Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 41 FYRIR mörgum árum var ég tværvikur á spítala og fyrir kom að ég átti bágt með svefn á næturna vegna óþæginda. Nótt eina var ég á rjátli í náttslopp og varð gengið fram í setu- stofu og fór þar að skoða blöð og horfa á bílljósin á Hring- brautinni skera ljósrákir í nóttina. „Ert þú ekki blaðakona, ættuð að vestan,“ segir þá rödd úr einu horni setustofunnar. Þar var kominn eldri maður á hvítum léreftsjakka og horfði á mig spyrjandi. „Jú, einmitt,“ svaraði ég og velti fyrir mér hvort ég ætti þarna orðastað við of- stækisfullan ættfræðing. Svo reyndist ekki vera. „Ég er sonur mannsins sem komst af þegar hann afi þinn drukknaði í Ísa- fjarðardjúpi,“ sagði maðurinn. Þessi atburður gerðist 1923, fyrir réttum 79 árum. Bátur afa míns fór nið- ur í slæmu veðri og drukknuðu allir skipverjar nema þessi eini – faðir mannsins sem sat þarna í setustofunni á spítalanum. Hvers vegna skyldi ég segja frá þessu hér? Jú, sagan sem maðurinn á léreftsjakkanum sagði mér kemur æði oft upp í huga mér þegar ég heyri áfallahjálp nefnda. Þegar maðurinn sem af komst úr sjó- slysinu 1923 var kominn í land eftir mik- ið volk og lífshættu, var hann eftir skamma stund drifinn aftur út á sjó til þess að vísa mönnum í landi á netin sem ella hefðu glatast þar sem hann var sá eini sem vissi nú hvar þau höfðu verið lögð. Honum tókst að vísa á netin en eft- ir það var honum öllum lokið, hann fékk lungnabólgu og við tók tvísýn barátta fyrir lífi hans. „Og veistu hvert farið var með hann föður minn helsjúkan?“ spurði maður- inn á léreftsjakkanum. „Nei, svaraði ég. „Heim til hennar ömmu þinnar, sem þá um nóttina hafði misst manninn sinn í sjóinn frá tveimur kornungum börn- um og mörgum stjúpbörnum. Þar í stof- unni var búið um föður minn og okkur móður mína og svo skiptust þær á að vaka við sjúkrabeð hans, mamma mín og amma þín. Í hálfan mánuð var tví- sýnt um líf hans. Allan þann tíma vöktu konurnar tvær til skiptis. Auk þess sinnti amma þín börnunum öllum og öðru sem gera þurfti. Hún hafði mikið þrek sú kona,“ sagði maðurinn að lok- um. Ég veit ekki hvort hann vissi að amma mín hafði þegar þetta gerðist misst fyrri mann sinn í sjóinn og sex börn af þeim níu sem henni fæddust. Við amma vorum saman á heimili þar til ég var 12 ára. Ekki man ég til þess að hún amma mín, Sigríður Jensdóttir hét hún, léti hugfallast á hverju sem gekk, hvorki í veikindum né öðrum erfiðleik- um. Hún var glaðlynd og hláturmild þrátt fyrir allan þann missi sem hún hafði orðið fyrir og sönglaði gjarnan fyrir munni sér. Mér verður stundum hugsað til ömmu og allra þeirra kvenna og karla sem tókst að þreyja hér þorrann og góuna langt fram á síðustu öld án þess að hafa svo mikið sem heyrt áfallahjálp nefnda. Þrátt fyrir það tókst þessu fólki að koma börnum sínum upp, lifa sjálft af alls konar erfiðleika og eiga samt drjúgan skerf af lífsgleði til að miðla öðrum. En eitt átti þetta fólk upp til hópa. Það átti vini og skyldfólk. Til þess leitaði það þegar hart var í heimi. Samhjálpin mildaði sorgina, dýpkvaði gleðina og styrkti vináttuna. Áfallahjálp sérfræð- inga er vafalaust mjög góð þegar veru- lega illa horfir. En í mörgum tilvikum er sálusorgun hinna nákomnu kannski allt eins heilladrjúg og sérfræðingahjálpin. Að minnsta kosti eitt hafa vinirnir fram yfir sérfræðingana – þeir eru samfylgd- armenn í gegnum lífið – hverfa ekki á braut þegar þeir hafa lokið störfum. Þá má heldur ekki gleyma setning- unni: Drottinn leggur líkn með þraut. Án þess að ég sé að lasta áfallahjálp þá læðist stundum að mér sá grunur að hún geti verið ofnotuð. Fólk hefur hæfi- leika til að komast af sjálfsdáðum yfir ýmis áföll og erfiðleika og kannski er manni hollt að treysta nokkuð á sjálfan sig í þeim efnum. Líkaminn er sagður framleiða eigin verkjastillandi efni ef hann fær tækifæri til þess – kannski að sálin hafi samskonar möguleika? Þjóðlífsþankar/Er áfallahjálp kannski ofnotuð? Líkn með þraut eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 808,3 fm heil húseign á besta stað við Laugaveg. Húsið er kjall- ari, þrjár hæðir og ris auk bak- húss og er til afhendingar nú þegar í núverandi ástandi, þ.e. skemmt eftir bruna. Miklir mögul. að innrétta íbúðir á efri hæðum og í bakhúsi. Allar uppl. á skrif- stofu Miðborgar eða í síma 820 2399 Þorlákur. 3721 Laugavegur - heil húseign eftir brunatjón Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Leitum að góðri byggingalóð undir einbýlishús á Reykjavíkur- svæðinu. Óskasvæði Garðbær, Kópavogur, annað kemur til greina. Verðhugmynd allt að 12-14 millj. Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason, sölustjóri í síma 896 5221 eða á skrifstofunni. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bardur@valholl.is. Lóð óskast til kaups Jörð með fullvirðisrétti og í rekstri austur á landi Höfum í einkasölu jörðina Gautavík í Djúpavogshreppi sem selst í fullum rekstri með tækjum og framleiðslurétti. Gautavík var einn elsti verslunarstaður á Austurlandi og liggur í Beru- firði norðanverðum. Jörðin selst með 207 ærgildum, útihúsum, íbúðar- húsi og ýmsum hlunnindum. Á jörðinni eru góð útihús og mjög góð tækjageymsla/verkstæði með gryfju. Íbúðarhúsið er 116,5 fm, klætt að utan og einangrað 1988. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fasteigna- og skipasölu Austurlands í síma 470 2200. EINSTAKLEGA SPENNANDI OG GLÆSI- LEGAR 120 FM íBÚÐIR MEÐ SÉRINN- GANGI Í ÞESSU GLÆSILEGA HVERFI Í GRAFARHOLTINU. AFHENDING FLJÓT- LEGA. Fjórar penthouse með stórfenglegu útsýni og ein á miðhæð eftir þ.a. ein sem hægt verður að flytja í fyrir jól. Möguleiki að skoða fullbúna íbúð. Sölumenn Bakka verða á staðnum með bæklinga og teikningar, milli kl. 14-16 í dag. Verið velkomin. Fasteignasalan Bakki, s. 533 4004, Skeifan 4, Reykjavík. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Maríubaugur 97-103 Árni Valdimarsson, löggfastsali. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 VALDÍS SÝNIR Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 14 - 16 105,3 fm íbúð á 2. hæð með stórum suð- ursvölum. Íbúðin er búin vönduðum og góðum innréttingum. Parket á gólfum. Mikið skápapláss. Sér baðh. innaf hjóna- herb. VERIÐ VELKOMIN AÐ KOMA OG SKOÐA. V. 15,9 m. 3651 Opið hús Básbryggja 7 - íbúð á 2. hæð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.