Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 23
hreinlætisaðstöðu, um helming fyrir árið 2015. Þetta samsvarar þeim markmiðum að draga úr um helmingi þeirra er ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni fyrir árið 2015. Enn- fremur hétu Bandaríkin 970 milljóna dala fjárveitingu til vatns- og hrein- lætisaðgerða á næstu þremur árum. Evrópusambandið kynnti verkefnið „Vatn til lífs“, sem leitast við að virkja samstarfsaðila svo markmiðið um vatn og hreinlæti náist, sérstaklega í Afríku og Mið-Asíu. Asíuþróunar- bankinn hét fimm milljóna Banda- ríkjadala styrk til Búsetusjóðs SÞ og vilyrði fyrir 500 milljóna dala láni til verkefnisins „Vatn fyrir borgir Asíu“. Að auki hafa SÞ borist á þriðja tug aðrar vatns- og hreinlætismálaleitan- ir með yfir 20 milljóna dala fjárveit- ingu. Innan við 3% ferskvatn Í Vestur-Asíu, Norður-Afríku, Kína, Indlandi, Rússlandi og í Banda- ríkjunum er vatnsnotkun mun meiri en náttúran getur framleitt, þ.e.a.s. í þessum löndum er ofnotkun á vatni. Þegar sú ofnotkun er lögð saman við vatnseyðslu í iðnaði og almennt frá- rennsli í vatnskerfinu er ljóst að vatnsskortur er einn sá allra stærsti umhverfisvandi, sem við er að glíma. Á undanförnum fimmtíu árum hefur vatnsnotkun aukist með hverju árinu. Í Vestur-Evrópu jókst notkunin úr 100 í 560 rúmkílómetra á árunum 1950 til 1990. Í Asíu jókst vatnsnotk- un úr 600 í 5.000 rúmkílómetra á ár- unum 1900 til 1980. Takmarkað magn vatns og ójöfn skipting vatnsmagns- ins leiðir til þess að hin aukna notkun hefur slæm áhrif á vatnsauðlindirnar. Vatnið er takmörkuð auðlind og end- urnýjun hæg. Mestur hluti vatns á jörðinni, nálægt 98%, er saltur. Það þýðir að mannkynið, landbúnaðurinn, iðnaðurinn, plönturnar og dýrin keppa um 2,5% þess ferskvatns sem á jörðinni finnst. Megnið af þessu litla prósenti er í formi íss á Antarktíku og Grænlandi. Námur og stóriðjur menga ár með lífshættulegum úrgangsefnum. Bændur sprauta yfir akra sína ban- vænum efnum og gróðuráburði sem svo rennur niður í fljót og vötn. Í mörgum löndum eru fljótin sem opið affall fyrir klóak og sorp. Sé gengið um of á neðanjarðarvatnið er hætta á því að meðfram ströndinni gangi sjór ofan á vatnsauðlindirnar. Jarðarbúum fer fjölgandi Vatnsskortur verður þegar svo mikið magn vatns er tekið úr vötnum, fljótum, ám og grunnvatni að vatns- veiturnar anna ekki lengur vatnsþörf mannkynsins og vistkerfisins. Þetta leiðir af sér aukna samkeppni þar sem magn ferskvatns á jörðinni er tak- markað. Minna en ein milljón rúm- kílómetra af vatni nægði árið 1700 þegar jarðarbúar töldu um einn millj- arð og líka á árinu 1900 þegar á jörð- inni bjuggu tveir milljarðar manna. Nú þegar jarðarbúar eru fleiri en sex milljarðar notum við meira vatn en náttúran getur framleitt. Fyrir árið 2025 þarf sama vatnsmagn að nægja þremur milljörðum manna til viðbót- ar, ef fólksfjölgunarspár ganga eftir, samkvæmt upplýsingum frá SÞ. Brunnagerðin skilur eftir þekkingu og frumkvæði hjá þorpsbúum. Konur hafa það hlutverk á herðum sínum að sækja vatn til heimilisins. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 23 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku Ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg. Þaðan er um klukkustunda akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel miðsvæðis í Zell, skammt frá skíðalyftum, veitingastöðum, verslunum og kvöldlífi. Á svæðunum í kringum Zell er frábær aðstaða fyrir skíða- menn. 55 lyftur og brekkur við allra hæfi. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 53.550 Flugsæti til og frá Salzburg með sköttum. Staðgreiðsluverð. Verð kr. 79.950 Flug, gisting m.v. 2 í herbergi á Hotel Seehof *** í 7 nætur, hálft fæði og skattar. Staðgreiðsluverð. Verð kr. 89.950 Flug, gisting m.v. 2 í herbergi á Hotel zum Hirschen **** í 7 nætur, hálft fæði og skattar. Staðgreiðsluverð. Beint flug til Salzburg. Aðeins 40 sæti í boði. Skíðaferð til Zell am See 18.–25. janúar frá kr. 53.550 Frábær hótel í boði: · Hotel Schwebebahn **** · Hotel zum Hirschen **** · Hotel Seehof *** Munið MasterCard ferðaávísun www.europay.is Akstur til og frá flugvelli kr. 1.800 á mann ekki innifalinn. Lóðin Sunnumörk 2 í Hveragerði er laus til úthlutunar en hún er skilgreind fyrir stórverslun, þjónustumiðstöð eða sambærilegan rekstur. Gert er ráð fyrir að byggja megi á lóðinni alls 4.000m2 húsnæði á 3.200m2 grunnfleti þar sem fleiri en ein rekstrareining rúmast innan dyra. Lóðin stendur á fjölförnum stað við Suður- landsveg þar sem hringtorg er á veginum við Hveragerði. Gert er ráð fyrir aðkomu að húsi frá bílastæðum að sunnan og vestan ásamt hellulögðum torgum og aðlaðandi yfirbragði. Umferð um Suðurlandsveg hefur vaxið gríðar- lega á undanförnum árum og er nú svo komið að vel á sjötta þúsund bílar fara þar um daglega. Byggð í Hveragerði og nágrenni hefur einnig vaxið mikið á sama tíma. Um þessar mundir eru rúmlega 100 íbúðarhús í byggingu í Hveragerði og frekari fjölgun íbúa er því fyrirsjánleg. Nánari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi Hveragerðis. Sími: 483 4000 / gsm: 899 4110 Netfang: gfb@hveragerdi.is Verslunar- og þjónustulóð við mikla umferðaræð Til úthlutunar 15.400m2 lóð á fjölförnum stað við Suðurlandsveg Meðal bílaumferð á sólarhring við Suðurlandsveg vestan Biskupstungnabrautar 1991 3643 Ár Fjöldi bíla 1996 2001 3998 5325 Sunnumörk 2 Suðurlandsvegur Sunnumörk takmarkað,“ segir Ólafur. Gunnar Marmundsson, eftir- litsmaður vatnsveitunnar í landi, sér m.a. um að dæla vatninu til Eyja og segir að notkunin sé al- geng á bilinu 20 og upp í 40 sek- úndulítrar. Stöku sinnum fari hún upp fyrir 40 sekúndulítra þegar fisk- og loðnuvinnsla sé keyrð á fullum dampi. „Ég gæti best trú- að því að vatnið væri álíka verð- mætt fyrir Vestmannaeyinga og naflastrengurinn er fyrir fóstur,“ bætir hann við. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Ingólfssyni, skrifstofu- stjóra hjá Hitaveitu Suðurnesja í Vestmannaeyjum, kostar rúm- metrinn af kalda vatninu 45,15 kr auk þess sem Eyjamenn þurfa að greiða rúmlega 2.400 kr. fyrir mælaleigu á ári vegna heimila. Fyrirtæki í Eyjum greiða sama rúmmetragjald, en borga hærri mælaleigu eftir stærð mæla. „Tal- ið er að áríðandi sé að hafa mæla í Eyjum á kalda vatninu svo að menn fari ekki að bruðla með kalda vatnið því þá þyrfti að leggja fleiri neðansjávarleiðslur frá landi.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.