Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLS ekki er vístað allir Íslend-ingar skilji tilhlítar mikilvægivatnsbúskapar þegar til þess er litið að við höfum ómælt magn af renn- andi vatni fyrir augunum á degi hverjum. Margar þjóðir heims gæfu ugglaust mikið fyrir tæra lindarvatnið í stað þess að þurfa að brúka „drullupytti“, sem við mynd- um kalla, með tilheyrandi sýkingarhættu og sjúkdóm- um, sem berast gjarnan við slíkar aðstæður. Undanfarin tíu ár hefur Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi meðal annars lagt söfnunarfé í að grafa brunna í Mósambik í Afríku, sem er eitt af fátæk- ustu ríkjum heims, og lætur nærri að heimamenn hafi verið aðstoðaðir við að byggja um tuttugu brunna á ári undanfarin tíu ár. Að meðaltali eru brunnarnir um tíu metra djúpir, flestir handgrafnir, sumir boraðir ef jarðvegur er mjög harður, en svo virðist sem víða sé hægt að finna vatn ef vel er gáð. Að sögn Önnu M. Þ. Ólafsdóttur, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálp- arstarfs kirkjunnar, dugar einn brunnur fyrir 600–1.000 manna þorp í marga áratugi og má því ætla að brunnarnir 200, sem nú þegar hafa verið teknir í notkun fyrir söfnunarfé frá Íslandi, dugi fyrir allt að tvö hundruð þúsund íbúa í Mósambik, en geta má þess að einn brunnur kostar sem svarar til um 90 þús. ísl. kr. Ákveðið hefur verið að þeir fjármunir, sem safnast munu í jólasöfnun Hjálp- arstarfs kirkjunnar í ár, renni til þessa verkefnis. Í Eþíópíu er því hald- ið fram að allt að 80% af þeim sjúk- dómum, sem hrjá fólk, megi rekja til óhreins vatns. „Þetta eru alls konar bakteríusýkingar, sem valda m.a. nið- urgangi og fólk er oft meira eða minna veikt af einhverju. Auk þess eru skítug vatnsból góðar klakstöðvar fyrir skordýr, sem bera með sér sjúk- dóma, t.d. malaríu. Peningum er þá eytt í lyf í staðinn fyrir að ráðast að rótum vandans, eins og við erum að reyna með því að útvega hreint vatn.“ Samningur við heimamenn Lútherska heimssambandið, sem eru alþjóðasamtök lútherskra kirkna og Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að, hefur yfirumsjón með verkefninu. Sambandið er öflugt á vettvangi þró- unarmála og býr yfir mikilli fagþekk- ingu. Fulltrúi á þess vegum er sendur inn í þorpin, þar sem hann dvelur í nokkrar vikur til að virkja sem flesta, konur, karla og öldungaráðið, og hvetja til umræðna um hvað brýnast sé að gera til að bæta hag allra í þorp- inu. Reynslan hefur nefnilega sýnt að helsta vandamálið, sem við er að etja þegar verið er að vinna með fátækum, er að þeir berjast ekki sjálfir fyrir eig- in hag ef þeir hafa hvergi vettvang til að viðra eigin skoðanir og hugmyndir. Á sama hátt hefur fólk, sem ekki býr við lýðræði, engan farveg til að berj- ast fyrir rétti sínum. Eftir að þorpsbúar hafa verið virkjaðir til að huga að eigin þörfum og nauðsynjum fá þeir sjálfkrafa áhuga á eigin um- hverfi. Ef þeir á hinn bóginn telja að meiri nauðsyn sé á skólabyggingu eða bættu vegasambandi til að koma upp- skerunni í sölu fremur en brunni er auðvitað farið að vilja heimamanna. Áður en að framkvæmdum kemur er gerður skriflegur samningur við heimamenn um að þeir leggi fram alla vinnu. Á móti leggur Lútherska heimssambandið til tækniráðgjöf, sement, steypumót og vatnspumpu. Að lokum er þjálfuð upp sérstök vatnsnefnd í þorpinu, sem fær fræðslu um smithættu og hreinlæti, þar sem henni er ætlað að veita öðr- um þorpsbúum kennslu í fræðunum auk þess að hafa eftirlit með mann- virkinu. Anna segir þetta hafa gefist mjög vel og algjör undantekning ef brunnur fellur úr notkun. Hreint vatn er grundvallaratriði varðandi heilsufar og vinnuálag kvenna í Afríku, sem hafa það hlut- verk, ásamt svo fjölmörgum öðrum, að sækja vatn til heimilisins, að sögn Önnu. „Þær þurfa oft að ganga lang- an veg eftir vatni og jafnvel fleiri ferð- ir á dag, gjarnan með dætrum sínum. Á meðan eru konurnar hvorki að hugsa um börnin sín né að rækta ak- urinn, sem líka er kvennaverk í Afr- íku, og ekki eru dætur þeirra heldur í skólanum á meðan þeim er líka ætlað að sækja vatn.“ Alþjóðaár ferskvatnsins Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2003 sem alþjóðaár ferskvatns- ins. Um þriðjungur mannkynsins býr í löndum, sem glíma við vatnsskort. Stærst er vandamálið í Afríku og Vestur-Asíu. Vatnsskorturinn hefur þegar haft áhrif á iðn- og félagslegan vöxt í mörgum öðrum löndum, t.d. í Kína, Indlandi og Indónesíu. Ef dags- neysla vatns helst óbreytt þurfa tveir af hverjum þremur að búa á vatns- skortssvæðum fram til ársins 2025, að því er fram kemur hjá upplýsinga- skrifstofu SÞ fyrir Norðurlöndin. Á leiðtogafundi um sjálfbæra þró- un, sem haldinn var í Jóhannesarborg í haust, var samþykkt áætlun um að fækka þeim, sem ekki hafa aðgang að Ráðast þarf að rótum vandans Talið er að ekki verði langt þar til vatn tekur við af olíu sem mikilvægasta auðlind jarðar. Vatn er tak- mörkuð auðlind því aðeins 2,5% af öllu vatni á jörðinni eru ferskvatn og aðeins 0,27% neysluhæf. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér þjóðþrifaverk, sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur unnið að í Mós- ambik. Það felur í sér að grafa brunna, sem leitt hafa til jákvæðra þjóðfélagsbreytinga og bætts heilsufars. Morgunblaðið/RAX Anna M.Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Gott er að súpa á hreinu vatni í heitu landi enda eflir hreina vatnið bæði heilsu og velferð. Vatn sótt til heimilisins í mishreinar fötur í gruggugt vatnsból, sem búfé hefur einnig drukkið úr og gengið örna sinna í. FRÆNDURNIR Páll Tryggvason og Björn Hermannsson ákváðu fyrir þremur árum að styrkja gott málefni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar með því að fjármagna einn brunn í Mósambik. Páll, sem er barna- og unglingageðlæknir á Akureyri, fékk þá hugdettu að verðugt væri að leggja málefninu lið og þegar hann viðraði hugmynd sína við Björn, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Lands- bjargar og núverandi námsmaður í Malmö í Svíþjóð, urðu þeir sammála um að lífið sjálft hlyti að vera góð fjárfesting og ákváðu að leggja sitt á vogarskálar til að útvega fátækum íbúum Catete-þorps í Tete-héraði hreint vatn. Páll þurfti ekki að beita frænda sinn miklum fortölum til þess að ná athygli hans enda hafði Björn unnið sem flugvirki í Nígeríu og Líbýu og hafði auk þess ferðast víða um þriðja heiminn og séð með eigin augum að- búnað heimamanna. „Fjölskyldan ákvað þetta árið að leggja pening í eitt verkefni frekar en mörg og var þetta mjög skemmtileg upplifun að taka þátt í þessari uppbyggingu á þennan hátt. Við fengum að fylgjast með frá upphafi, fengum fræðsluefni um svæðið frá Hjálparstarfinu og myndir af brunninum fullbúnum.“ Þegar hann er inntur eftir því hvort fjölskyldan hafi verið dugleg við að styrkja góðgerðarmál í gegnum tíð- ina svarar hann því til að líklega megi segja að báðar fjölskyldurnar hafi í gegnum tíðina látið gott af sér leiða til þeirra, sem minna mega sín. „Hjálparstarf kirkjunnar er að vinna mjög göfug verkefni og stendur sig vel að því leyti að mestallt það söfnunarfé, sem kemur inn til hjálp- arstarfsins, fer á leiðarenda til þeirra sem á þurfa að halda, enda er ekki um stórt skrifstofubákn að ræða þar á bæ,“ segir Björn, sem sjálfur þekkir vel til fjáraflana sem framkvæmda- stjóri Landsbjargar í fimmtán ár. Að- spurður hvaða fræði hann leggi nú stund á í Malmö segist hann vera að nema alþjóðlega þjóðháttafræði, sem feli í sér samspil ólíkra þjóðflokka og þjóðhátta, og vonist auðvitað til að geta látið gott af sér leiða einhvers staðar að námi loknu. Frændur slógu sam- an í brunn Hjónin Björn Hermannsson og Berglind Helgadóttir ásamt börnum sínum, Önnu Regínu, Birnu og Helga Kristni. ÍSLAND er ferskvatnsauðugasta land heims með alls 666.667 rúm- metra af vatni á mann á ári en þurrasta land heims, Djíbútí, er aðeins með 23 rúmmetra af vatni á mann á ári. Þrátt fyrir að fersk- vatn hafi aldrei verið takmörkuð auðlind á Íslandi gætu Vest- mannaeyingar þó munað tímana tvenna í þessu efni enda hafa þeir, sjálfsagt einir Íslendinga, þurft að spara vatnið sitt í áranna rás. Ekkert vatn finnst í iðrum jarð- ar í eyjunum og því urðu Eyja- menn að reiða sig á rigningar- vatnið allt til ársins 1968 þegar tvær plastvatnsleiðslur voru lagð- ar undan Eyjafjöllum og út í Eyj- ar og vatnsveita stofnuð um til- tækið sem nú tilheyrir Hitaveitu Suðurnesja. Fram að þeim tíma þurftu íbúar Vestmannaeyja að gera ráð fyrir 30 tonna brunnum í húsum sínum, sem söfnuðu rign- ingu. „Þegar menn urðu svo uppi- skroppa með vatnið var ekkert annað í stöðunni en að ná í salt- vatn og bíða svo eftir næstu rign- ingu,“ segir Ólafur Guðnason, kyndistöðvarstjóri hjá Hitaveitu Suðurnesja í Eyjum. „Tilkoma vatnsveitunnar olli byltingu fyrir íbúa hér. Meðal- notkun á hús er nú 411 lítrar á sólarhring sem ég tel að sé lítil notkun miðað við aðra staði á landinu. Eyjamenn fara spar- legar með vatnið en aðrir lands- menn vegna þess að við þurfum að borga fyrir það samkvæmt notkun, en hvergi nema í Eyjum eru mælar á kalda vatninu, ein- mitt vegna þess að vatn hér er Eyjamenn kunna að spara vatnið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.