Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Jón Engilberts
Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14 - 16, í dag kl. 12.00 - 17.00.
Boðin verða upp um 150 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna.
Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is
Rauðarárstíg 14-16
sími 551 0400
LISTMUNAUPPBOÐ
verður haldið í kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal.
F
YRIR ári kom út nýstárleg skáld-
saga, Hann nærist á góðum
minningum, eftir Matthías Jo-
hannessen, þar sem höfundurinn
gerði eftirminnilega tilraun til að
takast á við sannleika þess sammannlega
veruleika sem í skáldskapnum felst, þann
„skáldskap sem veruleikinn er ofinn úr“, eins
og þar var komist að orði. Þó dagbókarsagan,
Vatnaskil, sem hann sendir frá sér nú standi
fyllilega fyrir sínu sem sjálfstætt skáldverk,
kallast hún í raun á við þá fyrri og endur-
speglar viðfangsefni hennar, ekki síst hið
óræða „úthaf minninga“ sem þar er tekist á
við. Í Vatnaskilum – dagbókarsögu, er áhersl-
an þó ekki síður lögð á ferðalag um úthaf
menningarinnar en minninganna, enda er
sjálfur titillinn vísbending um að þótt bæk-
urnar eigi upptök sín á sama „vatnasvæði“,
eru á milli þeirra formleg og efnisleg skil er
deila þeim hvorri í sinn farveginn.
Eins og í Hann nærist á góðum minningum,
segir Í Vatnaskilum af skáldi sem lítur yfir
farinn veg. Í þetta sinn leitar hann ekki á vit
minninga tengdum fjölskyldu sinni og upp-
runa sem einstaklings, heldur ákveður hann
að eiga samræður við þau brot er hann hefur
skráð í dagbókina sína – við hugleiðingar sínar
um hinn ytri heim. Úr þessum samræðum
verður til mikill könnunarleiðangur á þeirri
menningarlegu arfleifð sem skáldið hefur
mótast af og unnið úr í lífi sínu og höfund-
arverki um hálfrar aldar skeið. Um leið felur
verkið í sér rannsókn á þróun hugmyndasögu
mannsins í gegnum tíðina sem og á tengslum
helstu heimspekinga og hugsuða vestrænnar
menningar við bókmenntir hans eigin sam-
tíma.
Form verksins er afar lausbeislað, skáldið
„blaðar“ fram og til baka í þeim minningum er
dagbókin geymir án þess að lesandinn sé
nokkru sinni leiddur inn í línulega framvindu
tímans í lífshlaupi skáldsins. Í þeirri dagbók
sem lesandinn kynnist ræður einungis hugs-
anaflæðið ferðinni óháð tíma sem rúmi, en af
og til er flæðið þó rofið með brotum úr „núinu“
– ritunartíma verksins. Formið afhjúpar því
einkar vel brotakennt eðli samtíma skáldsins,
og kallast á við lífshlaup hans sem „fleytt [hef-
ur] kerlingar á þessum lognhvíta spegli sem
við köllum líf“ (bls. 14). Hann uppgötvar að
það sem skipti hann máli í dagbókinni endur
fyrir löngu skiptir hann ekki máli lengur og
því læðist sá grunur að honum að stafirnir sem
hún hefur að geyma séu „vitnisburður um
blekkingu“ (bls. 15). Sú blekking – eða skáld-
skapur – verður forsenda „samræðna“ hans
við dagbókina.
Á milli þess sem aðalsögupersónan „kynnist
sjálfum sér“ í gegnum dagbókina, er lesand-
inn leiddur inn í hversdagsleg samskipti
skáldsins og konu hans sem vinnur á elliheim-
ili, þeim stað sem skáldið óttast meira en ann-
að. Skáldið segist vera hætt að leggja sig eftir
fréttum af dægurþrasi þjóðlífsins, en sögurn-
ar sem kona hans segir honum af elliheimilinu
koma í þeirra stað, þær verða þær stórfréttir
mannlegs veruleika er myndar einskonar bak-
grunn fyrir þann yfirgripsmikla hugmynda-
heim er dagbækurnar spanna. Sögurnar
hverfast um ástarlíf og jafnvel kynóra fólksins
á elliheimilinu þar sem kynhvötin – neistinn
sem er kveikjan að mannskepnunni jafnvel
þegar hylkið er nánast ónýtt – er dregin fram í
andstæðum sem að lokum verða táknrænar
fyrir hringrás lífsins; „þetta líf sem á rætur í
jörðinni, en leitar til himins“ (bls. 15).
Þar sem skáldið hefur uppgötvað þá blekk-
ingu sem allir textar búa yfir, getur það í
krafti sköpunarferlisins haldið öllum þráðum
innri og ytri veruleika í hendi sér við ritun
„dagbókarsögunnar“. Afstæði sannleikans
vegur því þungt í verkinu, enda sannleikurinn
fyrst og fremst fólginn í skilningi einstaklings-
ins á samhengi sögunnar, hvort sem hún er
mannkynssaga, dagbókarsaga eða skáldsaga.
Sú saga sem sögð er í Vatnaskilum hverfist því
bæði um sköpunarferli skáldskaparins og
sköpunarverkið í víðari skilningi, þar sem vís-
indum, heimspeki og mannlegu lífi er gert
jafnhátt undir höfði.
Skáldið sjálft verður að lokum sá snertiflöt-
ur er leiðir til samruna skáldskaparins og
sköpunarverksins, en það af-
hjúpast með afar ljóðrænum
hætti þegar dagbókarsamræð-
urnar tvinnast saman við það
persónulega uppgjör er á sér
stað í huga uppáhaldspersón-
unnar hans, Elínar, á sögusviði
elliheimilisins. Skáldið er þá
„hætt að hafa áhyggjur af sköp-
unarverkinu“ (bls. 34), hefur
sætt sig við að skilningurinn er
afstæður, svo alltaf „þegar talað
var um himingeiminn, veröld-
ina, sköpunina, upphaf hennar
og endalok fannst honum hann
upplifa nýtt ljóð; skáldskap“
(bls. 34). Í samsömun hans, túlk-
un og skilningi á öðrum skáldum
finnur hann tilgang síns eigin
lífs í því verki sem hann er að
skrifa. Hann samsamar sig
Dante, enda vísanir í rit hans
eins og rauður þráður í gegnum
verkið, bendir á að „þó Dante
hafi ekki verið guð þá var hann
guðlegt skáld og sem slíkur er hann góður
leiðsögumaður um torfærur ýtrustu hugsunar
mannsins“ (bls. 78).
Vatnaskil býr því yfir afar margslungnum
skilningi á sköpun skálda og sköpunarverki al-
mættisins, hvort heldur sem það er skilgreint
út frá vísindalegum eða guðspekilegum sjón-
arhóli. Hugmyndir um einstaklinginn og
tengsl hans við eilífðina eru því aldrei langt
undan. Eilífðin, sem mannskepnan hefur í
raun upphugsað í tilraun til að henda reiður á
tilgangi tilverunnar, er tákngerð í Elínu sem
hann hefur þó aldrei hitt. Elín smýgur inn í
„vitund hans og ímyndunarafl“ (bls. 81) þar til
að lokum hann yrkir tvö ljóð á göngu um vest-
urbæinn (bls. 368). Hið fyrra er eins og mynd-
hverfing fyrir líf hennar en það síðara vísar til
samsvörunar þess lífs í alheiminum:
Eins og fiðrildi
hverfi úr púpu
laufmaðksins,
þannig brýst sólin
úr brothættu
skurni morgunsins
Og:
Þessi dagur er spælegg
á svartri pönnu
morgungyðjunnar
og rauðan miðlægt auga
jökulhvítunnar.
Áður en yfir lýkur áttar skáldið sig þó á
táknrænu hlutverki þessarar ókunnu konu í
dagbókarsögu hans sjálfs. Er Elín, piparmey
og persónugervingur einmanalegrar vegferð-
ar einstaklingsins, deyr, varpa þessi ljóð hans
ljósi á það samhengi sem skáldið skynjar í um-
hverfi hennar á hinstu stundu. Það er „eins og
hvítt eggjaskurn og glitrandi sólin strauk
morgunslétt vötn af augum hennar. Brostnum
augum hennar. Og skurnið brotnar og rauðan
hverfur í jökulinn eins og Sá Gamli sé að efna í
nýjan bakstur“. (Bls. 423.) Elín hefur hlotið
uppreisn sína í samruna við almættið og skáld-
skapinn. Endalok hennar eru eins og „pars
pro toto“ eða fyrirboði þeirra endaloka heims-
ins sem vísindin segja óumflýjanleg og við get-
um með engu móti skynjað nema í gegnum
dauðleika okkar sjálfra. Óttinn við elliheimilið
víkur fyrir sátt; dagbókin sigrar dauðann (bls.
189) því það er fyrir tilstilli skáldskaparins,
eða þess myndmáls er felst í ljóðinu, að skáldið
uppgötvar að sólin er knýr kunnuglegan heim-
inn áfram, verður „fyrst risastór og eldrauður
hnöttur, þegar hún hæfi að syngja sitt síðasta“
(bls. 34). Endalok sólarinnar eru með öðrum
orðum hin sömu og einstaklingsins.
Tilraun aðalsögupersónu dagbókarsögunn-
ar til þess að „þreifa sig eftir ævinni“ (bls. 7) er
því fyrst og fremst tilraun til að gera þeim
frumkrafti sem felst í skapandi ferli skáld-
skaparins skil. Jafnframt verða Vatnaskil að
hugleiðingu um sjálfsmynd skáldsins, ekki
endilega Matthíasar sem höfundar þessa
margslungna verks, heldur fremur sjálfs-
mynd allra skálda í gegnum tíðina – skálda
sem hafa notað hugsanir sínar sem herklæði
(bls. 282). Lesandinn fær í þessu verki að
kynnast hugsunum skáldsins, sem Matthías
líkir við hundslausan fjárhirði er þarf „sífelld-
lega einn að reka safnið saman“ (180), allt frá
því þær kvikna og þar til „allir sauðirnir, allar
hugsanir skáldsins eru komnar í hús“ (bls.
180) sem fullgerð verk, t.d. í formi ljóða er að
lokum verða að litlu safni í bókarlok.
Vatnaskil – dagbókarsaga er því með sönnu
einskonar tilbrigði við það margradda stef
sem hljómaði í bók Matthíasar frá fyrra ári;
verkið er kunnuglegt en um leið framandi þar
sem efnt er til nýrrar glímu við hina sameig-
inlegu arfleifð. Efniviðurinn, sem er bæði
mjög „bóklegur“ og ótrúlega umfangsmikill,
er þrátt fyrir allt einnig hnitmiðaður, ekki síst
þar sem gerð er tilraun til að setja íslenskan
bókmenntaarf í samhengi við hugmyndafræði
og menningarsögu umheimsins. Matthías vís-
ar á einum stað til þess hversu góðar vegg-
hleðslur föður Halldórs Laxness voru, og leið-
ir að því líkur að þaðan hafi Halldór erft
handverk sitt. Með þeirri hreinskiptu og hug-
myndaríku umræðu um skáldskapinn og til-
urð hans sem birtist í þessum tveimur bókum
hefur Matthías bætt steini í þá vegghleðslu er
myndar burðarvirki íslenskra bókmennta.
Samruni skáldskapar
og sköpunarverksins
Fríða Björk Ingvarsdóttir
Morgunblaðið/Einar FalurMatthías Johannessen
SKÁLDSAGA
Vatnaskil – dagbókarsaga
Vaka-Helgafell, Reykjavík 2002, 484 bls.
MATTHÍAS JOHANNESSEN
FÉLAG íslenskra hljómlistarmanna og Félag
íslenskra tónlistarmanna gengust í fyrradag
fyrir málþingi undir yfirskriftinni Tónlistarhús-
ið – framtíðarsýn tónlistarflytjenda.
Framsöguerindi fluttu: Egill Ólafsson, söngv-
ari og tónlistarmaður, Joseph Ognibene, 1.
hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Gunn-
ar Hrafnsson, bassaleikari, Björn Th. Árnason,
formaður FÍH, Sesselja Kristjánsdóttir, óperu-
söngvari og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó-
leikari. Gestur málþingsins var Þórunn Sigurð-
ardóttir, stjórnandi Listahátíðar. Fundarstjóri
var Margrét Bóasdóttir, formaður FÍT.
Að sögn Björns Th. Árnasonar og Margrétar
Bóasdóttur var málþingið mjög fjölsótt og ríkti
mikill samhugur og einurð og voru umræður og
fyrirspurnir í lok málþingsins mjög líflegar.
Umræður þátttakenda endurspegluðust í fjór-
um ályktunum sem samþykktar voru í fundar-
lok, en þær eru svohljóðandi:
1. Tónlistarfólk fylkir sér að baki þeirrar rétt-
mætu kröfu að Tónlistarhúsið verði byggt til að
hýsa tónlistina fyrst og fremst. Nauðsynlegt er
að Tónlistarhúsið njóti listrænnar stjórnar með
fulltrúum fagfólks, þannig að allir tónlistarhóp-
ar og einstaklingar eigi aðgang að húsinu.
2. Tónlistarfólk lýsir þeim eindregna vilja að
ríki og borg standi að og tryggi rekstur Tónlist-
arhússins, eins og þessir aðilar standa að rekstri
annarra opinberra menningarstofnana, svo sem
Þjóðarbókhlöðu, Þjóðleikhúss, listasafna, leik-
húss og Laugardalshallar.
3. Tónlistarfólk skorar á stjórnvöld að endur-
skoða áætlaðan sætafjölda, með það í huga að
sæti í aðalsal verði 1.500–1.700 framan við svið.
Það mun auka notagildi hússins til muna og
mæta enn frekar þörfum tónleikahaldara eins
og Listahátíðar og fleiri aðila.
4. Tónlistarfólk leggur til að framtíðarhús-
næði Íslensku óperunnar verði í minni tónlist-
arsal Tónlistarhússins.
Málþingið var allt hljóðritað og er stefnt að
gerð útvarpsþáttar um það. Einnig munu fram-
söguerindi og útdráttur úr umræðum ásamt
þeim ályktunum sem samþykktar voru verða
sendar ráðamönnum ríkis og borgar.
Vilja Íslensku
óperuna í minni sal
Tónlistarhússins