Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG heiti Sunneva Jóhannsdóttir og ég á heyrnarlausa foreldra. Ég hef tekið eftir því að mamma mín og pabbi og flestir heyrnarlausir missa af miklu í sambandi við sam- félagið vegna þess að fréttir og um- ræður ná ekki til þeirra. Mér finnst sjónvarpsstöðin ekki taka nægilegt tillit til fólks sem er með þessa fötlun. Mig langar að spyrja ykkur eftir- farandi spurninga: 1. Af hverju eru táknmálsfréttir í 5-8 mín. en fréttir fyrir ykkur sem er- uð heyrandi í eina klst. Og 15 mín? 2. Af hverju á heyrandi fólk meiri rétt á fréttum en heyrnarlaust? Ég vil minna ykkur á að heyrandi fólk fær: Fréttir, íþróttir + veður = 30 mín. Kastljós = 30 mín. + það er end- ursýnt á kvöldin! Tíufréttir = 15 mín. En heyrnarlaust fólk fær aðeins: Táknmálsfréttir = 5–8 mín. og kannski 2–3 fréttir! Sjáið þið engan mun á þessu? Þetta er ekkert annað en óréttlæti. Mér finnst það minnsta sem þið ættuð að geta gert er að hafa túlk við hliðina á fréttaþulinum eða einfald- lega texta allt fréttaefnið. Með von um að bréfið veki ykkur til umhugsunar um stöðu heyrnar- lausra. SUNNEVA JÓHANNSDÓTTIR, 14 ára, Kópavogsbraut 99, Kópavogi. RÚV Frá Sunnevu Jóhannsdóttur: STUNDUM kemur það fyrir að Rík- issjónvarpið okkar sýnir kvikmyndir sem allur almenningur getur horft á og notið. Það gerðist til dæmis um daginn. Þá sýndi sjónvarpið á laug- ardagskvöldi mynd um stúlkuna Pollýönnu eftir sögu Eleanor H. Porter, sem var virkilega mannbæt- andi. Eins og sólskinsblettur í heiði. Allar stelpur og margir strákar lásu söguna um Pollýönnu á sínum tíma og höfðu gott af og vonandi er hún enn lesin af ungu fólki. Sumir sérfræðingar munu auðvit- að halda því fram að umrædd filma hafi verið bæði væmin og leiðinleg. Við því er ekkert að segja, en það breytir ekki þeirri staðreynd að hin- ar bjartsýnu og lífsglöðu Pollýönnur allra tíma eru stórkostlegar mann- eskjur. Og hún Pollýanna er í hjarta okkar allra meira og minna. En við þurfum að hlusta oftar á hana en við gerum. En svo byrjaði auðvitað ballið. Um leið og afkynningin á Pollýönnu rúll- aði af skjánum hófst djöfulgangur- inn. Dynjandi skothríð og morðin í algleymingi. Bara auglýsing um næstu mynd. Mjög einfalt en samt svo ógnvænlegt. Svona gengur dæl- an í sjónvarpi allra landsmanna allt- of oft. Og fréttirnar! Þar eru morð- og ofbeldisfréttir í stórum stíl ómiss- andi þáttur. Veit ég vel að við þurf- um að fá fréttir utan úr heimi, en fyrr má nú gagn gera. Hvað skyldi stúlkan Pollýanna hafa sagt um þennan darraðardans sem dynur á okkur dag út og dag inn? HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Hvað hefði Pollýanna sagt? Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri skrifar: GRÍMULAUS skoðanakúgun úgerðarmanna er staðreynd. Miðvikudaginn 13. nóvember sl. birtist þessi undarlega árátta út- gerðarmanna með skrifum stjórn- armanns LÍÚ og forstjóra Síldar- vinnslunar í Neskaupstað í Morgunblaðinu. Ég skora á þá sem eiga tök á að lesa grein stjórnar- manns LÍÚ, en í henni er verið að hnýta í Morgunblaðið fyrir að birta skoðanir Steingerðar Ólafsdóttur, sem voru stjórnarmanninum ekki að skapi. Við höfum séð þessa til- hneigingu áður hjá LÍÚ-klíkunni. Ágætum þingmanni, Árna Steinari Jóhannssyni, var bolað frá því að halda hátíðarræðu á sjómannadag- inn í Eyjafirði og LÍÚ-klíkan vildi koma í veg fyrir að Baltasar ræddi við unglinga um kvikmyndina Hafið. Mér er spurn: Í hvernig þjóð- félagi vill LÍÚ búa? Er það þjóð- félag þar sem eingöngu verður leyft að birta „réttar“ skoðanir? Hvernig væri ef stjórn LÍÚ gerði lista yfir æskilegar skoðanir? Ég ætla ekki að rekja þessa makalausu grein í löngu máli en henni lýkur á að for- stjórinn býður Steingerði í heim- sókn til Neskaupstaðar til þess að auka skilning hennar á sjávarútveg- inum. Ég ætla að taka upp siði for- stjórans og bjóða fólki heim á síðum Morgunblaðsins og hér með býð ég forstjóranum og stjórnarmanni LÍÚ, Björgólfi Jóhannssyni, í heim- sókn heim til mín á Skagfirðinga- braut 13 á Sauðárkróki og ræða þar sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins til þess að auka skilning hans á sjávarútveginum, sanngirni og skoðanaskiptum í lýðræðisþjóð- félagi. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON, Skagfirðingabraut 13, Sauðárkróki. Skoðanakúgun útgerðarmanna Sigurjón Þórðarson skrifar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.