Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 31
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja njóta
jólanna heima og áramótanna í 25 stiga hita á Kanarí. Flug í eftirmiðdaginn
þann 26. des. kl. 15.40 til Kanarí. Val um stökktu tilboð, þar sem þú færð
að vita gististaðinn 3 dögum fyrir brottför, eða þú getur valið um einhvern
af okkar vinsælu gististöðum. Hér nýtur þú 20-25 stiga hita og veðurblíðu
við frábærar aðstæður og getur kvatt veturinn í bili á þessum vinsælasta
vetraráfangastað Evrópu. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu
reyndra fararstjóra okkar allan tímann.
Aðeins 28 sæti í boði
Verð kr. 59.950
Verð á mann, m.v. 2 saman,
stúdíó/smáhýsi, 26. des. Vikuferð.
Stökktu tilboð. Flug, gisting, skattar.
Staðgreitt.
Áramótin á
Kanarí
26. desember–2. janúar
frá kr. 49.962
Verð kr. 49.962
M.v. hjón með 2 börn, íbúð/smáhýsi,
26. des. Vikuferð. Stökktu tilboð.
Flug, gisting, skattar. Staðgreitt.
Þökkum ótrúlegar viðtökur í vetur.
Bókaðu meðan enn er laust.
19. des. – Uppselt
19. des. – Aukaflug 8 sæti
26. des. – 28 sæti
2. jan. – 31 sæti
9. jan. – Uppselt
16. jan. – 11 sæti
23. jan. – 22 sæti
30. jan. – 37 sæti
6. feb. – Uppselt
13. feb. – 19 sæti
20. feb. – Uppselt
27. feb. – 19 sæti
6. mars – 29 sæti
2.388kr
Eyðimerkur
d ö g u n
eftir Waris Dirie
Mögnuð saga! femin.is
*Samkvæmt sölukönnun Morgunblaðsins 21. nóv. 2002
“
“
40%
afsláttur
verð áður 3.980 kr
3. sæti Ævisögur og endurminningar
hagkaup.is
30-40%
afsláttur
Yfir 400 bókatitlar
Ótal
bókatilboð
ÞAÐ er ekki oft að kammertónlist
eftir Mahler heyrist á tónleikum
hér, – enda var Mahler iðnari við
bæði stærri og smærri form tónlist-
ar. Á tónleikum Kammermús-
íkklúbbsins í Bústaðakirkju í kvöld
kl. 20 verður þó leikinn Kvartett-
þáttur eftir Mahler fyrir píanó,
fiðlu, víólu og selló í flutningi Önnu
Áslaugar Ragnarsdóttur, Laufeyjar
Sigurðardóttur, Þórunnar Óskar
Marinósdóttur og Richards Talk-
owskys. Hávarður Tryggvason
bassaleikari bætist í hópinn í öðrum
verkum efnisskrárinnar, Kvintett í
es-moll opus 87 eftir Johann Nep-
omuk Hummel og Silungskvintetti
Schuberts.
Anna Áslaug segir að Kvart-
ettþáttur Mahlers sé eini kvart-
ettinn hans. „Hann byrjaði reyndar
á öðrum, en það varð ekkert meira
en tuttugu taktar. Það er giskað á
að þetta hafi verið samið um 1876,
þegar Mahler var sextán ára, en
mér finnst verkið alls ekki bera
keim af því að vera barnabrek, hann
hlýtur að hafa verið miklu þroskaðri
en venjulegur sextán ára unglingur.
Á stöku stað finnur maður mahler-
ískan frumleika, en annars ber verk-
ið líka keim af verkum eldri tón-
skálda, eins og Bruckner, Schubert
og fleirum. Þetta er mjög fallegt
verk en ekki oft spilað. Þetta er eina
kammerverk hans sem ég veit um, –
alla vega það eina með píanói.“
Anna Áslaug segir að í dag sé far-
ið að spila verk Hummels æ oftar, en
til langs tíma voru þau sjaldheyrð.
„Hann samdi mikið fyrir píanó, í það
minnsta þrjá píanókonserta og pí-
anósónötur og önnur píanóverk, –
meðal annars fyrir fjórhentan leik.
Hann var mikill píanóleikari sjálfur,
og allt talsvert virtúósískt sem hann
samdi fyrir hljóðfærið. Hann hefur
greinilega notið þess hvað hann var
góður píanóleikari sjálfur. Það er
oft sagt að hann hafi verið einhvers
konar tengiliður milli Mozarts og
Chopins hvað píanóstílinn áhrærir;
hann var vissulega nútímalegri en
Mozart, en einhvers konar forveri
Chopins. Það er til dæmis mikið af
tónstigum og brotnum hljómaröðum
í verkum hans. Þessi kvartett er
mjög skemmtilegur og afar for-
vitnilegur.“
Anna Áslaug Ragnarsdóttir er bú-
sett í Þýskalandi, en kemur núorðið
þónokkuð oft heim til Íslands til að
spila með íslenskum tónlistar-
mönnum. Í Þýskalandi hefur hún
líka verið að spila með íslenskum
söngvurum. „Ég ætla að sjá til hvað
verður úr þessum spilaheimsóknum
mínum hingað og hvort það teygist
eitthvað úr þeim; – ég vona það.
Þetta er mjög gaman.“
Mahler-
kvartett
í Bústaða-
kirkju
Morgunblaðið/Jim Smart
Hávarður Tryggvason, Richard Talkowsky, Laufey Sigurðardóttir, Anna
Áslaug Ragnarsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir.
HLJÓMEYKI og Kammerkór
Austurlands flytja tvö ný tónverk
í Eskifjarðarkirkju í dag, sunnu-
dag, kl. 16 en þau voru frumflutt á
Ísafirði með Kammerkórnum á
Ísafirði í byrjun nóvember.
Verkin heita Fimm vísur um
nóttina eftir Stefán Arason, við
ljóð Sigurðar Óskars Pálssonar,
og Namáríë eftir Jónas Tómas-
son, við texta R.R. Tolkien.
Bæði verkin eru samin að beiðni
Hljómeykis, en Hljómeyki fékk
styrk úr Menningarborgarsjóði til
að kaupa og frumflytja tónverk
eftir tónskáld úti á landi og frum-
flytja þau í heimabyggð tónskáld-
anna ásamt heimamönnum.
Þá verða einnig flutt önnur verk
íslenskra og erlendra tónskálda.
Ný verk á Eskifirði