess flokks. Ólafur sonur hans
hafði þá verið orðaður við efsta sæti
listans vestra.
„Þegar nær dró kosningum var
haldinn fundur Samtakanna á Ísa-
firði. Þar mætti fjöldi manns alls
staðar að af Vestfjörðum. Fyrirfram
hafði verið fastmælum bundið milli
helstu forsprakka Samtakanna að
Ólafur yrði þar kjörinn til þess að
leiða lista Samtakanna á Vestfjörð-
um. Einungis átti eftir að greiða um
það atkvæði. Áður en til þess kom
var ég kallaður í símann. Á hinum
endanum var Hannibal og hafði frá
þeim tíðindum að segja að vegna
ágreinings í félagsskap Samtakanna
í Reykjavík hefði hann tekið þá
ákvörðun að segja sig frá því fram-
boði. Í staðinn fólu Samtökin í
Reykjavík Magnúsi Torfa Ólafssyni
og Bjarna Guðnasyni prófessor að
leiða listann í Reykjavík.
Ég skýrði fundarmönnum frá
þessum tíðindum. Það varð uppnám
á fundinum og mörgum trúum og
dyggum hannibalistum varð heitt í
hamsi. Þeim þótti sér renna blóðið til
skyldunnar að kalla gamla Vest-
fjarðagoðann heim. Það varð niður-
staðan. Fundurinn samþykkti mót-
atkvæðalaust að skora á Hannibal að
skipa fyrsta sæti á framboðslista
Samtakanna á Vestfjörðum. Hanni-
bal var þá 68 ára gamall og hafði að
mínu mati lokið sínu erindi í íslensk-
um stjórnmálum. Hann lifði á fornri
frægð. En það virtist ekki halda fyrir
honum vöku að með ákvörðun sinni
var hann að stjaka brott syni sínum,
sem þar með hefði fengið tækifæri til
að halda merki hans á lofti og þoka
því eitthvað áleiðis í framtíðinni.
Þegar Hannibal birtist fyrst
vestra til að heyja kosningabarátt-
una kom hann mér ekki fyrir sjónir
sem sigursæll stjórnmálaleiðtogi,
albúinn til bardaga. Þvert á móti.
Hann var sýnilega beygður eftir
ófarirnar í Reykjavík og bjóst allt
eins við því að vera kominn í heima-
hagana að loknu löngu stríði til að
bera sín pólitísku bein þar sem það
hófst.
Jón Baldvin – Tilhugalíf, Kolbrún
Bergþórsdóttir skráði. Útgefandi er
Vaka-Helgafell. Bókin er 504 blaðsíður
að lengd að viðbættum myndasíðum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 19
Þetta er ótrúlegt líf! Þú sest upp í flugvél, færð góða máltíð, kíkir í
blöð, bók eða sjónvarp fyrir svefninn og vaknar eins og nýsleginn tú-
skildingur í nýrri heimsálfu næsta dag. Við trúðum þessu varla, fyrr
en við reyndum sjálf.
Stórborgin Sydney er einstakt tákn nútímans í byggingum sínum og
lífsstíl, þar sem óperuhúsið, byggt út í höfnina, ber af eins og stórskip
undir skjannahvítum seglum, tákngervingur nútímalistar í arkitektúr
og framúrstefnustofnun í listum. Þar áttum við saman kvöld með dýr-
um krásum í mat, drykk og menningu, því að eftir kvöldverðinn hófst
hátíðarsýning Ástralska þjóðarballettsins í samvinnu við Vestur-Ástr-
alska ballettinn í tilefni af 40 og 50 ára afmæli hvors um sig. Gaman er
að hafa einn af frömuðum íslenska ballettsins með í för.
Annað kvöld horfðum við yfir alla borg ofan úr Sjónvarpsturni meðan
við gæddum okkur á kræsingum. Við sigldum í glampandi sólskini um
þessa „fegurstu höfn heims“ og beindum myndavélum óspart að fjöl-
breyttri sjónlínu glæsibygginga og fegurðinni allt í kring. Ber öllum
saman um, að ótrúlegt sé, hverju Ástralir hafi komið til leiðar á rúm-
um 200 árum.
Fá lönd ef nokkurt fara eins vel í
Íslendinga og Nýja-Sjáland. Það
er líkt og ást við fyrstu sýn. Við
vissum að margt óvænt biði okk-
ar, en reiknuðum ekki með að
komast á Suðurskautslandið með
umhverfi þess undraverðu safni
Kelly Tarltons, sem jafnframt er
neðansjávarsafn. Í þjóðminja-
safninu í Auckland sáum við
ótrúleg sýnishorn af list frum-
byggja Ástralíu, hinna pólýnes-
ísku Maori, sem við kynntumst
síðar í ROTORUA, bæði skemmtun þeirra og handbragði, sem ber
vott um ríka listhneigð. Á ferð okkar fram og aftur til Rotorua sáum
við fegurð landsins í blómadýrð vorsins og landbúnað í sérflokki. Á
ferðinni nutum við afbragðs aðbúnaðar á Sheraton Auckland og
Grand Tiara, Rotorua.
Kynnin af Tahiti og nágranna-
eynni MOOREA taka fram allri
annarri ferðareynslu hingað til
hvað náttúrufeguð snertir. Eftir
tæplega 5 stunda flug hingað frá
Nýja-Sjálandi var tekið á móti
okkur með litríkum blómsveig-
um á flugvelli og skömmu síðar
vorum við komin á nýtískulegt
LE MERIDIEN hótelið með
sundlaug og fögrum garði út að
strönd, þar sem hvítur brim-
garður brotnar á kóralrifi og
kvölddýrðin er ólýsanlegt litaspil sólarlags yfir þúsund blómstrandi
tegundum gróðurríkis, sem við vissum ekki að væri til.
Þegar við vöknuðum og litum út fyrsta morguninn varð einum hjónun-
um að orði: „Þetta getur ekki verið jarðneskt, við hljótum að vera í
sjálfri Paradís!“
Eftir að hafa drukkið í okkur fegurð MOOREA í gær, fyrst í landi en
síðan siglt um Cooks Bay og Opunohu flóa að njóta fjallasýnar í feg-
ursta veðri, tókum við stefnu á litla eyðieyju, Motu, þar sem við synt-
um innan um spaka fiska og síðan var efnt til grillveislu á ströndinni.
„Þetta er toppur tilverunnar,“ varð sumum að orði. Nú eru 19 dagar
liðnir af ferð okkar og dvölinni hér lýkur með veislu í stíl Suðurhafs-
eyja á Beachcomber-hótelinu.
Seint í kvöld fljúgum við til Santiago í Chile að skoða fegurstu staði
Suður-Ameríku.
Frá því segjum við síðar.
Sendum bestu kveðjur.
Þátttakendur í Hnattreisu
HEIMSKLÚBBS INGÓLFS - PRIMA 20. nóv. 2002
Sólar- og sumarmegin í tilverunni!
Flott og frábært, „DOWN UNDER“ í
Sydney - Nýja-Sjálandi og Tahiti.
Fréttabréf úr
Hnattreisu Heimsklúbbsins - Prima 2002
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Verkalýðsfélag
Vestfirðinga
Verk-Vest
Auglýsir eftir tillögum að félagsmerki.
Hugmyndir þurfa að berast til skrifstofu félagsins,
Pólgötu 2, Ísafirði fyrir 15. desember nk.
Heitið er 100.000 króna verðlaunum fyrir bestu
tillöguna. Áskilinn er réttur til að skipta þeirri
upphæð á fleiri en eina tillögu eftir mati stjórnar
félagsins.
Nafn tillögumannsins berist með tillögu í lokuðu
umslagi merktu „Tillaga Verk-Vest“.