Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 26

Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 26
26 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁÞESSU ári fagnar Ferða-félag Íslands 75 ára af-mæli, en það var stofnað27. nóvember 1927 íReykjavík. Hugmyndin mun hafa verið sótt til hinna Norður- landanna, en álíka félög höfðu starfað þar um árabil. Þetta framtak var í samræmi við takt tímans því þjóðin var óðast að breyta um lífshætti og semja sig að siðum og venjum annarra þjóða á flestum sviðum. Á árum áður var fátítt að menn ferðuðust um landið sér til skemmtunar. Lífsbaráttan var hörð og lítið tóm til slíkra ferða. Þekk- ing almennings á landinu var af skorn- um skammti og töldu menn verðugt verkefni að efla hana sem kostur var. Í 2. gr. laga félagsins sem voru sam- þykkt á stofnfundinum segir: „Til- gangur fjelagsins er að stuðla að ferðalögum á Íslandi og greiða fyrir þeim.“ Í 3. grein sömu laga er nánari skýring: „Vekja skal áhuga lands- manna á ferðalögum um landið, sér- staklega þá landshluta, sem lítt eru kunnir almenningi en eru fagrir og sérkennilegir, að gefa út ferðalýsingar um ýmsa staði, gera uppdrætti og leiðarvísa, að beita sér fyrir byggingu sæluhúsa í óbyggðum, stærri og full- komnari en nú tíðkast hér á landi, að ryðja og varða fjallvegi og hafa gát á að slíkum leiðum sé við haldið, að kynna mönnum jarðfræði landsins og jurtaríki og sögu ýmsra merkra staða og síðast en ekki síst að gefa út bækur og ritlinga um náttúru landsins, at- vinnuvegi, sögu og þjóðarhætti.“ Og hvernig hefur gengið að fram- fylgja þessum markmiðum? Fyrir 75 árum var samgöngukerfi landsins afar bágborið. Akvegir lágu að vísu víða um láglendi frá þéttbýlis- stöðum, en aðeins reiðgötur milli landshluta. Ferðalög varð að miða við þessar aðstæður. Nota bíla þar sem hægt var, en annars sigla, ferðast á hestbaki eða fótgangandi. Því fóru forráðamenn félagsins rólega af stað. Mjór er mikils vísir segir máltækið og hvergi sannaðist það betur en hér. Árin 1927—1940 Á stofnfundinn mættu 63 sem skráðu sig í félagið. Hin nýkjörna stjórn hófst þegar handa. Fyrsta verkefnið var að gefa út ársrit og kom fyrsta árbók félagsins (um Þjórsárdal) út árið eftir. Árbókin jók mjög vin- sældir félagsins og fjölgaði fé- lagsmönnum jafnt og þétt. Voru þeir um 2.800 í lok ársins 1940. Stjórnin taldi eitt brýnasta verkefni félagsins að reisa sæluhús. Reið viku- blaðið Fálkinn á vaðið 1928 og gaf 1.000 kr. „til stofnunar sjóði, sem verja skal til bygginga á sæmilegum sæluhúsum á helstu ferðamannaleið- um í óbyggðum“. Sæluhúsasjóður fé- lagsins var þá stofnaður og bygging húss í Hvítárnesi, við hinn forna Kjal- veg, undirbúin. Árið eftir var hafist handa og húsið fullbyggt sumarið 1930. Flutningaleiðir voru ekki greið- ar. Flytja varð allt járn og timbur á hestum, um 50 km leið, frá Gýgjarhóli í Biskupstungum inn í Hvítárnes. Þá var Hvítá óbrúuð. Á næstu árum voru reist sæluhús í Kerlingarfjöllum, á Hveravöllum, í Þjófadölum. Þá keypti félagið hús sem stóð á Jökulhálsi við Snæfellsjökul. Markvisst var unnið að bótum sam- gangna. Akvegir voru lagðir og ár brúaðar. Í lok 4. áratugarins var unnt að aka á bifreið frá Reykjavík norður og austur um land til Reyðarfjarðar og að sunnan austur á Síðu. Þá var ak- fært að Hveravöllum og um Kaldadal. Fyrsta skipulagða skemmtiferðin var farin sunnudaginn 21. apríl 1929 suður á Reykjanes. Þátttakendur voru 31. Sama ár bauð félagið skóla- börnum í Reykjavík til skemmtiferðar að Kolviðarhóli. Ferðum fjölgaði í samræmi við bættar samgöngur og þátttakan óx. 1933 voru ferðirnar 14, þremur árum síðar 33 og þátttakend- ur þá um 1.380. Það ár fóru 352 með félaginu í skemmtiferð að Gullfossi og Geysi. Sumarið 1932 fór 180 manna hópur með e/s Selfossi frá Reykjavík til Snæfellsness í helgarferð og árið eftir var farin fyrsta sumarleyfisferð- in. Þá var ekið allt austur að Fossi á Síðu. Eftir að hafa skoðað sig þar um var haldið til baka. Í Skaftártungu var stigið á hestbak og farið um Land- mannaleið að Galtalæk þar sem bíllinn beið. Í lok ferðar var gengið á Heklu. Þórsmörk hefur löngum verið hug- leikin Ferðafélagsmönnum. Fyrsta ferðin var farin sumarið 1933. Þá var ekið austur að Dalsseli. Þaðan var far- ið ríðandi inn í Mörk. Upp frá því hóf- ust skipulagðar helgarferðir til Þórs- merkur. Var þá farið eftir hádegi á laugardegi frá Reykjavík á bíl að Múlakoti í Fljótshlíð. Morguninn eftir var farið á hestbaki yfir Markarfljót, inn í Mörk. Síðan haldið sömu leið til baka og komið til Reykjavíkur seint um kvöld. Átak var gert í útbreiðslumálum. Félagið hafði fyrir reglu í nokkur ár að bjóða efstu bekkjum í Barnaskóla Reykjavíkur í skemmtiferð, í og með til að kynna unga fólkinu starfsemi fé- lagsins. Var þá jafnan farið á Heng- ilssvæðið. Slíkar ferðir voru farnar af og til, sú síðasta 1938. Árin 1941—1950 Segja má, að um miðja öldina hafi félagið verið búið að festa sig örugg- lega í sessi og öðlast vinsældir hjá þjóðinni. Að baki stjórnar stóð traust- ur hópur sjálfboðaliða sem vann félag- inu allt það gagn sem hann mátti. Fé- lagslífið blómstraði. 6–8 skemmti- fundir voru haldnir á veturna. Þar voru haldin erindi, sýndar skugga- myndir og dansað á eftir. Skemmti- ferðir voru um 30 hvert sumar. Mark- visst var unnið að byggingu sæluhúsa. Hús var keypt við Kaldadalsveg ná- lægt Brunnum 1944, húsið á Jökulhálsi endurbyggt 1946 og hús voru byggð við Hagavatn 1942 og í Landmannalaugum 1950, en á það svæði fjölgaði ferðamönnum mjög eftir að vað (Hófsvað) fannst á Tungnaá og Landmanna- leið varð ökufær. Tala fé- lagsmanna óx ört og voru þeir í lok þessa áratugar um 6.300 alls. Árin 1951—1960 Nú hafði orðið bylting í samgöngum því öflugir bílar með drifi á öllum hjól- um voru komnir til sögunnar og ger- breyttu öllum ferðamáta. Ýmsar öræfaslóðir voru kannaðar og nú var unnt að aka um grýttar óbyggðaleiðir og yfir stór jökulfljót. Þátttaka í skemmtiferðum óx mjög. Ferðir til Þórsmerkur urðu leikur einn og félag- ið ákvað að byggja þar sæluhús. Smíði hússins lauk 1954. 1950 fékk félagið reit í Heiðmörk til skógræktar. Var þegar hafist handa við plöntun trjáa og aðra gróðurrækt. 1952 var Guðmundi Einarssyni frá Miðdal falið að gera tillögu að nýju merki fyrir félagið. Hugmynd hans var grjótvarða í fornum stíl og við hlið hennar fangamark FÍ á bláum grunni. Tillagan var samþykkt og hefur verið merki félagsins síðan. Árin 1961—l970 Á þessum árum voru flestar öku- slóðir um öræfin sem við nú þekkjum gerðar bílfærar. Því fylgdi mikil aukn- ing ferðamanna, sem aftur kallaði á aukna þjónustu. Ferðafélagið reyndi að sinna því kalli, eins og kostur var. Sæluhúsið í Þórsmörk (Skagfjörðs- skáli) var stækkað 1964 og hafin bygg- ing sæluhúsa í Veiðivötnum í sam- vinnu við veiðifélag Landmanna og við Nýjadal á Sprengisandsleið 1967. Húsið í Landmannalaugum, sem nú stendur, var reist 1969 og lögð í það hitaveita. 1970 tók félagið að sér rekstur sæluhússins við Hlöðufell, sem það keypti helmings- hlut í nokkrum árum síðar. 1965 komst félagið í eigið húsnæði þegar keypt var hæð í húsinu á Öldugötu 3. Árin 1971—1980 Bygging og endurnýjun sæluhúsa í óbyggðum hélt áfram af fullum krafti. Skagfjörðsskáli var enn stækkaður 1972 og ári síð- ar var hafin bygging húss nr. 2 við Nýjadal. 1980 voru byggð tvö hús í tengslum við gönguleiðina Hveravell- ir–Hvítárnes, annað á Hveravöllum og hitt við Þverbrekknamúla. Undirbún- ingur að skipulagningu gönguleiðar- innar milli Landmannalauga og Þórs- merkur, Laugavegarins svonefnda, hófst 1975. Sæluhús á Emstrum var reist 1976, hús við Hrafntinnusker 1977 og tvö hús við Álftavatn 1979. Ári fyrr var göngubrú byggð á Syðri- Emstruá og var þá stærsta farartálm- anum rutt úr vegi á þessari leið. Jafn- framt var unnið að því að merkja leið- ina með stikum. Allt það verk unnu sjálfboðaliðar. Árið 1977 átti félagið 50 ára afmæli. Af því tilefni voru skipulagðar yfir 20 ferðir á Esju, sem nutu mikilla vin- sælda. Það ár tók 8.021 farþegi þátt í ferðum félagins. Það met hefur ekki verið slegið enn. Árin 1981—1990 Meginverkefni þessa áratugar var að greiða fyrir ferðum göngumanna. Auk þess að halda við áður merktum gönguleiðum voru merktar nýjar leið- ir, m.a. á Kili. Tvær brýr voru byggðar á „Laugaveginum“, á Ljósá 1981 og Kaldaklofskvísl 1985. Ári síðar var Krossá brúuð undan Valahnúk. Var það mikil samgöngubót og skapar ör- yggi þeirra sem dvelja í Þórsmörk. Tvær aðrar brýr voru reistar, önnur á Fúlukvísl við Þverbrekknamúla 1982 og hin á Farið við Hagavatn 1984. Á áratugnum voru tvö sæluhús seld. 1982 keypti skíðaskólinn í Kerlingar- fjöllum hús félagsins sem þar stóð og 1986 keypti Veiðifélag Landmanna sinn hluta í húsinu við Veiðivötn. Er leið á áratuginn átti félagið kost á lóð til húsbygginga. Ákveðið var að grípa tækifærið og 1989 hófst bygging húss- ins í Mörkinni 6. Árið 1988 voru skráðir félagar í FÍ um 8.200, og hefur sú tala ekki hækk- að síðan. Árin 1991—2002 Eftir að bygging félagsheimilisins í Mörkinni 6 hófst liðu þrjú ár þar til flutt var í húsið. Gjörbreyttist þá öll aðstaða félagsins. Mest allt handbært fé fór þangað í nokkur ár, en strax og um hægðist var ráðist í önnur stór verkefni. Mikil umferð um „Lauga- veginn“ sýndi að nauðsynlegt væri að bæta aðstöðuna við Hrafntinnusker. Hafinn var undirbúningur að bygg- ingu stærra húss þar og 1994 reis það af grunni og var vígt um haustið. Það er hitað upp með jarðvarma og raflýst. Eldra húsið var flutt á Emstrur. Í árs- byrjun 1996 keypti félagið jörðina Norðurfjörð II á Ströndum og inn- réttaði íbúðarhúsið þar með þarfir ferðamanna í huga. Á þessu ári (2002) seldi félagið Svínavatnshreppi í A-Húnavatnssýslu eignir sínar á Hveravöllum en keypti í Ferðafélag Íslands 75 ára Ferðafélag Íslands hefur nú verið starfrækt í 75 ár, en hugmyndin var á sínum tíma sótt til hinna Norður- landanna. Margt hefur breyst á þessum árum og stiklar Tómas Einarsson hér á stóru í sögu félagsins. Gönguhópur á Kerhólakambi á Esju í nóvember 1984. Gönguhópur á Kili, Hrútfell í baksýn 1995. Titilblað fyrstu Árbókar FÍ 1928, um Þjórsárdal. Hringsjár Ferðafélags Íslands Staður Ár Valhúsahæð 1938 Vífilsfell 1940 Vesturbarmur Almannagjár 1943 Kambabrún 1950 Svignaskarð 1953 Kjalvegur (á Geirsöldu) 1961 Valahnúkur í Þórsmörk 1970 Veiðivötn 1973 Esja (Þverfellshorni) 1994 Uxahryggir 1996 Forsetar Ferðafélags Íslands Jón Þorláksson fv. ráðherra 1927–1929 Björn Ólafsson fv. ráðherra 1929–1933 Gunnlaugur Einarsson læknir 1933–1935 Jón Eyþórsson veðurfræðinur 1935–1937 Geir G. Zoëga vegamálastjóri 1937–1959 Jón Eyþórsson veðurfr. (annað sinn) 1959–1961 Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri 1961–1976 Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur 1976–1977 Davíð Ólafsson seðlabankastjóri 1977–1985 Höskuldur Jónsson forstjóri 1985–1994 Páll Sigurðsson prófessor 1994–1997 Haukur Jóhannesson jarðfræðingur 1997– Sæluhús FÍ og deilda þess Sæluhús FÍ Staður Fjöldi næturgesta Álftavatn (tvö hús) 58 Emstrur (tvö hús) 40 Hagavatn 12 Hlöðuvellir 15 Hrafntinnusker, „Höskuldsskáli“ 36 Hvanngil (tvö hús) 70 Hvítárnes 30 Landmannalaugar 75 Nýidalur (tvö hús) 120 Þjófadalir 12 Þórsmörk, „Skagfjörðsskáli“ 75 Þverbrekknamúli 20 Norðurfjörður, „Valgeirsstaðir“ 20 Sæluhús deilda Barkárdalur, „Baugasel“ 10 Ódáðahraun, „Bræðrafell“ 12 Dyngjufjöll, „Dreki“ 20 Dyngjufjalladalur 16 Geldingafell 16 Breiðavík 33 Húsavík 33 Austurdalur, „Hildarsel“ 36 Lambahraun, „Ingólfsskáli“ 30 Kollumúlavatn, „Egilssel“ 22 Glerárdalur, „Lambi“ 6 Laugafell 35 Múladalur, „Leirás“ 6 Lónsöræfi, „Múlaskáli“ 25 Kverkfjöll, „Sigurðarskáli“ 82 Snæfell 62 Tröllabotnar, „Trölli“ 15 Víðidalur, „Þúfnavellir“ 12 Á Tungnahrygg 10 Herðubreiðarlindir, „Þorsteinsskáli“ 30 Suðurárbotnar, „Botni“ 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.