Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 47 JARÐNESK fyrirtæki geraupp rekstur sinn í lok fjár-hagsárs, sem oftar en ekkiber saman við almanaksárið. Þá er afkoman skoðuð, tí- unduð í krónum og aurum, fjallað um helstu áfanga í rekstrinum og það sem hefur áunnist – eða tap- ast. „Mitt ríki er ekki af þessum heimi,“ sagði Jesús forðum. Og við annað tækifæri mælti hann: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir möl- ur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjár- sjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ Og nú er komið að því að horfa um öxl, svipast um á þeirri braut sem átti upphaf sitt með fyrsta sunnudegi í aðventu árið 2001. Rannsaka hjartað og ávexti þess. Hvernig skyldi uppgjör kirkju- ársins líta út, þessa „rekstrar“ sem ekki er að öllu leyti jarð- neskur, heldur á rætur og vöxt annars staðar, þar sem önnur lögmál ríkja. Vissulega telur kirkjan að hluta til á sama hátt og önnur fyrirtæki þessa lands, vegna þess að hún er í þessum heimi, en starf hennar og verk snýst þó meira um önnur verð- mæti sem ekki verða nema að óverulegu leyti mæld á jarðneska mælikvarða. Andleg gildi, hugg- un, styrkur, nærvera í sorg og gleði, boðun fagnaðarerindisins. Hvernig er hægt að vigta þetta eða meta til fjár? Árni Sigfússon, nú bæjarstjóri í Reykjanesbæ, mun einhvern tíma hafa sagt, að ekki væri lesið úr ársreikningum fyrirtækja á útfararstundum. Og það er rétt. Á líkklæðum eru eng- ir vasar, segir gamalt orðtak. Við gröfina eru önnur verðmæti nær- tækari, fjölskyldan, vinirnir og þau bönd og tengsl sem við bind- um og myndum á þeim sviðum um ævina. Erum við ánægð með störf okkar í þágu Guðsríkisins á liðn- um mánuðum? Eða hefði mátt gera öðruvísi á stundum og bet- ur? Hjálmar Jónsson, Dóm- kirkjuprestur, sem einmitt benti á þetta með vasana og líkklæðin í rómaðri prédikun 28. júlí á þessu ári, flutti líka aðra ræðu um áþekkt efni hálfu ári fyrr, 27. jan- úar, og sagði þar m.a.: [Mér] finnst allt of mikið um efnahagsmál fjallað í okkar samfélagi. Þótt þau séu mik- ilvæg þá er lífið meira en fæðan og klæðin. Tilgangur lífsins er svo miklu meiri. Líf okkar og líðan frá degi til dags ræðst ekki af daglegri gengisþróun, verði á hlutabréf- um og helstu vísitölum efnahagslífsins. Engin kenniorð eru þó sögð eins oft í sjón- varpi og Nasdaq, Dow Jones, FTSE. Erum við með þessum vísitölufréttum að ógleymdum lottótölunum að sanna að við séum veiðimannaþjóðflokkur, sem ennþá telji að skjótfenginn gróði ráði úrslitum um líf sitt? Eða er þetta nýtt stig efnishyggjunnar? Þeirrar peningahyggju að ekkert sé nóg. Og þú eigir aldrei nóg? Þá fyrst sem þú hafir orðið meira en þú þarft til neyslu þá fyrst fari fjármagnið vinna fyrir þig og safna þér gróða? Og það sé óskastaðan, sælan sem helst beri að keppa eftir? Mik- ilvægt er það vissulega að efnahagslífið sé öruggt og stöðugt, ekki geri ég lítið úr því, en þar í liggur ekki öll hamingjan fólgin … Þú ert verkamaður í víngarði Drottins hvert sem starf þitt er í samfélaginu. Hann býður alla velkomna að starfa í rík- inu sínu hvenær sem er og hverjir sem þeir eru. Allir jafnir hver svo sem forsaga þeirra er, hverju sem þeir hafa áorkað, við komum án verðleika en þó óendanlega dýr- mæt. Því gildir það einu hvenær ævinnar við skiljum þetta. Í bernskunni, á unglings- árum, á miðjum aldri, eða þegar degi lífsins er tekið að halla. Mestu varðar að þetta renni upp fyrir okkur. Og þá verður lífið stórkostlegra, veröldin bjartari og fegurri. Þannig dafnar Guðs ríki á jörð. Um leið og hinn kristni ein- staklingur staldrar við á þessum ágæta degi og íhugar verk sín hlýtur eitt að spila þar inn í, ann- að er óhugsandi; þetta er spurn- ingin um hvíldardaginn. Var hann notaður á uppbyggjandi hátt, eða tók dagleg neyslukrafa þar yfir? Margur held ég að roðni lítið eitt yfir svarinu. En af því að hér er um afar þýðingarmikið atriði að ræða gef ég Karli Sigurbjörns- syni biskupi lokaorðið í pælingum mínum að þessu sinni, en í hirð- isbréfi sínu til íslensku kirkj- unnar segir hann m.a.: Hvíldardagurinn er ein dýrmætust allra Guðs gjafa. Því hefur verið haldið fram að eitt mikilvægasta framlag Biblíunnar til heimsmenningarinnar sé krafan um einn hvíldardag fyrir alla, með reglulegu milli- bili, árið um kring. Nú erum við komin vel á veg með að glata þeim degi … [Guðsþjónustan] hefur það að gefa sem ómissandi er, samfélag bænar og um- hyggju, uppbyggingu anda og sálar og veganesti til hversdagsins. Sunnudagurinn er dagur umhyggju fyrir eigin líkama og sál, dagur tilbreytni og hátíðar. Boðorð lögmálsins um hvíldardaginn er áminning þess að maðurinn er ekki sál- arlaus vél sem gengur í sama takti enda- laust … Og síðar bætir hann við: Við skulum nota föstuna, jólaföstu, aðvent- una … til að minnast og minna sérstaklega á þá sem halloka fara. Fastan er áeggjan til okkar allra að standa dyggan vörð um heill þeirra sem standa höllum fæti í tilverunni og að vera duglegri og djarfari að koma til hjálpar þar sem vegið er að fólki og standa af einurð vörð um réttindi þess og mann- gildi. Fastan ætti að verða sérstakur bar- áttu- og átakstími í þágu líknarþjónustu safnaðanna og Hjálparstarfs kirkjunnar og kristniboðs. Gleðilegs og farsæls nýs kirkjuárs óska ég ykkur, systur mínar og bræður í Kristi. Vegamót Morgunblaðið/Þorkell sigurdur.aegisson@kirkjan.is Þá er kirkjuárinu að ljúka, á sunnudaginn kemur tekur nýtt við, þegar aðventan heils- ar. Sigurður Ægisson lítur af því tilefni yfir farinn veg, og spyr hvernig kristið fólk hefur ávaxtað pund sitt í öðrum heimi á síðustu 12 mán- uðum. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 892683 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni                                  TILBOÐ ÓSKAST Í Hyundai Starlex H-1, 9 manna árgerð 2002 4 cyl. Turbo dieselvél (ekinn 7200 km í ábyrgð hjá B&L frá 1. júlí 2002) Jeep Wrangler árgerð 2002 sjálfskiptur með leðurklæðningu (ekinn 806 mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 26. nóvember kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.